Morgunblaðið - 28.07.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.07.1961, Blaðsíða 2
2 m oncv ts nt ÁÐ1Ð Föstudagur 28. júlí 1961 Dior-tízkan vet- urinn 61-62 kunn París, 27. júlí (Reuter) ÞÁ HEFUR Dior-tízkuhúsið gef iff út „lyfseðil konunnar“ fyrir veturinn 1961—62. Það er í ann að sinn, sem tízkuteiknarinn Marc Bohan sýnir hugkvæmni sina — og verður ekki sagt, að hann sé ýkja róttækur í breyting nm(sem væntanlega verður hins vegar til að hlýja mörgum eigin manninum um hjartarætur). Aðalatriði tízkuklæðnaðarins næsta vetur eiga, samkvæmt for- skrift hans, að vera eftirfarandi: 0 Svipuð pilssídd og verið hef- ur. Þar er Bohan á öndverð um meiði við mörg önnur tízkuhús, sem hafa síkkað pilsin ofurlítið. 0 Víð, flaksandi pils. • Mittið á eðlilegum stað — og þó — á einum sýningar- kjólnum hafði hann hækkað Þurrkurinn helzt Sami þurrkurinn hélzt enn í gær og bændur og búalið í óðaönn að þurrka og hirða hey sín. Á Suð- vesturlandi var víða allhvasst, Og gerði það bændum nokkuð erfiðara fyrir. Síldar- vísur FYRIR NOKKRU birtist hér sigl firzk visa, þar sem tala var um, að ein og ein síld villtist inn til Raufarhafnar. Nokkru síðar birt ist svarvísa frá Raufarhöfn, en í gær birtist vísa, þar sem gefið var í skyn, að svarhöfundur sé flúinn úr slorinu til fínni staða. Þykir og. nokkuð við liggja að vita, hver svarvísuna hafi ort. Vill höfundur neðanskráðra visna eigi daufheyrast við þvi með öllu. En með skírskotunar trl þess, er áður hefur verið talið til í- þrótta í skáldskapi, hefur höfund ur þessara vísna fólgið nafn sitt og föðurnafn í fyrri vísunni og ætlar leynihöfundinum eigi minna en að finna það þar — eða hafa ekkert að öðrum kosti. Nafn mitt líður loftin blá, lyftir síld á miðum. Öðru segi ekki frá eftir fornum siðum. Einhver sálin yrkir fýld, sem er að missa trúna. En eftir þrjátíu ár í síld á ég frívakt núna. SVART: Síldarverksmiðja ríkisins Raufarhöfn -ABCUEFGH ABCDEFGH HVÍTT: Síldarverksmiðja ríkisins Siglufirði Raufarbarnarmenn leika: Rb8 — d7. Sife-Ifirðingar svara með því að leika biskupi á e3. y mittið smávegis. Mjög er ríkj andi að hafa laust bundin eða spennt belti. • Hálsmál yfirleitt há, kraga- laus. Gjarna lausir skinnkrag ar á drögtum og kápum og túrbanlaga hattar eða hettur við. Mjóar axlir. • Og síðast, en ekki sízt, skal þess getið, að Bohan gengur með klæðatízku sinni alger- lega á snið við barmmiklar konur. Hinar brjóstanettu geta því hrósað happi í þetta sinn. • Aðallitirnir í ár eiga að vera karrígulur, ryðrauður, alls kyns brún litbrigði, grátt og auðvitað svart. Arne Zweig og Jón Hálfdánarson tefla í unglingaflokki. Bohan hefur enn á ný dregið bolerojakkann fram í dagsljósið — jafnt á dagkjólum sem kvöld kjólum. Helzt er hann næstum mittissíður og ermalaus. Algengt er að hafa einhvers konar glitr andi skraut á kvöldkjólum. Kápur eru eftirlíkingar af barnakápum. Yfirleitt mjög ein- faldar í sniði, með fremur víðum, flögrandi pilsum, tvíhnepptar Og gjarna með hettu. Norðurlandamótið ; Jón Þorsteinsson efstur með 5 vinn. úr 5 skákum NORÐURLANDAMÓTH) í skák er nú rúmlega hálfnað.. I kvöld