Morgunblaðið - 01.08.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.08.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 1. ágúst 1961 Um gamlan bæ og góðan fulltrúa hans AGÚST Markússon, veggfóðrari eða Gústi Mark eins og hann er kallaður í hópi vina og samfylgd- armanna hér í bæ, átti sjötugs- afmæli s.l. sunnudag. Hann er einn af þessum gömlu og góðu Reykvikingum sem í engu mega vamm sitt vita og bera „Kvos- inni“ fagurt vitni, hvar sem spor þeirra liggja. Þegar við kynnumst þessu elskulega einarða fólki, verður okkur á að hugsa til gamla bæjarins, sem fóstraði það og gaf því í vöggugjöf svip af sinni Tjöm. Á þessum síðustu og verstu tímum er mikið rætt og ritað um flóttamenn. Þegar Ágúst Markússon fæddist, átti Reykja- vík drjúgan hlut að því að stöðva „flóttamannastrauminn" til Vesturheims. Hingað lágu leiðir margra vesturfara, hingað og ekki lengra. Sú Reykjavík, sem leiddi kyn- slóð Ágústs Markússonar úr fá- tækt til bjargálna, býr yfir seið- magni fegurðcir og rómantískrar birtu. Gömlu Reykvíkingamir hafa í ríkum mæli miðlað okkur, sem yngri emm, af þessari birtu stolts og unaðar, sem lengi mun endast. Mér hefur alltaf fundizt staðfestulegur svipur höfðing- legrar reisnar yfir þessu fólki, sem bjó við heldur rýr kjör á okkar kröfuharða mælikvarða, en hafði tima til að sjá við heimin- um og koma ár barna sinna fyrir borð. Séra Bjami Jónsson, sem er orðinn einskonar samnefnari þeirrar kynslóðar, sem bezt hef- ur varðveitt virðulega hlýju og hlutlausa gamansemi umhverfis- ins, hefur í mín eyru lýst betur en aðrir þeim duttlungum van- efna og fátæktar, sem einkenndu þennan góðlátlega bæ: „Þegar ég var í menntaskóla" sagði hann „bjó Jón Ófeigsson, síðar yfirkennari, í húsinu beint fyrir ofan Mýrarholt ásamt móður sinni og systur. Það hús stendur enn og er nr. 46 við Vesturgötu. Þau höfðu eitt herbergi og eld- hús og bjuggu fint. Því fá engin orð lýst, hvað ég öfundaði þau að búa í húsi með þaki, sem lak ekki“. Og þegar Ágúst Markús- son hóf veggfóðraranám hjá föður sínum eftir aldamótin, þótti það óþarfa lúxus að dúk- leggja húsakynni bæjarbúa. Svo stutt er síðan allt þótti óþarfi í Reykjavík, nema fátæktin ein. Nú eru hús yfirleitt ólek í þessum bæ og dúkur á hvers manns gólfi. Jólakökur þykja ekki lengur sæl- gæti, heldur jafnsjálfsagt kaffi- brauð og tvíbökur. Svona hefur Reykjavík stækkað! Þegar ég frétti af afmæli Á- gústs vinar míns, datt mér í hug: Mundi ekki vera ástæða til að minnast þess manns á prenti, sem í senn getur rakið uppruna sinn aftur í gráa fomeskju síð- ustu aldar og var fæddur á sjálf- um Smiðjustígnum, en fluttist síðan í lítið hús við Garðastræti, sem einnig var hnotskum Egg- erts Stefánssonar um eitt skeið, það hefur löngum verið músik í því húsi. Síðan farið ausfcur yfir Lækinn og slegið upp tjöldum í uppbænum. En ekki til einnar nætur, heldur langrar ævi.. Smiðjustígur fyrir aldamót, það hljómar eins og setning í forn- sögu! Og þó seint sé, langar mig að senda þessa stuttu kveðju með þakklæti