Alþýðublaðið - 03.12.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.12.1929, Blaðsíða 2
2 AtPÝÐUBUAÐia í-1'; iSu Bæ|arskðmm. Af þeim 2S7 ibúðnm, sem taldsr er« heilsnspillandi eða vafasamar í skýrslnm húsnæðisnefndar, ern 26 i húsnm, sem bærinn á. Húsnæðisnefndin hefir látið semja skrá yfir heilsuspillandi og hættulegar íbúðir. Eru íbúðirnar taldar par upp, tilgreint í hvaða húsum ’þær eru og hvers vegna 'pær eru álitnar heilsuspillandi eða hættulegar. / skrá pessarí eru taldar 25 íbúdir, sem bœrinn er eigandi ai5. Er pad 10—11°/o af öllum hættu- legum og heilsuspillandi íbúdum í tbœnum, ad pví er skýrslan hermir. Fara hér á eftir þeir kaflar úr skránni, er lýsa þessum íbúðum. Nöfnum leigjendanna er slept. Er þá fyrst ,;Bjamaborg“, Hverfisgata 83. Þar eru taldar upp 8 íbúðir. Skáletruðu orðin em svör við spurningunni: „Er íbúðin heilsuspillandi?" Lýsingin er svona: 1. íbúð: vafasamt, fyrir jafn- margt fólk, köld, lélegu standi. 2. íbúð: vafasamt, meðallagi björt, rakasöm, köld lélegu standi, afar-súgmikil, rennblaut i rigning- um, rottugangur. [Og þetta er kallað „vafasamt’*]. 3. ibúð: já, meðalagi björt. köld, hryllilegur inngangur. 4. ibúð: vafasamt, frekar dimm, köld, lélegu standi. Rúmmál á á fullorðinn 3,28 ms. 5. íbúð: vafasamt, meðallagi björt, hryllilegur inngangur. Rúm- mál á fullorðinn 4.34 m8. 6. ibúð: vafasamt, ekki rakafrítt, köld. lélegu standi. 7. ibúð: já, meðallagi björt, köld, óverjandi umgengni. 8. vafasamt, köld, meðallagi björt, mjög slæmu standi. Næst er Hverfisgata 92. Þar eru 3 ibúðir teknar á skrána: 1. íbúð: nei. ef íbúðin er sett sæmilega i stand, þá er hún ekki heilsuspillandi. Rúmmál á fullorð- inn 7,23 m8. 2. ibúð: vafasarnt, dimm. ekki frí við raka, of þröng 7 manns. Rúmmái á fullorðinn 8,27 ms (5 börn). 3. ibúð: vafasamt, meðallagi björt, ekki rakafrítí, alt of þröng 9 manneskjum. t>á er „Sjáfarborg", Barónsstig 2. Þar eru 2 ibúðir svona: 1, ibúð: já, köld, þröng, raka- söm, Jélegu standi. 2. ibúð; já, afarköid, súgur, án allra pæginda, lélegu standi. I Suðurpól við Laufásveg eru 5 íbúðir, sem lýst er svo: 1. íbúð: vafasamt, ekki rakafrítt, köld, alt of þrörig. 2. íbúð: vafasamf, rakasöm, köld, alt of þröng. 3. íhúð: vafasamt, vegna mjög I mikils kulda að vetrarlagi, raka- söm. 4. íbúð: vafasamt, dimm, raka- söm, köld. 5. íbúð: vafasamt, dimm, raka- söm, köld, mjög slæmu standi. Við Suðurpól er vatnsból í húsagarði, en ekkert vatn í hús- ínu. Þá eru enn 7 íbúðir, sem eru í þessum húsum og lýst er svo: Holtsgata 14: já, meðallagj björt, rakasöm, köld, lélegu standi. Seljaland við Laugaveg: já, rakasöm, köld, mjög slæmu standi. Fossvogur: vafasamt, rakasöm, köld, lélegu standi. Bræðraborgarst., Einholt: já, meðallagi björt, rakasöm, köld, mjög slæmu standi, ekkert vatn. Bergþórugata 10: vafasamt, meðallagi björt, rakalítil, köld, mjög slæmu standi. .Höfn, Ingólfsstr.: já, þröng, köld, dimm, mjög slæmu standi. Rúmmál á fullorðinn 5,29 tenm. Sama: já, vegna þrengsla og loftleysis, köld, lélegu standi. Rúmmál á fullorðinn 7,35 tenm. Þessi skrá eða skýrsla þarf ekki frekari skýringar við, Hún er voðalegur áfellisdómur á borg- arstjóra. Á sama tíma. sem bæj- arstjórn er að láta rannsaka íbúðir í húsum, sem einstakir menn eiga, eru tugir af íbúðum í húsum bæj- arins sjálfs, sem eru alls óhæfar til íbúðar, sem enginn vafi er á að eru stórkostlega hættulegar heilbrigði íbúanna. ,Borgarstjóri svaraði því einu til, er H, Q. á siðasta bæjarstjórnar- fundi átaldi þessa óhæfu, að margar af þessum íbúðum væru óaðfinn- anlegar, skýrslurnar væru ekki áreiðanlegar. Hló hann að Iýsing- unum eins og þær væru skemtileg fyndni. En lýsingarnar eruskýrarog ákveðnar, þótt stuttorðar séu. Önnur afsökun borgarstjóra var sú: að í einu Selbúða-húsanna hefðu verið miklu verri íbúðir, sem skoð- unarmenn hefðu ekki talið hættu- legar. Þess þarf ekki að geta, að í þessum íbúðum leigir eingöngu fátækt fólk, flest sárfátæk gam- almenni eða barnafólk. Margt af þvi þiggur fátækrastyrk eða fær okeypis húsnæði. Skýringarnar sýna, að í sumum íbúðanna alast upp mörg börn við ógurlega að- búð og loftleysi og að þrengsli eru afskapleg. Svona er aðbúðin, sem þessir fátæklingar njóta hjá Reykjavík- urbæ. En Reykjavík er ríkasti bær á landinu. 