Morgunblaðið - 03.08.1961, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.08.1961, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 3. ágúst 1961 MORGUNBLAÐIÐ 19 Þota með 122 far- þega srrauk trjá- toppana Tvær farþegaþotui komust í hann krappann -- en lentu heilu og höldnu Nairobi og London, 2. ágúst. * — (Reuter) — FARÞEGAÞOTA af Boeing 707 gerð, frá suður-afríska flugfélaginu, 1 e n t i heilu og höldnu í Nairobi í dag, enda þótt lendingarhjóla- grind hennar væri löskuð. — Önnur þota með bilaðan lendingarútbúnað lenti einn- ig farsællega í Lundúnum. þegaþota frá Pan American fé- laginu kom inn til lendingar með 50 farþega innanborðs. — Var hún komin frá Los Angeles, en hafði haft viðkomu á Ir- landi. Þegar hún hafði tekið sig á loft þaðan, tókst áhöfninni með engu móti að ná upp hjól- um hennar. Var því flogið með þau niðri áfram á leiðarenda. — Bilunin reyndist þannig vax- in, að slys varð ekki í lending- unni. — | Menn lifðu, en bíllinn fór í klessu NÆRRI lá við, að tveir menn færu yfir landamæri lífs og dauða á veginum milli Sand víkur og Kaldaðarness á mánu dagskvöld. Eigandinn sat við stýri og hugðist aka sjálfum sér og vini sínum til veiði- skapar. Lítili peli var með í 1 Iförum til þess að hugga hrelld I ar sáir, ef landslag, veðurfar og veiði brygðust. Ekki var beðið eftir von- brigðunum, heldur tappi stunginn úr flöskunni og veigamar teygaðar. Gerðist / þá ökumaður brátt fuliur og 1 ók út í móa. Menn lifðu, en I bíllinn fór í klessu. t Þernuverkfalli afstýrt MIKILL VIÐBÉNAÐUR í fyrri þotunni voru 122 far- þegar og tólf manna áhöfn, og voru 12 slökkviliðsbílar og fjór- ir sjúkrabílar til taks er hún lenti. * Svo óheppilega hafði vilj- að til í flugtaki í Aþenu, að þotan straukst við trjátoppa skammt frá enda flugbrautar innar. Ákvað flugstjórinn, Dirkie Nel höfuðsmaður, að halda fluginu áfram til Nai- robi. Voru trjágreinar og Iauf enn flækt í hjólagrind- inni, þegar þotan kom þangað. Allt gekk að óskum í lend- ingunni og reyndust skemmdirn ar ekki alvarlegar. — Þotan var í- áætlunarflugi frá Lundún- um til Jóhannesarborgar með viðkomu í Aþenu, Nairobi og Salisbury. í Lundúnum var einnig mik- ill viðbúnaður, þegar stór far- — Abild Framihald af bls. 1. Vestur-Þjóðverjum viðvéki, þá ættu þeir flóttamannastraumnum mikið að þakka. Viðræðufundur í Bonn í Bönn ræddust þeir við í dag, Bruno Kreisky, utanríkisráðherra Austurríkis, og Ludwig Erhard, efnahagsmálarácSherra Vestur- Þýzkalands, og snerust viðræð- urnar aðallega uim það, hvaða (áhrif aðild Breta að efnahags- bandalaginu myndi hafa í för með sér. Austurriki er, sem kutxn ugt er, aðili fríverzlunarbanda- lagsins EFTA, ásamt Noregi, Dan mörku, _ Svíþjóð, Portúgal og Sviss. í yfirlýsingu, sem gefin var út að viðræðunum loknum segja þeir ráðherrarnir m.a., að „spurningin um allsherjar sam- einingu Vestur-Evrópu sé nú komin á þýðingarmikið stig“. Norrænir ráðherrar hittast Norrænu forsætisráðherrarnir Tage Erlander, Einar Gerhard- een og Viggo Kampmann, héldu með sér fund í Stokkhólmi í dag og voru markaðsmiálin þar á dag- ekrá. Danéka stjómin hefur þegar lýst yfir þeim ásetningi sínum, að sækja um aðild að efnaíiags- bandalaginu. Verður má'ið tekið fyrir í danska þjóðþingínu á fimmtudag, en umræður þar munu þó ekki hefjast íyrir alvöru fyrr en á föstudag. Búizt er við löngum og fjörugum umræðum