Morgunblaðið - 30.07.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.07.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 30. júlí 1961' Við veiðum hvar sem við komumst í poll -en við getum varla talizt veiðimenn. Veiðikonur heimsóttar við Brúará. legt að heimsækja það veiði- mannatjaldið, ef dæma skal af morgunkaffinu, sem við drukkum þarna á árbakkan- um um morguninn. — Hafið þið verið lengi hér? — Við komum i gær, og ætl um að vera í tvo eða þrjá daga. Það er ekki gott að segja hvert við höldum svo. Þið hitt- ið okkur kannske við ein- hverja aðra ársprænu næst. Við erum á flakki frjálsar og fríar. — Hvernig er veiðin? — Afskaplega lítil í svona fallegri á. Fiskurinn tekur illa en við sáum talsvert af honum í gær. — Hvað hafið þið fengið mikið? — Einn sjóbirting í gær, ca. tvö pund, en ekkert í dag. Við fórum á fætur klukkan hálf mikið? — Hvar sem maður kemst í poll, nema í Seltjörn. Hún er of nálægt manni, segir Þór- unn, sem á heima í Njarð- víkunum, en Laufey býr í Reykjavík. — Maður verður að fara eitthvað lengra til, og þangað, sem maður er ekki alveg viss um að fá fisk, held- ur hún áfram. — Hvert liggur leiðin næst? — Á Snæfelisnes, sennilega. — Oí? á að veiða þar líKa? — Reyna. Við getum nú varla talizt veiðimenn, mað- ur er að þessu fyrir sportið. — En er það nú ekki ein- mitt hin eina, sanna veiði- mennska? — Það má kannske segja það. — Hafið þið veitt í mörg ár? — Vij höfum verið við þetta í þrjú ár, segir Þórunn. — Ég er ekkert fyrir veiði, segir Lauley. — Hún er að , , reyna að narra mig út í þetta. í>orunn Guðmundsdóttir: — Ég — Þetta er reglulega gaman, n®itt nema í þetta. Þ A Ð er óvíða fegurra á Suðurlandi en við Brúará, a.m.k. ef fegurðin er dæmd með augum veiði- mannsins. Sá er þó hæng- ur á, að lítill lax er í Brú- ará, það sjá netin í Ölfusá um, en hinsvegar er þar talsvert af silungi. í Brú- ará, á mótum Hvítár, hef- ur þó veiðzt annar stærsti lax á stöng á íslandi. Var hann 37y2 pund að þyngd. Veiðimaðurinn var Víg- lundur Guðmundsson, og þennan happadrátt fékk hann í septemberbyrjun 1952. Það er því ekki að undra, þótt okkur blaða- mennina hafi fýst að hyggja að veiðiskapnum í Brúará, er við áttum þar leið um einn sólfagran morgun fyrir nokkru. Á sléttum árbakkanum rétt við brúna er tjald, en engan veiðimann er að sjá, enda rjómalogn, áin silfurtær, og vart við því að búast að fisk- urinn taki í slíku veðri, sem að því leytinu til er veiði mannsins óveður. Við sjáum að við tjaldskörina er prímus og kaffiilm leggur út yfir ár- bakkann. Iimi í tjaldinu situr köna, og við teljum víst að veiðimaðurinn sé einhvers- staðar upp með ánni. Systur tvær í veiðiskap — Hvar er veiðimaðurinn? spyrjum við. — Hún er nú hérna í tjald- inu líka. — Hún? __________ ". þa® er hnn Laufcy j,^runn stendur úti í ánni og kastar fyrir silung en Laufey situr á bakkanum og horfir á. systir min! mm: Það er ekki á hverjum degi að maður rekst á systur, sem liggja í tjaldi við veiðivötnin, en systurnar Þórunn og Lauf- ey Guðmundsdætur leggja stund á útiveru og veiðiskap á sumrin. Og það