Morgunblaðið - 28.07.1961, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.07.1961, Blaðsíða 19
Föstudagur 28. júlí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 19 Prestskosning í Miklholtshreppi NÆSTA SUNNUDAG verður prestskosning í Miklaholtspresta- kalli á Snsefellsnesi, og er einn í kjöri, Árni Pálsson cand. theol. Séra Þorsteinn L. Jónsson, sem þarna hefur verið prestur, flytzt nú til Vestmannaeyja, þar sem Ihann hefur verið skipaður prest- ur. — Berl'm Framhald af bls. 1. vegna öryggis síns í Mið- og Austur-Evrópu, með tilliti til undangenginna innrása“. Stjórnmálafréttaritarar telja, að skrif kommúnistablaðsins séu í tiltölulega mildum tón — og toenda í því sambandj sérstak- lega á fyrrgreind ummæli þess. ■jfc* Hermá.lanefndin samþykkir Hermálanefnd Bandaríkja- þings mælti í dag nær einróma með samþykkt tillagna Kennedys um fjölgun í hernum og aukinn iherbúnað að öðru leyti. McNamara, landvarnaráðherra, hafði áður tjáð nefndinni, að forsetinn mundi takmarka fram- kvæmd valds sins á þessu sviði við það, sem teldist lágmarks- nauðsyn á hverjum tíma. Hermálasérfræðingur New York Time, Hanson Baídwin, segir í blaði sínu í dag, að bar- daginn um Berlín verði að fara fram utan hennar — og utan Þýzkalands. Hann hvetur Banda- iríkin til að beita einnig „póli- tískum, efnahagslegum og sál- rænum aðgerðum" í þéssari baráttu. — Öryggisráðið Framihald af bls. 1. ir valdsvið sitt með því að taka afstöðu með Túnis í deilunni". •— King segir, að enda þótt op- inberir talsmenn hafi kæft gremju sína í „diplómatísku" orðalagi, dragi hvorki yáðherrar né aðrir opinberir embættis- naenn dul á skoðanir sínar á Hammarskjöld, ef rætt sé við þá einslega. — Hefir hann m.a. eft- ir einum ónafngreindum embætt ismanni: — „Hammarskjöld hef- ir ekkert að segja um tilefnis- lausa, vopnaða árás Túnismanna á flotastöðina í Bizerta — né um þá staðreynd, að Frakkar eru þar samkvæmt ótvíræðum, skrif legum samningi, sem Frakkland og Túnis gerðu með sér árið 1958“. •jfcr Enn ótryggt ástand Eftir því sem næst verður komizt, er enn mjög ótryggt á- stand ríkjandi í Bizerta og loft lævi blandið; eru hermenn beggja aðila stöðugt í stöðvum sínum, og fylgist hvor um sig svo að segja með hverri hreyf- ingu andstæðingsins. — Eru er- lendir fréttamenn í Túnis yfir- leitt þeirrar skoðunar, að spennan sé svo mikil, að eina vonin um lausn sé sú, að á kom- ist „stjórnmálalegar viðræður" deiluaðila. Muni þýðingarlaust fyrir franska flotaforingjann, Amman, og túniska landstjórann í Bizerta aí> ræða málið á þessu stigl. — Nýtt hverfi Frh. af bls. 2 byggja þannig, að framtíðin gæti álasað henni fyrir að hafa ekki vitað hvað væri á seyði, þ. e. a. s. að hreppurinn væri að verða hluti af samfelldri bæjarbyggð. Þessvegna var ákveðið að hafa engar bráðabirgðaframkvæmdir um vatnsveitur, sem síðar yrðu ónýtar, heldur ráðist í miklar framkvæmdir í vatnsveitumálum, lagning vatnsveitu fyrir allt að 8000 manna bæ. Var verkið boð- ið út fyrir skömmu og samning- ar hafa verið undirritaðir við lægstbjóðanda, Goða h.f. Vatnsveitu Garðahrepps mun fyrst um sinn ætlað að ná til aðalþéttbýlisins í hreppnum, þ. e. Silfurtúns og Hraunsholtshverf is, svo og til Arnarness, sem brátt fer að byggjast. Áætlaður kostn- aður við vatnsveituna er tæpar 4 millj. króna, en pípurnar í að- alæðina eina kosta tæpar 2 millj. hingað komnar. Framlag sveitar- sjóðs til þessara framkvæmda var árið 1960 1 millj. króna og sama upphæð er