Morgunblaðið - 27.07.1961, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.07.1961, Blaðsíða 19
FimmtudagUr 27. júlí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 19 — Kennedy . Framhald aí bls. 1. inda okkar, sagði Kennedy, ber að hafa í huga skuldbindingu okkar mn að viðhalda — og verja, ef þörf krefur — tæki- færi tveggja milljóna manna til að ráða sinni eigin framtíð. — í>annig getur sovétstjórnin ekki bundið endi á dvalarrétt okkar í Berlín, né samgöngur okkar við borgina, með neins konar að gerðum á eigin spýtur. Hlífi- skjöldur Atlantshafsbandalagsins hefur um langt skeið hvílt yfir Berlín — og við höfum heitið því, að árás á borgina verði skoðuð sem árás á okkur alla (í Atlantshafsbandalaginu). • Berlín verður varin Það væri skakkt reiknað hélt Kennedy áfram, ef einhverj ir teldu Berlín auðvelt skot- mark, vegna Iegu sinnar (nær 200 km innan marka A-Þýzka- lands). Bandarikin eru þar, Bretland og Frakkland eru þar; þar gilda heit Atlantshafsbanda- iagsins — og Berlínarbúar sjálf- ir eru þar. Borgin er í rauninni eins örugg og við hin — enda getum við ekki skilið öryggi hennar frá okkar eigin. — ★ — 4 Því hefir verið haldið fram, að Berlín sé óverjandi í hern- aði. En var ekki svo um Bast ogne — og raunar einnig um Stalingrad? Það er unnt að verja hvaða hættustað sem er, ef menn, hraustir menn, vilja gera það. b -★- : Við kærum okkur ekki um að berjast, en við höfum barizt áð- ur — og fyrr hefir það gerzt, að aðrir hafa gert þau hættu- legu mistök að ætla, að vestræn ríki væru of eigingjörn og of lin af sér til þess að rísa gegn lárásum á frelsi annarra landa. Þeir, sem nú hóta að' vekja upp styrjaldarógnirnar í deilu um Vestur-Berlín, ættu að minnast orða forns heimspekings: ,,Sá, sem veldur ótta, getur ekki sjálf ur losnað undan oki óttans“. k' — ★ — ” Við getum ekki og munum ekki láta kommúnista reka okk- ur frá Berlín, hvorki stig af stigi né með valdbeitingu. Það er nauðsynlegt vegna siðferðis- iþreks og öryggis Vestur-Þýzka- lands, vegna einingar Evrópu og til þess að halda tiltrú alls hins frjálsa heims, að við stöndum ,við heit okkar gagnvart Berlín. Rússar beina ekkj aðeins spjót um sínum að Berlín heldur hefir stefna þeirra löngum verið sú að sundra allri Evrópu og gera ihana áhrifalausa — og að hrekja okkur til baka til okkar eigin stranda. En við verðum að standa við marggefin heit okkar við íbúa Vestur-Berlínar, varðveita rétt okkar og öryggí þeirra — jafnvel andspænis valdbeitingu Samkomulags- grundvöllur? New York, 26. júlí Aðalfréttaritari New York Ximes í Washington, hinn kunni James Reston, lét að því liggja í dag í blaði sínu, að Kennedy forseti kunni að gera það að tillögu sinni við Sovétríkin, að þau viðurkenni og ábyrgist réttindi vestur- veldanna í Berlín og frjálsar samgöngur þeirra við borgina — gegn því að vesturveldin staðfesti núverandi austur- landamæri Þýzkalands. —★— Reston segir, að ræða Kenne dys hafi ekki gefið neina vis bendingu um það, hvort til væri grundvöllur samkomu- lags, er tryggði réttindi vest