Morgunblaðið - 03.08.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.08.1961, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 3. ágúst 1961 MORGVN'iLAÐlÐ !3 — Greinagerð Ölafs Thors Framhald af bls. 1. sjávarútvegsins. Til að hindra Of þenslu var þess einnig gætt að halda jafnvægi á milli tekna og gjalda ríkissjóðs. Þessar ráðstaf- anir allar stuðluðu einnig að því að bæta gjaldeyrisstöðuna. Af- nám gjaldeyris- og innflutnings- hafta, að öðru leyti en því sem nauðsynlegt var vegna viðskipta við Austur-Evrópu, miðaði að fþví að auka framleiðsluafköst og tryggja neytendum betra vöruúr- val og hagstæðara vöruverð. Það var óhjákvæmilegt, að þessar róttæku ráðstafanir til þess að koma efnahagslífi lands- ins á réttan kjöl, hefðu í bili í för með sér erfiðleika bæði fyrir almenning og fyrir atvinnufyrir- tæki. Verðhækkanir af völdum gengisbreytingarinnar hlutu að verða miklar. Þær verðhækkanir var hins vegar ekki hægt að bæta með launahækkunum án þess að hrinda af stað nýrri verðbólgu- skriðu. Af þessari ástæðu voru tengslin rofin á milli verðlags- vísitölu Og kaupgjalds, en jafn- framt dregið úr áhrifum verð- hækkananna á lífskjörin eftir því, sem unnt var, með mikilli aukningu fjölskyldubóta og elli- lífeyris auk þess, sem niður- greiðslur nauðsynjavöru voru auknar nokkuð og beinir skattar lækkaðir. Þetta varð til þess, að þrátt fyrir miklar verðhækkanir hefur framfærslukostnaður með- alfjölskyldu ekki aukizt um meir en 5% frá því, sem hann var á árinu 1959, og stafar þó nokkur hluti þeirra verðhækkana af ástæðum, sem eru efnahagsráð- stöfunum óviðkomandi. Tölur þær, sem nú liggja fyrir um meðaltekjur verkamanna, sjó- manna Og iðnaðarmanna á árinu 1960, gefa þar að auki til kynna, að þær tekjur hafi aukizt um 6% frá árinu 1959 til ársins 1960, Og gerir sú aukning meira en vega upp hækkun framfærslu- kostnaðar á árinu 1960. Nýr grundvöllur / að lieilbrigðu efnahagslífi Erfiðleikar atvinnuveganna, og þá einkum sjávarútvegsins, stöf- uðu fyrst og fremst af skuldum vegna taprekstrar undanfarinna ára og mikillar, en að nokkru leyti lítt arðbærrar, fjárfestingar. Þessar skuldir urðu nú þungbær- ari vegna hærri vaxta og stöðugra verðlags en gert hafði verið ráð fyrir, þegar til skuld- anna var stofnað. Að því er sjáv- arútveginn snerti var þetta vanda mál svo alvarlegt, einkum þegar til kom verðfall afurða erlendis og aflabrestur, að ríkisstjórnin taldi óhjákvæmilegt að gera víð- tækar ráðstafanir til að breyta lánum þeim, sem sjávarútvegur- inn vegna skorts á eðlilegum stofnlánum hafði fengið til skamms tíma, í stofnlán til langs tíma með sömu, hagstæðu vaxta- kjörum og gilda fyrir önnur stofn lán. Allar ráðstafanir rikisstjórnar- innar í efnahagsmálum voru við það miðaðar að gera það, sem nauðsynlegt var til að höfuðmark miðið næðist: að leggja að nýju grundvöll að heilbrigðu efnahags lífi á fslandi. Engin einstök þess- ara ráðstafana var gerð nema vegna þess eins, að hún var nauð synlegur hlekkur í keðju heildar- ráðstafana. Engin ráðstöfun gekk lengra en nauðsynlegt var til þess að heildarárangurinn næð- ist ,jafnframt því sem farið var eins langt til að létta undir með almenningi Og atvinnufyrirtækj- um og frekast var kostur, án þess að heildarárangurinn spillt- ist. n Það liggur í hluarins eðli, að þau hagstæðu áhrif, sem efna- hagsráðstafanirnar hlutu að hafa á framleiðslu og lifskjör þjóðarinnar, gátu ekki komið fram fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Ekki var hægt að ná viðunandi gjaldeyrisstöðu á skömmum tíma, svo siæm sem sú staða var orðin, né heldur gat, hin