Morgunblaðið - 30.07.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.07.1961, Blaðsíða 2
MORGUNHL'4 ÐIÐ Sunnudagur 30. júlí 1961 Reykjavík gerist abili að nor- rænni menningarmibstöb REYKJAVÍKURBÆR hefur nú gerzt aðili að rekstri nor- rænnar menningarmiðstöðv- ar í Hásselby-höll við Stokk- hólm ásamt höfuðborgum hinna Norðurlandanna. Er miðstöð þessari ætlað að vera fundarstaður, þar sem nor- rænar ráðstefnur, námskeið og þing væru haldin, er snertu hin ýmsu svið, þjóð- félagsmál, vísindi, tækni, hag fræði, bókmentir, listir, leik- hús, kvikmyndir, alþýðu- fræðslu, íþróttir o.s.frv. Þar Halldór Sig- , urðsson spari- sjóðsstjóri A FIMMTTJDAG sl. lézt í Lands spítalanum Halldór Sigurðsson, sparisjóðsstjóri í Borgamesi og fyrrverandi umdæmisstjóri Rot- ary-hreyfingarirmar á íslandi. Hann var 58 ára að aldri er hann andaðist. Halldór var fulltrúi hjá Kaup félagi Borgfirðinga, Borgarnesi í rúma tvo áratugi eða þar til hann tók við starfi sparisjóðsstjóra fyr ir nokkrum árum. — Halldór var mikill tónlistarunnandi og m.a. stjómandi kirkjukórs Borgar- ness. — Hann lætur eftir sig konu og börn. Síldar- vísur MBL. bárust í gær nokkrar vís- ur frá Raufarhöfn. Sú fyrsta er svarvísa til lögregluþjónsins á Siglufirði: Frekar lítinn heila í haus hefur tröllið slynga, — að ganga skuli látinn laus löggi Siglfirðinga. ★ Þótt ég sjaldan fái fri, f jandi er ég laginn við að fara á fyllirí á frivaktinni á daginn. Hvh. og Ó.E. ★ Væri sæmst að skríða í skjól og skjálfa hver sem getur. Hvar er ykkar síld og sól, Siglfirðingatetur? Ó.E. ★ **egar vorið vermir jörð ©g vetur burtu hrekur, í síldarleysi á Siglufjörð sízt mig langa tekur. Ó.E. S V A R T : Síldarverksmiðja ríkisins j Raufarhöfn í'ABGBEFGH ABCDEFGH H V í T T : Síldarverksmiðja rikisins Siglufirði Raufarhöfn leikur b7 — b5 eiga einnig að vera vistarver- ur fyrir þátttakendur í starfs mannaskiptum höfuðborg- anna, sem og aðra þá frá höf uðborgunum, er dveljast í lengri eða skemmri tíma til náms eða kynningar, og fyrir skólafólk. Frá þvi sumarið 1960 hefur verið um það rætt í höfuðborg- um Norðurlanda að gera Hassel byhöll að sameiginlegri norrænni menningarmiðstöð, og á fundi bæjarráðs s.l. þriðjudag var sam þykkt, að Reykjavíkurbær gerð ist aðili að rekstri þessarar stofn unar. Er tilgangur hennar sá að skapa miðstöð norrænnar nvenn ingarsamskipta á grundvelli sameiginlegra hagsmuna bæjar- félaganna. í stjórn stofnunarinnar er ráð gert, að séu 2 fulltrúar frá hverri höfuðborg, og ætlunin var, að annar þeirra væri fulltrúi bæjar ins, en hinn Norræna félagsins í borginni. Nánar verður ákveðið um þessa tilhögun við væntan legar umræður um framkvæmd málsins. Ætlunin er og, að for- maður sé til skiptis frá hverri borg. Stofnkostnaður er áætlaður 1.2 millj. sænkar krónur, og mun bæjarstjórn Stokkhólms standa straum af þeim kostnaði. Áætlað Frú Margrethe Scliiöth níræS NÆSTKOMANDI mánudag, þ. 31. þ.m. verður frú Margrethe Schiöth 90 ára. Margrethe hefir dvalið lengst af á Akureyri. og auk þess að vera kunn öilum hér, er hún þekkt víða um land fyrir sinn fádæma áhuga og dugnað við hvers konar trjá- og blóma rækt. Margrethe var gift Axel Schiöth bakara (hann er nú lát- inn) og þótti blómagarður þeirra með afbrigðum fagur og vel hirtur, enda mun frú Margrethe hafa átt þar mörg handtök. Þá má geta þess að hún vann mikið að málum lystigarðsins á Akur- eyri, og er óhætt að fullyrða að hann er að miklu leyti það sem hann nú er (einn fegursti trjá- garður landsins) fyrir hennar til verknað. Á sjötugs afmælinu var Margrethe gerð heiðursborgari Akureyrar. Hún dvelst nú á sjúkrahúsi Akureyrar, en hefir þó einhverja fótavist. St. E. Sig. MILDIR VH) BRETA Briisscl: — Sósíalistaflokkar allra 6 landanna í markaðsbanda lagi Evrópu hafa varað við því að Bretum verði undantekninga- laust gert að uppfylla allar þær kröfur, sem aðild að bandalaginu ur rékstrakostnaður er 200 þús. sænskar kr., eða um 1.5 millj. ísl. kr., og mun hann í grundvallarat riðum skiptast á höfuðborgirnar miðað við íbúatölu. Er gert ráð fyrir, að árlegur kostnaður Reykjavíkurbæjar verði þannig 50 þús. ísl. kr., eða 1/30 hluti' reksturskostnaðarins. Öldungadeildin samþykkir I Washington, 29. júlí (Reuter) ÖLDUNGADEILD Bandaríkj- anna samþykkti einróma til- lögur Kennedys forseta um eflingu varna til