Morgunblaðið - 30.07.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.07.1961, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 30. júlí 196i Bjarni A. Jónsson: Með fegurðardísum á Langasandi HÉR Á Langasandi, eins og ann ars staðar, bar sem fólk getur um frjálst höfuð strokið eiga sér alltaf stað vinnudeilur og verk- föll öðru hverju. Smá-verkalýðs- félag hér var í 48 stunda verk- faili, því að meðlimir félagsins vildu fá hærra kaup og tvöfalt kaup eða frí á fullu kaupi á af- xnælisdegi hvers félaga. Á kröfu Sigrún Ragnarsdéttír og ungfrú Hong Kong spjaldi þeirra stóð: „Á afmæli George Washington fáum við lVz kaup á tímánn, því ekki tvöfalt kaup þegar við eigum sjálfir af xnæli“. — En öðru máli gegnir um slökkviliðsmennina á Langa sandi, sem eru ekki að öllu leyti vel ánægðir með kjör sín, en mega ekki gera verkfall. I>eir notuðu nú tækifærið rétt fyrir L B. C. fegurðarsamkeppnina og harðneituðu að aka meyjunum, eins og undanfarin ár, nema króf ur þeirra um bætt kjör yrðu teknar til greina. Þetta gátu þeir bölvaðir, en nú voru góð ráð dýr, því lítiU tími var til stefnu. Dagblað staðarins auglýsti á for • síðu eftir einkabílstjórum í sjálf boðaliðsvinnu fyrir fegurðardís- irnar. Þúsundir umsókna bárust en fyrir valinu urðu tveir klúbb ar karla. Ægileg mótmælaalda eiginkvenna þeirra reis fjöllun- um hærra, en samkomulag náð- ist fljótlega með því að allir speglar voru fjarlægðir úr bíl- unum undir því yfirskyni að akst urinn væri öruggari ef ökumenn irnir hefðu augun á götunni en ekki í aftursætinu. S.s. Himalaya, 30 þús. tonna listiskip kom með fyrstu blóma- rósirnar frá Ástralíu, Nýja-Sjá- landi og flestum Austurlöndun- um. Þær voru hver annarri fal legri, kátar og glaðar við móttök urnar, en við þær var fjöldi sjón varps- og blaðamanna auk diplo mata og blístrandi hafnarverka- mnna. Allt gekk að óskum fyrsta daginn, en svo komst allt í upp nám daginn eftir á Lafayette Hotel, því miss Burma hafði vakn að með aðkenningu af „hettu- sótt“ sem fljótlega tókst að lækna, svo hún er með í keppn- inni. Tvær aðrar fengu móður- sýkiskast, þegar upp komst að ungfrú Singapore var með smit andi sjúkdóm og borgarlæknir var að spekúlera í bví að setja hótelið og alla fegurðina í sótt- kví, en eftir nákvæma læknis- skoðun og smásjárrannsóknir var því áformi sleppt en hin óham- ingjusama Singapore flutt á spít ala í sóttkví og getur því ekki verið með. Þó að læknar spítal- ans gefi sína læknishjálp er reiknað með að kostnaðurinn verði $ 40 eða 15500 kr. á dag, en starfsfólk spítalans gefur þá upphæð. Verðið á sóttkvínni er það hátt að mér er ekki grunlaust um að miss Singapore drekki þar sorgum sínum í kampavíni. Á Los Angeles-flugvöll kom svo aðaisendingin og þar á meðal okkar gullfallega Sigrún Ragnars dóttir. Eftir að tveir lögregluþjón ar höfðu troðizt undir aðdáenda skaranum, var flogið með þessar elskur í annari flugvél 5 mín. flug til Langasands. Þar fór form leg móttökuathöfn fram og var sjónvarpað með tilheyrandi þvottaefnis-auglýsingum. Framhald á bls. 23. REONA HERZ — SEM ÞÓTTIST VERA “UNGFRÚ COSTA RICA” : 'á Í. v ÍliilteiÍÍiÍÍHÍliSÍÍ • " r ___ * Hvert er bezt að fara Þannig spyr margur sem vönlegt er. Velvakandi hefur lagt þessa spurningu fyrir Jón Eyþórsson, veðurfræðing Og formann Ferðafélags fslands. Jón er einn af kunnustu ferða mönnum landsins, jafn kunn- ugur jöklum og öræfum sem sveitum. Myndin sem hér fylgir er tekin úr Vatnajökuls bókinni hans og þykjast sumir kenna þar a. m. k. skeggið á höfundinum. — Jón svaraði: „Við þessari spurningu er ekki til neitt afgerandi svar. Þar koma svo margar persónu legar ástæður til greina. Ég hef líka harla litla persónu- lega reynslu af venjulegum sumarleyfisferðum til þess eins að láta fara vel um mig og njóta sumarsælunnar. Oft- ast hef ég lagt leið mína eitt- hvað, sem ég þurfti að fara, til þess að sinna sérstökum erindum, t. d. norður á Strand ir, kringum