Morgunblaðið - 27.07.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.07.1961, Blaðsíða 6
6 MORCVTSBLAÐIÐ Fimmtudagur 27. júlí 1961 Farþegarnir fá að fara heim en flugvélin verður kyrr í Havaua AUSTUR-þýzka skenunti- ^ ferffaskipið Fritz Heckert frá Rostock kemur til Reykjavíkur í dag- og verff ur hér í tvo daga. Þetta er alveg nýtt skip og kemur nú hingað í fyrsta sinn. Farþegar eru um 380. — Skoffa þeir Reykjavík og nágrenni annan daginn, en fara austur að Gull- fossi og Geysi hinn dag- inn á vegum Ferffaskrif- stofu ríkisins. Myndin hér að ofan er af skipinu. Þurrkurinn loks- ins kominn SBLJATUNGU, 25. júlí — Nú er unnið af miklum krafti á Suður- landi við heyskap, því að bless- aður þurrkurinn er loksing kom- inn. Þurrkleysur hafa verið að und anförnu, þar til í gær, að ágaet- is þurrk gerði, og er nú alls stað ar unnið nótt með degi. Auðsjá- anlegt er, að mikið hey bjargast i hlöður í þessum þurrki. Svo virðist, sem áframhald ætli að verða á honum. Gras er orðið ágætt, en menn hafa heldur dregið það við sig að slá í óþurrkunum. Aðeins fjórir þurrkdagar voru áður komnir í mánuðinum en hinir tveir fyrstu ttýttust lítt, því að þá var ekki nema einstaka garpur búinn að siá að ráði. Hinn 14. og 15. voru gySðir þurrkdagar. og náðist þá mikið magn heim í hús. Þeir, sem hafa súgþurrkunar- tseki í hlöðum sínum, ná mestu heim af heyi. Þeir geta hirt ör- ara en aðrir, og tryggara er, að ekki hitni í heyinu: Þegar súg- þurrkunarmenn hirða, eru hinir venjulega að sæta. Sést af því, hve gangurinn er allur hraðari hjá hinum fyrrnefndu. Mig minnir, að þajj sé ekki néina um það bil þriðjungur •bænda hér í Gaulverjabæjar- hreppi (bæirnir eru um 40), sem hefur elgnazt súgþurrkunartæki. Tveir hafa gnýblásara, sem blása 'heyinu inn í hlöðumar. Heyið verkast vel með þeirri meðferð, Og hafa gnýblásararnir gefið góða raun. — G. S. Einn af morgum BERLÍN, 25. júlí — (Reuter — NTB) — Forstöðumaffur málm- rannsóknarstofnunmarinnar viff há.skólann í Freiburg í A-Þýzka- landi — prófessor Herbert Griinn — hefur fiúiff yfir til Vestur Þýzkalands. Grúnn var félags- bundinn í kommúnistaflokki Austur-þýzkalands. Lögreglan uppgötvaði stuldinn á undan eigendunum í FYRRIINÓTT var ungur mað- urá göngu hér um bæinn. Eins og flestum Reykvíkingum, fannst honum það engin göngu- för vera nema að ganga með- fram höfninni. Tók hann þá eftir tveim piltum á bryggjunni, þar sem Grænlandsfarið Magga Dan lá við festar. Höfðu þeir hljóm- plötur og myndavél meðferðis, og þótti manninum þeir hand- fjalla hlutina fremur laumulega. Hann hugsaði þó ekki nánar um þetta að sinni og hélt áfram göngu sinni. Um sjö-leytið fékk hann sér morgunkaffi í Verka- mannaskýlinu. Sá hann þá, að lögreglan var að taka tvo drukkna pilta fasta, og hélt ann ar á hljómplötum en hinn á myndavél. Kenndi hann, að þar voru komnir piltarnir, sem hann hafði séð niðri á bryggju um nóttina. Honum fannst eignar- réttur þeirra að gripunum tor- tryggilegur, og um hádegisbilið tilkynnti hann lögreglunni grun semdir sínar. Piltarnir voru þá enn að sofa úr sér ölvímuna í fangageymslu lögreglunnar, en þegar þeir -voru vaktir, við- urkenndu þeir fljótlega að hafa stolið hvoru tveggja úr Græn- landsfarinu. Lögneglan