mikla greiðslubyrði af eríendum lánum í einu vet- fangi orðið léttbærari. Enn síður var þetta mögulegt, þeg- ar til kom mikið verðfall á útfiutningsafurðum og afla- brestur meiri en átt hafði sér stað um árabil. Þrátt fyrir þetta mátti þó, tæplega hálfu öðru ári eftir að viðteisnin hófst, sjá glögg merki um já- kvæðan árangur hennar. Hag- kvæmni í atvinnurekstri hafði þegar aukizt, og fjárfesting færzt í heilbrigðara horf. Frjáls innflutningur hafði tryggt iðnfyrirtækjum hrá- efni og bundið enda á skort fjárfestingarvöru, jafnframt því, sem hann hafði skapað verzluninni aukið hagræði. A1 menningur hafði notið góðs af auknu og jöfnu framboði neyzluvöru. Spariinnlán höfðu aukizt um að meðaltali 35 millj. kr. á mánuði frá marz- lokum 1960 til júníloka 1961. Var þessi upphæð um 67% hærri en xneðalaukningin hafði verið á árinu 1959, en þá var hún 31 millj. kr. á mánuði. Jafnframt hafði tekið fyrir ofþenslu bankaútlána. Eðlilegt jafnvægi hafði skap- azt á vinnumarkaðnum, þannig að hægt hafði verið að manna fiskiflotann Islending- um, án þess þó að til nokkurs atvinnuleysis kæmi. Gjaldeyr isstaðan hafði featnað um 335 millj. kr. frá febrúarlokum 1960 til júníloka 1961, enda þótt gjaldeyrisforði væri enn lítill. Álit þjóðarinnar erlendis hafði verið endurreist og möguleikar skapazt á að afla erlends fjármagns til langs tíma, bæði með lánum og beinni þáttöku erlends fjár- magns í stóriðju. Með undir- búningi framkvæmdaáætlunar til margra ára, sem ríkisstjórn- inin hafði unnið að, var ætlun in að stuðla enn frekar að því, að fjárfesting beindist á sem hagkvæmastar brautir og tryggja þátttöku erlends fjár- magns í framkvæmdum hér á landi. Loks var með þessu greitt fyrir þátttöku íslands í þeirri víðtæku efnahagssam- vinnu, sem nú er að komast á í Vestur-Evrópu, ef fslend- ingar að athuguðu máli teldu rétt að gerast þátttakendur í henni. Eðlileg framleiðsluaukning 3% Á undanförnum mánuðum hafa þeir atburðir hins vegar gerzt, er hljóta að eyðileggja með öllu þennan árangur, verði ekki að gert, og hrinda landinu að nýju út í ringlureið verðbólgu, atvinnu leysis og gjaldeyrisskorts. Ríkis- stjórnin boðaði í upphafi þá stefnu, að hún mundi ekki hafa afskipti af launasamningum, held ur treysta því, að samtök laun- þega og atvinnurekenda semdu ekki um hærra kaupgjald en at- vinnureksturinn gæti borið við óbreyttu gengi. í upphafi launa- samninganna hafði ríkisstjórnin bent fulltrúum atvinnurekenda og verkamanna á það, að eðlileg aukning framleiðsluafkasta gæti ekki leyft meiri launahækkun en 3% á ári að meðaltali, og það því aðeins að sæmilega vel áraði. Jafnframt hafði ríkisstjórnin vak ið athygli á þeim hörmulegu af- leiðingum, sem af því mundu hljótast, fyrir launþega og at- vinnurekendur, sem og þjóðina alla, ef út fyrir þessi mörk væri farið. Þessar aðvaranir voru að engu hafðar og meira að segja felld miðlunartillaga sáttasemj- ara um 6% kauphækkun. Þær kauphækkanir, sem að lokum var samið um, námu yfirleitt frá 13 til 17%, og jafngilda því um 5 ára eðlilegri aukningu fram- leiðsluafkasta, og hjá sumum starfshópum varð hækkunin enn meiri. í viðbót við þetta kemur svo 4% kauphækkun, sem ráð- gerð er á næsta ári. Þær verð- hækkanir, sem undanfarið hafa orðið erlendis á útflutningsaf- urðum fslendinga, skapa ekki möguleika til kauphækkana um- fram þau mörk, sem áður eru nefnd, Og ekki heldur það, að síldveiði er nú betri en á undan- förnum aflaleysisárum. Verð- hækkanirnar gera ekki betur en vega upp þær verðlækk- anir, sem orðið höfðu á ár- inu 1960, og síldveiðin vegur ekki á móti aflabrestinum á