Morgunblaðið - 27.07.1961, Side 1

Morgunblaðið - 27.07.1961, Side 1
20 siöur 48. árgangur 166. tbl. — Fimmtudagur 27. júlí 1961 Prentsmiðja Morgunblaðslns Kennedy markar stefnuna: Vesiur-Berlín prófsteinninn j Erum reiðubúnir tii viðræðna. En verðum einnig^ í að vera reiðubúnir að beita vaidi — gegn valdi j S VESTUR-BERLÍN er meira en sýniffluggi frjálsræðisins, tákn, frelsis- eyja í hafsjó kommúnismans. Hún er jafnvel meira en tengiliður við hinn frjálsa heim, vonarblys að baki járntjaldinu — undankomusmuga fyrir flóttafólk. — Vestur-Berlín er allt þetta. En fyrst og fremst er hún orð- in hinn mikli prófsteinn á hugdirfð off viljafestu vestrænna ríkja, sá brennidepill, þar sem hátíðlegar skuldbindingar okkar, allt frá 1945, og drottnunargirni Sovétríkjanna mætast í árekstri um grundvallaratriði. Við getum ekki og munum ekki láta kommúnista reka okkur frá Berlín, hvorki stig af stigi né með valdbeitingu.--------Við kærum okkur ekki um að berjast, en við höfum barizt áður.-------Við munum ávallt reiðu- búnir til viðræðna, ef viðræður koma að haldi. En við verðum einnig að vera reiðubúnir að beita valdi, ef valdi verður beitt gegn okkur. Okkur er Ijóst, hvað nauðsynlegt er að gera — og við erum staðráðnir í að gera ]>að. Ég vil ræða hreinskilnislega við ykkur um fyrstu skrefin, sem við munum taka. Þær aðgerðir munu kref jast fórna — og meira mun við þurfa í framtíðinni.------En ef við og bandamenn okkar höfum styrk og einingu um markmið sem grundvöll gerða okkar----------og beitum orð- um jafnt sem vopnum af hæfilegri varfærni, hefi ég vonir um að friður og frelsi muni haldast. Kennedy var skorinorður í sjónvarpsræðu sinni. Þetta eru noxkur ummæli úr skeleggri og skorinorðri ræðu, sem Kennedy Bandaríkjaforseti flutti á þriðjudagskvöldið (kl. 2 á miðvikudagsnótt að ísl. tíma) ©g útvarpað var og sjónvarpað um öll Bandaríkin og endur- varpað til útlanda. —. Kennedy fjallaði einkum um Berlínarmál ið — og má líta á ræðu hans sem svar við orðsendingum og ræðum Krúsjeffs að undan- förnu um það mál — og það mjög skorinort svar. • Vel tekið — og illa Ræðu forsetans hefur verið mjög vel tekið í vestrænum ríkjum, og hafa helztu NATO- ríkin lýst stuðningi við stefnu hans. 1 kommúnistaríkjunum hefur Kennedy hins vegar ver- ið sakaður um stríðsæsingar, svo sem vænta mátti. Stjórn- málafréttaritarar virðast þó þeirrar skoðunar, að ræðan hafi haft talsverð áhrif austan járn- tjaldsins — og kunni að renna tvær grímur á Krúsjeff og hans menn við hin afdráttarlausu ©rð Kennedys. — Nánar er greint frá viðbrögðum beggja megin járntjaldsins á öðrum stað í blaðinu. • I.átum það ekki viðgangast Kennedy hóf ræðu sína með því að rifja upp atburðarásina, einkum varðandi Berlín, allt síðan hann hitti Krúsjeff í Vín- erborg í byrjun júní. — í því sambandi sagði forsetinn: — Eins og þið munið, hyggst hann (Krúsjeff) með einu pcnnastriki binda endi & rétt okkar til að vera (hafa lið) í Bcrlín, og í öðru lagi hindra að við getum staðið við skuldbind- ingar okkar við þær tvær milljónir manna, sem í borg- inni búa. Þetta látum við ekki viðgangast. Kennedy lagði áherzlu á það, að enda þótt kommúnistaógnun- in við frelsi fólks beindist nú sem stæði fyrst og fremst gegn