afhenti skipverjum eignir sínar, og urðu þeir fegnir að vonum. Mynda- vélin var líka forláta gripur, ákaflega vönduð og dýr, af Voigtlánder-gerð. Hafði eigandi hennar keypt hana fyrir nokkr- um árum í tollfríhöfn á 650 krón ur danskar. Enginn um borð hafði orðið stuldarins var, og litu skipverjar því steinhissa upp, þegar lögregluþjónar báru eigur þeirra um borð. „Fijóls verzlun" komin út ÞRIÐJA HEFTI (maí-júní) 1961 af tímaritinu Frjálsri verzlun er komið út fyrir nokkru. — Af efni ritsins að þessu sinni má t.d. nefna eftirfarandi: Þjóðhagslegt gildi íslenzka neyzliuvöruiðnaðarins, fróðleg grein eftir Jóhannes Nordal. — Birtar eru framsöguræður frá fundi Verzlunarráðs íslands um fyrirkomulag á útflutningi og sölu freðfisks. — Vorar við höfn og tjörn nefnist skemmtilegur þáttur eftir Birgi Kjaran. — Jón Ó. Hjörleifsson viðskiptafr., skrif ar greinina: Er einkasala á við- tækjum nauðsynleg á íslandi? — Loks má nefna „diplómatíska" skemmtisögu eftir Gísla J. Ást- þórsson: Sómi íslands í Genf. Margt fleira, fastir þættir og annað efni, er í ritinu, sem er vel úr garði gert að venju. New York, 25. júlí (Reuter — NTB) HAVANAFRÉTTARITARI banda rísku útvarpsstöffvarinnar NBC skýrffi frá því í nótt, aff Fidel Castro hefffi ákveffið, aff farþegar og áhöfn flugvélarinnar, sem neydd var til lendingar í Havana í gær, mættu snúa óhindraffir aft ur heim til Bandaríkjanna. Hins- vegar yrffi flugvélin áfram um sinn í Havana. Jafnframt kveðst Fidel Castro vera fús að hefja viðræður við Bandaríkjamenn um þær flug- vélar sem neyddar séu til slíkra lendinga, ýmist í Bandaríkjunum, eða á Kúbu og vísar hann þar til kúbanskar flugvélar, sem kyrr- sett var á sínum tíma í Miaml vegna greiðslukröfu bandarískra lánadrottna viðkomandi flug- félags. Þá heldur lögreglan í New York því fram að uppi séu ráða- gerðir meðal stuðningsmanna Fidels Castro í Bandaríkjunumt að neyða fleiri bandarískar flug- vélar til að lenda í Havana. Kveðst lögreglunni þegar allvel kunnugt um áætlanir að neyða þannig til lendingar þrjár flug- vélar, eina frá hverju eftirtal- inna flugfélaga, Northeast Air- lines, Eastern Airlines og Nat- ional Airlines — og sterkur grun ur er um að þær kunni ef til vill að verða fleiri. Þjóðhátíð í Vestmanna- eyjum 4. og 5. ágúst nk. VESTMANNAEYJUM, 21. júlí. — Þjóðhátíð Vestmanna eyja verður haldin 4. og 5. ágúst n. k. íþróttafélagið Týr sér um hátíðina að þessu sinni, en þannig stendur á, að það merkisfélag á 40 ára afmæli á þessu ári. í tilefni afmælisins hefur fé- lagsstjórnin undir forystu Egg- erts Sigurlássonar ákveðið að vanda sérstaklega til hátíðarinn- ar Og er undirbúningur í því sambandi hafinn fyrir þó nokkru. Hátíðin mun verða í öllum aðal- atriðum með líku sniði og undan- farin ár. Þannig mun t.d. dans verða á 3 pöllum í Herjólfsdal bæði kvöldin, íþróttasýningar Og keppnir. Að sjálfsögðu verður þar einnig sýnd „þjóðaríþrótt“ Vestmannaeyinga, bjargsig. Vonir standa til þese, að á Þjóð hátíðina komi tvö handknattleiks lið kvenna úr Fram og Val í Reykjavík, er munu að sjálf- sögðu keppa -við Eyja-stúlkur. Hvað viðvíkur öðrum skemmti- atriðum, þá mun Svavar Gesta verða þarna með skemmtiþátt og hljómsveit hans leika fyrir dansi bæði