s.l. vetr- arvertíð og hinu geigvænlega afla leysi togaranna á undanförnum mánuðum. Launahækkanii;nar eru því langt umfram aukningu þjóðarframleiðslu á mann. Um þrjár leiðir að velja Eins og nú blasir við má segja, að um þrjár leiðir sé að velja í efnahagsmálunum. Fyrsta leið- in væri»sú, að gera engar sér- stakar ráðstafanir, halda genginu óbreyttu og neita atvinnufyrir- tækjum um hækkkun á verðlagi. Þetta myndi leiða til stöðvunar atvinnurekstrar í landinu innan nokkurra mánaða, atvinnuleysis, gjaldeyrisskorts og greiðsluþrots gagnvart öðrum löndum.' önnur leiðin væri sú, að hverfa aftur til uppbótakerfisins, leggja mikla skatta á þjóðina Og nota þá til þess að greiða útflutningsfram- leiðslunni uppbætur. Ríkisstjórn- in er þess fullviss, að yfirgnæf- andi meirihluti þjóðarinnar sé henni sammála um, að inn á þær brautir skuli aldrei snúið aftur. Þriðja leiðin er sú, sem ríkis- stjórnin hefur valið, að hún felur það í sér að leiðrétta gengisskrán ingu og verðlag í samræmi við þær launahækkanir, sem orðið hafa. Jafnframt er ríkisstjórnin staðráðin í því, að með þessum leiðréttingum skuli ekki gengið lengra en brýna nauðsyn ber til, og launþegar skuli því halda eftir sem raunverulegri kjarabót eins miklu af launahækkununum og tök eru á. Á síðasta Alþingi voru sett lög um stofnun Seðlabanka fs- lands og.honum falin forsjá pen- inga- og gjaldeyrismála þjóðar- innar. Með hliðsjón af þessu taldi ríkisstjórnin nú rétt, að sú breyting yrði gerð frá því, sem verið hefur, að Seðlabankinn skrái framvegis gengi krónunnar, að fengnu samþykki ríkisstjórn- arinnar, enda er sú skipan algeng ust með nálægum þjóðum. For- seti íslands féllst á það í gær að gefa út bráðabirgðalög í samræmi við þetta. Má vænta ákvarðana Seðlabanka Og ríkisstjórnar um hið nýja gengi á morgun (í dag). Afstýra varð vandræðum Að síðustu vil ég leggja á það áherzlu — og meira að segja megináherzlu — að þær ráðstafanir, sem ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að grípa til, eru ekki aðeins nauðsynlegar til þess að afstýra vandræð- um, sem orðið hefðu í atvinnu lífi þjóðarinnar á allra næstu vikum og mánuðum, ef ekkert hefði verið að gert. Megintil- ganguir þeirra er, að ekki brotni sú undirstaða, sem lögð var með efnahagsráðstöfunum rikisstjórnarinnar í fyrra, að sívaxandi framförum í land- inu. Á grundvelli þess efna- hagsjafnvægis, sem stefna rik isstjórnarinnar var að skapa, voru íslendingar sjálfir að öðl ast að nýju það traust á fram- tíðina, sem örvaði sparnað og hvatti til heilbrigðra fram- kvæmda. Með sama hætti hafði tekizt að endurvekja lánstraust þjóðarinnar erlend- is og kveikja áhuga erlends fjármagns á þátttöku í stór- framkvæmdum hér á landi. Hér voru því að skapast hag- stæð skilyrði til arðbærra framkvæmda, umbóta og upp byggingar atvinnulifsins, er að nokkrum tíma liðnum hefði leitt til örrar aukningar fram- leiðslu og batnandi lífskjara. Til þess að tryggja það að þessi skilyrði hagnýttust sem bezt, hefur ríkisstjórnin með em- bættismönnum sínum unnið að undirbúningi framkvæmda áætlunar fyrir næstu ár, og notið við það aðstoðar norskra sérfræðinga. Þessari fram- kvæmdaáætlun er ætlað að marka leiðina til alhliða upp- byggingar íslenzks atvinnu- lífs til sjávar og sveita. I henni verður gert ráð fyrir nýjum stórframkvæmdum og eflingu alls heilbrigðs atvinnu rekstrar í landinu. En undir- staða framkvæmdanna og þeirra framfara, sem af þeim leiðir, verður að vera heil- brigt efnahagslíf, jafnvægi í f jármálium landsins inn á við og út á við. Án þess jafnvæg- is mun skorta grundvöll fyrir heilbrigðum rekstri