Morgunblaðið - 25.07.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.07.1961, Blaðsíða 14
MORGVNBLAÐIÐ Andrés Guðnason Minning ANDRÉS Guðnason var faeddur 1. ágúst 1883 að Lágafelíi í Mos- fellssveit, sonur hjónanrua Jó- hönnu Andrésdóttur og Guðna Halldórssonar. Föður sinn missti hann er hann var á öðru ári. Ólst hanm upp hjá móður sinni, sem fluttist skömmu síðar að Máva- gili. Þar bjuggu þau þar til um aldamótin en fluttust þá til Reykjavíkur. Veturinn 1904— 1905 var hann í Sjómannaskól- anum og fékik þar skipstjórarétt- indi. Næstu ár sigidi hanh á kútt erum frá Reykjavík, síðan tekur 'hann skipstjórn á mótorbátum, þar til 1920 að hann gerist togara sjómaður, óftast hjá Snæbirni Stefánssyni á Agli Skallagríms- syni. Árið 1933 hætti hann sjó- mennsku og gerðist afgreiðslu- maður við Fiskverzlun Hafliða Baldvinssonar. Þar var hann í 3 ár, en þá stofnaði hann sína eigin fisksölu við heimili sitt að Bar- ónsstíg 20 hér í bæ. Við fiskverzl un sína starfaði hann, þar til hann lagði algjörlega niður hið daglega strit á afmælisdegi sín- tmi 75 ára gamall, enda þá orð- inn útslitinn maður. Hafði Andrés þá, þessi dugnaðar, reglu og hirðumaður, verið 1 fremstu víglínu ailla ævi, til framtaks sér og sínuim enda afkoma hans heim ilis farsæl. Árið 1908 kvæntist Andrés, Erlendínu Jónsdóttur frá Norð- urbotni á Miðnesi. Hún ól honum tvö böm þau Halldóru og Jó- manns 1. apríl 1961 78 ára gam- all. Þegar ég, sem þessar límur rita, byrjaði fisksölu hér í bæ fyrir 15 árum og kynntist þessum sóma manni, fann ég strax við fyrstu kynni, að maðurinn var tnaustur í daglegri umgengni og starfi, dulur, fastur fyrir og lért ekki af málefnum, sem hann taldi til bóta, sér og sínum félögum til góðs. Því var það, að á félags- fundum í stétt okkar fisksala, voru tillögur Andrésar mikils metnár', og náðu alltaf fram að ganga. Hér sbal honum þakkað fyrir hönd Fisksalafélags Reykja. víkur og Hafnarfjarðar fyrir traust og heillaríkt samstarf á liðnum árum. Heiðursfélagi okk- ar var hann gerður 1958. Kynni okkar Andrésar voru hann, sem bæði eru á lífi og hið meiri en i fisksalastarfinu. Við mannvænlegasta fólk. Konu sína) höfðum kartöflugarða í Kringlu- missti hann 9. júlí 1954, og mun) mýrinni, og var það mjög oft er honum þá fyrst hafa fundizt við höfðum lokið okkar dags- höggvið nálægt skildi sinum. Að verki þar, að við tylltum ok'kur siðustu var hann í 2 % ár á Dval-, niður og röbbuðum saman. Slik- arheimili aldraðra sjómanna, og ar samræður við góða drengi þar yfirlýkur ævi þessia merkai gleymast aldrei, Þakka ég þér hér með fyrir allar þær góðu stundir og það traust sem þú ávallt sýndir mér. Fyrir hönd Fisksalafélags Reykjavikur og Hafnarfjarðar votta ég börnum og barnabörnum Andrésar inni- lega samúð við missi góðs föður og afa. Trúin þín mun hjálpa þér þá hjálpin mannleg þver Hún þig á vængjum sér I himna sælu L (H.P.) Jón Guðmundsson fisksali. Kubbaði sundur AKRANESI, 20. júlí — Vatns- laust var í bænum frá hádegi í dag til kl. 3. Orsökin var sú að jarðýta kubbaði í sundur vat.is- leiðslurör. Var hún að vinna í sambandi við flutninga á olíu- tönkum og clíuhúsi BP í efra horni við Hafnarbraut Suður- götu, en húsið á að flytja hærra upp í lóðina! — Oddur. — Sildarskýrslan Framh. af bls. 10. Hagbarður Húsavík • 2885 Halldór Jónsson Olafsvík 7996 Hannes Hafstein Dalvík 3030 Hannes Lóðs Vestmannaeyjum 2543 Haraldur Akranesi 10532 Héðinn Húsavík 8772 Heiðrún Bolungarvík 12350 Heimlr Keflavík 4230 Heimir Stöðvarfirði 3391 Helga Rvík 6203 Helga Húsavík 3358 Helgi Flóventsson Húsavík 4495 Helgi Helgason Vestmannaeyjum 6246 Hilmir Keflavík 7447 Hoffell Búðakauptúni 4988 Hólmanes Eskifirði 6981 Hranf Sveinbjarnarson Grindavík 4516 Hrafn Sveinbjarnars. II Grindav. 