Morgunblaðið - 02.08.1961, Page 16

Morgunblaðið - 02.08.1961, Page 16
16 MORGZJ'NBLAÐIÐ Miðvikudagur 2. ágúst 1961 M. D. Anderson Hospital. Aðalv erkefni: Krabbameinsrannsóknir. — Houston Frh. af bls. 13. þar hafi honum komið að góðu haldi margt sem hann hafði laert hiá Indíánunum. Upp úr þessu varð Texas sjálfstætt lýðveldi og Sam Houston var kosinn for- seti lýðveldisins. Hann gerði uppkastið að stjórnarskrá ríkis- iris, sem er talin framsýnni og viturlegri en flestar, aðrar stjórn arskrár. En valdafíkn hans bar ekki vitsmuni hans ofurliði og í stað þess að gerast einræðis- herra í Texas beitti hann sér fyrir því að Texas gekk inn í Eandaríkin og þótti mörgum hann bregðast skyldu sinni þeg- ar hann fékk því ráðið að Tex- as varð eitt af ríkjum Banda- ríkjanna og ekki lengur alger- lega sjálfstætt, eins og það hafði verið um hríð. Nú sjá allir að Sam Houston var vitr- ari én állir þeir sem svívirtu hann fyrir landráð, og raunar sáu menn það fljótt, að ekki gekk honum valdafíkn til. Hann var kjörinn fyrsti fulltrúi fyrir Texas í Senat Bandaríkjanna og naut þar svo mikillar virðingar, að fullyrt var að hann hefði getað orðið Bandaríkjaforseti, ef hann hefði kært sig um, en hann neitaði að gefa kost á sér. Þessi maður átti skilið að fyrsta höfuðborgin í Texas væri heitin eftir honum. Auk þess var reist stytta af honum á hesti og stend ur hún í aðal-lystigarði borgar- innar. Þár sem orustan við mexikansk% herinn undir for- ustu Santa Ana stóð, er nú þjóðgarður mikill, San Jacinto, og í honum heljarmikil súla til minningar um sigur Sam Houst- ons, sem frelsaði Texas. Þessi súla er sögð vera hæsta súla í heimi og kostaði 3 millj. dollara að reisa hana. Jesse Jones var uppi á þessari öld og dó fyrir fáeinum árum. Hann var að vísu ekki ríkasti maðurinn í Texas, né heldur í Houston, en það var ávallt tal- að um hann eins og manninn sem ætti Houston. Hann átti miklar lendur, sem hann seldi undir lóðir, og græddi ógrynni fjár, þar sem borgin óx svo fljótt. Hann átti meiri hlutann í National Bank of Commerce, ríkasta banka borgarinnar, en sá banki á hæsta skýjakljúf borgarinnar. Hann átti stærsta blaðið, Houston Chronicle, þrjú stærstu gistihúsin og útvarps- stöðina KTHR, allt stórgróða- fyrirtæki og bjó sjálfur á efstu hæðinni á bezta hótelinu í miðri borginni. Segja mátti að Jesse Jones ætti allt í Houston, nema virðingu samborgara sinna, því að þar átti hann litlum vin- sældum að fagna. Mætti heim- færa upp á hann orð Lúthers, sem sagði, að það væri ein- kennileg ráðstöfun hjá guði, að hann gæfi sumum mönnum enga sérstaka hæfileika og enga hamingju, en nóg af pen- ingum. Læknavísindi í Houston. Til skamms tíma hafa Bandaríkja- menn haft tilhneigingu til að gera lítið úr vísindastarfsemi í Texas, sem sé kúrekaland sem ekki standi sérlega hátt menn- ingarlega. En fyrir læknisfræð- ina þurfa Texasbúar ekki að bera neinn kinnroða, því að þar standa þeir engan veginn að baki öðrum ríkjum í Banda- rikjunum. í Houston og Dallas eru fyrirmyndar sjúkrahús og valdir læknar sem standa fyrir þeim. Þekktasti spítalinn er M. D. Anderson spítalinn, þar sem ég dvaldi, sem nýtur mjög mikils álits í