urveldanna í Þýzkalandi og frelsi Vestur-Berlínar — og gerði jafnframt Krúsjeff mögulegt að benda á, að hann í hefði unnið nokkuð á. — Blaða ' maðurinn segir, að ýmsir á- byrgir aðilar í Washington séu þeirrar skoðunar, að slík ur grundvöllur sé til — sá, að vesturveldin viðurkenni end- anlega Oder-Neisse-línuna sem austurlandamæri Þýzka- lands. Telja þessir sömu menn, að óskin um fullgild- ingu þessara landamæra sé höfuðorsök þess, að Sovétrík in vilja nú gera friðarsamn- inga við Þýzkaland. — Reston segir, að viss „stemning" sé fyrir því í Washington að ganga til móts við Sovétríkin um þetta atriði. INGIBJÖRG Jóhannsdóttir, Minna-Knararnesi á Vatnsleysu- Btrönd. _ Mynd átti að fylgja minningargreininni, sem birtist í blaðinu í gær. — ef við eigum að halda trausti annars frjáls fólks á orð okkar og ásetning. — Styrkur þess bandalags, sem öryggi okkar hvíl ir á, er gagnkvæmt háður því, að við séum reiðubúnir að halda skuldbindingar okkar (við hinar bandalagsþjóðirnar). Meðanr kommúnistar halda fast við það, að þeir muni einhliða binda endi á réttindi okkar í Vestur-Berlín og ógilda skuld- bindingar okkar við íbúa henn- ] ar, verðum við að vera þess al- j búnir að verja þessi réttindi og þessar skuldbindingar. — Við munum ávallt reiðubúnrir til við- ræðna, ef viðræður koma að haldi. En við verðum einnig að vera reiðubúnir að beita valdi, ef valdi verður beitt gegn okkur. 0 „Ég mun ekki hika“ Að svo búnu vék Kennedy að þeim ráðstöfunum, sem hann og stjórn hans hyggjast nú gera til þess að mæta hótunum Rússa í Berlínardeilunni. Hann kvað ráðstafanir þessar raunar hluta af heildaraðgerðum til þess að efla styrk Bandaríkjanna gagn- vart kommúnistahættunni víðs vegar í heiminum — og sagði í því sambandi: Markmið okkar er hvorki áróður né ögranir, held ur fyrst og fremst viðbúnaður. Kennedy kvað Bandaríkjunum nauðsyn að búa svo um hnútana, að unnt værj að flytja fjölmennt herlið á sjó og í lofti til hvaða heimshluta sem væri — á sem allra skemmstum tíma. Eyrst og fremst væri það mikilvægt að geta fyrirvaralaust flutt lið til hættusvæða „á réttum tíma og nægilega öflugt, ásamt liði banda manna okkar, til þess að taka af öll tvímæli um einbeitni okkar 1 að verja rétt okkar, hvað sem það' kostar, — og mæta hvers konar þvingunum árásaraðila_ með því valdi, sem nauðsyn kref ur hverju sinni.“ — Og Kennedy bætti við: ,,Við ætlum okkur að eiga um fleira að velja en auð- mýkingu annars vegar — og alls- herjar-kjarnorkustríð hins veg- ar.“ Þótt ekki sé hyggilegt á þessni stigi málsins að kalla til þjónustu eða senda úr landi fjölmennt lið af þessu tagi, áður en þess er raunverulega þörf, vil ég gera það lýðum ljóst, að ég er stað- ráðinn í að taka í framtiðinni hvert það skref, sem nauðsynlegt telst til að tryggja það, að unnt verði að dreifa slíku liði á hinu rétta andartaki — án þess að dregið verði úr mætti okkar til þess að mæta öðrum hemaðar- legum þörflum. — Þannig mun ég á næstu mánuðum ekki hika við að biðja þingið um nýjar ráð stafanir, og mun beita öllu því