7128 Hringsjá Siglufirði 4557 Hringver Vestmannaeyjum 8122 Hrönn II Sandgerði 4096 Huginn Vestmannaeyjum 2064 Hugrún Bolungarvík 6620 Húni Höfðakaupstað 5951 Hvanney Hornafirði ö 5195 Höfrungur II Akranesi 8338 Höfrunguj- I Akranesi 8338 Ingiber Ölafsson Keflavík 2815 Ingjaldur — Orri Grafarnesi 2398 Jón Finnsson Garði 6291 Jón Garðar Garði 6367 Jón Guðmundsson Keflavík 4148 Bæjarbíó í Hafnarfirði sýnir um þessar mundir dönsku kvik- myndina Pigen i Sögelyset með ungri og þekktri leikkonu, Vivi Bak, í aðalhlutverki. — Myndin hefur ekki verið sýnd áður hér á landi. Jón Gunnlaugs Sandgerði Jón Jónsson Olafsvík Júlíus Björnsson Dalvík Jökull Olafsvík Katrín Reyðarfirði Keilir Akranesi Kristbjörg Vestmannaeyjum Leifur Eiríksson Rvík Ljósafell Búðakauptúni Máni Höfðakaupstað Manni Keflavík Mímir ísafirði Mummi Garði Muninn Sandgerði Ofeigur II Vestmannaeyjum Ofeigur III Vestmannaeyjum Olafur Bekkur Olafsfirði Olafur Magnússon Keflavík Ölafur Magnússon Akureyri Olafur Tryggvason Hrnafirði Páll Pálsson Hnífsdal Pétur Jónsson Húsavík Pétur Sigurðsson Rvík Rán Hnífsdal Reykjaröst Keflavík Reynir Vestmannaeyjum Reynir Akranesi Rifsnes Reykjavík Runólfur Grafarnesi Seley Eskifirði Sigrún Akranesi Sigurður Akranesi Sigurður Siglufirði Sigurður Bjarnason Akureyri Sigurfari Vestmannaeyjum Sigurfari Akranesi Sigurfari Patreksfirði Sigurvon Akranesi Skarðsvík Hellissandi Smári Húsavík Snæfell Akureyri Snæfugl Reyðafirðl Stapafell Olafsvík Stefán Arnason Búðakauptúni Stefán Ben Neskaupstað Stefán Þór Húsavík Steinunn Olafsvík Steinunn gamla Keflavík Stígandi Vestmannaeyjum Straumnes Isafirði Stuðlaberg Seyðisfirði Súlan Akureyri Sunnutindur Djúpavogi Sveinn Guðmundsson Akranesi Sæfari Akranesi Sæfari Sveinseyrl Sæfaxi Neskaupstað Sæfell Ölafsvík Sæþór Olafsfirði Tálknfirðingur Svelnseyri Tjaldur Stykkishólmi Valafell Olafsvík Vattarnes Eskifirði Víðir II Garði Víðir Eskifirði Vilborg Keflavík Vonin II Keflavík Vörður Grenivík Þorbjörn Grindavík Þorgrímur Þingeyri Þórkatla Grindavík Þorlákur Bolungavík Þorleifur Rögnvaldsson Ölafsfirði Þráinn Neskaupstað Þráinn Neskaupstað 5909 4721 2002 3870 5351 3203 8944 5218 2118 2090 4791 33741 4161 2643 5197| 2969 4683 4687 11733 3259 4532 8242 8242 4553 2024 3483 5427 3222 4000 5030 3815 5107 7508 6369 4003 5617 4208 6584 2922 6730 9772 5310 9237 3608 2165 4322 6811 2412 3749 3092 6830 4619 7993 2066 3101 6390 3757| 3265 5853 5241 4791 6958 4112 13194 8018 4608 5874 5421 7240 2884 4365 7010 2063 4829 4829 VETTVANGUR Frh. af bls. 13. dálst að hinum mikla sigri þínum“, sagði Kristinn E. Andrés son á Keflavíkurflugvelli á sunnu dag og klappaði geimfaranum blíðlega á öxlina. Ógleymanleg sjón og full ástæða til að vera hrærður yfir þeim skyndilega áhuga, sem bókmenntafræðingur- Inn hefur fengið á háloftsmönn- um. Gagarín hristi af sér