Morgunblaðið - 27.07.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.07.1961, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 27. júlí 1961 MORCVPÍBL4ÐIÐ 5 UNDANFARNAR þrjár vikur hefur dvalið hér á landi 22 manna hópur skozkra ung- menna 18—26 ára gamalla. Hópurinn, sem hér er á veguim íslenzku þjóðkirkjunnar hefur dvalið vestur á Núpi í Dýra- firði við ýmis störf. Þetta er í fjórða sinn, sem slíkur hópur kemur hingað til lands á veg- um kirkjunnar, en hinir þrír hafa allir unnið að kirkjubygg ingum. Sá fyrsti kom 1957 og vann að byggingu Langholts- kirkýu. , Fréttamönnum gafst kostur á að hitta skozka hópinn að Lindargötu 50 fyrir skömmu, en þá var hann nýkominn frá Núpi. Utan fara ungmennin í dag. Séra Ólafur Skúlason æsku- lýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar skýrði frá dvöl hópsins og sagði hann, að hópurinn hefði komið til landsins 7. júli og lagt af stað til Vestfjarða strax daginn eftir. Auk skot- anna voru 7 íslendingar með í förinni. Eins og venja er þegar um slíka vinnuflokka er að ræða vor<u tveir fararstjór- ar, annar var Ronald Besaley og hinn séra Ólafur Skúlason. Á Núpi vann flokkurinn við að máila skólann þar utan og innan. Einnig var prestshúsið, kirkjan og heimavistin máluð að utan, svo og sundlaugin, sem var óspart notuð, þegar því var lokið. Flokkurinn vann 6 tíma á dag, frá kl. 7 á morgnana. Hinn tíminn var notaður til ýmissa skemmtana og á hverjum degi var helgiathöfn. Flokkurinn heim- sótti Haukadal, Þingeyri og ísafjörð, stytti sér stundir við Tónar sekkjapípnnnar bárust um nágrennið og fólk úr næstu húsum kom til að hlusta á. Sitt hvoru megin við skozku stúlkuna standa landar hennar í Skotapilsum. útileiki, svo sem sund og knatt spyrnu. T.d. syntu skotarnir í firðinum, en íslendingarnir veigruðu sér við að leggja til sunds, þar sem sjórinn var hrollkaldur og kallt í veðri, enda komu hinir skozku sund- kappar sem klakastykki upp úr sjónum. Eitt kvöldið hélt flokkurinn skemmtun að Núpi og skemmtu Skotarnir með þjóðdönsum og söng og sekkja pípuleik. Til samkomunnar komu um 200 gestir og var mjög glatt á lijaJIa. Á meðan flokkurinn dvaldi fyrir vestan eignuðust hinir erlejndu gestir marga vini meðal íbúanna þar og þegar þeir fóru voru þeir leystir út með fjölda gjafa, bæði frá ungum og gömlum. Skozku ungmennin létu mjög vel yfir dvöl sinni hér, en þau hafa notað sumarfrí sitt til þess að koma hingað. Ferðirnar borga þau sjálf, en allt uppihald liér fá þau end urgjaldslaust. Ronald Beasley, fararstjóri Skotanna sagði, að slíkar ferð ir ungs fólks til starfa í öðr- um löndum væru mjög lieppi legar til að auka skilning milli þjoða. Sagðist hann vona, að íslenzkur hópur myndi heim- sækja Skotland næsta sumar og einníg að Skotum gæfist tækifæri til að senda aftur vinnuflokk tii íslands næsta Skozku ungmennin ásamt fararstjóra sínum Ronald Beasley (lengst t.h.) og séra Ólafi Skúla- syni (lengst t.v.) Á myndina vantar fjórar stúlkur, sem tafizt höfðu við kaup á minjagripum. L.oftIeiðir h.f.: — Leifur Eiríksson er væntanlegur frá N.Y. kl. 06:30. Fer til Luxemborgar kl. 08:00. Kemur til baka kl. 24:00. Heldur áfram til N.Y. kl. 