Morgunblaðið - 28.07.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.07.1961, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐ1Ð ';'studagur 28. júlí 1961 Þannig gengur það í síldarbræðslu EITT stærsta fyrirtækið á Rauf- arhöfn er síldarverksmiðjan, hún er eign ríkisins og getur af- kastað um 5000 málum á sólar- hring, það virðist þó engan veg- in nægja hér á Raufarhöfn í þess ari síldarhrotu, þegar mikil síld berst hér á land, reynist verk- smiðjan allt of lítil. I>að koma kannske 20—30 skip að landi á sólarhring, stundum fleiri, með allt að 1000 mál hvert og sum meira. Auk þess kemur allmikill úrgangur frá síldarsöltunarstöðv unum. Síldarþrær verksmiðjunn ar rúma um 30,000 mál og ný- lega hafa verið teknir í notkun 3 stórir stálgeymar, sem rúma 12000 mál hver um sig. Framkvæmdastjóri verksmiðj unnar er Steinar Steinsson. Við hittum hann á skrifstofu hans og leggjum fyrir hann nokkrar spurningar varðandi verksmiðj- una og starfsemi hennar. Það var síðast í júní að við hófum starfsemina að þessu sinni, segir Steinar. Að visu - þarf að vinna hér mikið áður en bræðslan hefst, því svó má segja að hér sé unnið allan veturinn við ýmis konar viðgerðir og lagfæringar, en að því starfa þó miklu færri menn en nú vinna hér. — Hvað hefir verksmiðjan tekið við miklu magni á þessu sumri? — Það mun vera nálægt 120000 málum, og vinnslan hefir gengið vel. Við eigum að geta brætt 5000 mál á sólarhring, en 1 sumar höfum við oft farið fram úr því, það mun láta nærri að nú sé í þrónum og geymslutönk- unum 60—65 þúsund mál, enda er geymsluplássið svo til þrotið. Eins og þú sérð, bíða hér mörg skip löndunar því þegar allar geymslur eru fullar getum við aðeins bætt því magni á sólar- hring, sem verksmiðjan afkastar á sama tíma. , — Hvað er starfsfólkið margt? — Hér vinna nú um 80—90 manns og er það að sjálfsögðu margt aðkomumenn. Þeir búa hér all flestir í húsum, sem verk smiðjan á, og við höfum einnig sérstakt mötuneyti fyrir starfs- liðið. Frá skrifstofunni liggur leið okkar í sjálft verksmiðju húsið, og að síldarþrónum, en þær eru næstar bryggjunni, Sjálfar þrærnar eru líkastar geysi stóru þaklausu húsi. Veggirnir eru margir metrar á hæð, en allur kassinn er vel skilrúmaður. Færibönd draga síldina upp alla bryggjuna og dreifa henni síðan i hvert skilrúmið af öðru, unz þróin er full. Önnur færibönd flytja svo síldina inn í sjálfa verksmiðjuna, þar sem hún er soðin og pressuð. Þá fer vökvinn eða lýsið til sérstaks vinnsluhúss þar sem það er hreinsað, en síð- an er því dælt í risastóra geyma sem taka nokkur þúsund tonn hver. Hin soðna og pressaða síld er hinsvegar þurrkuð og möluð og síðan sett í 50 eða 100 kg sekki. Þannig gengur starfið i síldarbræðslu, í fáum orðum sagt. Syngur óperuaríu/ yfir -* pottunum Margir koma til Raufarhafnar í atvinnuleit á sumrum, einnig starfa margir á síldveiðiflotan- um, og eru það ekki allt sjó- menn að atvinnu. Hér við eina bryggjuna liggur v/s Ólafur Magnússon frá Keflavík, og okk- ur er 'sagt að þar um borð sé kokkur, sem borgi sig að hitta að máli. — Er kokkurinn um borð, spyrjum við. , — Nei, en hann kemur eftir nokkrar mínútur, hann er að sækja sér eitthvað í soðið. Við bíðum og virðum sjómennina fyrir okkur á meðan. Þeir standa hér aðgerðarlausir, það er óvana legt með sjómenn, en brátt kemur skýringin. — Við rifum nótina, já já þetta fór allt til A. . . . stærðar torfa maður, og svo verðum við að hanga hér meðan hinir eru að fá fullfermi. En þetta er nú bráðum búið, við förum eftir hálftíma eða svo. Við skiljum sjómennina. Það er annað en gaman að liggja með allt í ólagi í höfn, meðan hinir mokfiska. Þarna kemur kokksi vinnuvegunum sem bezt. Ég hef einnig unnið á plani, verið í vegavinnu og mörgu fleiru. — En hvað um matargerðina? — Blessaður vertu þetta gengur eins og í sögu, það hefir enginn dáið hjá mér enn. Ég laga oft matinn fyrir konuna, og á Ítalíu eru faðir minn og bræður matreiðslumenn. — Vinnur þú stundum á dekk inu, — Það kemur fyrir, en helst ekki þegar verið er að kasta, þeir segja að síldin fælist skegg- ið, en ég held að ástæðan sé sú, að þeir séu hræddir um nótina. Hún gæti fest í því og rifnað. Við komum inn með rifna nót í gær, en í það skiptið var það síldin, sem óhappinu olli. — Tekurðu stundum lagið hér um borð. , — Já já og Demetz seilist upp í efri koju, dregur fram forláta guitar, og eftir augnablik hljóma Demetz óperusöngvari fagra lag sungið af kunnáttu- manni. En tíminn líður, Demetz þarf að hugsa um matinn. Nótin er líka til og þá bíður ,,karlinn“ ekki lengi, því sjórinn er sagður svartur af síld, og gæti ekki ver Jóhannes og Einar