ráðgerð á fjár- hagsárinu 1961. Ríkisframlag verður væntanlega 1,4 millj. kr. Innan skamms verður næsti hluti verksins boðinn út, þ. e. lögn tengiæðar og dreifikerfis í Hraunsholtshverfi, og gatna- og holræsagerð í Arnarnes verður hafin á þessu hausti. Teikningar að vatnsveitu í Garðahreppi hef- ur gert verkfræðingur hreppsins, Sveinn Torfi Sveinsson. — SíldarskipiÓ Frh. af bls. 20. rúmlega 30 mílna leið, með Talis í eftirdragi. Þrátt fyrir hina erfiðu aðstöðu, sem áður er lýst, tókst skipverjum á Ægi að koma 5 mönnum um borð í Talis, og koma dráttartaug í skipið. Skip- verjarnir, sem fóru um borð í Talis, voru: Ólafur Valur Sigurðsson, II. stýrimaður," Kristinn Árnason, III. stýri- maður, Örlygur Pétursson, há seti, Gunnar Óskarsson, há- seti og Sverrir Halldórsson, nýliði. Ægismenn fóru yfir í Talis á léttabát. Þeim báti var síðan hnýtt aftan í Ægi, en slitnaði aftan úr honum. Skips menn á Jóni Gunnlaugs björg uðu þeim báti. Skipherrann á Ægi segir, að menn sínir hafi verið í hættu, meðan á björg- uninni stóð, vegna þess hve skipið valt mikið. Tók það mikinn sjó inn á dekkið, sem jók á hinar hættulegu veltur og halla skipsins. 08:30: Ægir um 10 mílur utan Digraness með Talis í drætti. Ferðin gengur vel, siglt hægt (ca. 5Vz sjómíla á klst.). 13:30: Lagzt fyrir akkerum á V opnafj arðarhöfn. Ferðin gekk að öllu leyti vel. 15:00: Vélar Talis settar í gang, og skipinu siglt að bryggju á Vopnafirði. Áður voru hinir norsku sjómenn komnir um borð. Mikill sjór er niðri í skipinu. Búizt við, að hitt norska síldarfiutningaskipið, Aska, komi í nótt og létti á Talis, svo að bæði skipin kom ist norður. Sjópróf verða síð- ar haldin á Akureyri. Til sölu Helga Sörensdóttir látin Húsavík, 27. júlí í DAG lézt hér á sjúkrahúsinu Helga Sörensdóttir frá Fellsseli í Köldukinn, tæpra 102 ára. Helga var fædd 1. desember 1859. Hún var með fádæmum heilsuhraust, fékk ekki nokkurn kvilla fyrr en hún varð 100 ára. Þá fékk hún húðsjúkdóm — exem — og fór í sjúkrahúsið hér. Annars gerði hún ekki víðreist um dagana; fór aldrei út fyrir sýslumörkin. Helga fékk fullan bata af sjúkdómi sínum, en fór þó ekki aftur úr sjúkrahúsinu. Jón Sigurðsson á Yztafelli hef ur ritað ævisögu Helgu, og kom hún út á prenti á níræðisafmæli hennar. — FréttaritarL - Markaosbandalag Framhald af bls. 1. ráðið (FrJverzlunarsv.) saman til fundar i Genf, að beiðni Breta, þar sem þetta mun enn rætt. Og Ioks mun Macmillan forsætisráð- herra flytja yfirlýsingu í neðri deild brezka þingsins n.k. mánu- dag — og mun þá væntanlega koma í ljós, hvert stjórn hans hyggst stefna í þessu efnL Mikil andstaða er heima fyrir gegn inngöngu Bretlands í Markaðsbandalagið, eins Og kunnugt er, — og þó enn frek- ar í samveldislöndunum. — Áhrifamiklir íhaldsþingmenn, 32* að tölu, hafa lagt fyrir brezka þingið ályktunartillögu, þar sem svo er tekið til orða, að inn- ganga í bandalagið megi ekki hafa í för með sér „neina eftir- gjöf“ varðandi brezka hags- muni. — Þá birti Times í dag bréf frá sjö þingmönnum Verka- mannaflokksins, þar sem þeir segjast m. a. telja, að unnt ætti að vera að bæta ótryggan efna- hag Breta, „án þess að þreifa eftir hinum óvissa björgunarbáti svonefndrar einingar Evrópu“. Samtök brezkra húsmæðra voru þó sýnu ákveðnari í bréfi sem þau sendu Macmillan í dag. Lýsa þau aðild Breta að Markaðs bandalaginu „algerlega óaðgengi lega“ — og telja það hreinlega „drottinssvik“, ef ákveðið verði að ganga í bandalagið. úr LlvikLvu' SlálvöÝuf Íöiíjvi Jór\ssor\ Sí c o tiwCivArslm’ti If. 