Morgunblaðið - 25.07.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.07.1961, Blaðsíða 13
MORGVNBLAÐIÐ 13 f Þriðjudagur 25. júlí 1961 — Gagarln Framh. aÆ bL 3. lýðsfylkingarinnar, hefði af- hent honum pappírshníf með viðeigandi aðdáun. Gagarín var glaður yfir þeirri kurteisi sem honum var sýnd og virtist leika á als oddi. Hann gerði að gamni sínu við viðstadda og sagði litlum dreng úr sendi- ráðinu frá því að hann hefði ekki getað hreyft sig í geim- farinu, því hann hefði orðið að sitja kyrr allan tímann. Þá sagðist hann hafa fengið fjöld ann allan af bréfum og kortum og nú vseri hann búinn að koma sér upp álitlegu frí- merkjasafni. Síðan hófst blaðamannafund urinn og fyrsta spurningin, sem geimfarinn svaraði var þessi: Var flugferðin til íslands eins erfið og geimferð in? Hann svaraði því neitandi. í svona flugferð er ekki ætl- azt til annars en farþegarnir hvíli sig eins vel og þeir geta, sagði hann. Og það gerði ég. Hvers vegna voruð þér val- inn í geimförina? var hann næst spurður. Þið ættuð ekki að spyrja mig að því, svaraði hann, því ég valdi ekki í geim- ferðina. En ef ég hefði átt kost á að velja, hefði ég að sjálfsögðu valið sjálfan mig! Hve margir menn í Sovétrífcj- unum hafa verið þjálfaðir fyr ir geimferðir? Ekki fékkst hann til að svara þessari nærgöngulu spurningu, en spurði fréttamanninn tor- tryggnislega á móti: Til hvers þurfið þér að vita það? Þá var hann spurður hvort hann hefði verið þjálf aður lengi og kvað hann já við. Hvort líkaði yður betur við Gínu Lollobrigada eða geimskipið Vostok? Það er erf itt að svara því, sagði hann Einar Olgeirsson og Kristinn E. Andrésson í prósessíunni. og brosti, það er ekki hægt að gera samanburð á lifandi fólki og dauðum hlutum. Þá var hann minntur á, að hann hefði sagt eftir geimförina frægu, að yfirburðir sovét- skipulagsins hefðu gert hon- um kleift að fara geimförina: Er það enn skoðun yðar? Þið ættuð að vera sömu skoð- unar og ég í því efni, svaraði Gagarín ákveðið, því hún sýndi ljóslega yfirburði Sovét skipulagsins. Berið okkar geim för bara saman við það, sem Bandaríkjamenn hafa verið að gera. En tækni og stjórn- mál eru tvennt ólíkt, var hann þá minntur á. Fólkið stjórnar vélunum, sagði hann, tæknin er í þess höndum. Okkar skipu lag hefur gert fólkinu kleift að taka upp nýja framleiðslu- hætti sem eru betri en það, sem áður hefur þekkzt. Hvað hefðuð þér gert, ef þér hefð- uð ekki komizt aftur niður úr geimförinni? Slíkt hefði ekki getað skeð, svaraði hann hróð- ugur. Ef eitthvað hefði komið fyrir mig, hefði geimskipið lent sjálfkrafa. Nú, þetta hef- ur þá ekki verið eins mikil hetjudáð og af er látið eða var ferðin svona algerlega háð tækninni? Þá komu nokkrar vöflur á Gagarín, hann fullyrti, að ekki hefði verið hægt að senda geimskipið í kringum jörðina nema hann eða einhver annar hefði verið í því. Ég stjórnaði skipinu sjálfur, sagði hann, því var ekki stjórnað frá jörðu. Síðan var hann fljótur að bæta við til að hylma yfir þessar mótagnakenndu full- yrðingar: En það kom ekkert óvænt fyrir í ferðinni. Voruð þér fyrsti geimfarinn eða höfðu aðrir verið sendir upp á undan yður? Alls kyns gróusögur hafa gengið um