Morgunblaðið - 03.08.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.08.1961, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLAÐl Flmmtudagur 3. ágúst 1961 I [ f i f f f Skyndibrúðkaup Renée Shann: 42 ( í í í i í f — Henni hefur vonandi létt við að heyra það. t>að hlýtur að vera hálfþreytandi ef gestirnir manns eru með ólund alla helg- ina. Hún leit kring um sig og horfði á landslagið, sem þau þutu nú yfir, sólbjarta akrana og limgirðingarnar, sem voru farnar að grænka. — Þetta er yndislegur dagur, Lionel. Á svona degi getur maður ekki lát ið liggja illa á sér. — O, það liggur heldur ekki illa á þér? — Nei, sannarlega ekki. — >á erum við tvö um það, því að ég er eins. Og geta ver- ið með þér yfir heila helgi: Ég get varla trúað því sjálfur. Ég var svo hræddur um, að þú mundir ekki geta komið. — Það hefði ég heldur ekki, ef ég hefði ekki fengið bréfið frá Robin. — Ég var að vona, að þú fær- ir ekki að tala tun Robin. — Það ætlaði ég heldur ekki, heldur aðeins um afstöðu mömmu til hans. — Já, ég kysi nú 'líka helzt, að hann yrði ekki gerður að um talsefni meðan við erum saman. Hún lét það gott heita og þau fóru að tala um eitthvað annað. Nýja leiksýningu, sem átti að verða í næstu viku og hann ætl- aði að bjóða henni á. Gamla kunningja hans, sem væru að koma frá Skotlandi í næstu viku og hann vildi, að hún kynntist. Og loksins sagði hann: — Veiztu, að fríið mitt er bráð um á enda, Júlia? Júlía hafði alls ekki gert sér það ljóst. Svo margt annað hafði hún haft að hugsa um. En nú brá henni við, er hún varð þess vör, hve mjög þetta orkaði á hana. Hún mundi sakna hans hræði- lega. Ekki sízt ef Robin yrði á- fram erlendis. Dagarnir yrðu býsna langir ef enginn Lionel — Fyrst keyrir þú á tré, svo neyðirðu mig til að þess að hringja í skæðasta keppinaut okkar! væri til að bjóða henni út á kvöd in. — Það finnst mér leiðinleg til- hugsun, sagði hún léttilega. — Nema þú kæmir .... Hann leit á hana og snarþagnaði, er honum datt í hug, að þessi orð mundu ef til vill ekki koma vel við hana. — Jæja, látum það eiga sig. — Nei, það verður nú ekki alveg af því, svaraði hún stutt- aralega. — Já, en elskan mín, þegar við vorum saman í gærkvöldi .. .... jæja við vorum nú eitthvað að minnast á þann möguleika, að hjónabandið þitt færi út um þúfur. Hún rétti sig I sætinu, stór- móðguð. — Við gerðum alls ekki ráð fyrir neinu slíku. — Jæja, ég gerði það. Og ég lief meira að segja hugsað mik- ið um það undanfarið. Júlía svaraði reiðilega: — Ef þú heldur þessu áfram, Lionel, vil ég fara beint heim aftur. Hann brosti. — Svo vitlaus yrðírðu aldrei. — Jú, sannarlega. Mér fannst þú samþykkja, að við töluðum um þetta yfir helg ina, meðan við erum hjá Dain- tonhjónunum. — Hvað þér getur dottið í hug! — Það er þér að kenna. Júlía svaraði engu. Hvað hafði hún eiginlega sagt í gærkvöldi og leyft honum að segja? Þegar hún fór að hugsa um kvöldið, fannst henni allt í hálfgerðri þoku. Enda hafði hún fengið bréfið frá Robin síðan, og það hafði útrýmt öllu öðru úr huga hennar. Eða hefði að minnsta kosti átt að gera það. — Hvað erum við lengi á leið inni í þennan kofa? spurði hún loksins, þegar henni fannst þögn in vera orðin nógu löng. — Hér um bil klukutíma. Við erum næstum komin. Ég sagði, að við mundum koma upp úr þrjú. — Hefurðu verið þarna áður? — Já, ég var þar yfir helgi fyrir skömmu. Og þá datt mér í hug, að gaman væri nú, ef þú gætir einhverntíma komið með mér þangað. . Þau beygðu nú út af Bath- veginum og fóru svo eftir mjó- um stíg sem lá gegn um skóg- lendi. Trén, sem voru að byrja að springa út, mynduðu eins