er ekki ama morgun, og vorum að í tjald til að fá okkur sjö í koma kaffi. Hvar sem maður kemst í poll — Þið stundið veiðiskapinn segir Þíxunn, og lætur orð systur smnar sem vind um eyrun þjóta. — Ég mundi eski nenna að fara neitt nema í þetta, bætir hún við. Við stingum nú upp á því, Egill Þorfiunsson og kona hans, Ástrún Jónsdóttir á verönd sumarbústaðarins við Bruara. — i'ð rennt verði fyrir silunginn, eða jafnvel laxinn, ef heppnin skyldi verða með. Þórunn tek ur aðra stöngina, og veður út í ána, en Laufey sezt á bakk- ann og fylgist með. — Farðu nú ekki upp fyrir stígvéiin, segir hún. — Ég held það sé í lagi þó ég fari upp fyrir kallar Þór- unn um öxl. Hreint eins og útilegukonur Og það er kastað og kastað, en fiskurinn lætur ekki á sér kræla, svo við höldum áfram að ræða við veiðikonuna, sem stendur í ánni upp að hnjám. — Eruð þið í sumarfríi? — Já. — Og á að nota það allt í veiðiferðir. — Ég ætla að gera það að minnsta kosti, segir Þórunn. — Það er ekki varið í neitt ann- að. Þið hefðuð átt að koma til okkar upp í Hvítá í fyrra. Þar var fínt. Við vorum þar í grenjandi slagveðursrign- ingu, og Vorum hreins eins Og útilegukonur. Annars þyrfti maður að komast upp á Arnarvatnsheiði. — Hvað um laxinn? — Ég hef lítið átt við hann, segir Þórunn. — Ég fékk þó tvo laxa í Fnjóská um dag- inn. mundi ekki nenna að fara Það er liðið að hádegi er við kveðjum systurnar á árbakk- anum, sammála um að hér höfum við hitt áhugasömustu veiðikonur allra tíma. í brekkuslakka skammt frá bökkum Brúarár, í landi Spóastaða, stendur sumarbústaður Egils Þor- finnssonar, skipasmíða- meistara í Keflavík, sem fæddur er og uppalinn við ána, og þangað liggur leið in næst. Við setjumst stundarkorn í brekkuna fyrir ofan ána og spjöllum við Egil um daginn og veginn. Ekki séð slíkt fyrr né síðar — Ég er fæddur og uppalinn hér á Spóastöðum, og á smá- part af jörðinni. Bróðir minn á hitt, segir Egill okkur. — Okkur skilst að það sé furðu lítill lax í Brúará þótt falleg sé. — Ég fékk einn 12 punda lax í gær, segir Egill. — Ann- ars er ekki mikill lax í ánni, en ég man eftir því, að eitt sumar fyrir mörgum árum komu þeir ekki niður netun- um í Ölfusá í júnímánuði fyr- ir veðrum. Þá fylltist- Brúará svo af laxi, að ég hefi ekki séð slíka laxgengd fyrr né síð- ar. Þá var dregið fyrir í Haga- ós, og þar fengu þeir 100 laxa yfir daginn. — Hvenær var sumarbústað urinn byggður? — Ég byrjaði á honum fyrir þremur árum, en ég hugsa að ég klári hann aldrei. Það til- heyrir víst. Hér er jarðhiti, en það vantar fé til að bora. Það er 60 stiga heit laug hér fyr- ir neðan, Og það má vafalaust fá hér heitara vatn. Það kostar víst þrjú þúsund krónur að bora, og það er sagt að þriðja hver hola heppnist. Ég vildi þá bara láta bora þriðju holuna og sleppa hinum tveimur, en það vildu þeir víst ekki. — Hvernig er véiðin? — Ósköp lítil, en þó nóg til þess að ég leigi ána bróður mínum, og það er mikil ásókn í hana. Ég hélt þegar ég sá ykkur koma, að þið væruð Framh. á bls. 14. (Ljósm. Mbl.: Markús)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.