Morgunblaðið - 25.07.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.07.1961, Blaðsíða 8
8 M o r c rn\ n r 4 ð i ð Þriðjudagur 25. júlí 1961 Með gullleitarmönnum á Skeiðarársandi r Anægjuleg ferð I fögru veðri—en ekki fannst gullið. ÞAÐ var glampandi sólskin og glansandi þurrkur og allt íólk að hamast við að breiða á bæj- Unum austur með Síðu, þegar við ókum áleiðis í „gullgröft- inn“ á Skeiðarársandi að morgni föstudags 21. júlí. „Maður hefði nú víst heldur átt að vera í heyi, en vera að flækjast þetta“, hugsaði frétta- ritari Morgunblaðsins, meðan bíllinn þaut fram hjá hverjum bænum eftir öðrum og önnum köfnu heyskaparfólki á öllum tónum. En forvitnin varð forsjálninni •g fyrirhyggjunni yfirsterkari, svo að áfram var haldið, í Iwítu, sterku sólskini þessa bezta þurrkadags, sem enn hef- ur komið á slættinum. Máske hefnir þetta sín í vetur, en hvað um það. Látum hverjum degi nægja sína þjáning. Von- andi verður nægur þurrkur á töður.a í sumar, þótt þessum degi sleppi. í Maríubakkavelli eru skrið- bílarnir teknir af vörubílnum og allt dótið sett á þá, sem nauðsynlegt er talið í þennan leiðangur. Það eru málmleitar- tæki, sem með voru í förinni um daginn, smájarðbor og fleiri teeki, sem Gunnar Böðvarsson verkfræðingur hefur með sér. Hann er kominn í sumarfrí og notar það m. a. til þfiss að skreppa austur á Sand. Eins og fleiri, langar hann til að vita, hvort hægt er að komast að raun um hvort það er málmur eða hverskonar málmur þetta er, sem vart varð við með teitartækjunum um daginn. — Hann hefur meðferðis smá jám- bor og ætlar að freista þess að grafa með honum í sandinn Og vita hvers hann verður vísari. Aðrir en Gunnar í þessari för eru bílstjórarnir, þeir sömu og áður, Pétur Kristjónsson og Jó- hann Wolfram, Gísli Sveinsson frá Fossi í Mýrdal og Þórarinn Pálsson frá Seljalandi — allt einvalalið. Bergur Lárusson getur ekki farið með nú sökum anna. Þeir eru fljótir að snara fögg- iHn sínum upp á skriðbílana og síðan er haldið af stað. Við förum um hlaðið á Maríubakka og heilsum upp á fólkið, sem stendur á hlaðinu, en höfum þar enga viðstöðu. Við viljum hvorki láta það tefja ferð okk- ar né tefja það frá heyþurrkin- um. Strax á aurunum austan við bæinn förum við yfir Djúpá. Hún rennur þar í mörgum ál- um. Svo förum við all-langan veg yfir tærar vatnsglætur. Það eru vötn, sem koma undan Rauðabergshrauni og lækir of- aa af Hverfisfjöllunum. — Síð- an förum við yfir Núpsvötn og Sandgýgjukvísl. Árnar eru litl- ar móts við það, sem þær eru vanar að vera á þessum tíma árs. Og það er eðlilegt. Það hefur verið svo úrkomulítið undanfarið og frekar kalt í veðri. Sumarvöxturinn er ekki kominn enn í jökulvötnin. „Það er munur eða þegar við vorum á ferðinni hér um dag- inn“, segja bílstjórarnir. Þá var hlaupið í Súlu. Þá var allt á floti allsstaðar. Þá voru þeir samfellt í vatni á 3ja klst. og sáu hvergi til lands. Það er ekki von þeim finnist mikið til um sprænurriar eins og þær eru núna. Og ferðin gengur eins og í sögu. Bílarnir svamla léttilega yfir allar bleytur. Það er því haldið áfram viðstöðulaust. Þeg ar komið er austur fyrir Gygju- kvísl er stefnt á suður og hald- ið til hafs. Brátt sjáum við húsið á Skaftafellsfjöru þar sem það hillir uppi milli mela- kollanna ofan við leiruna. o—O—o Útsýnið þarna fram á sönd- unum er dásamlegt þennan dýrð lega sumardag. Eins og alltaf þegar maður kemst í námunda við