Morgunblaðið - 01.08.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.08.1961, Blaðsíða 13
MORGVN'tLAÐlÐ Þriðjudagur 1. ágúst 1961 Snitturnar eru beztar á Ströndum segir Regína FLESTIR LESENDUR Morg- unblaðsins kannast sjálfsagt við Regínu Thorarensen á Ströndum. Hún er fréttaritari blaðsÍMs þar norður frá, eim kvenmaðurinn í ftópi frétta- manna Mbl. úti á landsbyggð- inni. Og hafi -jinhver sagt, að einungis karlmönnum væri treystandi fyrir jafnábyrgðar- miklu starfi, þá hefur Regina afsannað það fyrir löngtu. Þeir, sem lesið hafa aS stað aldri fréttir Mbl. frá Gjögri, ganga þess ekki duldir, að sveitin hennar Hegínu er æði afskekkt á okkar mælikvarða, samgöngur eru oft erfiðar, þar er fremur fámennt og viðhorf in önnur en í þéttbýlinu. Gesti úr öðrum landshlutum ber þar ekki daglega að garði, þó stöku sinnum, einkum að sum arlagi. Einn þeirra, sem lagði leið sína um Strandir í sumar, var Tryggvi Samúelsson úr Reykjavfk, góður vinur Mbl. Hann kom við hjá Regínu, tók myndir, og þegar hann kom aftur í bæinn sendi hann okk ur nokkrar þeirra. Við hringd- um í Regínu til þess að segja henni af þessu, við ætluðum að birta myndirnar. — Þær v*ru góðar veiting- arnar, elskan n»ín. Fjórar sort ir af tertum — og snittur. Eg varð nú að segja það, að mér finnst snitturnar hér á Strönd um miklu betri en þær, sem maður fær í Reykjavík. Hér eru þær miklu matarmeiri — og bragðmeira það, sem ofan á er. — Voru »enn hýrir? — Já, ekki neita ég þvi. Það voru allir mátulegir, ekki meira, enda á það ekki að vera. Eg er viss um að ekkert 'brúðkaup hefur farið fram með jafnmiklum sóma, allir mátulega léttir, sungið og dans að. Skólastjórinn okkar, Hörð ur Guðbrandsson, spilaði á harmoniku. Og móðir brúð- anna spilaði á gítar og söng við mikla lukku. En þú færð víst engar myndir af þessu. Skólastjórinn og sonur minh voru að bökta við að taka myndir, en það kemur varia mikið út úr því. Það var þoku loft og hér eru allar mynda- vélar ljóslausar. Þið þurfið að senda okkur vélar með ljósi, annað þýðir ekki hér í Strandaþokunni. — Já, blessaður gerðu það. Annars segi ég ekkert í fréit- um. Hálfþreytt, var í brúð- kaupi í fyrrakvöld. .— Brúðkaupi? Fólk verður þá enn ástfangið á Ströndum? ■— Eg er nú hrædd um það. Þetta var -þrefalt kirkjubrúð- kaup, öll brúðhjónin héðan úr sveitinni og ætla ekki að hlaupa suður, eins og sumir aðrir. Nei, ætla að setjast hér að. Myndarfólk, bráðmyndar- legt. Já, og veizlan var með stærri veizlum, sem hér hafa verið haldnar. Það er líka langt síðan kirkjubrúðkaup var hér síðast. Eg er nú hrædd um það. .— Hvar var veizlan haldin? — í samkömuhúsi Árnes- hrepps. Þarna var svo að segja löll sveitin samankomin, 120— 130 manns í veizlunni. Hún byrjaði nánar tiltekið kl. sex á laugardagskvöldið. Já, það var hann Jón í Stóru-Ávík, sem var að gifta dætur sínar þrjár. Og það var dansað til kl. eitt um nóttina. Já, hann er stundvís, nýi presturinn okkar. Hann heitir Magnús Runólfsson, bráðmyndarlegur maður. Hjá honum verður aldrei messufall. — Ekkert annað í fréttum? — Bíddu góði, ég eg ekki búin. Eg skal segja þér, að kirkjan hérna er orðin 110 ára. Hún var máluð að innan fyrir brúðkaupið. Presturinn og oddvitinn máluðu dag og nótt. Þeir gátu bara ekki málað kirkjuna að utan, því hér hef ur verið sífelld bölvuð rigning. En kvenfélagið gaf dregla í kirkjuna. Þeir komu loksins með Skjaldbreið, sem venju- lega skilur þó allt eftir, sem hún á að koma með hingað. Eg veit ekki til hvers menn- irnir eru að ómaka sig hingað inn í hverri ferð, bara til þess að láta okkur vita, að þeir séu ekki með neitt til okkar. — Svona er það með olíu og benzín. Það er margbúið að biðja þá að koma með nokkr- ar tunnur. En það er eins og að biðja skrattann um sál. Svo erum við að fá benzín á smá- torúsum með flóabátnum á föstudögum — á dráttarvélarn ar og jeppana. En kaupfélags stjórinn okkar er nú í Reykja vík og ég heyri sagt, að hann ætli að tala við forstjóra.Skipa útgerðarinnar um þetta. Vona bara að hann svíkist ekki um Iþað — og verði ekki með neina tæpitungu eða gesta- læti við þá þarna fyrir sunn an. Nú kom símstöðin á Finn- bogastöðum inn á línuna og kvenmaður sagði hveiium rómi: — Regína, farðu