Langjökul, til Kerlingarfjalla og í Arnarfell- ið mikla o. s. frv. — að ó- gleymdum Mýrdals- og Vatna- jökli. • JÞórsmörk Lítill efi er á því að Þórs- mörk er vinsælasti dvalarstað ur landsins, eins og sakir standa. Liggja til þess margar ástæður. Náttúrufegurð er þar mikil og fjölbreytt, skógaskjól og góður- skáli Ferðafélags fs- lands. Hefur það færzt mjög í vöxt hin síðustu ár, að fólk dveldist yfir vikuna í Þórs- mörk, annað hvort í Skag- fjörðsskála eða . tjöldum. Jóhannes skáld úr Kötlum hef ur verið skálavörður fyrir F.f. um nokkur undanfarin ár. Hann hefur tekið upp þann ágæta sið að fara alllangar gönguferðir um Mörkina með gestum sínum, vísa þeim leið og fræða um örnefni. í þessu er mikið öryggi, því að ókunn ugir geta vel lent þar í ó- göngum. í Laugadal er líka friðsælt alia jafna og þrifa- legt. Fátt bíla kemst þar heim í hlað, og verða menn að leggja það á sig að ganga yfir hálsinn frá Húsadal. í Húsadal er ekkert eftirlit, og þeir, sem þangað flytja fólk í hundraðatali um sumar helg- ar, láta þar allt lönd og leið. Umgengni hefur verið mjög ábótavant í þeim fagra dal, en hefur eitthvað skánað síð- ustu árin. * Kjölur Þótt Þórsmörk sé yndisleg- ur stáður og margur verði þar sæll með Maríu sinni, get ég ekki að því gert, að ég tek Kjöl og Kerlingarfjöll fram yfir. Þar er olnbogarými meira og landið öllu fjölbreytt ara, þótt það sé næðingasam- ara og eyðilegra. Kerlingar- fjöll eru dvergasmíð náttúr- unnar, og fátt hef ég fegurra litið en Kerlingarfjöll í kvöld sól vestan frá Hrútfelli. Það hefur lika farið í vöxt hin síð- ustu ár, að menn dveldust á Kili milli helga og gengju milli sæluhúsa með mal sinn og staf. Ferðafélag íslands greiðir á allan hátt sem það getur fyrir slíkum „göngu- skörfum". sagði Þorvaldur Thoroddsent „Þær voru álíka framandi og ókannaðar og myrkviðir Af- ríku.“ Þetta gildir að mestu enn, — að öðru leyti en þvi að nú eru til góðir uppdrættir og eitthvað af leiðarlýsingum. En þeir eru furðanlega fáir í hinni störu borg, sem hafa komið suður að Trölladyngju eða hafa hugmynd um, hvar Höskuldarvellir eru. — Jafn- vel á Esjuna hafa fæstir Reyk víkingar komið. Ferðafélag ís- lands hefur reynt að halda uppi sunnudagaferðum þang- að, en þátttaka reynzt lítil. Þessar ferðir ætti ekki að þurfa að skipuleggja. Þeir sem hafa bíl til umráða geta farið, þegar veður og tími leyfa. Því oftar sem ég fer um Kjöl, því betur kann ég þar við mig. Þetta held ég sé meðmæli með staðnum. Kjöl- ur er fálátur og seintekinn, eins og sagt er um náungann, en það rætist úr honum við nánari kynni. Reykvíkingar eru miklir ferðamenn — og margir ágæt- ir. En flestra keppikefli virð- ist vera að komast sem fyrst Og komast sem Iengst — í sum arleyfinu. Ber ekki að lasta það. En hitt vil ég minna á, að fast við borgina eru víð- lendar óbyggðir, fjölbreyttar í náttúru og víða hinar furðu- legustu. Fyrir 60—70 árum ÍKS FER»I\A\P iðr Unglingar 8—12 ára eru jafn- an stoltir, er þeir koma úr Esjuför. Ferðin frá Mógilsá tekur um 2 klst. Þeim tíma er vel varið. * Tímarnir breytast Bifreiðir hafa ekki verið al- menningseign hér á landi nema 20-30 ár. Eru því nýj- ung, Og mönnum er enn ný- næmi á að þeytast um allar jarðir á stuttum tíma. En þeir kynnast lítt landi og þjóð. Ferðin skilur lítið eftir, og inn an tíðar verða þeir leiðir á þessum þeytingi. Þá vilja þeir eignast hestá, og færist það sýnilega í vöxt nú þegar. Síðar munu „hestar postul- anna“ njóta meiri virðingar en nú gera þeir almennt, — og þannig mun margt breyt- ast í ferðamennsku og ferða- menningu vorri á næstu árum. Þetta svar getur ekki orðið annað en þankabrot í délkum þessum. En ferðalög og or- lofsferðir borgarbúa eru svo yfirgripsmikið mál og merki- legt að það er verðugt hlut- verk Velvakanda að vaka yfir nýjungum og umbótum á þvf sviði, bæði í nútíð ög fram- tíð. — Og vanda ég þér nú IíuoAíum. Velvakandi minn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.