þetta, svaraði Gagarín, en ég get fullvissað yður um að þær hafa ekki við rök að styðjast. Ég er eini rússneski geimfarinn sem farið hefur slí'ka för. Vissi kona yðar um förina, áður en þér lögðuð af stað? Hún vissi að ég var þjálfaður til að fara út í geiminn, en aftur á móti hafði hún ekki hugmynd um, hvenær ég yrði sendur. Hvern ig finnst yður að vera allt í einu orðinn hetja? Gagarín sló út höndum, svo sendiherrann hrökk við, og sagði: Þér getið séð hvernig það er! Ætlið þér að fara aðra geimför? Það hef ur tekið langan tíma að þjálfa mig sem geimfara og ég sé enga ástæðu til að leggja nú árar í bát. Aftur á móti vil ég gefa öðrum færi á að fara. Gagarín var klæddur ein- kennisbúningi. Hann hafði nokkrar orður á brjóstinu og voru þrjár þeirra mjög áþekk ar: gullslegnar kommúnista- orður í rauðum borðum. Hann sagði að ein þeirra væri rúss- nesk, önnur tékknesk og hin þriðja búlgörsk. Þegar hér var komið sögu var hann orðinn fremur órólegur og stóð upp og bandaði blaðamönnum frá sér. Þá var hann spurður að því, hvort hann hefði beðið til Guðs, áður en hann fór í geimförina. Hann hló vand- ræðalega, fórnaði höndum og sagðist ekki hafa gert það. „Sannur kommúnisti biður ekki til Guðs“, sagði hann og hvarf inn í mannfjöldann, en piltur úr Æskulýðsfylking- unni klappaði saman höndun um af ánægju og sagði með stolti sanntrúaðs aþeista: — Helvíti stakk hann upp í þá!“ Blaðamannafundinum var lokið. Nokkru síðar gekk Gagarín út að flugvélinni aftur og kvaddi viðmælendur sína. Hann skrifaði nafn sitt á kort fyrir forvitna safnara, en þó ekki alla, því hann sagðist ekki mega vera að þvi. Síðan gekk hann upp í flugvélina í fylgd með Alexandrov sendi- herra. Þeir stóðu um stund í efstu tröppunni og brostu til mannfjöldans. Einar Olgeirs- son brosti á móti og veifaði. Gagarín sagði glettnislega: „Ég ætti að taka sendiherrann með mér!“ Nokkru síðar hvarf hann inn í flugvélina og hélt upp í þann sama himin, sem hefur gert hann ódauðlegan, svo not L uð séu orð félaga Krúsjeffs. / Og tjaldið féll. 1 Ingi R. efstur ÚRSLXT í annarri umferð skáfc- mótsins á laugardaginn urðu þessi: Björn Þorst. vann Bryn- hammar, Jón Þ. vann Ljungdahl Nielsen vann Jón Fálsson, jafn- tefli varð hjá Inga og Ingvari, Gannholm vann Gunnar. — Úr- slit í 3. umferð á sunnudaginn: Ingi R. vann Björn, Gannholm vann Brynhammar, Gunnar vann Nielsen, Jón Þorsteins og Ingvar biðskák, jafntefli varð hjá Jóni Pálssyni og Ljungdahl. Biðskáfc Jóns Þorsteinssonar og Nielsen lauk með sigri Jóns. — Eftir þrjár umferðir er röðin þessi í landsliðsflokki. Efstur Ingi R. með 2% v. f Mfl. er Jón Þorvalds son efstur með 2% v. 1 B-riðli eru efstir Björn Karlsson, Jón Kristinsson og Jónas Jónsson með 2 v. í 1. fl. eru efstir Tryggvi Ara son og Gylfi Baldursson með 2% v. í ungl.fl. er efstur Arne Zweig með 3 vinninga. Stolið úr bíl AÐFARANÓTT mánudags var maður á leið til Reykjavíkur eftir Norðurlandsvegi og varð að skilja bíl sinn eftir í Hvalfirði við gatna mót Kjósarskarðsvegar. Var það um kl. 2 um nóttina. Er hann kom aftur að bílnum kl. að verða 12 morguninn eftir, sá hann að búið var að skrúfa af útvarps- stöng og brjóta upp læsta geymslu, sem