run málið á þingi Dana og er á- formað að út- og sjónvarpa þeim öllum. Stefna Dana mörkuð f lok umræðnanna er svo gert ráð fyrir að stjómin fari fram, á heimild til að semja um fulla aðild Dana að efnahagsbanda- laginu og mun sú afstaöa njóta meirihlutafylgis, enda þótt scsíal feki þjóðarflokkurinn muni áreið anlega leggjast gegn þeirri stefnu. SAMKOMULAG náðist í fyrrinótt milli samninga- nefnda þerna á verzlunar- flotanum og vinnuveitenda. Var samið á svipuðum grund velli og áður hafði verið samið við farmenn. Þernur höfðu boðað til verkfalls frá og með 3. ágúst, en því hef- ur nú verið aflýst. Hjá þernum í millilandasigl- ingum hækkar kaup um 11%, en hjá þernum í strandsigling- Nr. 560 HANDKNATTLEIKSSTÚLKUR Víkings fara í ferðalag til Norður landa innan skamms Og keppa þar. í fjáröflunarskyni efndu þær til happdrættis og var vinning- urinn ferð með Heklu til Norður- landa. Nú hefur verið dregið og upp kom nr. 560. Og má vitja vinn- ingsins. — Ekki búizt við Frh. af bls. 1 bótar þeim, sem fyrir eru. Hins vegar snúa sér nokkrir íslenzkir sjóménn til norska sendiráðsins hér í Reykjavík daglega til þess að leita upplýsinga um kjör og annað. — Hvað getið þér sagt um launakjör sjómannanna? — Til dæmis má nefna, að með almánaðarlaun háseta munu vera nærri 1300 norskum krónum með aukavinnu. Lægstu grunnlaun há háseta eru hins vegar 788 n. kr. á mánuði. Meðalmánaðarlaun stýrimanna munu vera um 2 þús. n. kr. — Að lokum vil ég svo taka það frarn, sagði Bakken, að það er ekki einungis af praktiskum ástæðum, sem við viljum gjarna fá nokkru fleiri íslenzka sjó- menn á norska flotann. Við telj- um, að það gæti verið liður í því að auka samskipti og skilning milli þjóða okkar. Auk þess er það yfirlýst stefna Norðurlanda- ráðsins, að miða beri að því að koma á frjálsum vinnumarkaði allra Norðurlandanna. En ég legg á það ríka áherzlu, að engin á- steeða er til þess fyrir íslendinga að óttast, að við munum reyna að laða til okkar íslenzkt vinnu- afl í stórum stíl. í s.l. viku fór fram einvigi milli sveitar Stefáns J. Guðjón- sen og Einars Þorfinnssonar, en sveit Stefáns keppir eins og kunnugt er Evrópumótinu sem fram fer í Englandi í næsta mán- uði. Spiluð voru 40 spil og var einvígið mjög jafnt og spenn- andi og lauk með sigri sveitar Stefáns 76 : 63. um um 27%. Stafar síðarnefnda hækkunin af því, að við gengis- breytinguna á sl. ári fengu þernum í millilandasiglingum hækkun, sem nú þótti rétt að láta einnig ná til þerna í strandsiglingum til samræming- ar á kjörum. Áður höfðu mán- aðarlaun þerna verið misjöfn sumar- og vetrarmánuðina, en voru nú samræmd þannig, að þau verða jöfn alla mánuði árs- ins. Þá hækkar þjónustugjald af fastafæði nokkuð, og þemur, sem starfað hafa 3 ár eða leng- ur hjá sama skipafélagi, fá eins mánaðar uppsagnarfrest. - Klak Framh. af bls. 3 lögð verður stund á tilraunir með fóðurblöndur, eldi við mismun- andi hitastig, kynbætur o.s.frv. f þriðja lagi mundi stöðin fram- leiða verulegt magn seiða sem seld yrðu til að sleppa í veiðivötn og til annarra eldisstöðva. Reynist rekstur edisstöðvariftn ar gefa svipaðan árangur hér og samskonar stöðvar víða erlendis, er hér um að ræða mjög hag- kvæman atvinnuveg sem fram- leiðir afurðir til útflutnings og notar jafnframt nær eingöngu innlenda rekstrarvöru, sumpart úrgangsefni, sem ekkl hafa áður verið nýtt. 