nýrra fyr- irtækja, landsmenn munu FERÐAFÉLAG fslands fer 5 hálfs þriðja dags ferðir um verzlunar- mannahelgina. Verður lagt af stað í þær allar kl. 2 á laugardag og komið aftur á mánudagskvöld. Farið verður á Hveravelli og Kerlingarfjöll og gist í sæluhús- unum þar og í Hvítárnesi. Verður í ferðinni gengið í Kerlingarfjöll, í Þjófadali eða á Strýtur o. fl. Fararstjórar verða kennararnir Gisli Ásmundsson og Erlendur Jónsson. önnur ferð verður að Breiða- firði, farið á góðum báti frá Stykkishólmi í nokkrar eyjarnar á sunnudag, en ekið í Grundar- fjörð og vestur að Búðum á mánu dag. Séð verður fyrir svefnpláss- VERZLUNARMANNAHELGIN er einhver mesta ferðahelg- in á sumrinu og síðan Þórsmörk in opnaðist sem ferðamannastað ur fyrir nokkrum árum hefur það sífellt farið í vöxt að fólk streymí þangað. Komu t.d. um 1000 manns þangað um síðustu verziunarmannahelgi. Síðan hætt var að taka vió gestum við Hreða vatn, hefur viljað brenna við að í Þórsmörk flykktist fólk, sem verið hefur mað ólæti, hegðað sér ósæmilega og gengið illa um. Nú hefur Skógrækt ríkisins því séð sig tilneydda að fá löggæzlu i Þórsmörkina um þessa verzlunar mannahelgi og verður reynt að koma í veg fyrir að fólk geti verið með uppivöðslusemi þar. Þessar upplýsingar gaf Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri. — Sagði Hákon, að í mörg ár hefði Skógræktin reynt að laða ferða fólk á þá staði sem hún hefur girt, í Vaglaskógi, Hallormsstaða ekki hafa þá trú á framtíðina, er örvi til sparnaðar og at- orku og erlendar lánsstofnan- ir og fyrirtæki ekki það traust á fjárhag landsins, sem geri þeim kleift að lána fé eða festa hér á landi. Þess vegna eru þær ráðstafanir, sem nú er verið að gera miklu meira en dægurmál. Þær eru bein- línis forsenda og skilyrði þess, að óskir þjóðarinnar um fram kvæmdir, framfarir og vax- andi velmegun nái fram að ganga. Ríkisstjórnin er þess ftill- viss, að yfirgnæfandi meiri hluti þjóðarinnar sé henni sammála um, að hún geri rétt, þegar hún lætur þessi sjónarmið ráða gerðum sínum. um. Fararstjóri verður Hallgrím ur Jónasson. Þriðja ferðin er í Landmanna- laugar og er fararstjóri þar Einar Guðjohnsen, og fjórða ferðin í Þórsmörk undir fararstjórn Lár- usar Ottesens. Verður dvalið í sæluhúsum félagsins á báðum stöðum. Þar eð gífurleg umferð hefur verið í Þórsmörk undan- farin ár, verður eins og í fyrra reynt að hafa innfrá bíl með tal- stöð og sjá um að læknir verði alltaf á staðnum^ Fimmta ferð F. f. um heígina er í Grashaga og Hvannagil eða inn á fjallabaksveg syðri. Farar- stjóri verður Jóhannes Kolbeins- son. skógi, Ásbyrgi og Þjórsárdal. Hefði reynzt tiltöhilega auðvelt að halda þessum stöðum hreinum og aðgengilegum því eftirlits- menn hafa búið á þeim öllum. Loka Mörkinni eða fá löggæzlu. Oð*u máli gegnir um Þórsmörk ina, sem hefur orðið vinsæll ferða mannastaður eins og hinir, síðan hún opnaðist fyrir nokkrum ár- um, því ekkj eru tök á að hafa þar daglegt eftirlit og mikið um- stang er að senda menn þangað hverju sinni. Undanfarin 3 sum- ur hefur fólk einkum flykkzt þangað um verzlunarmannahelg- ina, og af þeim hópi verið nokk- ur fjöldi, sem hefur hegðað sér á allan hátt ósæmilega og truflað aðra gesti og valdið þeim ónreði. Sóðaskapur er svo fyrir n.ðan allar hellur. Það er þó langt frá því að það sé meirj hluti ferða- Framh. á bls. 19. Gengið verður á Kerlingafjöll í ferðinni á Kjöl. Fjölbreytt ferða- áætlun Ferðafélagsins Læknir og talstöð í Þórsmörk um helgina Löggæzlumenn í Þórsmörk um helgina 111 umgengni og ólæti þar undanfarinn dr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.