Morgunblaðið - 28.07.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.07.1961, Blaðsíða 13
Föst'udagur 28. júlí 1961 MORCTJKRL AÐIÐ 13 Baldur Guðmundsson: Flotinn þarf betri rekstrargrundvöll 1 MORGUNBLAÐINU í fyrra- dag er samkvæmt samtali við skrifstofustjóra Landssambands ins. Hafstein Baldvinsson, gefn- ar upplýsingar um reksturs- ástand síldveiðiflotans. Ég vil undirstrika, það sem þar er sagt um reksturinn og tölulega er rétt frá skýrt þeim athugunum, sem gerðar voru af hálfu LlÚ., áður en síldarver- tíðin hófst. Síðasta málsgrein fréttarinn- ar er á þessa leið: „Telja útgerðarmenn, að hluta skiftingin sé höfuðástæðan til þessa einkennilega ástands, hlut ur skipshafnarinnar í aflaverð- mætinu sé allt of hár til þess að nokkur von sé til að út- gerðin geti borið sig“. i»essi málsgrein gefur tilefni til þess að bæta við greinina íiokkrum orðum. Það er ekki rétt að útgerðar menn yfirleitt telji hlutaskiftin höfuðástæðuna til þessa ein- kennilega ástands, en þau eru það meðal annars, en þá þarf það mál nokkurra frekari skýr inga við. í fljótu bragði mætti ætla að menn færu, eftir lestur greinarinnar, að láta sér detta í hug meðalaflahlut á síld- veiðunum rúmlega fimmtíu þús und krónur. Það er alveg fjar- stæða að gera sér vonir um 2 milljón tunna og mála veiði, á síldarvertíðinni og þá um leið þennan hlut. Aflaprósenta skipshafnarinn- ar á hringnótabátunum hefur ekki .breyzt síðan fyrir 1950, en nú veiðir nálega allur síld- veiðiflotinn með hringnót. Það er eðlilega erfitt við- fangsefni að fá samninga um lækkaða hlutdeild vinnustéttar í því verðmæti, sem aflað er, á sama tíma sem allt kaup- gjald hjá öllum launastéttum gengur til hækkunar, jafnvel þó fyrir því séu nokkur rök. Það sem gerzt hefur í sam- bandi við síldveiðarnar á und anförnum árum, er að það hefur átt sér stað bylting í veiði- tækninni, sem hefur verið fram kvæmd með miklum kostnaði útgerðarinnar, en skapað þá möguleika að færri menn þarf til veiðanna á hverju skipi, einkum þó á stærri skipunum, og þar af leiðandi skiftist heild- araflaprósenta* milli færri skip verja og gefur hverjum einum meiri tekjur. Þetta á einkum við um þann hluta skipanna, sem áður veiddu með herpinót og tveim bátum, með allt að 18 manna áhöfn, en geta nú haft 11—12 manna áhöfn. Þarna er að finna ástæðuna fyrir þeirri breytingu, sem orðið hef- ur frá þvi að svipuð afkoma, góð eða slæm, var hjá skipshöfn ©g skipi. Önnur ástæða, og alvarlegri, ersakar það að rekstur útgerð arinnar, á síldveiðum, er svo sem lýst var í fréttinni í fyrra- dag. En hún snertir bæði skips- höfn og útgerðina. Það hefir orðið óeðlileg hækk nn á sameiginlegum hluta út- gerðarinnar og skipverjanna, Úr aflaverðmæti síldarinnar. Á árabilinu 1954 til 1961 hef- wr hluti þessara aðila úr út- flutningsverðmætinu verið rýrð wr um 19.6%, eða úr 59.8% í 48.1%, en hér er miðað við út- flutningsverðmæti 95 kíióa tunnu saltsíldar að frádregnu verði tómtunnu og salts. Um bræðslusíldina er ekki hægt að segja að þar hafi hlutfallið breyzt á sama hátt og í salt- síldinni. En önnur rök eru til þess að ég vil halda því fram að verðið ætti að vera hlut- fallslega jafnmikið hærra og saltsíldarverðið ætti að vera. Venjulega er því haldið fram, þegar af nauðsynlegum ástæðum, er farið inn á þær ráð stafanir að breyta gengi ís- lenzku krónunnar, að það sé fyrst og fremst gert vegna út- flutningsframleiðslunnar, og þá að sjálfsögðu aðallega útgerðar innar. Getur nokkur látið sér detta í hug að til sé atvinnuvegur, sem þarf að taka á sig þá kjaraskerðingu, sem hér hefur átt sér stað, án þess að það skapi „einkennilegt ástand“. Ég vil ekki á þessu stigi máls ins fara inn á frekari rökfærsl- ur í þessu efni, en ég fullyrði að ef óstæða hefði verið til þess að breyta þeirri skiptingu