konar hvolfþak yfir höfðum þeirra. Hér og þar mátti sjá litla kofa með skrautlegum blóma- görðum í kring, þar sem blómin kinkuðu kolli í hægum blænum. — Hér er fallegt, sagði Júlia hrifin. Og þegar þau svo héldu lengra og lengra áfram og bráð um sáust ekki feiri hús, spurði Júlía, hvort þeim hjónunum fyndist þetta ekki nokkuð af- skekkt. — Nei, mér skilst þau vrlji helzt vera dálítið afskekkt. I Nú varð dálítil, vandræðaleg — Er nokkurt þorp hérna í! Júlia gat ekkert sagt fyrst nágrenninu? um sinn, en hún þóttist vita, að | þau hjónin vissu hvernig allt — Ja, það er eitt, í hér um bil j Var í pottinn búið. því að það tveggja mílna fjarlægð. Við skulj gat jafnvel bláókunnugur mað- um fara þangað á morgun og i ur séð, að Lionel var ástfanginn drekka eitt glas í kránni. Hún erj af henni. Og til þess að leiða mjög skemmtileg. Betty ogjhugann frá, að hún sjálf væri George bjuggu þar meðan þau ástfangin af honum, sagðj hún: voru að koma sér fyrir í kofan-!— Ég vildi bara, að maðurinn um- Iminn væri kominn til landsins Nú beygði hann inn á annan-og við gætum náð okkur 1 svona ennþá mjórri stíg. Júlía sá kofa kota' við endann á honum. Hann var lágur, með stráþaki og kvist- gluggum. Hún fór að geta sér til um, hvort gestgjafar þeirra væru farnir að gá til ferða þeirra. Og það voru þeir, því að þegar þau nálguðust húsið, opnuðust fram- dyrnar og þau hjónin komu á móti þeim niður garðstíginn. — Jaeja, þarna komið þið! Ég er svo fegin, að Júlía skyldi geta komið. — George! Taktu töskuna hennar Júlíu. Ég skal vísa þér á herbergið þitt. En þú, Lionel, verður í því, sem þú hafðir síð- ast. — Fínt! Lionel kyssti Betty og sagði, að það væri gaman að vera kominn hingað aftur. — Ég get ekki hugsað mér skemmti- legri stað til að liggja í letinni. Eg var að segja Júlíu frá því. Betty hló. — Ég vona, að hann hafi ekki gyllt kofann ofmikið fyrir þér. Hann er ósköp alvana legur, en okkur hefur nú samt tekizt að gera hann sæmilega vistlegan. — Mér lízt vel á hann, sagði Júlía. — Kanntu vel við þig í sveit? — Já, ég hef oft óskað mér, að ég ætti heima i sveit. Þau fóru nú öll í gönguferð um nágrennið og Júlíu fannst hún þegar þekja Daintonhjónin betur en hún þekkti marga kunn- ingja sína. Þau voru svo vin- gjarnleg og góð við hana, rétt eins og þau hefðu alveg tekið hana að sér og vildu gera henni allt til geðs. Þegar þau voru kom in heim aftur og voru að drekka te, sagði George við Lionel: — Hversvegna hættirðu ekki við þessa togleðursframleiðslu og setzt að hérna heima? Þá gætirðu náð þér í einhvern svona kofa hérna í nágrenninu og þá gæt- um Við sézt oftar en við gerum. Mér finnst nokkuð lítið að geta ekki um frjálst höfuð strokið nema svolítinn tíma þriðja hvert ár. Lionel hló. — Þar er ég alveg á sama máli, en hvernig fær maður almennilega atvinnu hér heima? — Ertu ekki búinn að græða nóg á togleðrinu? — Varla nóg til þess að leggj- ast í leti og ómennsku. Betty brosti tii hans. — Ég hef nú sjaldan heyrt getið um menn, sem geta farið að lifa á eignum sínum þegar þeir eru þrjátíu og tveggja ára. Eða ertu ekki það, Lionel? — Alveg rétt. En svo dugar mér heldur ekki kofinn einn, heldur yrði ég að ná mér í konu líka. — Já. það þarf líka að athuga, sagði Betty. — Það væri nú sjálfsagt hægt að finna konu handa þér, sagði Júlía í hilfum hljóðum. — Já, þú ættir bezt að vita það. — Ef hann er í hernum, býst ég við, að það geti liðið nokkuð áður en þið getið sezt að út af fyrir ykkur. Það get ég alltaf vor kennt konum, sem eiga mennina sína í herþjónustu. — Já, það er talsvert óþægiw legt, en ef við getum verið eitt* hvað