Bandaríkjunum og er þekktur langt út fyrir þau. Prófessor William O. Russell, sem er forstöðumaður meina- fræðideildarinnar, hefir unnið mikið að krabbameinsrannsókn- um og staðið fyrir mörgum merkum rannsóknum, sem frá stofnun hans hafa komið. Dr. L. Dmochowski hefir t. d. fært miklar líkur að því, sem stappa nærri fullri sönnun, að hvít- blæði orsakist af virus. Og ýmislegt, sem þarna hefir ver- HAFNFIRDINGAR léku á heima velli sínum á sunnudagskvöldið gegn Valsmönnum, sem stilltu upp nokkuð tilraunakennt að þessni sinni, höfðu sett Þorstein Friðþjófsson i stöðu innherja, Ilalldór Haildórsson í stöðu bak- varðar og átti hann sinn bezta leik það sem af er sumarsins; Guðmundur Ögmundsson hinn ungi varnarleikmaður Vals lék nú sem miðvörður, sem er hans staða og átti hann mjög lofsverð- an leik og á eflaust eftir að skilja fleiri spor eftir sig í þeirri stöðu. Völlurinn var heldur slæmur yfirferðar og á til að trufla fyrir mönnum er þeir reyna samleik. Samt sem áður er völlurinn ekki svo slæmur að hann afsaki leik- inn á sunnudaginn, sem var mjög lélegur. Yfirleitt skeði lítið í leiknum, og fyrri hálfleik lauk án nokk- urra markverðra atburða, utan að Albert átti laglegt skot úr aukaspyrnu rétt fyrir utan víta- teiginn, en Björgvin varði meist- aralega. Fyrri hálfleikuriún var því hvorki fugl né fiskur og bæði liðin áttu álíka fá tækifæri á að skora mark, eða nálega engin. f síðari hálfleik var heldur meira um tækifæri og má segja að Valur hafi oftar verið að verki, en þó komust Hafnfirðing- ar nærri að skora, en náðu þó ekki virkilega hættulegum fær- um. Fyrra mark Vals kemur á 8. mínútu. Björgvin Daníelsson, hinn markheppni framherji Vals skorar eftir að fá heldur ódýran bolta yfir miðvörðinn og leggur knöttinn fyrir sig og skýtur hörkuskoti af vítapunkti, óverj- andi fyrir Karl markvörð. 30. mínúta færir seinna markið með þeim hætti að Matthías tek- ur aukaspyrnu á vítateig og Karl ver gott skot en missir út og Björgvin Daníelsson skorar enn, ið unnið, bendir til þess að fleiri krabbamein stafi af virus. Þegar tiltekin efni, eins og t. d. carcinogen í reyk, geta valdið krabbameini, þá gæti það verið vegna þess að þau brjóti niður mótstöðu vefjanna, svo að virus, sem annars gerir þeim ekkert, nói fótfestu í þeim, ryðjist inn í frumurnar og setji vöxt þeirra í gang. Það var mjög ánæ'gjulegt og lærdómsríkt að kynnast lækn- unum á M. D. Anderson Ho- spital, sém hver haf ði sitt áhugaefni sem hann vaxin að með hjálp aðsloðarmanna og kvenna. Dr. RuSsell . stjórnaði allri þessari miklu stofnun með hjálp fjögurra einkaritara og var gaman. að sjá og heyra hvernig hartn gat látið stúlk- umar gera upp á eigin spýtur ýms vandasöm verk, sem' þær höfðu lært að gera. Ameríku- menn hafa betur en' nokkur önnur þjóð lært að dreifa vinn- unni þannig, að lærðu menn- irnir þurfa ekki að fást við hversdagsleg störf, sem aðrir geta unnið, en geta gefið sig eingöngu að því sem mestu máli skiptir, hvort heldur er í viðskiptum eða vísindum. Dr. Russell býr í stóru, mjög fallegu húsi, sem er að mestu 2:0 fyrir Val. Valsmenn áttu eitt tækifæri enn, sem flestir hefðu skorað úr, en Einar Sigurðsson bjargaði