fyrir tryggð og um hyggju. Faðir Ágústs, Markús Þorsteins son var ættaður frá Eyrarbakka. Hann var þúsundþjalasmiður eins og þá var siður og músíkalsk ur meira en í meðallagi, enda annað vart sæmandi slíkri kúlt- úrmiðstöð sem Eyrarbakki þá var. Hér í Reykjavík stundaði hann söðlasmiði, veggfóðrun og orgelsmíði og kenndi syni sínum að smíða þær þjalir, sem hafa dugað honum síðan. Þegar Ágúst óx úr grasi, varð hann einnig veggfóðrari, málari, gaslagninga maður og músíkant, svo nokkuð sé nefnt af því sem hann hefur fengizt við á langri og annasamri ævi. Ætíð glaður á sínum akri, starfsamur og sanngjarn í upp- mælingum erfiðis 6Íns, hafandi óljósan grun um reikningsskil við þann mælingameistara sem öllum öðrum er kröfuharðari, þegar hann bregður sinni stóru stiku á Jíf okkar og störf. Ágúst var kappsamur og vel að manni og tók snemma þátt í íþróttum, var meðal annars stofn andi Ungmennafelags Reykjavík- ur. í glímu stóðust honum fáir og vafalaust hefði hann ekki þótt árennilegur á stundum, ef hann hefði ekki alla tíð verið sá skap- deildarmaður, sem raun ber vitni. Þó hefur honum sjaldnast verið geðfellt að lúta í lægra haldi fyrir ribböldum, en verið minnugur þessara orða Hákonar jarls í Njálu: „En goð 'hefna eigi alls þegar“. Einn er þó sá þáttur í upplagi Ágústs, sem ber uppruna hans fegurra vitni en flest annað: ást á listum og þá einkum tónlist. Þó ég sé litt dómbær á frú Mús- íka, þykist ég þess fullviss, að — Krúsjeff Frh. af bls. 11 viss, að kommúnisminn muni sigra í heiminum. Hann notar hvert tækifæri til þess að varpa ljóma á þetta kerfi, sem á að vera eina laus* fyrir þjóðir fram tíðarinnar. Hins vegar treystir Krúsjeff þegnum sínum á engan hátt. Sovétríkin hafa bælt niður einstaklinginn. Rússar mega ekki ferðast að vild um Sovétríkin, því síður um kommúnistaheim- inn. Sjaldan gefst Rússum kost- ur á að líta á umheiminn. Þeir, sem verða þeirrar hamingju að- njótandi, eru öruggustu og traust ustu stúðningsmenn flokksins. Krúsjeff óttast samanburð við umheiminn. Hann er hræddur við að leyfa sovézkum rithöfund- um að skrifa eftir eigin geð- þótta, og sovézkir listamenn mega ekki mála það, sem þeim er efst í huga. Skoðanafrelsi er óþekkt fyrir- bæri í kommúnistaheiminum — hvort heldur sem það er í Rúss- landi, Rauða-Kína eða á Kúbu. Hins vegar þykjast leiðtogarn- ir frjálslyndir og viðurkenna ekki að skoðanafrelsi sé tak- Tilboð óskast í t ord Station 1955. Bílasala Guðmundar Bergþórugöt ’ 3. Simar 19032 og 36870. Félagslíl Ferðafélag íslands ráðgerir fimm skemmtiferðir um verzlunarmannahelgina. — Þórsmörk Landmannalaugar Kjal vegur og Kerlingarfjöll, Stykkis- hólmur og Breiðaf jarðareyjar, Grashagi og Hvanngil. Farmiðar seldir í skrifstofu félagsins Tún- gotu o. Power-Tip kallast nýjustu rafkertin frá The Electric Auto-Lite Company, þau hafa vakið heimsathygli sakir kosta sinna EIN GERÐ FYRIR ALLAN HRAÐA — SÓTFÆLIN — MARGFÖLD ORKA — STÓRSPARA ELDSNEYTI — INNBYGGÐUR ÚTV ARPSÞÉTTIR — ÓDÝRARI. Reynið hin nýju Auto-Lite Power-Tip í