að mæta ógn unum Krúsjeffs í Berlín. Er m. a. gert ráð fyrir yfir 1.000.000.000 dala viðbótar^ framlagi til smíða á vopnum og eldflaugum, fjölgun í fasta herjum landsins um 200.00 menn, auk margvíslegra ráð- stafanna annarra. — Stóðu fulltrúar beggja flokka á þingi sameinaðir um þá skoðun að nauðsyn bæri til að sporna gegn ágengni Krúsjeffs. Mikill ,,geimferðahug- í Bandaríkjamönnum ur Kanaveralhöfða, 29. júlí. BANDARÍSKIR vísinda- menn hér voru í gær að undirbúa að skjóta eldflaug af sömu gerð og ætlunin er að nota til rannsókna á tunglinu. —- Verður flaug þessari að líkindum skotið út nú um helgina. Atlas-eldflaug bíður þegar til- búin í skotstöðu til þess að lyfta hinu 300 kg. þunga geim- skipi „Ranger I“, sem á að fara meira en 1 millj. km ferð um geiminn, áður en það snýr aftur til jarðar eftir 58 daga — að því er áætlað er. „Ranger 1“ á ekki að lenda á tunglinu. — Vísindamenn bandarísku geim- Eldur í timburhúsi liM ÞRJÚLEITIÐ í fyrrinótt kom upp eldur í húsinu númer 36 við Bergstaðastræti. Maður, sem var að koma af dansleik, varð eldsins var og lét slökkviliðið þegar vita og íbúa hússins og nóði eldurinn ekki að breiðast út. Þetta er timburhús, beint á móti Síld og fisk, svo illa hefði getað farið, ef eldsins hefði ekki þegar orðið fylgja. vart. NA 15 hnútar / S V 5Qhnúior K Snjóhmo • Úii assfr 7 Siúrir K Þrumur 'WHs. KukbokH Hiltskit H.Hmt L* Lmst LÆGÐIN yfir Grænlands- hafi olli rigningu hér sunnan lands í gærmorgun, en norð- an lands var þurrt. Hiti var 8—12° ferðastofnunarinnar hafa látið svo um mælt, að þessi fyrir- hugaða tilraun verði hið mikil- vægasta skref, sem tekið hefur verið til þessa, í þá átt að senda mannað geimfar til tungls ins, en það hyggjast Banda- ríkjamenn gera fyrir 1970. — ★ — Formaður geimferðanefndar fulltrúadeildar bandariska þings ins, Overton Brooks, sagði i gær í blaðaviðtali, að Banda- ríkjamenn mundu senda mann- að geimfar á braut um jörðu innan þriggja mánaða. Jafn- framt sagði Brooks, að senni- lega færu einn eða fleiri Banda ríkjamenn til tunglsins annað- hvort 1968 eða ’69. Yfir 30 til- lögur komnar YFIR 30 tillögur hafa nú bor- izt frá öllum Norðurlöndunum í samkeppninni um skipulag Fossvogs og Öskjuhliðar. Eins og áður hefur verið skýrt frá mun dómnefnd samkeppninn ar kveða upp úrskurð sinn í ágústmánuði, og munu tillög umar verða sýndar á Reykja- víkurkynningunni, sem hefst 18. ágúst á 175 ára afmæli bæj arins. Vivian Leigh er nú skilin við sir Laurence Olivier, en hann er nú kvæntur aftur. Maðurinn sem er með Vivian á þessari mynd, John Merival, er hennar tryggur fylgisveinn Og sumir segja meira að segja að þau séu leynilega gift. Þau hafa verið niðri á Antilleeyjum í fríi og þar var þessi mynd tekin. . — Öryggisráðið Framhald af bls. 1. Skýrsla Hammarskjölds Eins og áformað hafði verið gaf Hammarskjöld framkvæmda stjóri SÞ skýrslu um för sína til Túnis á fundinum í gærkvöldi, Var það skoðun manna, að hann hefði í ræðu sinni verið mildari í máli en búast mátti við. Andar köldu í Túnis Frá Túnis berast fregnir um, að þar andi nú kaldara í garð vestrænna þjóða en verið hef- ur. Masmoudi, upplýsingamála- ráðherra, ítrekaði við blaða- menn kröfur Túnis um að Frakkar yfirgæfu Bizerta. Frakkar vilja viðræður Eins og kunnugt er hafa Frakkar boðizt til viðræðna við Túnisstjórn um lausn Bizerta- deilunnar. Hafa þeir jafnframt lýst yfir þeirri skoðim, að málið verði aðeins leyst með beinum samningum deiluaðila — og þvl hafnað afskiptum SÞ og öryggis ráðsins af málinu. Frakkar hafa í samræmi við þetta ekki tekið þátt í umræðum Öryggisráðsins um málið. Kn attsp yrn ulið trá Vestur-Berlín Á FIMMTUDAG kom hingað með ms. Dronning Alexandrine unglingaflokkur frá félaginu Blau Weiss í Vestur-Berlín. Flokkurinn er í boði KR og dvel ur hér í 9 daga. Þýzku drengirnir, sem eru í 2. aldursflokki, leika hér 4 leiki gegn jafnöldrum sín- um. í dag flýgur flokkurinn til Vast-mannaeyja og leikur þar 2 leiki um helgina, en í næstu viku leikur hann gegn Val á þriðju- dag og 3£R á fimmtudag. Á föstudag gengu fararstjórar flokksins á fund borgarstjóra og fluttu honum gjafir og kveðjur borgarstjóranna í Vestur-Berlín Og Tempelhof. Sumarið 1959 heimsótti 2. fl. KR Blau Weiss og er heimsókn þessi endurgjaid fyrir þá ferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.