1200-1300 menn eiga hér yfir 50 milljónir króna skatt- skyldra, skuldlausra eigna. DRUKKNUN. Þegar „Gullfoss“ fór vestur síðast var Guðmundur Jónsson frá Narfeyri meðal farþega á honum á heimlið til Stykkis- hólms. SkipiÖ kom ekki við í Stykkishólmi og fór Guðmundur því á land í Ólafsvík. Þaðan fór hann út á Sand og var þar í tvo daga eða þar um bil. Svo fór vélbátur, sem Guðmundur átti, fyrra sunnudag frá Stykkis- hólmi til Sands til að sækja hann, en fékk hvasfeviöri og komst ekki að í ólafsvík, eins og ætlað var í fyrstu. Var Guðmundur þá kom- inn af stað á öðrum báti, og mættust bátamir á leiðinni, en þar eð veður var þá orðið mjög hvast, snéru þeir báðir aftur. Voru þeir Guðmundur síðan um kyrt þangað til á þriðjudags- morgun. Þá fóru þeir aftur á stað frá Sandi á báti Guðmundar. Voru þeir þrír á bátnum. Var það, auk Guðmundar, Steinar, sonur hans, og Sveinbjörn Bjarnason skipstjóri frá Stykk- ishólmi. Áttu þeir að sækja á móti sjó og veðri, sem stöðugt versnaði. Þegar þeir voru komnir móts við Búlandshöfða kom mikill leki að bátnum. Reyndist orsökin vera naglabilun við stefnið. Varð ekk- ert við lekann ráðið og hleyptu þeir því til lands upp á líf eða dauða. Komust þeir nærri upp að landi við Mávahlíðarhellu. Þar er lendingarstaður. En þegar fá- ir faðmar voru eftir að landi var kominn svo mikill sjór í bátinn að vélin stöðvaðist. 1 því reið alda yfir bátinn og kastaði hon- um svo nærri landi, að þeir feðg- arnir Guðmundur og Steinar stukku til landSj en Jentu báðir í sjónum. Þó komust þeir upp á land. Sveinbjöm var einnig kominn fram í bátinn og ætlaði líka að stökkva, en hikaði við. í því tók bátinn lengra frá landi og skolaði Sveinbimi þá útbyrðis og drukknaði hann. Bát- urinn sökk. Líkið rak á land næsta morgun. — Bátinn rak einnig upp á Mávahlíðarrif, mjög brotinn. Enn hafa þeir feðgar ekki kom- ist heim frá ólafsvík vegna hvassviðris og ekki hefir heldur verið unt að flytja líkið til Stykk- ishólms, svo sem ætlað er. 1 (Símfrétt frá Stykkishólmi.) Eriemd sÍBnskeyti. FB., 1. dez. Þjóðaratkvæði um Youngsam- þyktina. Frá Berlín ér símað: Ríkisþingið feldi í gær með miklum atkvæðamun lagafrum- varp þjóðernissinna um að banm að staðfesta YoungsamþyRtina. —• Þjóðaratkvæðagreiðslan um fmm< varpið fer fram 22. dezember. Frá sjómönnunmn. FB., 2. dez. Liggjum á Önundarfirði. Stöð- ug ótið. Vellíðan allra. Kærar kveðjur. Skipverjar á „Þórólfi“. Liggjum á önundarfirði. Vel- líðan. Kveðjur. Skipverjar á Karlsefni“. Liggjum á önundarfirði. Vel- líðan. Kærar kveðjur. Skipshöfnin á „Svida“. Liggjum á önundarfirði. Vel- líðan allra. Kærar kveðjur. Skipshöfnin á. „Arau. Liggjum á Önundarfirði. Vel- líðan allra. Kærar kveðjur til vina og vandamanna. Skipshöfnin á „Kára Sölmundarsynrí., líggjum á ísafirði. Vellíðan. Kærar kveðjur heim. Skipverjar á „Belgaum“. Liggjum á Dýrafirði. Vellíðan. Kærar kveðjur til vina og vanda- manna. Skipverjar á „Arinbirni hersia, Lággjum á Önundarfirði. Storm- ur. Vellíðan allra. Kærar kveðjur til vina og vandamanna. Skipshöfnin á „Hannesi rádherra Liggjum á Önundarfirði. Vel- líðan allra. Kærar kveðjur til vina og vandamanna. Skipshöfnin á „Skúla fógeta‘\ Liggjum á Patreksfirði. Vellíð- an. Kærar kveðjur. Skipshöfnin á „Otri“. FB., 3. dez. Lággjum á Önundarfirði. Vel- líðan. Kærar kveðjur. Skipverjar á ,,Baroanum“, í Faxaflóa. Vellíðan allra. Skipshöfnin á „Hilmi“. » Liggjum á Önundarfirði. Vel- líðan. Skipshöfnin á „Gullt.oppi“. Liggjum á Dýrafirði. Vellíðan allra. Kærar kveðjur. Hásetar á „Valpole“. Togararnir. „Skallagi$mur“ kom af veiðum í morgun með 106 tunnur lifrar. „Ólafur" kom frá'Englandi i gær- kveldi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.