Morgunblaðið - 01.08.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.08.1961, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 1. agúst 1961 MORGUNBLADtÐ 3 Sigrún í fimmta sæti Ungfrú Holland nr. 1. FBGURÐARSAMKEPPNINNI um titilinn „Miss Internatio- nal“, sem fram fór á Langa- sandi, er nú lokið. Þátttakandi íslands í keppninni Sigrún Ragnarsdóttir, „Ungfrú ís- land 1960“, komst í úrslit og varð fimmta í röðinni. Er þetta í annað sinn, sem íslenzk stúlka verður ein af þeim fimm efstu, því s.l. sumar var Sigríður Geirsdóttir nr. 3, en hún var þá einnig kjörin bezta 1 j ósmyndaf yrirsætan. Auk þess að vera fimmta í röðinni af 52 fegurðardísum var Sigrún Ragnarsdóttir kjör in vinsælasta stúlka keppn- innar. Á þessu má sjá að þeir vestra kunna vel að meta ís- lenzka fegurð. Og stúlkurnar hafa báðar heillað áhorfendur með fágaðri framkomu sinni og fegurð, og verið hin bezta landkynning. Ungfrú Holland í 1. sæti „Ég bjóst ekki við þessu. Ég er svo hamingjusömu", sagði ungfrú Holland þegar henni voru tilkynnt úrslitin. Stúlkan, sem hlaut að þessu sinni titilinn „Miss Internatio- nal“ var „Ungfrú Holland“. Hún er 19 ára gömul sýningar- stúlka, Stam van Baer að nafni, frá Amsterdam. Við krýninguna voru henni afhent verðlaun að upphæð 400 þús. kr. Hún hefur áhuga á því að verða leikkona. í öðru sæti varð hin 19 ára gamla ungfrú Brazilía, Vera Maria Brauner, hún er kennslukona dökkhærð eins Og þjóðerni hennar gefur til kynna. Þriðja varð ungfrú Spánn, Carmen Cervera, 18 ára gömul. í fjórða sæti varð ungfrú Canada, Edna Mac Vicar, hún er 20 ára gömul sýningarstúlka og skautahlaup * Sendill Morgunblaðsins Við hér á Morgunblaðinu munum eftir Sigrúnu Ragnars dóttur, þegar hún var að send- ast fyrir okkur þá 13 ára gömul. Þó ekki séu liðin nema fimm ár síðan hafa orðið mikl ar breytingar á högum hennar, þar sem hún hefur nú verið kjörin fimmta fegursta stúlka heims. Að undanförnu hefur Sigrún unnið við afgreiðslustörf í snyrtivörudeild Regnbogans ög einnig hefur hún sungið með hljómsveitum og heillað menn með söng sínum og fág aðri framkomu. Keppnin á Langasandi er önnur fegurðarsamkeppnin, sem Sigrún tekur þátt í er- lendis. í vor fór hún, sem full- trúi íslands til Beitrut í Líban on, þar sem hún tók þátt í keppninni um titilinn Ungfrú Evrópa og stóð sig með prýði. * Líkar vel Blaðið átt í gær tal af systur Sigrúnar og sagði hún, að einu Sigrún Ragnarsdóttir Hún varð í fimmta sæti og einnig kjörin vinsælasta stúlka keppninnar. fréttirnar, sem börizt hefðu af henni síðan úrslitin voru kunn gjörð væri skeyti. í því stóð aðeins „Var fimmta í röðinni. Kveðja, Sigrún“. En bréf hafa borizt frá Sigrúnu á meðan á undirbúningi keppninnar stóð og sagðist hún vera mjög ánægð Og sér líkaði þetta allt vel. Henni höfðu þá börizt nokkur tilboð um að verða ljósmyndafyrirsæta og sýning- arstúlka. Síldarskvrslan Eftirtalin skip hafa aflað 2000 mál og tunnur og þar