Morgunblaðið - 28.07.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.07.1961, Blaðsíða 1
20 siðuf fnmgmMribib 48. árgangur 167. tbl. — Föstudagur 28. júlí 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins ¦ ¦ ræðir Bizerta Frakkar eru reiðir Hammarskjöld — telja hann hlutdrægan í deilunni Túnis, París og New York, 27. jvlí. (Reuter/NTB). DAG Hammarskjöld átti enn einn fund með Búrgíba Tún- isforseta í dag, áður en hann hélt heimleiðis. — Þegar fréttamenn spurðu „hinn mjúkmála Svía" (eins og fréttamaður Reuters kallar Hammarskjöld), hvað hann vildi segja um þær ásakanir Frakka, að hann drægi taum Túnisa í deilunni, gerði hann hvorki að játa né neita — en svaraði: — „Ég er á bandi Sameinuðu þjóðanna". — Og, þegar hann var spurður, hvort hann væri bjartsýnn á lausn deilunnar, anzaði hann aðeins: „Ég verð að vera það". Hann kvaðst hafa fengið góða yfirsýn yfir deilu efnið í för sinni, en „ástand- ið er alvarlegt", bætti hann við. —• Vr — TJm svlpað leyti og Hammar- skjöld fór frá Túnis var kunn- gert í New York, að Öryggis- ráðið kæmi saman á ný til að ræða Bizerta-deiluna annað kvöld (föstudag). Fundurinn er baldinn að tilmælum Túnisstjórn ar. — Enn fóm til samninga — segir Dean Rusk WASHINGTON, 27. júlí — Dean Rusk, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði á blaðamanna- fundi í dag, að á núverandi stigi Berlínardeilunnar væri tiltölu- lega gott tóm til samningaumleit ana. — Hann sagði, að væntan- lega kæmust, á næstu vikum eða mánuðum, á viðræður milli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra annars vegar og Sovétríkj anna hins vegar, með það fyrir augum að ná friðsamlegri lausn deilunnar. — Rusk fagnaði mjög viðbrögðum NATO-ríkjanna við boðskap Kennedys s.l. þriðjudag. * Beiskja i Frakklandi Stjórnmálafréttaritari Reut- ers í París, Harold King, segir að mikil beiskja ríki nú í Frakk- landi í garð Hammarskjölds vegna þeirra ásakana hans í bréfi til Murville utanríkisráð- herra í gær, að Frakkar hafi ekki farið að tilmælum Öryggis- ráðsins og dregið lið sitt til baka til fyrri stöðva í Bizerta. T.d. segir hið óháða blað, „France Soir", í þversíðufyrir- sögn: „Hammarskjöld fer út fyr Framh. á bls. 19. Bandaríska þjóðin einhuga að bíiki Kennedy í Berlínarmalinu Hermálanefnd Bandarikjaþings mælir með samþykkt Kennedy- áætlunarinnar um fjölgun i hernum f' Rusk vildi ekki segja neitt ékveðið um það, á hvaða grund- velli vesturveldin helzt mundu ganga til samninga við Sövét- ríkin — vísaði aðeins til þess, að Kennedy hefði komið fram með „vissar vísbendingar" í ræðu Binni. — En þegar Rusk var í Iþessu sambandi spurður, hvað | íorsetinn hefði td. átt við, er hann talaði um möguleika á að •fjarlægja viss óróaöfl úr Vestur- Berlín, kvaðst hann ekki geta túlkað þau ummæli á þessu stigi málsins. LONDON og New York, 37. júlí.i Blöð og opinberir talsmenn á (NTB/Reuter) — Macmillan for- vesturlöndum héldu í dag áfram sætisráðherra sagði í neðri deild að fagna stefnuyfirlýsingu brezka þingsins í dag, að e. tl Kennedys og lofa ræðu hans á v. mundu leiðtogar vesturveld- j marga lund. Sum blöð líktu anna hittast í september n. k. til henni við hina frægu ræðu þess að ræða Berlinarmálið, Kvað hann þennan möguleika verða ræddan á> utanrikisráð- herrafundi vesturveldanna í París í næstu viku. í Washington lýstu for- ustumenn repúblikana í báð- um þingdeildum því yfir, að flokkurinn styddi Kennedy forseta einbuga í Berlínar- deilunni. Margir aðrir þing- menn beggja flokka tóku til máls í dag og lýstu ein- dregnum stuðningi við Kennedy. — Salinger, blaða- fulltrúi forsetans, kvað með eindæmum þann straum sím- skeyta frá almenningi, sem borizt hefði til Hvíta húss- ins, þar sem lýst er