verffur mótinu haldið áfram í Gagnfræðaskóla Austurbæjar en þar er affstaffa öll hin ákjósan- legasta. Allar skákir landsliðs- manna og reyndar annarra eru sýndar á stórum töflum á veggj- um og geta því allir hæglega fylgzt með. Baráttan í mótinu — lands- liðsflokki — virffist ætla að Nýtt íbúðarhusahverfi við Vífilstaðaveg Einnig vatnsveita fyrir 8000 manna bæ MIKIÐ hefur undanfarið veriff unnið aff skipulagsmálum í Garffa hreppi, sem í framtíðinni mun brúa bilið milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Nýlega var geng- iff frá skipulagi á einbýlishúsa- hverfi í Arnarneslandi, sem kunnugt er. Og nú hefur veriff ákveðið nýtt hverfi meff einbýl- ishúsum austan skólalóffarinnar í hreppnum milli Vífilsstaffaveg- ar og Hraunsholtslækjar. Einnig eru aff hefjast þar miklar fram- kvæmdir í vatnsveitumálum. — Verffur lögff vatnsæð frá lind- um austan Vífilstaffavatns og niff ur með Hraunsholtslæk, um 3200 metra vegalengd. • Lokaffar götur í gær skýrði oddviti hreppsins, Einar Halldórsson á Setbergi, hreppsnefndin og Ólafur Einars- son, sveitarstjóri, blaðamönnum frá þessum framkvæmdum. Þeir sögðu m. a. að í Garðahreppi hefði verið miðað að því að hafa götur lokaðar og sem minnsta umferð svo að þar megi rísa ró- legt íbúðarhverfi með ríflegum lóðum. Hið nýja hverfi skipu- lagði Zophonías Pálss., verkfræð ingur, skipulagsstjóri ríkisins. • 800 ferm. lóðir Lóðirnar í nýja hverfinu verða af meðalstærð, rúmir 800 ferm. NA /5 hnútar ‘jtjSVSOhnúfor X Snjéhma t ÚHM* 7 Skvrír , K Þrumur ms& KuUrukil V Hitaskit H, Hmt L * Lmgh Og nokkrar stærri. Hreppurinn keypti leigurétt að þessu landi á sl. vori, en landið er í eigu rík- isins. Lóðirnar eru alls um 100 og fer úthlutun nokkurra þeirra fram á næstunni. Hreppurinn leigir út lóðirnar og greiðir leigu taki ákveðið stofngjald, sem mið- ast við stærð lóðar og rúmmál hússins, sem þar verður reist, en gjaldinu verður varið til að leggja götur og frárennsli í hverf inu. Verður eingöngu leyft að byggja einlyft hús í þessu hverfi Hverfi þetta er skipulagt þann ig, að sem flestir fái notið út- sýnis, sem er mjög fallegt þarna. Verzlun er ráðgerð miðsvæðis í hverfinu, svo Og dagheimili og leikvöllur. Þá er óbyggð ræma fyrirhuguð meðfram læknum, en sunnan hans er hraunið, óbyggt. • Vatnsveita fyrir hreppinn Oddviti Garðahrepps gat þess, að hreppsnefndin vildi ekki Framhald á bls. 19. Yfir sunnanverðum Noregi er alldjúp lægð (985 mb), hæð (um 1015 mb) yfir Grænlandi Hér á landi er alls staðar norð læg átt og einna hvassast á SV landi, 5—6 vindstig. Veður er bjart syðra og hiti 12—17 stig. Norðaustan lands er hiti 5—6 stig, þokuloft og sums staðar úðarigning. önnur lægð (1000 mb) er suðvestur aí Græn- landsodda og hreyfist að líkind um austur eftir fyrir sunnan ísland. Veffurspá kl. 10 í gærkvöldi: SV-land, Faxaflói og miðin: NA kaldi og sums staðar stinningskaldi, léttskýjað. Breiðafjörður, Vestfirðir og miðin: NA gola, víðast létt- skýjað. Norðurland: NA eða norðan kaldi, skýjað en þurrt veður. Norðurmið': NA kaldi, dálít il rigning. NA-land og miðin. Norðan kaldi, þykkt loft og