þar skemmtilega á marklínu eftir að Matthias hafði leikið á Karl mark vörð og átti aðeins Einar eftir, sem stóð á marklínu. Þannig lauk leiðinlegum leik með sigri skárra liðsins. Bæði lið- in geta sýnt mun betri knatt- spyrnu og hafa sýnt; í leikinn vantaði alla leikgleði og stórir kafjar einkenndust af baráttu- leysi. Valsmenn voru betri og sigr- uðu. Markvörður liðsins, Björg- vin Hermannsson er mjög góður, bakverðirnir og miðvörðurinn sömuleiðis. Elías Hergeirsson lék nú aftur með en er ekki samur og áður, en Ormar hafði yfirleitt mun betur en rriótspilarinn, Al- bert Guðmundsson, enda í fullri þjálfun gegn engri þjálfun Al- berts. Framlína Vals er heldur kraftlítil. Björgvin er harðastur að sækja, — hann skorar líka mörkin. Þorsteinn í stöðu inn- leyti úr gleri, utan við borg- ina. Þægilegt var að koma heim með honum og fara í sund laugina meðan við vorum að bíða eftir matnum, einkum þegar heitt var í lofti. Dr. Russell hefir yfir milljón ísl. kr. í laun, sem er engan veginn mikið á ameríska vísu og sér- staklega ekki í Texas, og til að auka tekjur sínar rekur hann stórt kartöflubú í Idaho, þar sem hann framleiðir kartöflur fyrir $250.000, og þótt ekki verði nema 10% af því í hrein- an ágóða, þá er það góð uppbót á launin. Dr. Russell, sem er ættaður frá Kaliforníu, er rneðal þeirra Ameríkumanna sem ég hafði mesta ánægju af að kynnast á ferðalagi mínu, því í honum fer hvorttveggja saman, ágætur vísindamaður og mikil persónft, skemmtilegur ’ og mikill maður, velviljaður og hjálpsamur, sem í hvívetna lætur gott af sér leiða, enda ber öll stofnun hans keim af því. Af öllum þeim fjórtján borg- um, sem ég heimsótti í Norður- Ameríku, er Houston mér minnisstæðust og það af mörg- um ástæðum, eins og nokkuð má sjá af því sem hér hefir verið sagt, en ef til vill mest vegna Dr. Russells. herja er heldur undarleg ráðstöf- un, þar eð Þorsteinn er að komast í raðir beztu bakvarðanna hér og er nú fyrirvaralaust settur f framlínu þar sem hann mun ekki hafa leikið áður. Þó slapp hann sæmilega frá leiknum, en ætti hiklaust að setjast í sína gömlu stöðu aftur. Matthías átti ágætan leik, en hættir til að halda boit» anum of lengi. ij Hafnfirðingar heyja hetjulega baráttu fyrir 1. deildar-tilveru sinni. Albert Guðmundsson leik- ur nú með sínum gömlu læri- sveinum, en ekki virðist það ætla að duga til, enda eru gloppurnar í liðinu miklar, þó einstaka leik- menn séu ágætir, t.d. markvörður inn, sem hefur átt mjög góða leiki í sumar, Sigurjón Gíslason, miðvörður í þessum leik, og raunar nokkrir fleiri. Albert lék innherja, lék meira sem stjórn- andi en leikmaður, enda er hann greinilega ekki í neinni æfingu. Þó mátti enn sjá margt laglegt til Alberts, Og vissulega veit hann ■hvað knattspyrna er, maðurinn sá, og synd til að vita að ekki skuli hægt að nota krafta hans meðal „stærri spámanna". Dómari var Þorlókur Þórðar- son, Víking, og dæmdi ágætlega, enda leikurinn allur rólegur og prúðmannlega leikinn. — jbp. Hafnfirðingar sjá fram á fall nidur í 2. deild Töpuðu 2-0 tyrir Val á heimavelli tJr leik Hafnfirðinga og Vals. (Ljósm.: Sv. Þorm.) ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.