Morgunblaðið - 27.07.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.07.1961, Blaðsíða 20
Vettvangur Sjá bls. 11. 166. tbl. — Fimmtudagur 27. júlí 1961 IÞROTTIR Sjá bls. 18. I GÆR voru tekin humar- leyfin af 16 Vestmannaeyja- bátum og tveimur Keflavík- urbátum vegna misnotkunar. Hafa bátar áður misst leyfi sín af þessum ástæðum, en aldrei í svo stórum stíl, enda er stöðugt verið að herða eftirlit með því að sjómenn noti ekki humarleyfin til að veiða verðmeiri fisk, þar sem það er bannað. Blaðið leitaði upplýsinga um jþetta hjá Torfa Þórðarsyni, full trúa í Atvinnumálaráðuneytinu. Sagði hann að alltaf vaeri haft eftirlit með afla þeirra báta, sem hafa humarveiðileyfi. Og þegar þeir eru komnir með yfir visst mark af góðfiski, sem mest er flatfiskur, er það ekki talið eðli legt. Er vitað að sumir sjómann anna eru brellnir og sækja með humarveiðarfærin á mið þar sem von er flatfiskjar, en hirða íítt um humarveiðarnar. Um 30 Vestmannaeyjabátar munu hafa fengið humarleyfi að þessu sinni. En sumir þeirra skiluðu þeim um miðjan júní þar eð humar veiddist illa. Einnig er haft eftirlit með dragnótabátum á Faxaflóa, að þeir hafi ekki öðru vísi net en leyfilegt er og fóðri þau ekki að innan til að fá meira af smáfisk- inum. Hafa verið brögð að því, og tekin leyfin af nokkrum bát- um í vikutima. En þeir hafa fengið þau aftur með skilyrðum. I FYBBINÓTT undirritaði samn- inganefnd Sambands veitinga- og gistil.úsaeigenda nýja kjarasamn inga við samninganefndir félaga matreiðslumanna og framreiðslu manna (þjóna). Þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi stóð enn yfir fundur samninganefnda veitingahúsaeigenda og Félags starfsfólks í veitingahúsum, en í því félagi er allt ófaglært starfs- fólk í veitingahúsum þ.e. stúlkur og næturverðir. Samningurinn við tvö fyrrnefndu félögin geng- ur ekki í gildi fyrr en einnig hef nr verið samið við hið siðast- nefnda, og samningarnir eru háð- ir fyrirvara um samþykki félags- funda beggja aðila. Helztu breytingar á kjarasamn ingi matreiðslumanna eru þær, að laun yfirmatreiðslumanna og matreiðslumanna hækka um 10% Laun matreiðslumanna, sem starf að hafa hjá sama vinnuveitanda í 3 ár eða lengur hækka um 13%. Eftirvinna verður greidd með 60% álagi á dagvinnu í stað 50% áður. 6% orlofsfé greiðis: af öllu kaupi og vinnuveitendur greiða 1% af föstu kaupi í sjúkrasjóð Síldarbát- ar til Eyja VESTMANNAEYJUM, 26. júlí — Síldarbátur frá Vestmaima eyjum, Ófeigur II, er á leið- inni til Vestmannaeyja með fullfermi af miðunum fyrir Austurlandi. Er þaðan ekki nema um sólarhrings sigling til Eyja, og betra ferðaveður en norður fyrir í NA-áttinni, sem irú er. Skildi Ófeigur einhvern slatta eftir í salt á Seyðis- firði og hélt síðan til Eyja. Vestmannaeyjabáturinn Berg ur mun líklega einnig vera á leið til Eyja af austurmiðun- nm. Hér geta bátarnir land- að uirdir eins. — Bj. Guðm. 18 bátar missa humarleyfin fyrir misnotkun félagsins. Þá fá matreiðsluménn 5 frídaga til viðbótar á ári. Hafi samningnum ekkj verið sagt upp 1. júni 1062 hækkar kaup þá um 4% til viðbótar. Hfclzta breytingin á kjörum framreiðslumanna er sú, að þeir fá nú frí vinnuföt. Ennfremur fá þe.r í 5 daga á ári 20% þjónustu- gjald í stað 15% áður. Hins veg- ar féllu framreiðslumenn frá kröfu sinni um skiptivinnu í vín stúkum. Undanfarna daga hefur verið sumar og sól. Gerða Jónsdóttir, sem kunn er úr íslenzka landsliðinu í handknattleik kvenna, notaði sjóinn og sólskinið í Nauthólsvíkinni eins og fjöl- margir aðrir. Og þar smeliti ljósmyndari blaðsins, Ól. K. M., af henni þessari mynd. Grjótkast nærri kubbaði 130 þús. volta rafmagnsstreng frá Soginu SL. F6STUDAG lenti grjót frá sprengingu neðan við Árbæ í nýju rafmagnslínunni frá Soginu og tók nærri í sundur 130 þús. volta streng. Strengurinn hélt þó og tókst að gera við hann án þess að taka í sundur vírinn. Hefði þarna getað farið illa. Blaðið spurði Jakob Guðjóhn- sen, rafmagnsstjóra um þetta. Sagði hann að menn hefðu verið Heimdallur í veiðiferð