víða rign ing. Austfirðir og miðin: Norðan kaldi, skýjað. SA-land og miðin: Norðan gola, víðast léttskýjað. standa milli Jóns Þorsteins- sonar og Inga R. Jóhannsson- ar. Jón hefur forystu nú. Þa3 breytti nokkiuff gangi mótsins aff Ingvar Ásmundsson veikt- ist og gefur allar skákir sínar sem eftir eru m. a. gaf hann biðskák við Jón Þorsteinsson. Áffur höfðu Ingvar og Ingi R, teflt saman og skiliff með jafn- tefli. Biðskákir voru tefldar á mið vikudagskvöld. Þá urðu úrslit úr 3. umferð þau að Jón vann Ingv ar (Ingvar gaf). Úr 4. umferð Brynhammar vann Gunnar, Jón Þorsteinsson vann Björn, Niel- sen og Ljungdahl skyldu jafnir en Jón Pálsson vann Ingvar. Úr 5. umferð urðu úrslit þau að Jón Pálsson vann Björn. Gunnar og Ljungdahl skildu jafnir en Nielsen vann Ingvar (gefin skák). Skák Inga R. og Brynhammars fór aftur í bið. Eftir 5 umferðir er staðan þannig í landsliðsflokki að efst- ur er Jón Þorst. með 5 vinninga, 2. Ingi R 3% og biðskák, 3. Jón Pálsson með 3'/2 vinning. í meistaraflokki er Jónas Þorvaldsson efstur með 3% vinn ing úr 4 skákum en í B-riðli Björn Karlsson með 3% úr 5 skákum. (Einn situr yfir í hverri umferð). f 1. flokki er Gylfi Baldursson efstur með 4% vinning og í unglingaflokki Arne Zweig með 4% vinning. 6. umferð verður telfd í kvöld. Þá tefla Gunnar og Ingi R., Jón Þorst. og Brynhammar. Jón Páls son og Gannholm, Nielsen og Björn Þorst., Ljungdahl og Ingvar. (Ingvar hefur gefið). Samið v/ð starfs- fólk í veitingahúsum Á ÞRIÐJA timanum í fyrrinótt undirrituðu samninganefndir Sambands veitinga- og gistihús- eigenda og Félags starfsfólks í veitingahúsum nýjan kjarasamn ing. Áður hafffi veriff samiff viff matreiffslu- og framreiffslumenn, og var skýrt frá efni þeirra samn inga í blaðinu í gær. Samband veitinga- og gistihúsaeigenda hélt fund um samningana kl. 4 í gærdag, og voru þeir samþykkt ir á þeim fundi. Launþegafélögin boðuðu til fundar um samning- ana í gærkvöldi, en fréttir höfffu ekki borizt af fundinum, þegar blaffið fór i prentun. Samþykki félögin samningana, verffur af- Iýst verkfalli því, sem boffaff hafffi veriff til n. k. laugardag. í Félagi starfsfólks í veitinga húsum er allt ófaglært starfsfólk, stúlkur og næturverðir. Fá stúlkur, sem starfað hafa 6 mán- uði eða skemur 6.5% kauphækk- un; stúlkur, sem starfað hafa i 6—12 mánuði fá 27% kauphækk un, og stafar síðarnefnda hækk- unin einkum af tilfærslum milli flokka. Kaup stúlkna, sem starf að hafa lengur en 12 mánuði hækkar svo um 18.9%. Kaup stúlkna sem vinna tiltekin ábyrgðarmeiri eða þýðingarmeiri störf, hækkar um 27%, en kaup stúlkna, sem unnið hafa þessi tilteknu störf í 4 ár eða lengur hækkar um 30%. Kaup ráðs- kvenna og matráðskvenna hækk ar um 15% og kaup stúlkna i fatageymslum um 25%. Kaup næturvarða hækkar um 26%. Þá hækkar allt kaup um 4% til viðbótar 1. júní 1962, hafi samn- ingum ekki verið sagt upp þá. Þess má að lokum geta, að kaup þeirra, sem mestar hækkanir fá, hækkar svo mikið vegna þess að þeir hafa áður haft lægri laun en þeir, sem skyld störf vinna i öðrum verkalýðsíélög- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.