Lómagnúp heldur hann huga manns sérstaklega fangn- um. Hinar blásvörtu bergþiljur vestan í honum eru sérstaklega að þessu húsi af landi eða af sjó. Austan undir því er hest- hússkúr og óþiljað milli. Gerir það allt óvistlegra. Umhverfið er náttúrlega sand ur. — Tómur sandur. Nei, ekki aldeilis. Hér er mikið graslendi, valllendisbalar með gisnum en hávöxnum punti, á milli eru mýrarseilur og sam- riskja í rásum og lækjarfarveg- um. Hér virðist vera all-margt fé, en ekki ber mikið á því á þessu víðlendi. Það er víst eign Svínafellsbænda. Máske myndi Flosi þekkja mörkin, ef hann nú mætti ríða um Lómagnúps- sand. Við reisum tvö tjöld til að sofa í, en notum húsið fyrir eldhús og borðstofu. Við erum ríkulega nestaðir. Fyrir því hef- ur séð Ólína, hin ágæta hótel- stýra á Klaustri. Hún hefur nestað okkur eins og greifa, sem byggju á hennar eigin hóteli. Ekki er að spyrja að Ólinu. Eftir matinn segir Gísli: Jæja, drengir, ekkert finnst með því að sitja hér. Hann virðist vera Hvað er á oddinum? Framan við graslendið taka leirurnar við, votur sandur, þar! vætlar o O—o víð og dreif — flöskur og kúl- Nú er setzt upp í bílai.a og ur, körfur og tunnur og mikið ekið fram undir sjávarkambinn. | af spýtnabraki, en fátt um góð Um vegaverkfallið r Greinargerð frá forseta ASI og at- hugasemd Morgunblaðsins Verkfræðingurinn með málmleitartækin. dökkar og skuggalegar í björtumikill dugmaður eins og hann á beltisfari. Það, sem sjórinn hef- skini þessa júlímorguns. kyn til. | ur borið á land, liggur hér á Jökultindarnir og fjallatopp- arnir svala sínum björtu höfð- um í himinblámans fagurtæru lind, eins og Jónas kvað. Ekkert fjall, sem ég þekki tekur eins gagngerðum breyt- ingum eftir því hvaðan maður horfir á það eins og Lóma- gnúpur. Hann minnir mann helzt á risanökkva, sem er að snúa sér á sléttum haffleti. Feg- urstur, tilkomumestur, stórfeng- legastur finnst mér hann alltaf vera utan úr Fljótshverfi. Einu sinni dv.' li Kjarval þar í Hverfinu lt ?i sumars. Hann var alltaf að rnála Lómagnúp. „En suma d; na treysti ég mér ekki til við hann“, var haft eftir hinum mikla meistara. „Þá gat ég ekkert gert nema horft á hann allan daginn“. En þegar komið er suður á fjöru á Skeiðarársandi íer ekki mikið fyrir Lómagnúp. Hann er að vísu all-gjörvulegt fjall, en hann heillar mann ekki með sínu dökka strandbergi eins og þegar maður horfir á hann utan úr Hverfi. o—O—o Við komum í sælúhúsið á Skaftafellsfjöru um kl. 2. Þetta er æði myndarlegt hús, rúmgóð stofa með glugga á vesturstafni. Ein rúðan er brotin og fyrir hana er negld krossviðarplata. Þar eru borð og bekkir, elda- vél og mataráhöld, rúm og teppi og annað sem vegfarend- tré. — Milli leirunnar og sjáv« ar er sjálfur sjávarkamburinn — breiður, ávalur hryggur með stærðar sköflum úr hárfínum sandi. Upp að kambinum svarr- ar úthafsaldan og kastar löðri sínu langt upp í aflíðandi hall- ann. Á kambinum stendur röð af slíkum. Þær eru allar með einum armi, sem benda í eina átt — að sæluhúsinu. Sorfnar af sandveðrunum standa þær þarna og bíða eftir því að leggja lið sitt til að bjarga þeim, sem í nauðir rata á þess-. um eyðisöndum. Við ökum aust. ur fjörurnar — ýmist eftir kambinum eða leirunum. En það er alveg sama hvort er, Skriðbíllinn rennir sér jafnlétti lega yfir hárfínan foksandinn og sökkvandi bleytur. — Fram undan hillir melkollana uppi eins og fljótandi hallir. Lengst í austri birtist