Morgunblaðið - 30.07.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.07.1961, Blaðsíða 5
Sunnudagur 30. júlí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 5 i- NÚ ERU liðin 400 ár síðan Madrid varð höfuðborg Spán ar. Þar sem enginn veit ná- kvæmlega hvaða dag borgin hlaut þessa upphefð, mun afmælisins vera minnst í allt sumar og er gert ráð fyrir að ferðamannastraumuriim til borgarinnar verði sá mesti til þessa. Hin 165 hótel borgar- innar, 800 vínsölustaðir henn ar og óteljandi önnur fyrir- tæki, sem vinna að því að gieðja erlerrda ferðamenn og gera dvöl þeirra eftirminni- lega, hafa mikinn viðbúnað í þessu tilefni. Strax í vor var upppantað á öllum gistihús- um fram á haust og sá, sem kemur til Madrid án þess að hafa pantað fyrir fram getur ekki gert sér vonir um að fá inni. Borgin hefur vaxið stöðugt síðan, en fyrir tuttugu árum hefðu þó fáir orðið til þess að spá því, að hún yrði ein nýtízkulegasta borg Evrópu með 2 millj íbúa. Fjórir bræður — Joaquin, Miguel, Mose Maria og Julian Ota- mendi — hafa unnið mikið í þá.gu þróunar borgarinnar. — Þeir settu á stofn byggingar fyrirtæki 1917 og sá það um að leggja neðanjarðarbraut- ina í Madrid, en hún flytur nú rúmar 400 milljónir far- þegar á ári. Síðan hafa bræð urnir átt þátt í flestum stór framkvæmdum, sem gerðar hafa verið í borginni. Fyrir nokkrum árum byggðu þeir „Madridturininn“, en hann er 34 hæðir og 130 metrar á hæð og hæsta bygging á Spáni. Höíuðborg í 400 ór Ekki er mikið Suðurlanda- andrúmsloft í Madrid. Þetta er borg þar sem nútíma bygg ingarlist ræður rikjum. Þar eru breiðgötur, skýjakljúfar og ljósaauglýsingar, sem gera borgina ekkert frábrugðna öðrum stórborgum. Það að gera Madrid að nú- tímaborg er eitt af þeim tak- mörkum, sem Franco hefur viljað ná frá því hann tók völdin í sínar hendur fyrir rúmum 20 árum. í dag er borgin vin alls- nægta í fábreytileika hinnar þurrkasömu hásléttu Kastilíu. Fyrir 400 árum, þegar Filip pus II konungur gerði Madrid að höfuðborg landsins, var hún markaðsborg með 25.000 íbúa, sem lifðu að mestu leyti á því að verzla með búpening. mörgu, sem undirbúið hafa sérstaka skemmtiskrá. Á veit ingahúsi hans er sagt, að til séu 20 þús. tegundir vína og hefur það verið nefnt: „Hana stélasafnið“. Chicote býst við svo miklu af afmælishátíðinni að harm tók sér sérstaka ferð á hendur til Moskvu í þeim Það er samkeppni milli Barcelona, Sevilla, Bilbao og annarra gamalla borga á Spáni, sem varð til þess að Filippus konungur gerði Mad rid „hlutlausu borgina“, að höfuðborg. Á síðari tímum hefur Madrid keppt við aðr ar stórborgir Spánar ekki að eins um ferðamenn, heldur einnig iðnað og verzlun og hef ur oftast orðið hlutskörpust. 