framkvæmdavaldi, sem mér er falið, til þess að mæta þessari ógnun við friðinn (þ.e. Berlínar- ógnuninni). Allt, sem ráðið getur úrslitum um það að tryggja frið inn, verðiur að gera. Og ef til þess þarf fleiri hermenn, aukna skatta, fastari stjórnartök á ýms um sviðum o.s.frv., mun ég hik- laust fara fram á slíkt. • Áætlun Kennedys Að svo mæltu lagði Kennedy fram áætlun sína um eflingu hern aðarmáttar Bandaríkjanna í ná- inni framtíð. Aætlun þessa, sem er í sex liðum, lagði hann svo fyrir þingið í gær. — Helztu atriðin eru þessi: 1) 3.247 millj. dollara auka- fjárveitíng til þess að efla herinn. 2) Fjölgað verði í hinum fasta landher um rúm 200 þús. manna — eða úr 875 þús. um 1 milljón. 3) Fjölgað verði í flotanum um 29 þús. manns — og 63 þús. í flughernum. 4) Til þess að koma þessari fjölgun í kring, verði her- útboð þrefaldað á næstu mánuðum — og jafnframt verði varaliðsflokkar kall- aðir til fullrar herþjónustu Einnig verði flutningaflug sveitir og flugsveitir þjóð- varðarins kvaddartil fullr ar þjónustu í flughernum m.a. til þess að auka her- flutningagetuna. 5) Hætt verði við að taka úr notkun mörg skip og flug- vélar, sem fyrirhugað hefir verið að leggja. 6) Loks skal 1,8 milljörðum dollara — eða u-m helmingi fyrrgreindrar upphæðar — varið til framleiðslu ,venju legra* vopna (þ.e. ekki kjarnorkuvopna), skotfæra og annars herbúnaðar. — ★ — Kennedy kvaðst gera sér glögga grein fyrir þeim byrðum, sem ráðstafanir þessar legðu borgur- unum á herðar. — En þessar byrð ar verður að bera, ef verja skal frelsið — Bandaríkjamenn hafa axlað þær áður af fúsum vilja, og þeir munu ekki víkja sér und an skyldunum nú, sagði forset- inn. — Á okkur hvílir enn önn- ur ábyrgð. Það að viðurkenna möguleikann á kjarnorkustyrjöld á flugskeytaöld, án þess að láta borgarana vita, hvað þeir skuli gera og hvert þeir skuli leita, ef sprengjurnar skyldu falla, væri að skjóta sér undan ábyrgðinni. — Síðan gerði forsetinn grein fyrir ýmsum fyrir huguðum ráðstöfunum í því skyni að tryggja öryggi fólks eft ir föngum gegn slíkum ógnum — en einnig til þess fer hann fram á nýjar fjárveitingar. • Leiðin til styrjaldar. í þessu sambandi lagði Kennedy enn áherzlu á það, að ráðstafanirnar vegna Berlínar- hættunnar væru engan veginn eingöngu hernaðarlegs eðlis. — „Við hyggjumst ekki skorast und an þeirri skyldu okkar við mann kynið að leita friðsamlegrar lausnar.“ — En — „við getum ekki samið við þá, sem segja: ,mitt er mitt — þitt getum við samið um‘. En við erum fúsir að athuga möguleika á hvers konar samningi varðandi Þýzkaland, sem færi ekki í bága við varð- veizlu friðar og frelsis. Forsetinn lagði ríka áherzlu á nauðsyn samstöðu vesturveld- ina og NATO-ríkjanna um Ber lín — og sagði: „Ef ein leið ligg- ur öllum öðrum fremur til styrj- aldar, þá er það leið veikleikans og sundrungarinnar“. # Friðurinn getur sigrað. Undir lok ræðu sinnar sagði Kennedy: „Ráðstafanir þær, sem ég hef drepið á í kvöld, miða að því að koma í veg fyrir styrjöld. í fáum orðum sagt: Við leitum friðar — en við munum ekki gefast