300—350.000 seiði árlega Þegar hafa verið gerðar mæl ingar og teikningar að stöðinni. Þar eru fyTÍrhugaðar eldistjamir, samtals 1.7 ha. að flatarmáli. Von ir standa til að unnt verði að ala upp I gönguseiðastærð árlega 300 til 350 þús. laxaseiði og selja 2.5 millj. ungseiða á ári, þegar stöð- in er komin í fullan rekstur. Stefnt er að því, að fyrstu seið unum verði sleppt úr eldisstöð- inni vorið 1962 og stöðin komin að fullu í rekstur að fjórum árum liðnum. — Löggæzlumenn Frh. af bls. 13. manna, sem hegðar sér þannig, að því er Hákon segir. Lá þá ekki annað fyrir en að oka alveg aðgangi að Mörkinni, en það er gegn stefnu Skógrækt- arinnar, sem alltaf hefur viljað láta fólkið njóta náttúmfegurðar á þeim stöðum sem hún hefur haft yfir að ráða, sagði Hákon. Hinn kosturinn var að fá lög- gæzlumenn á staðinn, og hefur nú fengizt loforð fyrir því. — Það er von mín og ósk, að umgengnin verði betrj í Þórs- mörkinni en undanfarin ár, sagði Hákon. Það er enginn að fetta fingur út í það þótt menn hafi einhvern glaðning meðferðis, en þeir verða að hegða sér þannig að öllum sé ekki vansæmd að. Samkomur KFUK Vindáshlíð Telpur munið. fundinn í kvöld kl. 8. Munið skálasjóð. Stjórnin. Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar púströr o. fl. varahlutir í marg ar gcrðir bifreiða. — Bílavörubúðin FJÖDRIN Laugavegi 168. — Síml 24180. TRÚLOFUNAR W 5 G A R 4 AMTMANNSSTÍG 2 ULRICH FALKNER ÓSKA EFTIR AÐ KAUPA LAND-ROVER bíl ekki eldri en árgerð 1955. Staðgreiðsla. Tilboð sendist blaðinu fyrir mánaðamót merkt: „Rover — 5062“. Þökkum hjartanlega öllum þeim sem glöddu okkur með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 75 ára afmælnm okkar 20. júní og 29. júlí. Guðríður Jónsdóttir, Guðjón Einarsson, Berjarnesi, Vestur-Landeyjura. Hjartanlegar þakkir til allra þeirra ættingja og vina, er með gjöfum, blómum, heimsóknum og heillaóskum glöddu mig á 85 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur ÖU. Þórunn Jónsdóttir frá Ey. Móðir okkar INGVELDUR ANDRÉSDÓTTIR verður jarðsungin frá Ingjaldshóli Hellissandi laugard. 5. þ.m. Húskveðja verður frá heimili hinnar látnu Mávahl. 27 föstud. 4. þ.m. kl. 10,30. Margrét Hallgrímsdóttir, Haukur Hallgrímsson Útför konunnar minnar JENU VALGERÐAR DANlELSDÓTTUR frá Kolbeinsstöðum, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. þ.m. kl. 1,30. Ólafur Eyjólfsson. Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma JÓHANNA JÓNSDÓTTIR Hringbraut 64, Hafnarfirði, sem andaðist að St. Jósepsspítala 29. júlí verður jarð- sungin frá þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 4. ágúst n.k. kl. 2 s.d. Sigurjón Jónsson, Guðrún Guðmundsdóttir, börn og barnabörn. Hjartans þakkir flyt ég öllum þeim ,er sýndu mannin- um minum GUÐMUNDI EBENEZERSSYNI vinarhug í langvarandi veikindum hans og vottuðu roinningu hans virðingu með minningargjöfum og nær- veru sinni á útfarardegi hans. Pálina Pálsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa BJÖRNS SUMARLIÐA JÓNSSONAR Karólina Gestsdóttir, Elín Björnsdóttir, Jóna Björnsdóttir, Kristín Björnsdóttir, Enok Ingimundarson, Samúel Björnsson, Birna Björnsdóttir, Sigurður Auðunsson, Margrét Bjarnadóttir, Bryn jólfur Kr. Björnsson, Kristjana Lindkvist, Rakel Björnsdóttir, Páll Þórðarson, María Björnsdóttir, Hörður Guðmundsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.