Morgunblaðið - 01.08.1961, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.08.1961, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 1. ágúst 1961 MORCUNBLAÐIÐ 19 — Brúin Framh. af bls. 6. sem svo mörg eru enn farartálmi, verði brúuð. Framfaratímabil hófst t! Magnús Stephensen f lutti vígslurseðu þegar ölfusárbrú var tekin í notkun 1891. — Við það tækifæri bar hann fram árnaðar- Og hamingjuóskir í tilefni af því, að stór sigur hafði unnizt í sam- igöngumálum þjóðarinnar og tíma Ibil framfara var hafið á íslandi. Þetta framfaratímabil hefur nú staðið í 70 ár, og hafa vissulega rætzt á þessum tíma óskir, vonir og hugsjónir frá upphafi þessa tímabils, sem hófst með tilkomu Ölfusárbrúar. Þessi kafli sögunn- ar mun alla tíð vitna um mikla breytingu í þjóðlífi íslendinga. Með tilkomu frelsisins og fram- íaranna var sem sólin hækkaði á lofti. Það varð bjartara yfir þjóðlífinu, þjóðin fékk aukinn skilning á því, hvers hún er megnug. Þessi kafli sögunnar mun geymast og verða komandi kynslóðum tii uppörvunar og hvatningar um að halda áfram uppbyggingu í anda þeirra, sem unnið hafa stórvirki í landinu við erfið skilyrði á undanförnum árum. Enn gefst tækifæri til þess að ræða við menn, sem muna hvernig umhorfs var fyrir 70 ár- um. Enn er hægt að ná tali af mönnum, sem voru við vigslu fyrstu stórbrúar í landinu. Þessir menn muna eftir landinu veg- lausu, muna þann tíma, þegar landsmenn áttu enga vél og not- uðu aðeins litla árabáta, þegar á sjó var farið. Þessir menn muna lítil og þýfð tún, léleg húsakynni og mikla og almenna fátækt. Þessir menn muna, að iþjóðin lifði á þessum tíma við frumstæð skilyrði og engin þæg- indi, miðað við það, sem nú þekk ist. Þessir menn hafa oft í heyr- anda hljóði gert samanburð á þeim kjörum, sem þjóðin bjó við áður og því, sem nú gerist. Þess- ir menn hafa við mörg tækifæri fagnað árangursríkri og sigur- sælli baráttu íslenzku þjóðarinn- ar. Miklar framfarir Kostnaður 10 milij. kr. Vinna við þetta mannvirki byrjaði 1959 með því að stöplar voru steyptir undir brúna á Hof- fellsá. Sú brú er 60 m á lengd. Brúin á Hornafjarðarfljóti er önnur lengsta brú á landinu, 255 m á lengd. Brúin á Lagarfljóti er lengri, 300 m. Þriðja lengsta brú- in er Jökulsá í Lóni, 247 m. í sam- bandi við brýrnar á Hornafjarðar fljóti Og Höffellsá, verða byggðir varnargarðar 5,9 km að lengd Og 6,7 km langir vegir að og frá brúnum yfir fljótsaurana. Heild- arkostnaður við framkvæmdina mun verða liðlega 10 milljónir króna eða talsvert lægra en áætl- að var í fyrstu. Verður að viður- kenna að oftar fara verk yfir áætlaðan kostnað hér á landi en of sjaldan, sem sá árangur næst, sem hér hefur orðið. Góðar heim4 ildir eru fyrir því, að hér hafi verið vel Og vasklega unnið. Ber að þakka öllum, sem hönd hafa lagt að verkinu, vegamálastjóra Og öðrum verkfræðingum, verk- stjórum, gmiðum og öllum þeim verkamönnum og öðrum, sem á einn eða annan hátt hafa komið hér við sögu. Austur-Skaftfell- ingum og öðrum, sem mannvirki þetta kemur að notum, óska ég til hamingju með