yfir: Aðalbjörg HÖfðakaupstað 2692 Ágúst Guðmundsson Vogum 4727 Akraborg Akureyri 8414 Akurey Hornafirði 4551 Álftanes Hafnarfirði 4219 Anna Siglufirði 8132 Arnfirðingur Reykjavík 3273 Arnfirðingur II Reykjavík 6847 Árni Geir Keflavík 11355 Arni Þorkelsson Keflavík 5637 Arnkell Hellissandi 3841 Ársæll Sigurösson Hafnarfirði 8082 Asgeir Reykjavík 4408 Áskell Grenivík 9843 Auðunn Hafnarfirði 9814 Baldur Dalvík 9178 Baldvin I>orvaldsson Dalvik 7809 Bergur Vestmannaeyjum 6209 Bergvík Keflavík 10571 Bjarmi Dalvík 8880 Bjarnarey Vopnafirði 7462 Bjarni Jóhannesson Akranesi 2825 Björg Neskaupstað 2721 Björg Eskifirði 7863 Björgvin Keflavík 2862 Björgvin Dalvík 7726 Björn Jónsson Reykjavík 4086 Blíðfari Grafarnesi 3023 Bragi Breiðdalsvík 2894 Búðafell Búðakauptúni 5631 Böðvar Akranesi 6590 Dalaröst Neskaupstað • 4888 Dofri Patreksfirði 9096 Draupnir Suðureyri 2739 Einar Hálfdáns Bolungarvík 10568 Einar Þveræingur Ölafsfirði 2187 Einar Eskifirði 5751 Eldborg Hafnarfirði 9654 Eldey Keflavík 8062 Erlingur III Vestmannaeyjum 2071 Fagriklettur Hafnarfirði 3319 Fákur Hafnarfirði 2625 Faxaborg Hafnarfirði 4151 Faxavík Keflavík 3697 Fiskaskagi Akranesl 3268 Fjarðaklettur Hafnarfirði 6474 Fram Hafnarfirði 5540 Freyja Garði 2931 Friðberg Guðmundsson Suðureyri 4097 Frigg Vestmannaeyjum 2430 Fróðaklettur Hafnarfirði 3133 Garðar Rauðuvík 4436 Geir Keflavík 4901 Gissur hvíti Hornafirði 6146 Gjafar Vestmannaeyjum 11330 Giófaxi Neskaupstað 4671 Gnýfari Grafarnesi 4149 Grundiárðingur II Grafarnesi 5103 Guðbjörg Sandgerði 6147 Guðbjörg ísafirði 9483 Guðbjörg Ölafsfirði 11909 Guðfinnur Keflavík 5690 Guðmundur Þórðarson Rvík 13086 Guðný ísafirði 2620 Guðrún Þorkelsdóttir Eskifirði 12464 Gullver Seyðisfirði 7479 Gunnar Reyðarfirði 6351 Gunnvör isafirði 5126 Gylfi Rauðuvík 4166 Gylfi II Akureyri 6356 Hafaldan Neskaupstað 3219 Hafbjörg Vestmannaeyjum 2643 Hafbjörg Hafnarfirði 5047 Hafnarey Breiðdalsvík 3066 Hafrún Neskaupstað 5717 Hafþór Neskaupstað 3931 Hafþór Guðjónsson Vestm.eyjum 3140 Hagbarður Húsavík 3566 Halldór Jónsson Ölafsvlk 10319 Hannes Hafstein Dalvík 3874 Hannes Lóðs Vestmannaeyjum 3481 Haraldur Akranesi 12184 Hávarður Suðureyrl 2335 Héðinn Húsavík 10016 Heiðrún Bolungarvík 13130 Heimir Keflavík 4930 Heimir Stöðvarfirði 5578 Heiga Reykjavík 7919 Helga Húsavík 4782 Helgi Flóventsson Húsavík 6841 Helgi Helgason Vestmannaeyjum 9314 Helguvík Keflavík 2367 Hilmir Keflavík 8927 Hjálmar Neskaupstað 2952 Hoffell Búðakauptúni 6052 Hólmanes Eskifirði 8835 Hrafn Sveinbjarnarson Grindavík 5556 Hrafn Sveinbj.son II Grindav. 