Ingólfshöfði eins og himnesk kastalaborg. Það er staðnæmzt við háan melkoll, 10—12 km fyrir austan húsið. Þá eru ca. 1—2 km ófarnir að vestasta ál Skeiðarár. Framan við kollinn standa nokkrir hælar upp úr grunnu vatni leir- unnar. Þama er merktur stað- urinn, sem mælitækin sýndu um daginn að eitthvað væri fólgið í jörðu. Erindið með þessari ferð nú, er að reyna að ganga úr skugga um hvað þetta „eitthvað" er. Mun síðar sagt frá, hversu þær tilraunir takast. G. B. Herra ritstjóri! Blað yðar hefur ritað allmikið undanfarna daga um vegavinnu verkfallið, og einnig birt greinar gerð frá gagnaðila um málið. Væntum vér því þess,! að þér takið einnig til birtingar frá Al- þýðusambandinu nokkur orð um málið. Ljóst má vera af blaðaskrifum, að aðalágreiningsefnið er um það, hvort vegavinnumenn skuli fá frítt fæði, eða a.m.k. ákveðna dagpeninga upp í fæðiskostnað —• eða þá hinsvegar að þeir skuli bera fæðiskostnað sinn sjálfir. Um þetta hefur ekki samizt milli aðila, og af þessu er deilan aðallega sprottin. — Út af vill- andi ummælum í greinargerð Brynjólfs Ingólfssonar stjómar- ráðsfulltrúa í blaðinu er þó rétt að taka fram. að ekkert sam- komulag hefur verið gert um kaupgjaldið í vegavinnunni — um hana er alls enginn samning- ur til nú sem stendur. En á atriðinu um fæðiskostnað ur þarfnast, hvort sem þá berströnduðu samningaviðræður. Nokkra furðu hefur það vakið, að ráðherra símamála, Ingólfur Jónsson samþykkti 30 króna dag peninga upp í fæðiskostnað mjög í sama mund og ekki fékkst sam- þykki sama ráðherra fyrir svip- aðri upphæð dagpeninga upp í fæðiskostna vegaðgerðarmanna. Morgunblaðið hefur tekið að sér að skýra það fyrir lesendum sínum, að í þessari afstöðu ráð- herrans finnist ekkert ósamræmi. — Um þetta atriði sagði blaðið t. d. þetta í feitletaðri rammagrein hinn 20. júlí s.l. „Sannleikurinn er hins vegar sá, að Landssíminn hefur samið algjörlega í samræmi við samn- inga Vinnuveitendasambandsins og Dagsbrúnar, en krafa A. S. í. á hendur Vegagerð ríkisins geng ur mun lengra“. Nú getur Alþýðusambandið að vísu ekki fallist á, að samgöngu- málaráðuneytið sé nein undir- deild í Vinnuveitendasambandi íslands og verði að lúta boði þess og banni. En sleppum því. — Er það hins vegar rétt, að ekkert ósamræml sé í afstöðu ráðherrans, af því að kröfur Alþýðusambandsins fyr ir hönd vegagerðarmanna gangi mikl' lengra en samningsákvæð in í samningi símalagningar- manna, sem ráðherrann hefur samþykkt — og sem gengur held ur ekki lengra en Vinnuveitenda sambandið getur staðfest fyrir sitt leyti. Þess vegna geti hann játað öðru en neitað hinu? Bezta sönnunin fyrir þvi, að Alþýðusambandið krefst einskis annars af Vegagerð ríksins, en ráðherra hefur þegar heimilað Landssímanum að semja um, er það, að Alþýðusambandið býður að leysa deiluna með því að taka hina ráðherrastaðfestu grein í samningi Landssímans inn í vænt anlegan landssamning við Vega- gerðina. Og sú grein er orðrétt á þessa leið: 7. gr. samnings við Landssím- ann: Landssíminn leggur sínum mönnum, sem vinna fjarri heimil um sínum, til tjöld, skúra, eða annað húsnæði svo og bedda og dýnur, matarílát og tæki til upp hi' unar og lýsingar, svo sem venja er til, sér um matarað- drættj og matreiðsliu og greiðir þeim kr. 30,00 á dag fyrir efnið í matinn. Matreiðslustarf annast maður eða kona, sem er vel hæf Frh. á bls. 17. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.