horfið var úr allt lauslegt, varahlutir og verkfæri, a. m. k. 3000—4000 kr. virði. Bíllinn er af Mercedes Benz 220, gerð, ljósgrjár að neðan og dökk- blár að ofan. Eru þeir sem kynnu að hafa or ðið varir grunsam- legra mannaferða við bílinn beðn ir um að gera lögreglunni að- vart. VIÐ höfum fengið tvær merki- Jegar sendingar frá Sovét- ríkjunum hin síðari ár: Söguna ®f Júrí Andrejevits Sivago og Júrí Gagarín geimfara í eigin per sónu. Ekki má á milli sjá, hvor sendingin hefur vakið meiri at- hygli, en það hefur ekki leynt sér undanfarið, að rússneskir sendi- ráðsstarfsmenn hér hafa haft meiri áhuga á hinni síðarnefndu. Þeir hafa jafnvel hringt til blað- enna og tilkynnt fjálglega, að sjálfur Gagarín mundi koma til ís lands með flugvél frá Moskvu: „Viljið þið ekki vera viðstaddir á Keflavikurflugvelli?“ spurði Resitov blaðafulltrúi. Þessi óvænti áhugi á velferð „auðvalds pressunnar* hefur vafalaust kom- ið ýmsum á óvart, en á bak við hann leynist líklega ekkert nema hreinlyndi hugans og einlæg um- byggja fyrir vísindapólitík Krú- sjeffs og „okkar heilaga föður- landi“. kL En við munum annan tíma. rr. Það hringdi enginn frá rúss- neska sendiráðinu að tilkynna tolaðamönnum, þegar fyrstu ein- !tökin af Dr. Sivago bárust til landsins. Þá var barnalega stolt- inu ekki fyrir að fara í þeim herbúðum, enda stendur á ein- um stað í þeirri bók: „En undur er undur, og undrið er Guð“. Slík móðgun við félaga Krúsjeff er ekki auglýsingar verð. En hið breytta viðhorf sendiráðsstarfs- mannanna er lofsverð framför og sýnir, að mikið hefur áunnizt í því sem nefnt hefir verið „friðsamleg sambúð“. Skyldu grýlukerti kalda stríðsins vera farin að bráðna? Þegar sagan af Júrí Andrejevits hafði verið þýdd á erlendar tungur spurði félagi Krúsjeff, hvernig bókinni væri tekið í út- landinu. Honum var sagt að henni væri alls staðar vel fagn- að og um hana væru skrifaðir lofsamlegir ritdómar. Þá setti Fé- laginn upp vodkabros og sagði: „Þetta er mjög skemmtilegt. En af hverju sendum við ekki Paster nak til Bakú, hann hefur verið áður í Kákasus?" Félagi Napo- leon hefði ekki getað sagt þetta betur. En Júrí Andrejevits, öðru nafni Boris Pasternak skáld, fór ekki til Bakú, hann hafði ekki heilsu til þess farinn maðurinn. Júrí Gagarín var aftur á móti sendur til Bretlands, íslands og Kúbu. Hann var á Keflavíkurflug velli á sunnudag og seldi sæta- brauð kommúnismans, eins og hver annar vel þjálfaður sölu- maður. Hann hefði jafnvel getað sagt með Bör Börsson: Hér er ég, fullmektugur grósseri múltí- milljóner. Gagarín er kannski ekki í jafngóðum álnum og þessi notalega norska sögupersóna, en náð fyrir augum Krúsjeffs er margra peninga virði í Rússlandi austur: „Ég faðma þig“, hafði Krúsjeff sagt í skeyti til hans, sællar minningar. En — faðmlög Ríflegur skammtur af morfíni Vettvangurinn í dag fjallar m. a. um: Komu Gagaríns til Keflavíkur — Náðina Krúsjeffs — Eitur þrákelkninnar — Kommúnismann og trúarbrögð — Afstöðu klerka til kommúnisma — Undrun beirra sem gerzt eiga að vita — Tortryggni og kavíar. þess manns hafa orðið dýrkeypt- ur gleðiauki stæltari mönnum en Gagarín. Eða hvar skyldi Zhukof, landvarnaráðherra nú vera