'Á’ Aðstoð Arabaríkjanna Framkvæmdastjóri Araba- bandalagsins, Abdul Hassúna, er væntanlegur til Túnis á morgun til þess að ræða við stjórnar- völdin þar um skipulagða aðstoð Arabaríkjanna við Túnis. Búr- gíba hefir sagt, að þeir þarfnist skæruliða, stríðsvagna, flugvéla og stórskotaliðs. —■ Samkvæmt AFP-fréttum frá Kairó í dag, hafa um 850 sjálfboðaliðar gefið sig fram í Arabiska sambands- lýðveldinu einu og tjáð sig reiðubúna til herþjónustu í Tún- fe. — _____ Sérlega glæsileg og vönduð hæð og rishæð á bezta stað í Vogunum til sölu. Hæðin er 119 ferm., 5 herb. eldhús, hall og bað og rishæðin er 4 herb., eldhús, bað og hall. Gengið er upp í rishæðina úr sivala hæð- arinnar. Mjög hentugt fyrir barnmarga fjölskyldu eða fjölskyldur, sem búa vilja saman. Stór og falleg ræktuð og girt lóð. Harðviðarhurðir. Svalir. Allir veðréttir lausir. SKIPA & FASTEIGNASALAN (Jóhannes Lárusson, hdl.) Kirkjuhvoli, símar 14916 og 13842. Innilegustu þakkir færi ég öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 50 ára afmælis- degi minum þann 13. júlí sl. Þakka gömul kynni og vináftu. Heill og hamingja fylgi ykkur öllum. Ásgrímur Hartmannsson, Ólafsfirði Hjartanlega þakka ég öllum góðu vinunum mínum, sem með gjöfum, skeytum og hlýjum handtökum, glöddu mig á áttræðisafmæli mínu, þá ekki síður bömum, tengdabörnum og barnabörnum, sem gjörðu mér daginn ógleymanlegan. — Guð blessi ykkur öll, farsæli störf ykka>- og áform. Elín St. Briem, Oddgeirshólum Móðir okkar og tengdamóðir HILDIGUNNUR M AGNÚSDÓTTIIÍ Grettisgötu 51, lézt í Landspítalanum mánudaginn 24. júlí sl. Jarðar- förin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn, 1. ágúst kl. 10,30 árdegis. — Athöfninni í kirkjunni verður útvarp- að. — Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þóranna Eiríksdóttir, Rannveig Eiríksdóttir, Erlingur Ólafsson, Einar Bárðarson. Móðir okkar ■te***> FRCr JÖHANNA SIGVALDADÓTTIR Skaftahlíð 38 lézt miðvikudaginn 26. júlí Sigríður Theódórsdóttir, Sólveig Theódórsdóttir Eiginmaðurinn minn, VILHELM JENSEN stórkaupmaður lézt í Landspítalanum 26. júlí Svava Jcnsen INGVAR HALLDÓRSSON fyrrverandi bóndi á Sandhólaferju andaðist 27. júlí á, Sjúkrahúsinu Sólvangi, Hafnarfirði. Jarðarförin auglýst síðar. Vandamenn Móðir okkar ÓLÖF GUÐMUNDSDÓTTIR húsfreyja að Ásmúla, verður jarðsungin frá Kálfholtskirkju, laugardaginn 29. júlí kl. 2,30. — Athöfnin hefst með bæn á heimili hennar kl. 1. — Ferð frá Bifreiðastöð íslands kl. 12,30. Börnin Útför eiginkonu minnar SIGRlÐAR JÚLlÓNU MAGNÚSDÓTTUR hefst með húskveðju á heimili okkar Landakoti, Sand- gerði kl. 2 e.h. laugardaginn 29. þ.m. — Jarðsett verður að Hvalsnesi. Árni Magnússon Jarðarför mannsins míns, BJÖRNS SUMARLIÐA JÖNSSONAR Höfðaborg 22 fer fram frá Aðventkirkjunni mánudaginn 31. júlí kl. 10,30 f.h. — Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans ,er bent á líknarstofnanir. Athöfninni verður útvarpað. Fyrir mína hönd og annarra varidamanna. Karólína Gestsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför móður okkar og tengdamóður MARGRÉTAR SIGURÐARDÓTTUR Aðalheiður Gísladóttir, Jakob Jónsson, Sigurbjörg Gísladóttir, Sólon Lárusson, Vigga Svava Gísladóttir, Ragnar Þorkelsson. Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför eiginmanns mins, KRISTJANS iiannesar magnússonar fr,á Króksbæ Isafirði Salóme R. Sveinbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.