stóran sigur Og mikilvægar samgöngubætur í héraðinu. Megi þetta mikla mannvirki verða til hvatningar og uppörv- unar til frekari framfara, líkt og Ölfusárbrúin var á sínum tíma. Megi hann, sem öllu ræður, við- halda hér í landi velgengni, fram kvæmdum og uppbyggingu í sam ræmi við óskir þess þjóðfélags, sem byggir á menningararfi, mannréttindum, lýðræðislegu stjórnarfari og því höfuðmark- miði, að hver þjóðfélagsborgari megi búa við góð og batnandi lífs kjör og njóta þess frelsis, sem fengið er í sjálfstæðu og frjálsu þjóðfélagi. Megi þjóðin ávalt eiga þann dugnað, framtak og hæfni, sem til þess þarf að halda áfram á „ þeirri framfarabraut, sem farin hefir verið síðustu ára tugina. Megi blessun fylgja þessu mikla mannvirki, sem ætlað er að gegna mikilvægu hlutverki um langa framtíð. Að svo mæltu lýsi ég brúna opna til umferðar og frjálsra afnota. — Bretar og Danir Frh. af bls. 1 fagnað af meirihluta þingmanna, að því er virtist — en margir snerust þó öndverðir. Fór þetta ekkert eftir flokkum. segir Krag FRÉTTARITARI Mbl. í Kaup mannahöfn hefir eftir Jens Otto Krag, að nú virðist runn in upp merkileg tímamót í sögu Evrópu — að hin vax- andi efnahagslega og stjórn- málalega sundrung í álfunni megi nú verða leyst af hólmi af samvinnu Vestur-Evrópu- ríkja, á breiðum grundvelli. Jafnframt tekur ráðherrann skýrt fram, að Danir gangi því aðeins í Markaðsbanda- lagið, að Bretar nái viðunandi samningum um aðild — og að danska stjórnin muni við samninga leita eftir sérstök- um skilyrðum, einkum að því er varðar hagsmuni Græn- lands og Færeyja. — Íþróttir Framh. af bls. 18. lega skilinn í þessum leik. Þeir voru frá upphafi ákveðnir, voru fljótir að knettinum og höfðu á- huga á að byggja upp spil. Stund um var það þó of þröngt hjá þeim og sendingar oft mjög ónákvæm ar og svo illa framkvæmdar að erfitt eða ómögulegt var að taka Þeir sem yngri eru og ekki þekkja hina fyrri og lakari tíma, geta vissulega kynnt sér lífsbar- áttu og lifnaðarhætti fyrri kyn- slóða með því að lesa nókkuð af því, sem um það er skráð. Þeim sem það gera og hafa í huga sam anburð á nútíðinni og því sem var, ætti að vera ljóst að nú er ekki ástæða til vonleysís eða böl- sýni, ekki ástæða til þess að kvarta, víla eða mikla fyrir sér erfiðleikana. Þjóðin hefur eignazt margs konar nýtizku tæki og not- færir sér tæknina í ríkum mæli. Hún veitir sér þægindi á við það, sem bezt gerist i öðrum löndum. Þrátt fyrir strjálbýlis stærð lands ins og erfiðar ytri aðstæður eru íslendingar vel á veg komnir með að raflýsa landið. Vélvæðing mun vera hér meiri en víða ger- ist annars staðar, t. d. í landbún- aðinum. Þessar staðreyndir mega ekki leiða til þess að slakað verði á uppbyggingunni. ísland verður alltaf í uppbyggingu. Atvinnu- vegirnir verða alltaf að þróast og munu tileinka sér nýjustu tækni á hverjum tima. Á þann 'hátt munu lífskjörin á hverjum tíma geta orðið sambærileg því, sem gerist hjá öðrum menningar- þjóðum. Með þetta í huga munu íslend- ingar ganga ákveðnir til starfa, þrátt fyrir skoðanamun