nú að hætta þessu. Eg verð að fara að senda veðrið. Klukkan er orðin sex! Svo heyrðist aftur í Regínu. — Þú heyrðir hvað hún sagði. Heyrðu, þeir eru farn.ir að fljúga hingað. Hann Daníel Pétursson ætlar að koma hing að einu sinni í viku, fór fyrstu ferðina í dag. Við erum dauð- fegin, því það er mikil bót að flugsamgöngum. Hann Björn minn Pálsson hefur kom:ð hingað öðru hvoru, en ekki reglulega. — Voru margir farþegar með Daníel? — Ha? — Hvernig var veizlan? „Kallahús“ — á tröppunum sitMr Regína T — Jú, ég skal hringja á morg un. En hvað heitir húsið þ.itt, ég er með mynd af því — og þarf að skrifa eitthvað undir hana. — Krakkarnir kalla það nú bara Kallahús. Húsin hérna heita ekkert sérstakt og hér eru engar götur, engin hús- númer. Menn kalla húsin bara eitthvað. — Maðurinn minn heitir Karl Thorarensen. Við áttum heima í Reykjavík til 1942. Þá fluttum við hingað, hann réðist sem járnsmiður til Djúpuvíkur, í sildarverksmiðj una. Svo kom auðvitað engin síld, ekkert að gera. Nú stund ar hann sjóinn á opnum báti — og það hefur verið reiting ur, ekki meira. En okkur vant ar salt til þess að geta nýtt aflann. Kaupfélagið pantaði salt í fyrra, en ekki bólar á saltskipinu enn. Sjálfur kaup félagsstjórinn getur ekkert. Þeir svíkja hann alltaf fyrir sunnan Hér er saltið verðmæt ara en gull þessa dagana. Mat Ur soðinn í sjó og úrgangssalt notað í fiskinn. Regína Thorarensen fréttaritari Morgunblaðsins — Margir farþegar í dag? — Já, presturinn skrapp suð ur með honum! Aftur kom símstöðin inn á línuna: — Regína, Regina. nú verð ég að slíta þessu. Þú verður að tala við hann seinna. — Þú heyrðir hvað hún sagði, heyrðist aftur í Regínu. Geturðu ekki hringt aftur á morgun. Það er svo margt, sem ég ætla að segja þér. — Langar þig ekki að flytj ast aftur til Reykjavíkur, Regína? — Nei, biddu Guð að hjálpa (þér. Eg var heilsulaus aum- ingi, þegar við fluttumst hing að. En ég náði mér strax, verð ur aldrei misdægurt nú orðið — nema þegar ég kem til Reykjavíkur. Eg er búin að vera eftir 10 daga þar. Fæ alltaf fyrir brjóstið, er ómögu- leg manneskja. Hér líður okk- ur vel. Það getur varla dregizt lengur að saltið komi. — Regína, nú fer ég að slíta, gall við í símstöðinni. Hvað heldurðu að þeir hugsi á veð- urstofunni? — Já, góða — ég heyri. Heyrðirðu þetta? Var það eitt hvað fleira, sem þú vildir fá að vita? — Er fjölskyldan þín stór? — Við eigum fjögur börn. Elzti sonurninn er 21 árs, tvær stúlkur, 14 og 12 ára. Sú eldri fermdist í vor — í verk fallinu, þegar við áttum ekki 'kaffi á könnuna hérna. Held- urðu að það hafi verið ástand, maður? Svo eigum við 7 ára son. — Nú slít ég, gall í stúlk- unni á Finnbogastöðum. — Regína! — Já! — Vertu blessuð, þakka þér fyrir. Þú lætur heyra í þér bráðlega! — Blessaður góði. Heyrðu. Elzti sonurinn var í skóla í Reykjavík í vetur. Honum lik aði ágætlega. Hefurðu það? — Já! — Heyrð .... — Regína, nú slít ég. Þetta þýðir ekki lengur. Klukkan er korter yfir sex og ég et ekki búin að senda veðrið. Eg held, að ég sé orðin vitlaus að gera þetta. Þú verður bara að tala við hann aftur á morgun. Veðr ið á að vera komið fyrir kl. sex. Daginn eftir heyrðum við frá Regínu. Kaupfélagsstjór- inn var enn í Reykjavík og saltskipið ókomið. h.j.h. Frá sjúkrasamlöguvtum í Hafnarfirði og Kópavogi Frá og með 1. ágúst 1961 hækka iðgjöld samlagsfólks í kr. 47,00 á mánuði. SJÚKRASAMLAG HAFNARFJAÐAR, SJÚKRASAMLAG KÓPAVOGS. Vil kaupa vel með farinn Mercedes-Benz fólksbíl árg. ’55—’57. Helzt minni gerð. Verðtilboð og greiðsluskilmálar, ásamt upp- lýsingum sem máli skipta legg ist inn á afgr. Mbl. fyrir mið- vikudagiskv. merkt „Benz — 5080“ RAGNAR JÓNSSON hæstaréttarlögmaður Lögfræðistörf og eignaumsýsla Vonarstræti 4. VR-húsið. Sími 17752 Vefarí óskast i Duglegur vefari óskast að Álafossi nú þegar eða 1. sept. Upplýsingar kl. 1—2 daglega á skrifstofu Álafoss Þingholtsstræti 2. Guðtaugur Einarsson málflutbingsskrifstofa Freyjugötu 37 — Sími 19740. HILMAR FOSS lögg. skjalþ. og dómt. Hafnarstræti 11 — Sjmi 14824. Lynghaga 4. Sími 19333. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa. Austurstræti 10 A — Sími 11043

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.