við síldarradíóið á Raufarhöfn. kallar einhver, og er við lítum við, sjáum við all þybbinn, bros leitan mann kom fram bryggj- una. Hann er berhöfðaður, dökk hærður með svart s kegg. — Þetta er Demetz kokkur og óperusöngvari, eldar ágætan mat uppá íslenzkan máta, en þegar hann kemur með ítalskt góð- gæti, þá hættum við allir að eta. Þetta segir einn af áhöfninni, um leið og hann hjálpar kokkn- um um borð með matarkassana. Og við förum um borð á eftir og eltum kokkin niður í lúkar. — Viltu kaffi, spyr hann á ágætri íslenzku. Jú kaffið er þegið með þökkum, og meðan það er fram- reitt spjöllum við svolítið við ftalann. , — Hvað ertu búin að vera lengi á íslandi. — 6 ár og líkar ágætlega. — Hvað olli því að þú settist hér að. — Já það er gott að vera hér. Ég kom fyrst í sambandj við söng inn. Síðan fór ég heim eftir stutta dvöl. Þá var mér boðið að koma aftur og kenna söng, og einnig að syngja. Nú ég kom og síðan hef ég verið. — Er ekki mikill munur á veðráttunni hér og í heimaland- inu? — Nei, ekki þar sem ég var í suður Týrol, upp til fjalla þar snjóar stundum í ágúst. Söng- námið stundaði ég hinsvegar í Mílanó og þar var mjög heitt, en mér líkar veðráttan vel hér. — Hvernig datt þér í hug að fara á síld? — Vildi kynnast fólkinu og at mildir tónar ,,La Donna e’ mobile“ um lúkarinn. En söng- urinn hefir heyrzt lengra, því brátt sjást andlit í opnum dyr- unum, já jafnvel hinar kapps- fullu síldarstúlkur taka sér smá slæpu. Hver vill ekki heyra þetta Steinar Steinsson verksmiðjustjóri. ^ Ljósm. st. e. sig. ið að hún hændist að Ólafi Magn ússyni þegar á miðin kemur og Demetz tekur guitarinn á logn værri kvöldstund og syngur La Donna e’ Mobile. Allt annað en kyrrð og næði Á klettahæð norðan Raufar- hafnar stendur nýbyggt snoturt hús. Nálægt því standa tvær háar stengur og eru vírar tengd- leiðbeina veiðiskipunum eftir þeim upplýsingum, sem leitar- flugvélarnar gefa upp eða rann- sóknar og leitarskip. , — Hvernig er þessu starfi háttað hjá ykkur. — Við vinnum til skiptis tveir og starfið er fyrst og fremst að gefa skipunum upplýsingar um veiðisvæðin hverju sinni. Einnig tökum við á móti aflattlkynnng- um skipanna, þannig að skip- stjórarnir segja okkur er þeir halda til hafnar, hve veiðin sé mikil hjá þeim hvar síldin sé veidd, og hvert þeir ætli til lönd unar. Samskonar starfsemi er einnig á Siglufirði og höfum við náið samband okkar á milli, en þar eru aðalstöðvarnar undir stjórn Kristófers Eggertssonar. Frá Siglufirði er síldarleitarflug- vélunum einnig stjórnað. Önnur þeirra er staðsett á Akureyri, hin hér og við höfum einnig tal- samband við þær, einkum þá sem héðan flýgur. — Það er mikið að gera hjá ykkur? — Við erum alltaf við og oft- ast að tala, en síðan Raufarhafn arradió tók til starfa hefir létt mikið á okkur. Áður þurftum við ekki einungis að gefa áður- nefndar upplýsingar, heldur einnig að hafa tal af síldarsaltend unum, og gefa síðan skipunum upplýsingar um hvort eða hvenær þau gætu landað. Einnig allskonar aðrar upplýsingar og fyrirgreiðslu varðandi varahluti og annað sem vanhagaði um. Það kom jafnvel fyrir að við urðum að bera milli ráðleggingar frá lækni og annað því um líkt. á Raufarhöfn ir á milli þeirra. Vegfarandinn veitir húsinu litla athygli, gæti þó ef til vill álitið að þarna byggi fjölskylda, sem ekki vildi vera alltof nærri skarkala verksmiðj- unnar og síldarplananna, vildi hafa kyrrð og næði. En við nán- ari athugun kemur í ljós, að í þessu húsi er aldrei kyrrð og aldrei næði. Þar er vakað og unn ið allan sólarhringinn, meðan síldveiðar standa yfir. Þarna er til húsa Síldarradióið á Raufar- höfn. Við lítum þarna inn síðla dags í sól og sumarblíðu. Húsráðand- inn Einar Guðmundsson býður okkur inn. í all rúmgóðu her- bergi er komið fyrir nokkrum sendistöðvum og viðtækjum. Hér starfa þeir tveir Einar og Jóhannes Halldórsson skipstjóri, hlusta allan sólarhringinn og Eins og áður segir, er þessu lok- ið með tilkomu Raufarhafnar- radiós. Rekstur stofnunarinnar er kostaður af Síldarútvegsnefnd, síldarsaltendum og Síldarverk- smiðjum ríkisins og má segja að mjög gott samstarf sé á milli þessara aðilja. Við vinnrnn sam- an eins og ein heild. Nú heyrist í hátalaranum kall frá Gylfa II. þar sem hann er að tilkynna um veiði og Jóhannes grípur samstundis taltækið og svarar. Síðan koma fleiri ítöll frá skipum sem eru að fá síld. Tími er ekki til að tefja sér lengur, og því yfirgefum við síldarradió ið á Raufarhöfn vitandi það, að þar er unnið þýðingarmikið starf í þágu síldveiða fyrir Norður og Norðausturlandi. — St. E. Siff.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.