á útflutningsverðmæti síldaraf- urða, sem var fyrir 7 árum, þá hlaut breytingin að verða útgerðinni í hag, sem varð að taka að sér það hlutskipti að kosta mestu til um tæki og veiðarfæri til þess að gera veiði leysisár að kannske framkvæm anlegum vertíðum fyrir skipin, en um leið að leggja til mögu- leika fyrir starfrækslu land- stöðva, sem annars voru ónot- aðar. Ef útgerðarmönnum og eig- endum stöðvanna í landi tekst að leysa þann vanda að útgerð in fái aftur þann hluta úr út- flutningsverðmæti síldarinnar, sem hún hafði sameiginlega með skipshöfninni 1954, þá er vegna verulega hækkaðs síld- arverðs grundvöllur til þess að ræða við skipverjana um önnur skipti á þeim hluta milli þeirra og útgerðarinnar. Með því sildarverði sem út- gerðin ætti að hafa ef hlutur hennar hefði ekki verið rýrður frá 1954 og óbreyttum hluta- skiptum, myndu 1.5 eða 1.6 milljón mál og tunnur gefa henni sama rekstrargrundvöll og 2 milljónir gefa henni nú. Eru starfsmenn SÞ á Gaza orðnir óþarfir n Heinrich Görlitz Fulltrúi NEW YORK, 25. júlí — (NTB — Reuter) — Fjárhagsnefnd Sam- einuðu Þjóðanna lét í ljósi það álit í dag, að vera mætti að unnt væri að fíytja varðlið Sameinuðu Þjóðanna frá Gazasvæðinu áður en langt um liði, en þar eru að minnsta kosti 5.300 menn. Samein uðu Þjóðirnar hafa haft herlið í Gaza í sl. fimm ár og eru nú uppi raddir manna um að það sé ekki lengur nauðsynlegt. Fjárhagsnefndin, sem í eiga sæti fulltrúar fimmtán þjóða, hef ur að undanförnu reynt að finna lausn á f járhagsörðugleikuna sam takanna. Nú sem stendur er á- standið gott, því að Bandaríkja- menn hafa greitt allt tillag sitt // sjomanna íslenzkra í Hamborg í heimsókn hér ÞEIR munu fáir íslenzku sjó- mennirnir, sem komið hafa til Hamborgar og ekki notið fyrir- greiðslu og hjálpar Heinrich Görlitz kaupmanns, eða verið gestir á heimili hans. Fyrir nokkrum dögum hittum við hann úti í Hamborg og þar sem dálítið hlé var á, notuðum við tækifærið til að fræðast um tildrögin til þess að hann varð nokkurskönar fulltrúi íslenzkra sjómanna í Hamborg. — Ég er fæddur hér í Ham- borg Altona árið 1899, sonur Christian Görlitz, sem rak fyrir- tæki sem smíðaði „model“ aðal- lega vélfræðilegs eðlis. — í þá daga hefir auðvitað mynd af keisaranum hangið á hverjum vegg? — Það var margt kennt við keisarann, eins og alltaf er í löndum sem hafa konung eða keisara. Vélfræðiskólinn, sem ég gekk á og lauk prófi frá, hét Königlich Höhere Maschinen- bauschule, en áður hafði ég að sjálfsögðu lokið undirbúnings- námi í öðrum skólum. — Tókst þú þátt í fyrri heims- styrjöldinni? — Já, frá árinu 1917—’19. Var þá skipaður kennari við flug- herinn og annaðist það hlutverk, að kenna flugmönnunum vél- fræði og allt um gerð flugvélar- innar. Húseigendur Höfum góða leigjendur af íbúðum og her- bergjum. — Látið okkur annast leigu á húsnæði yðar endurgjaldslaust. MARKAÐURIIUIU HíbýladeUd Hafnarstræti 3 Sími 10422 óskast fyrir bifreiðastillingar 150—300 ferm. — Upplýs- ingar í síma 36631 í dag og á morgun. — Þú hefir þá ekki lent í loft- örrustum? — Nei, sem betur fer þurfti ég ekki að taka beinan þátt í hildarleiknum. Eftir stríðið vann ég við verksmiðju föður míns, unz ég ásamt eldri bróður mín- um, stöfnaði árið 1925 verzlunar- fyrirtæki, sem seldi og útvegaði verkfæri til vélsmíði og smíða- vélar. í ársbyrjun 1930 skiptum við fyrirtækinu og síðan hefi ég ver- ið einn um það. — En hvenær kynntist þú fyrst íslendingum? — Árið 1926—1930 var ég fé- lagi í KFUM og þar kynntist ég fyrst íslendingi. Ég man það líka vel, að það var árið 1928, sem ég kom fyrst um borð í íslenzkt skip, góða gamla Selfoss. Um það leyti annaðist ég út- veganir á verkfærum og- tækj- um, sem skipin þörfnuðust. Allt til þess tíma er síðari heimsstyrj- öldin sleit öll sambönd við vini