Vestur-Berlín, væri sú „ein- angraða framvarðstöð ekki ein- angrað vandamál. Ógnunin nær til alls heimsins", sagði forset- inn. — Hann ræddi um „aug- ljós og djúptæk“ réttindi vest- urveldanna í Berlín, samkvæmt samningum, enda væri Berlín á engan hátt hluti A-Þýzkalands, heldur sérstakt yfirráðasvæði undir stjórn og eftirliti fjór- veldanna (Bandaríkjanna, Bret- lands, Frakklands og Sovétríkj- anna). — En auk þessara rétt- Framh. á bls. 19 Fulltrúi Kennedys hittir Krúsjeff MOSKVU, 26. júlí. — Krúsjeff I tók í dag á móti ráðgjafa Kennedys Bandaríkjaförseta í afvopnunarmálum, John Mc Cloy, á sumarsetri sínu við Svartahaf. — f frétt frá Tass segir, að þeir hafi í vinsemd rætt um undirbúningsviðræð- ur ríkjanna um afvopnunar- mál — sem raunar hafa legið niðri nokkra daga — og önnur mál, er snerta sambúð Banda ríkjanna og Sovétríkjanna. — Ekki er nefnt, hvort ræðu Kennedys frá í gær hafi borið á góma. Kongóþing kem- ur saman á ný - og Lumumbamenn eiga þar mikið íylgi Leop>oldville, 26, júlí. — (Reuter) — Þing Kongó kom í dag sam- an í fyrsta sinn í tæpt ár, í Lovanium-háskólanum við Leopoldville. Þingstaðurinn var í strangri gæzlu liðs Sam einuðu þjóðanna. — Þessi fyrsti fundur þingsins markað ist einkum af því, hve fylgj endur Patrice Lumumba, Viúbrögö við ræðu Kennedys: Vel tekiö vestan járntjalds - illa fyrir austan London, Moskvu og Berlín, 26. júlí. (NTB/Reuter) HIN skeleggja „Berlínar- ræða“ Kennedys Bandaríkja- forseta hlaut nær einróma stuðning og hrós stjórnar- valda í vestrænum löndum í dag. T.d. sagði talsmaður brezka utanríkisráðuneytis- ins, að Bretastjórn væri al- gerlega sammála Bandaríkja- stjórn um nauðsyn þess að gera víðtækar ráðstafanir til að mæta Berlínarhættunni. Adenauer, kanslari V-Þýzka- lands, lýsti og ánægju sinni með ræðu Kennedys og kvaðst gleðjast vegna þess forustuhlutverks, sem Banda ríkin hefðu nú greinilega tekið meðal vestrænna þjóða. Það var hins vegar annað hljóð í strokkum austan járn tjaldsins. Þar var Kennedy sakaður um stríðsæsingar og Framh. a bls. 5>. hins myrta forsætisráðherra í Kongó, virtust eiga miklu fylgi að fagna. Neðri deild þingsins — full- trúadeildin — endurkaus Joseph Kasongo til forseta. Hann er einn af helztu forustumönnum flokks Lumumba. „Kongósku þjóðhreyf ingarinnar“. Annar Lumumba- sinni, Victor Komiroko, var kjöir inn forseti öldungadeildarinnar — og margir aðrir Lumumba- menn náðu kosningu í trúnaðar- stöður. — Þá vakti það einnig athygli, að Balubakat-flokkur- inn, flokkur Balubamanna í NorS ur-Katanga, sem eru andvígir Moise Tsjombe, kom að tveim mönnum við kosningarnar í þing inu í dag. — ★ — Utanríkisráðherra Katanga, Kimba, sem nú er sagður í París, sagði í dag, að Katanga- stjórn mundi ekki senda þing- menn sína til Leopoldville fyrr en tryggt væri, að virt yrði sér- staða Katanga innan sambands- ríkis Kongó. Þá má geta þess, að Mobutu, herstjóri í Leopoldville, sem átt hefur í samningum við Kat- angastjórn um að taka að sér stjórn hersins þar, lýsti því yfir í dag, að fjandsamleg af- staða stjórnarinnar hefði valdið því, að þessir samningar fóru út um þúfur. (Áður hafði verið sagt, að þeir hefðu þegar verið serðir).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.