kvöldin. En þar að auki munu félagar úr Leikfélagi Vest- mannaeyja koma fram með leik- þætti og aðra skemmtan. Þá verða lúðrar þeyttir, karlakór mun syngja og enn fleira verða til yndisauka. — Bj. Guðm. Hver ók á kúna? Fimmtudaginn 29. júní, senni- lega seinni hluta dags, var ekið á rauðkollótta kú fyrir austan bæinn á Þyrli á Hvalfjarðar- strönd. Eigandi kýrinnar er Sig- urður Helgason, bóndi þar. Þar sem hann telur, að hann verði að lóga kúnni vegna meiðsla, óskar hann eftir því, að viðkom- andi ökumaður gefi sig fram við hann eða rannsóknalögregluna í Reykjavík. • íslenzk svepparækt í ÚTVARPSÞÆTTINUM Um daginn og veginn var sl. mánu dag drepið á það að lands- menn hefðu hér áður fyrr not- að eitthvað smávegis af á- kveðnum tegundum af svepp- um til matar, og væri mikil búbót að slíku. Það vill svo til, að einmitt þessa dagana er að koma á markaðinn fyxsta uppskeran af sveppum, ræktuðum í stór um stíl hér á landi. Það er gróðurstöð uppi í Borgarfirði, sem hefur hafið tilraam með svepparækt á Laugalandi í Stafholtstungum. Þarna er um að ræða belgíska sveppateg- und, sem fæktuð er í myrkv- uðum gróðurhúsum, en for- stöðumaður gróðrarstöðvarinn ar, Bjarni Helgason hefur dval izt í 6 mánuði á meginlandi Evrópu til að kynna sér rækt- un þeirra. Mér heyrist það vera álit þeirra sem smakkað hafa, að þessir ræktuðu sveppir séu mjög vel heppnaðir, eins og annars allt grænmeti sem ræktað er á íslandi. Þó okkar kalda land væri ekki ákaf- lega hentugt til grænmetis- framleiðslu, ef jarðhiti kæmi ekki til, þá er það samt stað- reynd að það verður hér sér- lega bragðmikið og bragðgott. „Prikken over i ’et“ Sveppir þykja ákaflega fín fæða erlendis. Þeir eru mik- ið notaðir í alls konar rétti, svona eins og til að setja „prikken over i’et“, eins og Danskurinn segir. Með því að bæta þeim á matseðilinn okk ar, getum við því mjög bætt okkar matargerð. Það eykur FERDINAIMIt ^©Pir COPfNHAúl þjóðarframleiðsluna á matvæl um og geri- tilveruna ánægju- legri fyrir þá sem kunna að meta góðan mat. Mig langar því til að benda ■fólki á að reyna íslenzku sveppina núna meðan upp- skerutími þeirra er. Þeir eru á svipuðu verði og markaðs- verð á þeim er í Evrópu og að sjálfsögðu miklu ódýrari en innfluttir sveppir í dósum. Ef til vill reyna svo einhverjir framtakssamir ræktenöur næst að rækta handa okkur innlendan aspars. Asparsinn brýtur sér leið_íWrtuna Þá rifjast upp fyrir n.ér, hve skrýtið mér þótti það. er ég í fyrra ók í lest í gegnura asparsekrurnar skammt frá Hannover í Þýzkalandi. í fyrstu gat ég ekki áttað mig á hvað væri ræktað á þessum röndóttu ekrum. Þar tók hver •hár og mjór garðurinn við af öðrum. Þetta var þá asparsinn Til að hann verði góður á bragðið, verður hann að vaxa sem lengst niðri í moldinni og um leið og hann stingur koU' inum upp úr þessum háa mold argarði, sem hrúgað er ofan á hann, þá er honum kippt upp. Bændurnir ganga um akrana á hverjum morgni og kippa upp hverjum þeim anga, sem hefur tekizt eftir mikið erfiði að teygja gulan stöngulinn upp í birtuna ofan jarðar. Asparsinn sem ræktaður er i héruðunum kringum Hann- over er líka ákaflega bragð- mikill og aðeins yzti broddur-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.