upp. Sá er kjarninn í stefnu ríkis- stjórnarinnar. — Með ykkar hjálp, og aðstoð allra frjálsra manna, mun unnt að ná yfir tökunum á þessari hættu (í Berlín). — Frelsið getur náð yfirhöndinni — og friðurinn getur sigrað. — ★ — Kennedy Bandaríkjaforseti lauk þessari merku ræðu sinni með eftirfarandi skírskotun til samborgara sinna: „Ég veit, að við uunum öil landi okkar, og að við munum öll gera okkar bezta til þess að þjóna því. Er ég á næstu mánuð- um þarf að mæta ábyrgð minni sem forseti, þarfnast ég góðvilja ykka.' o>g stuðnings, og — öllu öðru fremur — bæna ykkar.“ WASHINGTON, 26. júlí. — Kennedy sendi í dag þinginu tillögur þær um auknar fjár- veitingar til hervarna, sem hann greindi frá í ræðu sinni til þjóðarinnar í gærkvöldi. — Samkvæmt Jbeiðni forsetans nema hin auknu framlög sam tals 3.545.600.00 — 3,5 millj- örðum dollara. Ef þingið sam- þykkir f járveitingar þessar, sem talið er víst, er þar með gert ráð fyrir á fjárlögum þessa árs að verja samtals 47.5 milljörðum dollara til varnar mála. vHELGflSON/ SÓÐdRVOG 20 /">/ gpANix leqsteinaK oq J plo-tUK Leiðrétting SÚ VILLA slæddist inn í frá- sögn blaðsins í fyrradag, þegar skýrt var frá þeim 10 félögum, sem til viðbótar hafa boðað verkfall hjá Vegagerð ríkisins, að sagt var, að eitt þessara félaga væri Bílstjórafélag Akraness. Var átt þarna við Bílstjórafélag Akureyrar, en Bílstjórafélag Akraness hefur ekki heimilað ASÍ að boða til verkfalls fyrir sína hönd. Systir okkar SNJÓLAUG MARTEINSDÓTTIR Suðurgötu 48, Hafnarfirði sem andaðist í Landakotsspítala 20. júlí verður jarðsett frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 28. júlí kl. 2. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Fyrir hönd systkina. Bjarni Marteinsson Útför hjartkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu INGIBJARGAR JÓHÖNNU HELGADÓTTUR Grettisgötu 2, Reykjavík fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 28. júlí og hefst með húskveðju að heimili hennar kl. 9.45 fyrir há,degi. Athöfninni í kirkjunni verður útvcirpað. Arnór Halidórsson Guðrún Halldórsdóttir Selma Ásmundsdóttir Kolbeinn Pétursson og barnabörn Móðir okkar ÓLÖF GUÐMUNDSDÓTTIR húsfreyja að Ásmúla, verður jarðsungin frá Kálfholtskirkju, laugardaginn 29. júlí kl. 2,30. — Athöfnin hefst með bæn á heimili hennar kl. 1. — Ferð frá Bifreiðastöð íslands kl. 2,30. Börnin Eiginmaður minn, VALDEMAR V. SNÆVARR, fyrrum skólastjóri, sem lézt 18. júlí sl., verður jarðsunginn frá Dalvíkur- kirkju laugardag 29. júlí n.k. kl. 3 e.h. — Kveðjuathöfn fer fram sama dag í Vallakirkju kl. 1 e.h. Vegna mín, barna minna, tengdabarna og barnabarna. Stefanía E. Snævarr Jarðarför KRISTlNAR BJÖRGU GUÐMUNDSDÓTTUR Holtsgötu 31 fer fram föstudaginn 28. b.m. kl. 1,30 e.h. í Fossvogs- kirkju. Fyrir hönd litlu dóttur okkar Helgu, stjúpmóður og systkina. Andrés Ásmundsson Innilegar þakkir flytjum við öllum þeim, sem sýndu okkur hluttekningu við fráfall og jarðarför AXELS JÓNSSONAR Þaupmanns, Sandgerði Aðstandendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.