niður kominn? Engum dettur í hug að hæðast að afrekum Rússa í vísindum og geimferðum. Enn eru þeir snjöll- ustu geimskotsmenn sögunnar og eiga vafalaust eftir að leggja drjúgan skerf af mörkum til vís- indanna. Af þeirra sjónarhóli á sú staðreynd að sanna yfirburði kommúnismans yfir önnur þjóð- félagsform. Þeir kalla Gagarín „Kólumbus geimsins". Kólumbus ætlaði að finna Indland. Hann fann Ameríku í staðinn. Gagarín átti að finna fjöregg kommúnism- ans. Hann kom aftur með skurn- ið eitt. Frjóvgað egg hefur komm únisminn ekki í sinni hendi. Tak- markalaus trú á efnishyggjuna eina er álíka geðfelld fæða og stropað kríuegg. Það er ekki nóg að eiga spöl í landi materíalism- ans. Margnefndur Kólumbus sagði: Guð hefur gert mig að tæki sínu til að finna nýtt land í vestri. Gagarín sagði í Keflavík á sunnudag: „Góður kommúnisti biður ekki til guðs“. Það er lang- ur vegur milli þessara tveggja breytzt svo mjög til batnaðar. Þvert á móti eru orð Kólumbusar á 16. öld ólikt geðugri en hin sjálfumglaða víkingatrú rúss- neska geimfarans á þeirri tutt- ugustu. Og við getum enn spurt vegna söluferðar Gagaríns: Til hvers er að karþa um þessa hluti við fólk sem hefur fengið blekkinguna í vöggugjöf og eitur þrákelkninnar í tar\nfé? Mundi ekki vera betra að láta það lönd og leið Og bíða þess það brenni upp í sínu hyst- eríi? Auðvitað ekki, það getur orðið heiminum of dýrt spaug. Þegar Furtseva, menntamála- ráðherra Sovétríkjanna, heyrði höfuðpatríark rússnesku kirkj- unnar segja við Gagarín í veizlu, sem honum var haldin í Kreml eftir geimskotið fræga: „Guð hjálpaði þér“. hugsaði hún með sjálfri sér: „að þessir menn hefðu sína trú og yrðu að fá að halda henni, þó hún ætti við lítil rök að styðjast". Það var óvenjulegt umburðarlyndi þar austur frá, en gefur von. II. Ung íslenzk kona var nýkom- in frá Afríku og hitti rússneska sendiherrann í veizlu hér í bæ. manna, ólíkt mentalítet. En égHann sagði við hana þennan krú- er ekki viss um, að það hafisjeffska brandara: „Og þér, sem hafið verið í Afríku, eruð enn hvítar á hörund, hvernig má það vera?“ „Það er vegna þess að ég hef blátt blóð í æðum“, svaraði kon- an. Auðvitað varð sendiherranum svarafátt, þó hann þekkti vel slíka díalektik úr heimalandi sínu. Þeir einir sem hafa blátt blóð í æðum eru sagðir ónæmir fyrir svarta litnum og hottintottmisma. Past- ernak var enn með rautt blóð og þess vegna var honum tilkynnt, að hann þyrfti ekki að koma heim aftur ef hann á annað borð færi utan að veita Nóbelsverð- launum viðtöku. Skáldið kaus föðurland sitt og fór hvergi. En það var annar sem fór, annar sem kunni skil á sjónhverfingum díalektiskrar efnishyggju, Og út- eys nú sínu bláa blóði of veröld alla. Gagarín hafði afhent Krú- sjeff öryggiskennd materialism- ans, honum var treystandi; þessa öryggiskennd, sem virðist vera rússneskri þjóðernisstefnu eins nauðsynleg og parrukin Loðvíki 15. Ferð Gagaríns var smyrsl á mörg sár; Berlín, Ungverjaland, Pasternak. Ekki aðeins smyrsl, heldur ríflegur skammtur af mor fíni. „Velkominn til íslands. Ég er mjög feginn því, að þú skyldir geta komið til íslands. Ég Framhald á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.