bílinn — í allar kveikjuvélar yðar. Fást í flestum bílahlutaverzlunum. Þ. JÓNSSON & CO. BRAUTARHOLTI 6. SÍMI 19215 AUTOLITE hann beri gott skyn á söng og tóna. Hygg ég að þeir séu fáir konsertar Tónlistarfélagsins sem Ágúst hefur ekki sótt. Strax á ungum aldri sóttist hann eftir félagsskap þeirra, sem 'höfðu áhuga á hugðarefni hans, og eitt sinn þegar hann var stadd ur ásamt Þórhalli Árnasyni, nú cellóleikara, og öðrum leikbræðr um sínum á Hlemmi, sem þá þótti góðan spöl fyrir utan bæ, sagði einn úr hópnum: „Eigum við ekki að stofna hornaflokk?" „Jú, það er góð hugmynd. En hvar ætli séu til horn?“ Málið rannsakað niður í kjöl- inn og kom í Ijós að bærinn átti nokkur nothæf hljóðfæri, þau sótt í snatri í virðulegan geymslu staðinn: hanabjálkaloftið í Tugt- húsinu. Síðan stofnuð lúðrasveit- in Harpa. Þeir félagar spiluðu á manna- mótum við ýmis tækifæri, á skemmtunum, á böllum og undir vetrargulum mána á Tjörninni. Það var á þeim árum þegar Báran var hljómlistarhöll bæj- arins, Fjalakötturinn eins konar tilraunaleikhús og Iðnó akropólis þessa lands; það var á þeim_ ár- um þegar Þórarinn B. Þorláks- son hélt sína eftirminnilegu sýningu í Góðtemplarahúsinu og | Kjarval var enn önnum kafinn við að virða fyrir sér tilveruna með söltum augum skútukarlsins. Þá var gaman að lifa. Heimsstyrjold jafn óþekkt fyr- irbæri og kókakóla, skólapiltar jafn umsvifamiklir á götum bæjarins og bankastjórar nú, Gunnar á Hlíðarenda enn sitjandi að búi sínu austur í Fljótshlíð. Flest með svipuðum hætti og verið hafði í þúsund ár í þessu landi, fljót og vötn óbeizluð og andi skáldanna frjáls og sterkur, leitandi að skáldlegri uppbót á veruleik strits og starfs, óbund- inn af annarri tízku en þeirri sem leyndist við birkihríslu og smálækjarsprænu. Veröld Stein- gríms síung og óspillt af valkyrj- um pólitísks þráteflis. Áhrif Brandesar stopul. Síldarhapp- drættið ekki enn tekið við handleiðslu forsjónarinnar. Þá var gaman að vera til og þeyta lúðra fyrir skautelskar álfameyjar á Tjörninni. Svo einn góðan veðurdag 1914 komu ungir músíkantar saman og héldu fyrstu hljómleikana í Gamla bíói undir stjórn Bern- burgs. Að þeim loknum skropp- ið heim að spjalla. „Þið ættuð bara að koma með til útlanda'* sagði ungur sjómaður, sem þar var staddur og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. „Já, hví ekki það?.“ Og á miðnætti þessa sama dags var haldið útj í ævintýrið mikla með tvo fimmeyringa i öðrum vasanum, en í hinum draum sem auðvitað gat ekki rætzt; heimsstyrjöld á öðru leitinu, en á hinu sama fátæktin sem stjórnaði þaklekanum i Mýrarholti. En var það samt ekki huggun, góði vinur, að kom- ast aftur heim til sinnar æsku og þess lands, sem hafði geymt þér þá stúlku sem ein gat látið stoltustu draumana rætast? Þes3 fslands sem þú og þín kynslóð hefur varðveitt handa þeim, sem ætluðu sér póesíuna, en fengu vopnabrak „friðsamlegrar sam- búðar“. I Matthías Johamressen. markað. Vestrænir sérfræðingar halda því fram, að algert skoð- anafrelsi myndi verða til þess að