og stund- um of mikið sundurlyndi. Þótt mikil orka fari í innbyrðis deilur Og sumt fari úr lagi mun þjóðin eigi að síður gera sér grein fyrir aðalatriðunum og gegna þeirri ekyldu sem því fylgir að vera sjálfstæð meðal frjálsra þjóða. Áfram mun verða unnið að fram kvæmdum, sambærilegum því mikla mannvirki, sem tekið er til notkunar hér í dag. — Ur ýmsum áttum Frh. af bls. 10. eyjar væri komin til sögunn ar, mætti komast frá Kaup mannahöfn til Engelholm, sem er talsvert langt fýrir norðan Lund, á aðeins einni klukkustund. Á sama hátt myndí brú hjá Helsingjaéyri gera mönnum kleift að komast frá Kaupmannahöfn til Höga- ness eða Landskrónu á einni klukkustund eða frá Málmey til Kaupmannahafnar á hálfri- annarri klukkustund. • Ferjur áfram Allt er enn gjörsamlega óráðið um, hvort byggð verð- ur brú fyrir bifreiðar einar eða jámbrautir líka, ef úr framkvæmdum verður — og kemur raunar einnig til greina, að hafa brúna fyrir aðeins járnbrautarsamgöng- ur. Það þykir hins vegar sýnt, að hvernig sem brúin verður, muni samgöngur með ferjun- um halda áfram, þótt úr þeim dragi að sjálfsögðu. • Margvísleg áhrif Meðal þeirra möguleika, sem bygging brúarinnar er talin líkleg til að skapa, er sá t. d., að einn stór flugvöll- ur muni eftir það nægja fyrir alla þá staði, sem liggja að Eyrarsundi og þar í nánd. Það eru annars slík og þvílík meira og minna hulin áhrif frá brúarsmíðinni, sem nú eru í víðtækri athugun. Macmillan lagði áherzlu á póli tíska þýðingu þess, ef eining næð ist í þessu máli. Sexvelda-banda- lagið væri ekki aðeins markaðs samtök, heldur hefði það jafn- framt „mikilvæg, pólitisk mark- mið“ — þ.e. einingn Evrópu. — Hann tók það skýrt fram, að eng in full tryggring væri fyrir því, að samningar tækjust um inngöngu Breti. í bandalagið, en „við mun um reyna allt hvað unnt er að ná fullnægjandi samkomulagi“, — bætti hann við. rár Danska þingið á fimmtudag. Eins og fyrr segir, mun danska þingið ræða ákvörðun stjórnarinnar um að leita inn- göngu í Markaðsbandalagið. Hefst fundur á fimmtudaginn kl. 2 síðd., en aðalumræðan verður á föstudag. Þurfa þá a.m.k. 150 af þjóðþingsmönnum, sem eru 179, að greiða atkvæði með inn- tökubeiðninni, þar sem svo er litið á, að í inngöngu í bandalag- ið felist nokkur eftirgjöf á full- veldi landsins — en samkvæmt dönsku stjórnarskránni þarf nær einróma þingfylgi við athafnir, sem fela slíkt í sér. — Ekki er þó talinn vafj á því, að það fylgi sé fyrir hendi í þjóðþinginu þessu máli. Fleiri umsóknir? Arne Skaug, viðskiptamála- ráðherra Noregs, lýsti því yfir í dag, að norska stjórnin muni hefja viðræður við sexveldin um möguleika og skilyrði fyrir inn- göngu í banaalag þeirra. Svipuð afstaða kom fram I yfirlýsingu sænsku stjórnarinnar, en þó er talið, að Svíþjóð muni varla að svo komnu máli kæra sig um að gerast fullgildur aðili að Markaðs bandalaginu, sem Norðmenn munu hinsvegar hafa hug á. Aust urríska stjórnin hefir lýst yfir, að hún muni hefja athuganir á því, með hverjum hætti Austurríki geti gerzt aðili að bandalaginu. við