HEIMDALLUR F.U.S. efnir til veiðiferðar á Arnarvatnsheiði um næstu helgi. Lagt verður af stað frá Valhöll á föstudagskvöld og komið til Reykjavíkur á sunnudagskvöld. Þar sem fjöldi þátttakenda er mjög takmarkaður, eru 'félags- menn, sem áhuga hafa á ferðinni beðnir að hringja í síma 17100 í dag og verða þar gefnar frekari upplýsingar. að sprengja í Sandnámi bæjarins rétt ofan við Rafstöðina við Ell- iðaárnar. Hefði grjót þeytzt í einn af þremur nýju strengjanna frá Soginu. Hann er úr stáli og alum iniumvír, kubbaðist aluminíið í sundur en stálvírinn hélt. Var strax tilkynnt um þetta' og hægt var að gera við það, án þess að bærinn yrði straumlaus. Það þyk ir okkur vænt um, sagði Jakob. Strengurinn, sem skemmdist, flytur eins og áður er sagt 130 volta straum. Ef hann færi al- veg í sundur, eiga sjálfvirkir rof ar að taka hann mjög fljótlega Farmenn og vinnu- veitendur á fundi í GÆRKVÖLDI kl. 9 hófst hjá sáttasemjara fundur farmanna og vinnuveitenda um kaup og kjör. Fundurinn stóð enn þeg- ar blaðið fór í prentun í gær og hafði ekki gengið saman með deiluaðilum. úr sambandi. En bregðist þeir af einhverjum ástæðum, eru menn irnir, sem þarna eru undir að sjálfsögðu í hættu. Sagði Jakob að þama hefðu menn farið óvarlega að ráði sínu og væri nú búið að banna að meira verði sprengt á þessum stað. Banaslys á Telpa hrapar ÞÓRSH6FN, 26. júlí — Síðdegis á mánudag var 5 ára telpa á Bakkafirði úti að leika sér. Er farið var að leita að henni fannst hún látin í sjónum og er talið að hún hafi hrapað fram að 12—15 m háum hömrum, ofan í sjó, og höfuðkúpubrotnað í fallinu. Telpan hét Rut Jutit, dóttir Kristrúnar Eiríksdóttur á Bakka firði. Sást hún síðast að leik með Samið við þjóna og matreiðslumenn 15 tillögur um skipulag Foss- vogs og Öskjuhlíð- ar. Sýning og verð- laun d afmæli Reykjavíkur. FRESTURINN TIL að skila til lögum í samkeppni um fram- tíðarskipulag Fossvogs og Öskjuhlíðar er útrunninn. Var arkitektum á öllum Norður- löndum boðin þátttaka sem kunnugt er og verða veitt þrenn mjög góð verðlaun. Hafa borizt 10 tillögur og til kynning um 5 í viðbót, sem l eru í pósti, ásamt e.t.v. fleir- 5 um. 6 af tillögunum eru frá 1 íslendingum, 2 norskar, 31 sænskar, 3 danskar og 1 finnsk. Mun dómnefndin koma sam an í Reykjavík í ágústmánuði og er ætlunin að birta niður- stöður um verðlaunaveiting- una og halda sýningu á til- lögunum í sambandi við af- mæli Reykjavíkur 18. ágúst. Dómnefndina skipa Geir Hallgrímsson borgarstjóri, J sem er formaður, Ágúst Páfls- 1 son, arkitekt (frá Arkitekta-1 félaginu (Sigurður Jóhannsson Ij vegamálastjóri (frá Skipulagi I ríkisins) Peter Bredstorff I skipulagsfræðingur (fyrir i hönd Reykjavíkurbæjar) og [ Ahlberg (frá arkitektum á | Norðurlöndum). Maður fellur úr stiga SKÖMMU fyrir klukkan þrjú 1 gærdag varð það slys við hús- ið nr. 83 við Snorrabraut, að maður, sem þar var að mála, féll úr stiga, og meiddist nokk- uð. Hafði maðurinn, sem heitir, Valgeir Helgason, Barónsstíg 27, reist stiga upp að húsinu, og stóð annar endi stigans uppi á bílskúrsþaki. Er Valgeir var kominn upp í stigann, rann stig inn tiL Féll Valgeir þrjá metra, og kom niður í kjallaratröppur. — Sjúkrabíll flutti Valgeir I Slysavarðstofuna, en hann kvart aði um eymsl í handlegg. Miðvikuda g£,- f y11irí BARA ALLT logandi í fylliríi, sagði varðstjórinn á lögreglustöð inn í Reykjavík, er fréttamaður Mbl. spurði hann tíðinda í gær- kvöldi. Bæði í kvöld og í gær- kvöldi. — Fullt? — Meira en það. Við erum bún ir að sleppa út og fylla aftur og klukkan ekki nema hálf ellefu. Bakkafiroi fyrir hamra kött í fanginu. En þegar farið var að svipast um eftir henni skömmu síðar, fundust sokkar hennar og skór í fjörunni neðan við klettana, en þar er mjó fjöru rönd. Telpan fannst svo látin á floti í sjónum nokkuð langt úti. Tveir læknar komu á staðmn, og töldu þeir að barnið hefði höfuðkúpubrotnað í fallinu. Er álitið að þá hafi einnig losnað af henni sokkar og skór. —E.Ó. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.