klapp- ið eins og góðum farandriddara sæmdi Og hefur áreiðanlega hugs- að með sér eins og karlinn í þjóð- sögunni: „Nú skyldi ég hlæja, ef ég væri ekki dauður“. Og Gagarín var sendur í sölu- ferð. Slíkum manni var hægt að trúa fyrir stolti Sovétríkjanna og al- þjóðlegs kommúnisma. Og Æsku lýðsfylkingin var mætt á sjálfum Keflavikurflugvelli í miðju „krabbameini þjóðfélagsins", ekki af þjóðlegri reisn heldur til að skjálfa í lotlegri undirgefni undir það guðspjall véla og tann- hjóla, sem nefnt hefur verið Vostok. Þetta minnti á gamla tíð, þegar heimurinn skalf fyrir véla- skrölti nazismans, Rússar gerðu griðasáttmála við Hitler, Þjóðverj ar óðu yfir Vestur-Evrópu og Þjóðviljinn þjáðist af kompás- skekkju: „Hér í fásinninu heima á íslandi verða sósíalistar að gera sér það fullljóst, að þeir geta hvorugum hjnna striðandi aðila óskað sigurs í þvi stríði, sem nú er háð“. Já, þessi orð standa í forustugrein blaðsins 22. maí L 1940. Aðeins litið spor úr harla vafasamri slóð, svo ekki sé meira sagt. III. íslenzkir blaðamenn fengu ekki tækifæri til að hitta Júrí Andrejevits, en þeir sátu fund með Júrí Gagarin. Það var skemmtilegt að hitta geimfar- ann, þó samtalið við hann yrði styttra en ráð var fyrir gert. Hann hafði minna fram að færa en ætla hefði mátt af jafn víð- förulum og himinvönum manni og hann er sagður vera. Alex- androv, sendiherra, var af ein- hverjum ástæðum „nervösari" en nauðsyn ber til hér á íslandi. Það var eins og hann bæri i>er- sónulega ábyrgð á öllu þvi, sem Gagarín sagði, en auðvitað kem- ur ekki til mála að leggja flíka ábyrgð á eins manns herðar. Geimfarinn var í senn vingjarn- legur og fastur fyrir. Hann svar aði spurningum blaðamanna yf- irleitt fljótt og greiðlega. Þegar hann var spurður jafn fráleitr- ar spurningar og þeirrar, hvort hann hefði beðið til Guðs, áður en hann fór í geimferðina frægu, stóð hann upp, fómaði höndum og sagði hlæjandi: „Sann ur kommúnisti biður ekki til Guðs“. Viðbrögð hans voru eins og hann hefði verið spurður, hvort hann hefði talað við Stalin rétt áður en hann lagði af stað í Kúbuferðina. Miðilssam bandið var í ágætu Lagi, svo ég veit ekki hvaða afsökun sr. Gunnar Árnason hefur nú fram að færa í Kirkjuritinu, kannski þá að Gagarín hafi mismælt sig. Ef marka má síðasta Kirkjurit virðist klerkurinn ekki geta í- myndað sér, að Furtseva hefði takmarkað samband við Guð, en nú er hann búinn að fá enn eina staðfestingu á því, að góður kommúnisti sækist ekki eftir slíku sambandi, ekki einu sinni þó hann fari 300 kílómetra upp í himinhvolfið. Slíkt trúleysi er auðvitað afskaplega ótrúlegt og virðist með öllu óskiljanlegt jafngóðum guðsmanni og sr. Gunnar er. íslenzku kommúnist- unum, sem voru viðstaddir blaðamannafundinn, þótti svar Gagaríns stórum spámannlegra en spurningin, og ætti það að vera til nokkurrar glöggvunar fyrir þá fslendinga, sem í ein- feldni halda að þeir geti í senn verið einlægir fulltrúar Krists og Krúsjeffs. Ég hef ekki ýkja- mikinn áhuga á viðbrögðum ís- lenzku kirkjunnar eins og nú er háttað, en við verðum að ætlast til þess að sæmilega menntaðir klerkar fari að átta sig á af- stöðu kommúnismans til kristin- dómsins og séu ekki eins og álf- ar út úr hól, þegar talað er um kjarnann í kenningum Marx. Karl Marx reið á vaðið og kall- aði