þeim. Þetta skemmdi fyrlr þeim. En yfirburðir þeirra yfir Fram í öllum greinum knatt- spyrnunnar voru n.iklir — og þó ekki sízt í viljanum til að leika og sigra. Framarar voru ákaflega daufir og kærulausir — kærulausari og latarf en nokkurt 1. deildar lið hefur leyfi til að vera áhorfenda og íþróttarinnar vegna. — A. St. IVIohr Darra lög- maður þakkar Islendingum ÞÓRSHIÖFN, Fæweyjum, 29. júlí. (Einkaskeyti frá frétta- ritara Mbl. í Færeyjum.) — Lögþingið var sett í dag. í ræðu sinni sagði Peter Mohr Dam, lögmaður, frá nýgerðu samkomulagi milli íslands og Færeyja um undanþágu til handa Færeyingum til hand- færaveiða á vissum svæðum í íslenzkri fiskveiðilögsögu. Bar lögmaður fram þakkir til íslendinga fyrir auðsýnda velvild í garð Færeyja — og lagði áherzlu á, að umrædd réttindi mundu hafa allmikla þýðingu fyrir útveg Færey- inga í framtíðinni. Hjartanlega þakka ég öllum góðum vinum mínum, sem með gjöfum, skeytum og hlýjum handtökum, glöddu' mig á 70 áfa afmæli mínu, þá ekki síður börnum, tengdabörnum og barnabörnum, sem gjörðu mér dag- inn ógleymanlegan. — Guð blessi ykkur öll. Friðrik Geirmundsson, Húsatúni, Hafnarfirði. Er við nú kveðjum sveitunga og vini í Holtahreppi, viljum við þakka alla góðvild og hlýhug okkur sýndan á liðnum árum. Kirkjukór Marteinstungukirkju þökk- nú síðast hugnæma gjöf. Kvenfélaginu um við allar samverustundir og kveðjustund, ásamt rausnarlegri þökkum við rausnarlegar gjafir. Elskulegu vinir þökkum samveruna og góð kynni. Guð blessi ykkur öll. Gerða og Sigurður frá Götu. Alúðar þakkir til barna minna og annarra, sem giöddu mig og heiðruðu á 80 ára afmælisdegi mínum, með rausnarlegum gjöfum, heillaskeytum og vinarkveðjum, sem gerðu mér daginn ógleymanlegan. Lifið heil og sæl. Jón Arnason, Lækjarbotnum. Maðurinn minn JÓN SIGURÐSSON Bústaðavegi 99, lézt að heimili sínu þann 21. júlí. Útförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Oddný Ásmundsdóttir, synir og aðrir aðstandendur. Móðir okkar INGVELDUR ANDRÉSDOTTIR Mávahlíð 27, lézt sunnudaginn 30. júlí. Margrét Hallgrímsdóttir, Haukur Hallgrímsson. Útför eiginkonu minnar ÞURfÐAR ÁSU HARALDSDÓTTUR verður frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1. ágúst kl. 1,30 e.h. — Blóm vinsamlegast afþökkuð. Guðjón Jónsson, Lindargötu 62. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför JÓNS JÖNSSONAR Steinum. Systkini hins látna. Þökkum hjartanlega hlýhug og vináttu okkur sýnda við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu ÓLAFAR GUÐMUNDSDÓTTUR Ásmúla. Drottins blessun fylgi ykkur. Börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför systur okkar KRISTlNAR KRISTJÁNSDÓTTUR Grænuhlíð 4. Kristján Kristjánsson, Hermann Kristjánsson, Sigríður Kristjánsdóttir, Jón Kristjánsson. Hjartans þakkir flyt ég öllum þeim, er sýndu mannin- um mínum GUÐMUNDI EBENEZERSSYNI vinarhug í landgvarandi veikindum hans og vottuðu minningu hans virðingu með minningargjöfum og nær- veru sinni á útfarardegi hans. Pálína Pálsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.