kollvarpa kommúnistastjórn- inni. Sovézki einvaldurinn er hrædd ur við að veita þegnum sínum aukið frelsi. Ef hann gerir það, á hann uppreisnir og ofbeldi á hættu. í Austur-Þýzkalandi, þar sem Vestur-Berlín er hæli fyrir hug- aða þegna kommúnistaríkjanna, hafa þrjár milljónir Þjóðverja flúið frá eigum sínum. Á meðan Vestur-Berlín er eyja, sem ekki verður að þola kommúnismann, verður Austur- Þýzkaland ávallt Krúsjeff á- hyggjuefni. Það er því ekki að furða, þótt Krúsjeff berjist með kjafti og klóm út af Berlín. Berlín er ljót skeina, og blóð- missi þolir Krúsjeff sízt af öllu. Rauða herdeildin í Austur- Þýzkalandi er illa á sig komin og í vanda stödd. Fólksfækk- unin, sem stafar af flóttamanna- straumnum er orðin áberandi, meðan fólksfjöldinn eykst jafnt og þétt í umheiminum. Brezkur sérfræðingur orðar þetta á þessa leið: „Hið raunverulega Berlínar- vandamál er ekki veikleiki Vest- urveldanna í Berlín, heldur hinn hættulegi veikleiki kommúnista í Austur-Þýzkalandi. Krúsjeff á mikilla hagsmuna að gæta í Berlín, en hann getur ekki beitt herjum sínum þar né veitt fjár- hagslegan stuðning — hann er að berjast siðferðilegri baráttu, og 'þar kemst hann ekki í hálfkvist við Vesturveldin. K R E M L : Þetta segir sér- fræðingur í höfuðborg einni í Evrópu: „Þótt Krúsjeff sé alráður í Kreml, mætir hann nokkurri and spyrnu frá miðstjórn kommún- istaflokksins. Krúsjeff veit, að hann er hvergi óhultur, því að flokksbræður hans eru honum margir óvinveittir". Annars vegar eru þeir, sem sammála eru Rauða-Kina og vilja, að stefna kommúnista sé róttækari og nánast í árásar- formi. Þeir vilja hætta að gæla við hlutlaus ríki og vilja jafn- vel hætta á styrjöld. Krúsjeff virðist sem stendur heldur hlynnt ur þessari stefnu. Hins vegar eru þeir, sem vilja „ró“ — þ. e. vilja vinna að bætt- um lífskjörum heima við. Krúsjeff verður að taka tillit til beggja hópa. Hann verður að vera þess minnugur, að honum var nærri steypt af stóli af svo- kölluðum „andflokksmönnum". , Hlutlaus riki Frá Vestur-Asíu berst okkur þessi skýrsla um hlutlausar þjóðir: „Krúsjeff er að missa trúna á hina svokölluðu „hlutlausu“ vini sína — Nasser í Egyptalandi, Kassem í írak. „Samkomulagið fór versnandi eftir árásir Moskvumanna á báða Arabaleiðtogana, sakir þess hvernig þeir léku kommúnista i heimalöndum sínum. En Nasser svaraði í sömu mynt. Þrátt fyrir það hefur Arabalýðveldi Nassers tekið að láni sem svarar 1,25 billjónum dollara frá Rússum — og vill enn meir. Krúsjeff finnst eyðimerkureinvaldurinn full kröfuharður". Frá Suður-Asíu er okkur tjáð, að Nehru vinni sífellt að því að bæla niður áhrif kommúnismans í Indlandi. Krúsjeff grætur Evrópskur sérfræðingur gef ur okkur góða lýsingu á vandamálum Krúsjeffs: „Krúsjeff grét, þegar hann faðmaði að sér sovézka geim- farann, Gagarin, grét af heil- um hug. Hinn grét, vegna þess að geimförin var það eina, sem hann gat stært sig af eftir öll stjórnarár hans“. (Úr US News and World Report).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.