saman, er það nú fyrir sg. En við höfum bara svo lítið ver-. ið saman, enn sem komið er, Lionel hefur víst sagt ykkur, hvernig því er varið. ^ — Já, það hefur hann. Nú hringdi síminn og slelt um ræðunum. George fór í símann og kallaði síðan til konu sinnar, að það væri til hennar. Síðan hlustuðu hin á þann helming samtalsins, sem þau gátu heýrt, Þegar Betty kom aftur úr sím. anum, sagði hún: — Það er hún mamma. Hún er orðin veik. Ég er hrædd um, að ég verði að skreppa þangað tafarlaust. George hafði strax þotið á fæl ur og Betty datt í hug. hve nærgætin þau hjónin væru hvort við annað. SHUtvarpiö Fimmtudagur 3. ágúst 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 „A frívaktinni", sjómannaþátt* ur (Kristín Anna Þórarinsdóttir) 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til kynningar. 16:05 Tónleikar. 16:30 Veðurfregnir) 18.:30 Tónleikar: Lög úr óperum. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Erindi :Varnir og viðnám (Séra Gísli Brynjólfsson á Kirkjubæj arklaustri). 20:25 Tónleikar: Strengáakvartett í D* dúr K575 eftir Mozart. — Jane- cek-kvartettinn leikur. 20:50 Erlend rödd: Brezki gagnrýnand inn Kenneth Tynan ræðir við skáldið Jean Paul Sartre (Guðnu Steinsson rithöfundur). 21:10 Tónleikar: Lög úr óperettunum „Káta ekkjan“ og „Brosandi land“ eftir Lehár. Þýzkir söngv arar flytja með kór og hljóm* sveit undir stjórn Franz Mars* zaleks og Edmund Nicks. 21:40 „Brúðkaup'*, kafli úr bókinni „Nepal opnar hliðin" eftir Tibor Sekelj. (Stefán Sigurðsson kenn ari þýðir og flytur). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Ösýnilegi maður* inn" eftir H. G. Wells; XI. (Indriði G. Þorsteinsson rithöf.), 22:30 Sinfóníutónleikar: Sögusinfónían eftir Jón Leifs. — Leikhúshljómsveitin í Helsinki leikur, Jussi Jalas stjórnar. 23:45 Dagskrárlok. Föstudagur 4. ágúst 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir tilk. og tónleikar), 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 Tónleikar: „Við vinnuna". 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:03 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til kynningar. 16:05 Tónleikar. 16:30 Veðurfregnir) 18:30 Tónleikar: Harmonikulög 18:55 Tilkynningar. -- 19:20 Veðurfr, AFTeR TEEATING THE YOUNG CANADA'S WING, MAEK SPENDS A FEW DAVS SHOOTING PICTUCES OF THE GOOSE HUNT invtco Then he OBTAINS 1 A PERMIT TO TAKE THE VOUNG CANADA HONKER BACK TO LOST FOREST W4UT TÍ5EÚU SIT DOWN AND BE OUIET, ANDV I'M ANXIOUS TC* 6EE HÉM.TOO/ f Eftir að hafa búið um vænginn lá gæsasteggnum unga, eyðir Markús nokkrum dögum við að taka myndir af gæsaveiðunum. Svo fær hann leyíi til að taka gæsastegginn m,eð sér heim Týnduskóga. til, — Seztu niður «g vertu rólegur I Andy . . . Eg hlakka einnig til I að hitlsa haiml 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Rússneskur forleikur op. 72 eftir Prokofiev. — Borgar hljómsveitin í Prögu leikur. — Václav Smetócek stjórnar. 20:15 Efst á baugi (Björgvin Guðmunds son og Tómas Karlsson). 20:45 Einsöngur: John Charles Thomaa syngur. 21:00 Upplestur: Kvæði eftir Sigurjón Friðjónsson (Baldur Pálmason), 21:10 Tónleikar: Píanósónata nr. 31 1 As-dúr op. 110 eftir Beethoven, — Friedrich Gulda leikur. 21:30 TJtvarpssagan: „Vítahringur" eft ir Sigurd Hoel; XXV. lestur og sögulok. (Arnheiður Sigurðar* 22:00 Fréttir og veðurfregnir. dóttir kennari þýðir og flytur.) 22:10 Kvöldsagan: „Ösýnilegi maður* inn\ eftir H. G. Wells; XII, (Indriði G. Þorsteinsson rithöf ), 22:30 í léttum tón: Lög eftir Sigfúa Halldórsson, sungin og leikin, 23:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.