01:30. — Þorfinnur karlsefni er vænt- anlegur frá N.Y. kl. 09:00. Fer til Osló, Kaupmh. og Hamb. kl. 10:30. — Snorri Sturluson er væntanlegur frá Staf- angri og Ösló kl. 23:00. Fer til N.Y. kl. 00:30. Flugfélag íslands h.f.: — Gullfaxi fer til Glasg. og Kaupmh. kl. 08:00 i dag. Væntanlegur aftur kl. 22:30 í kvöld. Flugvélin fer til Lundúna kl. 10:00 í fyrramálið. — Hrímfaxi fer til Glasg. og Kaupmh. kl. 08:00 í fyrra máiið. — Innanlandsflug í dag: TU Ak- ureyrar (3), Egilsstaða, Isafjarðar, Lúpaskers. Vestmannaeyja (2) og Þór« hafnar. — A morgun: Til Akureyrar (3), Egilsstaða, Fagurhólsmýrar, Horna fjarðar, Isafjarðar, Kirkjubæjarklaust urs og Vestmannaeyja (2), Pan American flugvéi kom til Kefla- víkur í morgun frá N.Y. og hélt til Glasg. og London. Flugvélin er vænt- anleg aftur I kvöld og fer þá til N.Y. Eimskipafélag íslands h.f.: — Brúar- foss er í N.Y. — Dettifoss er í Rvík. — Fjallfoss fer frá Rotterdam í dag til Hamborgar. — Goðafoss er á leið til Hull. — Gullfoss kemur til Kaup- mannahafnar í dag. — Lagarfoss fer frá Keflavík 1 kvöld til Gautaborgar. — Reykjafoss kemur til Rvíkur síðd. I dag. — Selfoss er á leið til Dublin. — Tröllafoss er í Kotka. — Tungufoss fór frá Akureyri í gær til Húsavíkur. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er í Rúðuborg. — Askja er á ieið til íslands. Skipadeild SÍS: — Hvassafell er i Onega. — Arnarfell er í Archangelsk. — Jökulfell er á Akureyri. — Dísarfell er á leið tU Helsingfors. — Litlafell losar á Eyjafjarðarhöfnum. — Helga- fell fer í dag frá Flekkefjord til Seyð- isfjarðar. — Hamrafell er á leið til Aruba. Hafskip h.f.: — Laxá er í Bilbao. " — Sjáftu bara hvað ég fékk fyr ir einn gamlan og velktann 500 kall! Lokað í dag vegna ferðalags starfsfólks Framkvæmdabanki Islands Keflavík Til sölu veitingarekstur á ginum bezta stað í bænum. Fullkominn búnaður. — Góð kjör. — Upplýsingar gefur: EIGNASALAN KEFLAVlK Símar: 2049 og 2094. Raðhús Raðhús við Hvassaleiti, tilbúið undir tréverk, ca. 700 rúmmetrar til solu. Hagstætt verð, ef samið er strax. KANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, hrL Laufásvegi 2 — Sími 19960. Smurlyfta Til sölu er smurlyfta með mótordælu og loftgeymi. Ennfremur ventlasætavél með fræsara. Þeir, sem vildu sinna þessu, leggi tilboð inn á, afgr. Mbl. merkt: „Smurlyfta — 5047“. Gaboon 16, 19, 22 og 25 mm nýkomið Hjálmar Þorsteinsson & Co. H.f. Klapparstíg 28 — Sími 11956 NBD VIII i Þeir, sem hafa huga á þátttöku í NBD VHI í Kaup- mannahöfn 18.—20. sept. n.k. vinsamlegast tilkynni það nú þegar og í síðasta lagi fyrir næstu mánaðar- mót. — Tilkynningar berist til Byggingarþjónustu A.Í., Laugavegi 18, sími 24344. Stjórn NBD Stangaveiðimenn Nýkomin veiðistígvél, létt og góð. — Kosta aðeins 348,50. — Póstsendum. Kjörgarði — Sími 13508 T résmíða verkstæði í fullum gangi til sölu. Mjög góð vélasamstæða. — Verð kr.'þrjú hundruð þúsund. — Sér sala á húsnæði eða vélum kemur einnig til greína. — Upplýsingar í síma 33526 og 17583. Lögfræðiskrifstofa mín er flutt í Austurstræti 12 III. hæð. Einar Ásmundsson hæstaréttarlögmaður — Sími 15407

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.