8756 Hrefna Akureyri 2286 Hringsjá Siglufirði 6359 Hringver Vestmannaeyjum 8859 Hrönn II Sandgerði 5073 Huginn Vestmannaeyjum 3266 Hugrún Bolungarvík 8184 Húni Höfðakaupstað 6714 Hvanney Hornafirði 6743 Höfrungur Akranesi 9825 Höfrungur II Akranesi 9981 Ingiber Ölafsson Keflavík 4769 Ingjaldur og Orri Grafarnesi 2990 Jón Finnsson Garði 7086 Jón Garðar Garði 8033 Jón Guðmundsson Keflavík 4960 Jón Gunlaugs Sandgerði 7586 Jón Jónsson Ölafsvík 5171 Júlíus Björnsson Dalvík 2978 Jökull Ölafsvík 5389 Katrín Reyðarfirði 5351 Keilir Akranesi 4268 Kristbjörg Vestmannaeyjum 9988 Kristján Hálfdáns Bolungarvik 2209 Leifur Eiríksson Reyk4^vík \ 6684 Ljósafell Búðakauptú 3434 Máni Grindavík 2460 Máni Höfðakaupstað 2090 Manni Keflavík 6626 Marz Vestmannaeyjum 2208 Mímir Isafirði 4786 Mummi Garði 5099 Muninn Sandgerði 3753 Öfeigur II Vestmannaeyjum 7036 Öfeigur III Vestmannaeyjum 4283 Ölafur Bekkur Ölafsfirði 6710 Ölafur Magnússon Keflavík 5313 Ölafur Magnússon Akureyri 14528 Ölafur Tryggvason Hornafirði 4941 Páll Pálsson Hnífsdal 5410 Pétur Jónsson Húsavík 9648 Pétur Sigurðsson Reykjavík 11162 Rán Hnífsdal 5419 Reykjaröst Keflavík 2944 Reynir Vestmannaeyjum 3737 Reynir Akranesi 6949 Rifsnes Reykjavík 4342 Runólfur Grafarnesi 5432 Seley Eskifirði 5945 Sigrún Akranesi 5026 Sigurbjörg Búðakauptúni 2619 Sigurður Akranesi 6198 Sigurður Siglufirði * 8418 Sigurður Bjarnason Akureyrí 8557 Sigurfari Vestmannaeyjum 4585 Sigurfari Akranesi 6291 Sigurfari Patreksfirði 4994 Sigurfari Hornafirði 2308 Sigurvon Akranesi 7448 Skarðsvík Hellissandi 4154 Skipaskagi Akranesi 2842 Smári Húsavík 7475 Snæfell Akureyri 11456 Snæfugl Reyðarfirði 6770 Stapafell Ölafsvík 11971 Stefán Árnason Búðakauptúni 4687 Stefán Ben Neskaupstað 3373 Stefán í»ór Húsavík 5454 Steinunn Ölafsvík 7984 Steinunn gamla Keflavík 3212 Stígandi Vestmannaeyjum 5077 Straumnes Isafirði 4620 Stuðlaberg Seyðisfirði 7965 Súlan Akureyri 6019 Sunnutindur Djúpavogi 10013 Svanur Reykjavík 2808 Sveinn Guðmundsson Akranesi 2744 Sæfari Akranesi 3867 Sæfari Sveinseyri 7822 Sæfaxi Neskaupstað 4589 Sæfell Ölafsvík 4436 Sæljón Reykjavík 2135 Sæþór Ölafsfirði 7798 Tálknfirðingur Sveinseyri 5781 Tjaldur Stykkishólmi 5620 Unnur Vestmannaeyjum 2789 Valafell Ölafsvík 7954 Vattarnes Eskifirði 6735 Víðir II Garði 15214 Víðir Eskifirði 9896 Vilborg Keflavík 5751 Vísir Keflavik 2684 Vonin II Keflavik 6610 Vörður Grenivík 6404 Þorbjörn Grindavík 8280 Þorgrímur Þingeyri 4039 Þórkatla Krindavík 5247 Þorlákur Bolungarvík 7798 Þorleifur Rögnvaldsson Ölafsfirði 3230 Þráinn Neskaupstað 6454 Barnaleikvöllur á _Seltjarnarnesi f DAG verður opnaður barna- leikvöllur í Seltjarnarneshreppi, hinn fyrsti þar í sveit. Leikvöll- urinn er á skólalóð hins nýja Mýrarhúsaskóla og verður þar höfð barnagæzla kl. 2—5 e. h. fyrir börn á aldrinum 2—8 ára. Að þessu sinni verður leikvöll- urinn opinn í ágúst og septem- ber, en síðar yfir alla sumar- mánuðina. Sjálfstæðisfélag Seltirninga hefur beitt sér fyrir fjársöfnun til kaupa á leiktækjum og mun þegar hafa safnast fyrir tækj- um á 3 leikvelli. Leiktækin á þennan fyrsta völl eru gjöf frá manni, sem ekki vill láta nafns síns getið, en gjöfin er til minn- ingar um unga telpu, Elísabetu Jónsdóttur, sem lézt af slysför- um á s. 1. vori. Unnið er að því, að sem