mina á íslenzku skipunum hafði ég mikil og góð kynni af íslend- ingum. — Hamborg fór illa í loftárás- unum? — í stríðinu misstum við allt okkar, og þóttumst heppin að lifa það af. Ég gifti mig 1937 og við eigum þrjá syni, 23, 22 og 15 ára gamla. Tveir þeir eldri eru farmenn, annar siglir á norsku skipi og hinn á þýzku. Kannske voru það áhrifin frá íslenzkum vinum okkar sjómönnunum, sem kveiktu ævintýraþrána. — Þú hefir í hyggju að heim- sækja ísland? — Já, við hjónin höfum lengi ætlað til fslands, en alltaf eitt- hvað tafið. f sumar komum við samt ábyggilega, því ég á marga vini á íslandi, sem okkur langar til að sjá. — Það er furðulegt að maður eins Og þú, sem ekki hefir kom- ið til íslands skulir tala svona góða íslenzku? — íslenzkuna mína hefi ég lært af vinum minum sjómönn- unum og ég fæ næstum viku- lega bréf á íslenzku með fyrir- spurnum um allskonar hluti. Ég er viss um að mér fer fram þeg- ar við komum til íslands. Svo var Görlitz þotinn, því hann þurfti að útvega hitt og þetta, því auk þess að sjá vél- stjórunum fyrir hinum margvís- legustu og fáséðustu verkfærum og mælitækjum, útvegar hann líka öðrum skipsmönnum allt milli himins og jarðar. Og er við kvöddum, varð okk- ur hugsað til margra ánægju- legra stunda í hópi íslenzkra á heimili Maríu og Henrich Görlits í Gr. Brunnenstr. 118 í Hamborg Altona. — Sv. S. til samtakanna, en um áramótin er búizt við að fjárhagshallinn verði í kringum tvo miljarða króna (ísl). Þrátt fyrir þessar bollalegging ar nefndarinnar um brottflutn- ing liðs samtakanna frá Gaza, ætlar hún u.þ.b. 700 milljónir kr. til aðgerða á svæðinu árið 1962. Ný „sólrufstöð” JERÚSALEM, 26. júlí. — ísraélskir vísindamenn hafa byggt rafstöð — sem framleið ir rafmagn úr geislum sólar- innar. Er hin nýja „sólrafstöð" miklum mun afkastameiri en svipaðar stöðvar, sem áður hafa verið gerðar tilraunir með. Auk þess hefir hún safn geyma, þannig að hún getur haldið áfram að senda raf- straurn til notenda nokkurn tíma, þótt sólar njóti ekki. Samkvæmt tilkynningu frá ísraelska rannsóknaráðinu er rafstöð þessi einkum ætluð til nota í afskekktum sveitum Ojg þorpum í löndum, þar sem skortur er á venjulegum brennsluefnum eða rafveitur eru strjálar. Flugsamgöngur Strandir a GJÖGRI 26. júlí — Daníel Pét- ursson, flugmaður, kom á mánu- dag aðra ferð sina á Strandir, en Daníel hyggst hafa hingað fastar áætlunarferðir á hverjum mánudegi fram í október. Eru Árnesbúar mjög ánægðir yfir því að fá fastar ferðir í þetta fá- menna og vegalausa byggðarlag. Þess má geta að Daníel hefur engan styrk til að halda uppi á- ætlunarferðum hingað. Á mánudag var mikið að gera hjá Daníel. Hann kom hingað, fór aukaferð með konu og f jögur börn á Sauðárkrók og tók far- þega í Hólmavlk í leiðinni hing- að aftur. Á þriðjudag var von á flugvélinni aftur, en hún gat ekki lent vegna þoku. Flugvélin sem Daníel notar, er aí De Havilland Rapide gerð og tekur 6 farþega. Hún var áður eign Flugskólans Þyts. — Regina Lúðu- og skötuveiðar Skagamanna AKRANESI, 25. júlí — Skötu- lóðabáturinn mb Svanur kom inn í gær og landaði einu tonni af lúðu og 2.5 tonnum af skötu. Dragnótabátamir 7, sem á sjó voru í gær, fiskuðu mjög lítið. 5 þeirra fengu 6—700 kg. á bát, en tveir fengu ekki neitt. Drag- nótabátarnir fiskuðu ekkert í dag — Oddur. Lúkarinn fylltist af síld NORÐFIRÐI, 25. júlí. Arnkell frá Rifi, nýr bátur, kom hingað í morgun og hafði orðið fyrir því óhappi, að þil sprafek á milli lestar og lúkars vegna þunga síldarinnar. Lúkarinn fylltist upp að efri kojum af síld. Engin slys urðu á mönnum. Hér fékk Arn- kell að landa 300 málum með forgangshraði, en alls var hann með 1000 mál. Báturinn Gunnar frá Reyðar- firði kom hingað í dag með spreneda nót. — s t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.