Morgunblaðið - 25.07.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.07.1961, Blaðsíða 16
16 M O R C V N E 1. 4 Ð 1 Ð Þriðjudagur 25. júlí 1961 Fyrsta sjálfvirka veð- urathugunarstöðin Washington, 22. júlí — (Reuter — NTB) — TILKYNNT hefur verið í Bandaríkjunum og Kan- ada, að í ágúst n. k. verði reist hin fyrsta sjálfvirka veðurathugunarstöð heims. Verður stöðin á óbyggðri eyju, Grahameyju, suður af Sverdrupeyjum í Norður-ís- hafinu. Stöð þessi verður starf rækt með ísótópum og á að geta starfað sjálfvirk í tvö ár í einu, án þess nokkuð eftirlit sé haft með henni. I sameiginlegri tilkynningu þjóðanna ségir, að' notkun ísótópa hafi gert veðurfræðing um kleift að uppfylla drauma mannanna um sjálfvirkar veð urathugunarstöðvar á mikil- vægum stöðum. Stöð þessi á að geta mælt styrk og átt vindsins, hitastig og loftþrýst- ing. Mun hún síðan senda upp lýsingar til móttökustöðvar á meginlandinu þriðju hverja klukkustund. Sovézku rithöfundarnir við komuna til landsins, ásamt Halldóri Stefánssyni og Kiljan. Þeir eru, talið frá vinstri: Ovetshkin, Morosova, Halldór Stefánsson, Halldór Kiljan og Venclova. Sovézkir rithofundar á íslandi MúrhúÖun Tilboð óskast í utanhússmúrhúðun á félagsheimili Grímsnesinga Minni-Borg. Skilafrestur er til 1. ágúst 1961. — Réttur er áskilinn að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. — Upplýsingar veita Hjálmar Þórðarson verkfræðingur, Hagamel 27, sími 1-55-69 og Ásmundur Eiríksson, Ásgarði. Tannlækningastofan, Grettisgötu 62 verður Lokuð vegna sumarleyfa til 10. ágúst. GUÐMUNDUR ÓLAFSSON, tannlæknir VÖRIJBÍLL Chevrolet 1955 Gir B-6—500. — Bíllinn er í topp standi. — Kr. 110.000 útborgun. — Bíllinn verður til sýnis á staðnum frá kl. 1—7. BIFREIÐSALAN Borgartúni 1 — Símar 18085 — 19615 Vélritun Stúlka vön vélritun og bréfaskriftum óskast til starfa hálfan daginn. Málakunnátta nauðsynleg. — Tilboð með upplýsingum um fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir fimmtudagskvöld 27. júlí 1961 merkt: „Innflutningsfyrirtæki — 5492“. Lokað vegna sumarleyfa til 8. ágúst Hárgreiðslustofan Sórheimum 1 Sex herbergja íbúð Höfum til sölu 6. herb. íbúð á 2. hæð við Bugðulæk íbúðin selzt tilbúin undir tréverk. Sér hiti og sér þvottahús. Bílskúrsréttindi. MÁLFLUTNINGS- OG FASTEIGNASTOFA Sigurður Reynir Pétursson, hrl. Agnar Gústáfsson, hdl. Bjöm Pétursson, fasteignaviðskipti. Austurstræti 14. Símar 17994 og 22870 ÞANN 5. júlí sl. komu til landsins þrír rithöfundar frá Rithöfundasambandi Sovétríkjanna í boði Máls og menningar: Valentíva Morosova, aðalþýðandi verka Halldórs Kiljans Laxness á rússneska tungu, Antanas Venclova frá Litháen og Valentin Ovetshkin. Valentiva Morosova er bók- menntafræðingur og skrifar bók- menntagagnrýni í blöð og tíma- rit. Hún hefur m. a. þýtt Sölku Völku og Silfurtunglið á rúss- nesku og á þessu ári er Paradísar 'heimt væntanleg í þýðingu henn- ar. Morosova talar skandinavísku, ensku og slavnesk mál jöfnum höndum. Einnig les hún og þýðir úr íslenzku. Antanas Venclova frá Litháen er þingmaður pg á sæti í æðsta ráði Sovétríkjanna. Hann ritar eingöngu á litháisku. Hann hefur fengizt við skáldsagnagerð og ljóðlist og skrifar gagnrýni í blöð og tímarit. Valentin Ovetshkin er ritstjóri bókmenntatímaritsins Novi Mir og hefur aðallega gefið út ritgerð ir Og skrifað fyrir blöð og tíma- rit. Einnig samdi hánn smásögur og fjölluðu þær að mestu um rússneskt sveitalíf. Engar bækur þessara höfunda hafa verið þýddar á íslenzku. Skáld í öðru hverju húsi Rithöfundarnir hafa ferðast um landið þann tíma, sem þeir hafa dvalizt hér. Fóru þeir m. a. til Eyjafjalla, Mývatns, Siglufjarðar Og víðar. ’l í samtali við blaðamenn á Hótel Borg, rómuðu þau mjög dvölina hér. Ovetshkin kvaðst hafa orðið undrandi á að sjá, hve vegakerfið væri fullkomið og veg irnir tiltöluiega góðir, en Moro- sova fannst það eftirtektarverð- ast, að næstum í hverju húsi byggi skáld eða skáldkonur. Einnig var Morosova hrifin af íslenzkri byggingarlist og taldi að rússneskir arkitektar gætu tekið sér þá íslenzku til fyrir- myndar. Ákveðin greiðsla fyrir örú Á blaðamannafundinum var all mikið rætt um kjör rithöfunda í Rússlandi og var blaðamönnun- um tjáð, að þeim væru greiddar 2—300 rúblur fyrir örk, eftir því hvort verkið væri gott eða slæmt að dómi hins opinbera Listaráðs. Ungir rithöfundar, sem étki hefðu skapað sér nafn, ættu erfitt með að finna náð fyrir augum Listaráðsins, og þar af leiðandi reyndu þeir að koma verkum sínum á framfæri í tímaritum Og kynna nafn sitt á þann hátt. UTBOÐ Tilboð óskast í að byggja viðbyggingu við núver- andi póst- og símahús í Vestmannaeyjum. Teikningar ásamt útboðslýsingum verða afhentar á skrifstofu yfriverkfræðinga í Landssímahúsinu eða símstjórans í Vestmannaeyjum, gegn kr. 1.000.— skilatryggingu. Póst- og símamálastjórnin, Reykjavík, 24. júlí 1961. H Y^D ROL DRI-SIL DB 29 — DB 30 Silicone VATNSVERJA * Eigum við væntanlegan á næstunni og getum útvegað með stuttum fyrirvara frá hinum þelfktu verksmiðjum Hydrol Cement Waterproofers Ltd. í Englandi. Leitió nánari upplýsinga hjá aðalumboðsmönnum fyrir ísland Pétur Einarsson h.f. Aðalstræti 9 C — Símar: 11795 — 11945

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.