trúna „opíum fólksins". Len- in tók undir þessi orð hans og bætti við, að trúin væri „andlegt vodka“ sem þrælar kapítalism- ans drekktu í kröfum sínum um sómasamlegt líferni. Opíum- kenning Marx er „hornsteinn marxískrar skoðunar á trúar- brögðunum", skrifar Lenin enn- fremur, og bætti við, að milljón- ir synda og ódáða væru miklu hættuminni en ,hin skarpa guðs- hugmynd“ eins og hann komst að orði. Þá hefur Krúsjeff einn- ig tekið undir ,,opíumkenning- una“, og í merku samtali, sem hann átti við William Randolp Hearst í (nóvember 1957) sagði hann m.a.: „Við kommúnistar, sovéskir stjórnmálamenn erum guðleysingjar". Og ennfremur í sama viðtali: ,Við lítum svo á, að trú á Guð, sé í andstöðu við viðhorf okkar kommúnista". Og loks: „Þeim, sem trúa á Guð, fækkar óðum, ungt fólk vex úr grasi og þeir eru í miklum meirihluta sem trúa ekki á Guð“. f samtali við Sergé Gro- ussard í Le Figaro (19. marz 1958) sagði Krúsjeff m.a. „Ég held, að það sé enginn Guð til. Það er langt síðan ég losnaði við þá ímyndun.... vísindi og trú á yfirnáttúruleg öfl eru ósættan- leg“. En þó Lenin hefði þá afstöðu til trúarinnar, sem fyrr greinir, og segði m.a. að „í áróðri okkar verður að vera áróður fyrir guð- léysi", var hann nógu slyngur til að nota ekki ómengaðan efnis- hyggjuáróður fyrir byltinguna. 1905 skrifaði hann x „Sósíalismi og trúarbrögð": „Hvers vegna lýsum við ekki yfir, að guð- leysi sé á stefnuskrá okkar? Af hverju neitum við ekki kristn- um mönnum og þeim sem trúa á Guð um inngöngu í flokk okk- ar? Vegna þess að einhugur hinnar kúguðu stéttar í barátt- unni fyrir byltingu og sköpun Paradísar á jörðu er mikilvæg- ari en einhuga skoðanir öreig- anna á Paradís á himnum. Þetta er ástæðan fyrir því, að við hvorki megum né getum sett guðleysi á stefnuskrá okkar“. Enn hefur Sameiningarflokk- ur alþýðu, Sósíalistaflokkurinn ekki sett guðleysi á stefnuskrá sína, svo dyggilega hafa málpíp* ur íslenzkra kommúnista fetað í fótspor lærifeðra sinna. ,Hel« víti stakk hann upp í þá“ var sagt suður á Keflavikurflugvellj á sunnudag. Og svo setja beztu menn upp forundrunarsvip þeg- ar þeir heyra kommúnista af- neita Guði og eilifu lifi. Hefur þetta fólk ekkert lesið? Það er eins og allt komi þvi á óvart. < Gagarín er þægilegur, ungur maður, allt að því drengslegur, en gætir þess faílega að geðjast sínum lærimeistara og fara ekki út af línunni. Hann er áreiðan- lega einn af þeim ungu mönn- um, sem Krúsjeff minnist á J samtalinu við William Randolph Hearst. En hann gætti sin ekki á því frekar en margir skeleggir kommúnistaforsprakkar að það er ekki góð og gild díalektik aS afneita því sem hefur ekki verið afsannað. Eða hvenær hefur kommúnistum tekizt að sanna, að Guð sé ekki til? Þó Gagarín sé viðmótsþýður maður er hann ekki sannfær- andi og á blaðamannafundinum fannst mér hann minna miklu fremur á forstjóra kavíarverk- smiðjunnar rússnesku en sovét- hetju: Þegar fréttamaður enska blaðsins „Spectator" kom I kavíarverksmiðjuna, spurði hann forstjórann, hvernlg fram- leiðslunni væri háttað? Forstjór inn leit tortryggilega í kringum sig og gegndi með annarri spurn- ingu: „Til hvers viljið þér fá að vita það?“ Maður hélt að geimfarar væru vaxnir upp úr svoleiðia barnaskap. M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.