400 ára afmæli höfuðborg arinnar verður m. a. minnzt með 11 mikilfenglegum nauta ötum, hersýningu, sem 20.000 hermenn taka þátt í, söngleikj um og mörgum öðrum skemmt unum. Barþjónn nokkur, sem þekktur er undir nafninu fremsti barþjónm borgarinnar Chicote að nafni er einn þeirra I ferðamannaborginni Madrid blika ljós allar nætur. tilgangi að birgja veitinga- hús sitt upp af flestum Vodka tegundum. Hann varð þó fyr ir vonbrigðmm í Moskvu, því þar fann hann mjög fáar vín- stofur annars staðar en á stórum gistihúsum. Við heim komuira lýsti hann vonbrigð um sínum með þessum orðum: „Gata, sem engin vinstofa er í, er alveg sviplaus". Útsýni yfir Madrid, í haksýn sést konungshöllin. — Vilduð þér gjöra svo vel að taka ofan hattinn! i------------------------------ Hann kom inn í verzlun, sem verzlaði með dýr og benti á stóran og fallegan hund: — Hvað kostar hann? — 5500 krónur. Hann benti á minni hund, sem leit ekki eins vel út: — En þessi? — 1000 krónur. Svo var þarna líka litill og ljótur hundur: — En þá þessi? ~ 1500 krónur. —dæja, sagði maðurinn — og hvað kostar það þá, ef ég kaupi engan hund? Söfnin Bæjarbókasafn Reykjavíkur lokaö Vegna sumarleyfa. Opnað aftur 8. ág. Listasafn íslands er opið daglega frá kl. 13,30—16. Asgrimssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1.30—4 e.h. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla túni 2, opið dag'ega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. Þjóðminjasafnið er opið daglega frá kl. 1:30—4 e.h. Árbæjarsafn er opið daglega kl. 2—6 e.h. nema mánudaga. Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega kl. 1:30 til 3:30. Tæknibókasafn IMSÍ (Iðnskólahús- inu, Skólavörðutorgi, er opið mánu- daga til föstudags kl. 1—7 e.h. Ameríska bókasafnið, Laugavegi 13, er opið kl. 9—12 ng 13—18. lokað laug- ardaga og sunudaga. Sá, sem er vitur í hjarta, verður hygginn kallaður, og sætleiki varanna eykur fræðslu. Það eitt, að sekta saklausann, er ekki gott, en að berja tignarmenni, tekur þó út yfir. Hugrekki mannsins heldur honum uppi í sjúkdómi hans, en dapurt geð, hver fær borið það? Samvizkulaus vottur gjörir gys að réttinum, og munnur óguðlegra gleyp- ir rangindi. Sál hins óguðlega girnist illt; ná- ungi hans finnur enga miskunn hjá honum. ORÐ S K VIÐIRNIR. Skrifstofa Háskóla Islands verður lokuð dagana 1.—19. ágúst. Á mánudögum miðvikudögum og föstudögum verður skrifstofan þó opin til greiðslu reikninga kl. 10—12. — Skrásetn- ing nýrra stúdenta hefst 1. september. Aívinna Stúlka óskast strax í blómabúð. — Tilboð ásamt mynd ef til er, sendist afgr. Mbl. merkt: „Stund- vísi — 5074“. JAPANSKA SKYRTAN „Sceptre“ ^ KOMIN AFTUR 65% TERYLENE 35% BAÐMULL ADEINS KR: 326.00 Austurstræti 14 , SÍMI 1-2-3-4 5 Utgeruarmenn — Fiskverkunarstöuvar A T H U G I Ð : hvort ekki vantar vörubifreið fyrir vetrar- vertíðina. Pantið nú, svo bifreiðin verði komin þegar hennar er mest þörf. FORD THAMES TRADER A T H U G I Ð : að FORD THAMES TRADER vörubifreiðir eru fáanlegar í stærðunum 1% tii 10 tonn, með diesel- eða benzínvélum. A T H U G I Ð : hið ótrúlega lága verð. Þriggja tonna bifreið fáið þér frá aðeins kr. 110.000.00 og fimm tonna frá aðeins kr. 130.000.00. Leitið sem fyrst nánari upplýsinga. FORD-umboðið KR. KRISTJÁItlSSON H.F. >uðurlandsbraut 2 — Sími: 3-5300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.