fylgi við stefnu Kennedys, eins og hún kom fram í sjónvarps- ræðu hans á þriðjudagskvÖld ið. Kvað blaðafulltrúinn aug Ijóst, að þjóðin stæði ein- huga að baki forsetanum og ríkisstjórninni í Berlínarmál- inu — og vildi hvergi hvika, jafnvel þótt grípa þyrfti til vopna. Churchills á stríðsárunum, er hann „lofaði" þjóð sinni „blóði, svita og tárum". jt Mildur tónn eystra Aðalmálgagn kommúnista- stjórnarinnar í Austur-þýzka- landi, „Neues Deutschland", lýsti því yfir, að herviðbúnaður Bandaríkjanna væri „að sjálf- sögðu hættuleg stefna" — en jafnframt benti blaðið á tvö atriði í ræðu Kennedys, sem það sagði eftirfarandi um: „Ef rétt- iKenyatfa bratt laus? NAIROBI, Kenya, 27. júlí. — Lundúnafréttaritari Nairobi- blaðsins „East African Stand ard" símaði blaði sínu í dag, að hann hefði það eftir traust um heimildum í London, að Mau-Mau-leiðtoginn Jomo Kenyatta verði Ieystur úr haldi hinn 15. ágúst n.k. Einn af ráðherrum Kenya- stjórnar, sem frétt þessi varj borin undir, kvaðst ekki hafa! heyrt neitt um slíkar fyrirætl I ar ályktanir væru dregnar af þessum atriðum, væri engin ástæða til víðtækra varnarráð- stafana og stríðshótana, heldur væri þá aðeins þörf fyrir að færa sönnur á samkomulagsvilj- ann, sem því miður bar lítið á í ræðu hans." — Þau tvö atriði, sem blaðið ræðir um, voru þessi: Kennedy lýsti því yfir, að unnt væri að fjarlægja „vissa óróa- menn" frá Vestur-Berlín (sem væru kommúnistum þyrnir í aug um) —og í öðru lagi kvaðst hann skilja „áhyggjur Sovétríkjanna Framh. á bls. 19 Þessi mynd er nokkuð tákn- ræn fyrir ástandið í Bizerta, eins og fréttaritarar lýsa því nú. — Það á að heita vopna- hlé, en báðir aðilar eru tor- tryggnir og búast við, að átök geti blossað upp á ný hvenær sem er — og hermennirnir fá sér „hænublund" innan um hergögnin. — Það er franskur hermaður, sem þarna hefur lagt sig stundarkorn. C a ga r ín til Brazilíu London, 27. júní T A S S - fréttastofan rússneska skýrði svo frá í dag, að Brazil- íustjórn hafi boðið geimfaranum Gagarín að heimsækja Brazilíu — Og hafi hann þegið boðið. — Sagði Tass, að Gagarín, sem n-ú er í heimsókn á Kúbu, mundi fara þaðan flugleiðis á morgua til Brazilíu. anir. Bretar ákveðnir að ganga í l\larkaðsbandalagið? DOUGLAS CLARK, einn af sérfræðingum brezka blaðs- ins Daily Express í markaðs málum, segir frá því í blaði sínu s.l. þriðjudag, að sér „skiljast", að brezka stjórnin hafi nú tekið ákvörðun varð- andi afstöðu til Markaðs- bandalagsins — og allt bendi til þess, að stjórnin muni hef ja b'eina samninga við sex- veldin um inngöngu í banda- lagið innan skamms. —•— Clark segir, að hinir fyrstu til að hlýða boðskap Bretastjórnar verði hinir sex félagar hennar í Fríverzlunarbandalaginu, sem komi saman til fundar í Genf á föstudag (þ.e. á morgun). Þar muni þeir Edward Heath, inn- siglisvörður drottningar, og Reg inald Maudling, forseti brezka verzlunarráðsins, mæta og „segja þeim fréttirnar fyrir lokuðum dyrum". — Síðan verði næsta skrefið það, að Macmillan, for- sætisráðherra, gefi opinbera ytkc lýsingu um málið í neðri deiid brezka þingsins á mónudag, en á eftir fylgi tveggja daga umræð- ur á þingi. — • — f þessu sambandi má minna á það, að í tilkynningu f ríverzlunar ríkjanna sjö s.l. mánudag sagi'L m.a., að ef hafnir verði samningar við sexveldin muni „aðildarriki EFTA samræma afstöðu sína og varðveita einingu sína meðan á viðræðum stendur." „Drottinssvik" — segja brezkar húsmœður London, 27. júlí (Reuter) BREZKA stjórnin hélt í dag ráða neytisfund til þess að ræða hSS langvinna deilumál, hvort Bret- land skuli gerast aðili að Mark- aðsbandalagi Evrópuríkjanna sex. — Á morgun kemur EFTA- Framh. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.