Morgunblaðið - 27.07.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.07.1961, Blaðsíða 13
FimmtudagUr 27. júlí 1961 MORGVIXBLAÐIÐ 15 Um viötæki og stillingu þeirra T ÞETTA sinn ætla ég fyrst að ræða lítillega viðtækin sjálf. Hér á landi munu enn vera í notkun tæki, sem fram leidd voru fyrir síðustu heims styrjöld, eða yfir 20 ára gömul. Þetta sést glöggt á því, hve mikið af slíkum tækjum berst enn til við- gerða. Eigendum slíkra tækja vil ég gefa það ráð að nota þessi tæki á meðan þau end- ast eða þar til þau bila næst. Síðan að koma þeim fyrir kattarnef á sem ódýrastan hátt og alls ekki kosta undir iþau flutning til næsta viðgerð arstaðar. Gallar gömlu tækjanna Það má heita að viðgerð slíkra tækja sé álíka mikið verk fyrir viðgerðarmanninn eins og að smíða nýtt tæki, vegna þess að varahlutir í þessi tæki eru alls ekki fram- leiddir lengur og þá þarf að nota aðra varahluti. sem ekki passa fullkomlega, í staðinn, og þeir krefjast aftur enn annarra breytinga á tækinu. Þannig má halda áfram koll af kolli unz innviðir tækisins eru allir endurnýjaðir. Þá er þetta tæki að vísu orðið sem nýtt að innan, en endurnýjun in hefur kostað meira en nýtt tæki og þó vantar í tækið ’ ýrnsar nýjungar sem eru í nýju tækjunum. Hin öra þróun tækninnar á síðasta áratug hefur vissulega einnig náð til viðtækja og það má segja að öll tæki, sem eru eldri en 10 ára gömul, séu nú að verða úrelt, svo að tæplega svari kostnaði að gera við þau. Hagkvæm rafhlöðutæki Þá vil ég beina því til hlust enda, sem enn hafa eigi að- gang að rafmagni til heimilis- þarfa og því nota rafhlöðu- tæki, að nú á síðustu árum hafa komið á m^rkaðinn létt- Jbyggð viðtæki með transistor- um í stað radiolampa og eru þessi tæki mjög sparneytin ál rafmagn. í flestum tilfellum eru notaðar venjulegar vasa- ljósarafhlöður í tækjunum og endist eitt sett aí rafhlöðum í tvo mánuði við meðalnotk- un. Með því að kaupa slík tæki má fá árleg útgjöld vegna raf- hlaðna niður í 100 til 200 krónur og auk þess mjög bætta viðtöku, vegna þess hve þessi tæki eru miklu næmari til við töku heldur en eldri gerðir. Innbyggð loftnet Ég hefi áður nefnt inn- byggð ,ferrit“loftnet í við- tækjum. Þessi ferritloftnet hafa ákveðna stefnuverkun. 'í minni tækjum eru ferritloft- netin föst og bá er ekki sama hvernig tækin snúa, heldur verður að leita að þeirri stöðu, sem gefur mestan styrk og láta síðan tækið halda þeirri afstöðu að stað- aldri. í dýrari gerðum tækja má snúa ferritloftnetinu með hnappi á tækinu og þannig finna mestan styrk án þess að hreyfa tækið sjálft. Þegar not uð eru innbyggð loftnet ein- göngu, þá bera að gæta þess að tækin standi ekki fast upp við járnbennta steinveggi, því járnið í veggnum getur dreg- ið úr styrknum og truflað við tökuna. Á ýmsum stöðum á landinu sem liggja vel við viðtöku frá erlendum útvarpsstöðvum ber oft við að útvarpsstöðvar á nálægum eða sömu öldulengd- xxm trufla viðtöku frá ís- lenzku stöðvunum. Oft má draga úr þessum truflunum með því að ' notfæra sér stefnuverkun ferritloftnetja og beina þeim að þeirri stöð- inni, sem maður vill hlxxsta á. Stillið tækið nákvæmlega Auk loftnets og jarðteng- ingar er svo þriðja atriðið varðandi góða viðtöku út- varps. Það er rétt stilling tækisins á þá stöð, sem hlusta skal á. Hvort sem menn búa nálægt eða fjarri útvarpsstöð inni, þá er þýðingarmikið að tækið sé stillt nákvæmlega á bvlgjulengd stöðvarinnar og að þá sé farið eftir stilliauga tækisins. Ef ekkert slikt auga er á tækinu, þá snýr maður stiliihnapp þess fram og aftur yfir bylgjulengd stöðvarinnar og reynir að finna þá stilli- miðju. sem gefur gleggst tón- merki. Þetta sem ég hefi nú rakið í þessum þáttxxm, er það helsta sem þarf að athuga varðandi uppsetningu tækja, stillingu þeirra, loftnet og jarðtengingu. GarÖeigendur Sambýlishús . Túnþökur með afborgunum Notið góða veðrið Notið sumarfríin Standsetjið lóðina meðan enn er sumar, greiðið í haust og í vetur. Gróðrarstöðin v/Miklatorg Símar: 19775 og 22-8-22 jf ■ Létt rennur Ghefioó „Með piparmintubragði og virku Cuma- sina-silfri, eyðir tannblæði og kemur í veg fyrir tannskemmdir". □ □□ „Sérlega hressandi með Chlorophyll, hinni hreinu blaðgrænu, fjarlægir leiða munn- þefjan“. „Freyðir bragði". □ □□ kröftuglega með piparmintu- VEB Kosmetik-Werk Gera Deutsche Demokratische Republik. SEMPRIT hjólbarðar Eftirtaldar stærðir eru væntanlegar næstu daga 710x15 670x15 760x15 Hagstætt verð Þar sem um lítið magn er að ræða, eru menn vin- samlegast beðnir um að gera pantanir strax. G Melgason & IMelsteð h.f. Rauðaráirstíg 1 - Sími 1-16-44 3 faifreiðar til sölu Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar: Chevrolet sendiferðabifreið, smíðaár 1946 Chevrolet sendiferðabifreið, smíðaár 1954 Buick fólksbifreið, smíðaár 1957. Bifreiðarnar verða til sýnis á Skólavörðuholti, fimmtudaginn 27. þ.m. kl. 10—12 og 13—19. — Bifreiðarnar seljast mdð góðum greiðsluskilmálum, gegn veði í fasteign eða öðrum viðunandi trygging- um. — Tilboðum skal skila á skrifstofu vora að Borgartúni 7 fyrir kl. 15, föstudaginn 28. þ.m. Afengis- og tóbaksverzlun ríkisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.