fyrst verði unnt að taka fleiri leikvelli í notkun. STAKSTEIMAR „Handritastaglið“ og Jón Helgason Það hefur vakið allmikla at- hygli hér á landi að Jún Helga- son prófessor í Kaupmannahöfn, íslendingurinn, sem er forstöðu- maður Árnasafns, hcfur sjaldan eða aldrei sýnt nokkurn áhuga á því að hinir fornu þjóðar- dýrgripir kæmust að nýju í eigu íslendinga og yrðu fhittir heim til islands. Hann hefur þvert á móti oft og einatt hreytt úr sér ónotum þegar rætt hefur verið um heimflutning handritanna. Þessi afstaða prófessorsins kem ur enn á ný greinilega í ljós í samtali, sem Þjóðviljinn birt ir við hann s.l. ■unnudag. Þar tolar Jón Helga son um „margra ára handrita- stagl“ íslendinga •g er auðheyrt að hinn lærði maður hefur litla samúð haft með þessu „stagli“. Síðan ræðst hann á Há skóla íslands og íslenzk stjórnar- völd fyrir það að hafa ekki beitt sér fyrir „útgáflustofnun á fs- landi“. ,»Það kostar skilding“ Jón Helgason snýr sér síðan að því að útmála hversu gífurlegt fé það kosti Islendinga að fá handritin heim. Kemst hann I því sambandi m.a. að orði á þessa leið: „Ef fslendingar hugsa sér að reka starfsemi, sem eitthvað sé lík þeirri, sem hér er og helzt að gera dálítið betur, fæ ég ekki séð að dugi að fara af stað með minna en svo sem tvær milljónir króna ísl. á ári. Þá má ekki gieyma stofnkostnaði, borðum, lömpum, ritvéloim, ljósmyndaáhöldum og svo framvegis, það kostar skild- ing“. Það er auðheyrt að forstöðu- maður Árnasafns í Danmörku, er ekkert glaður yfir þeirri tilhugs- un að hin fornu handrit eigi cftir að flytjast til íslands. Hann reyn- ir eftir fremsta megni að ger sem mest úr því, hvað það muni kosta fslendinga að taka við þjóðardýr- gripum sínum. Hann veit að sjálf sögðu ekkert um það að islenzka þjóðin heflur fyrir löngu gert sér það ljóst, hvað heimflutningur handritanna hefur í för með sér, og íslenzkir vísindamenn og há- skólamenn hafa áreiðanlega hugs að það mál eins mikið og Jón Helgason, sem kallar baráttu fs- lendinga í handritamálinu „hand ritastagl!“ Fáheyrt frumhlaup Um Þjóðviljasamtal Jóns Helga sonar má annars segja það í stuttu máli, að það er fáheyrt frumhlaup, manns sem er þekkt- ur fyrir það að hafa haft allt á hornum sér í sambandi við heimflutning hinna íslenzku handrita. f niðurlagi þessa dæma lausa samtals opinberar prófess orinn svo enn cinu sinni sinn kommúniska þankagang. Kemst hann þar m.a. að orði á þá leið að íslenzkum stjórnmálamönnum væri sæmst að segja: „— Við erum búnir að tefla allri sæmd fslands í voða með ráðdeildarleysi, gengisfellingum og tildri og monti út á við, sem útlendingar vilja þó ekki láta blekkjast af. Sömuleiðis höfum við vaðið inn í hernaðarbandalag með þjóð sem aldrei hefur kom- izt lengra i bardagalist en að hleypa úr byssu á þá meinlausu fugla, sem ern helztu prýði iands ins og ekki hafa einu sinni hönd að bera fyrir höfuð sér“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.