Morgunblaðið - 04.08.1961, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 04.08.1961, Qupperneq 3
í'ostudagur 4. ágúst 1961 MORGUNBLAÐ1Ð ■'WS fr- V s EINU sinni átti ég vin, sem varð hjónabandinu að bráð. Við vorum vanir að tefla skák á kvöldin og hugðumst halda þeirri skemmtan á- fram — eftir að þetta hafði hent vin minn. En það fór á annan veg: Skáklistin varð einnig hjónabandinu að bráð, því kona vinar míns varð svo afbrýðisöm út í skákina — ekki mig — að vinur minn sá sig tilneyddan að hætta að sinna henni (skák- inni). Skömmu síðar gifti ég mig líka — og hætti að sinna skák. — Þessi kona, sagði frú Gudrun Levald, hefði átt að láta ykkur, vinina, kenna sér skák. Það hefði getað endað með því, að hún hefði mátað ykkur báða, a.m.k. þig. Frú Gudrun Levald teflir skák við Gylfa Baldursson á Skákmóti Norðurlanda. Hún tapaði þeirri skák. „Eiga konur aö tefla“ Ég hitti frú Gudrunu Le- vald á Nýja-Garði í gær, en hún fer heim til Danmerkur í dag. Hún hefur, sem skák- unnendum er kunnugt, tekið þátt í Skákmóti Norðurlanda hér — eini kvenkeppandinn. — Eiga konur nokkuð að tefla skák? spurði ég. — Já, því ekki það, sagði Gudrun, ef þær mega vera að því vegna barneigna og heimilisstarfa. — En hvað með heimilis- friðinn? — Karlmenn verða bara að sætta sig við það, að konur — jafnvel konurnar þeirra — kunni að vinna þá í skák. — Á þá að koma „hinu eilífa stríði kynjanna" inn í skákina líka? — Það er gaman að öllu slíku „stríði“, ekki satt? — Heldurðu þá, að konur geti í raun og veru orðið jafningjar karlmanna á þessu sviði — líka? —■ Þetta er gamaldags spurning. — Er það ekki jafn satt núna og í gamla daga, að konur hugsi ekki jafn „lóg- ískt“ og karlmenn? — Þetta er bara gömul — og ný — karlmannsspeki. Ég hitti eitt sinn mann í Óðins- véum, sem hélt þessu fram. Hann var góður skákmaður. Þegar við höfðum rætt um þetta fram og aftur, bauð hann mér í skák til að sanna mál sitt. Eftir því sem á skákina leið, varð hann æ órólegri og stökk hvað eftir annað upp frá borðinu og æddi um gólfið, en ég gerði mig eins blíða og elskulega og mér var frekast unnt — þangað til ég gerði allt í einu „út af við hann“. — Hann nefur tæplega far- ið heim til sín og kennt kon- unni sinni skák, eftir þessa útreið. — Það veit ég ekki. — Þú ert ef til vill ein- hver undantekning, Gudrun. — Ég er ekki bezta skák- kona í heimi. — Undantekningarnar kunna að vera fleiri. — Undantekningar geta orðið að reglu. — Ég held, að við séum farin að tefla með orðum. — Skák — og mát. — Jæja, en segðu mér, ertu gift? — Nei. — Hvers vegna ekki? — Það er einkamál. — Þitt — og skáklistarinn- ar? — Nei, bara mitt. — Hver kenndi þér að tefla? Karlmaður? — Nei, ég gekk í Skák- klúbb kvenna í Kaupmanna- höfn. — Hvernig stóð á þvi, að þú gekkst í hann? — Ég fékk snemma áhuga á skák og fylgdist með mót- um, áður en ég gekk í klúbb- inn. Faðir minn var reyndar skákmaður, en hann vildi ekki kenna mér að tefla, því honum fannst það ókvenlegt, en ég lærði það nú samt. — Þú lítur vonandi ekki á þetta aem kvenréttindamál? — Gerir þú það? — Ég — nei. — Ætlarðu þá að kenna konunni þinni að tefla? — Nei, hún hefur nóg að gera, hum, vegna barneigna og heimilisstarfa. — Þú getur gert það, þegar börnin fara að vaxa úr grasi og sjá meira um sig sjálf. — „Den tid — den sorg“. — Konur eiga auðvitað ekki að tefla, nema þær langi til þess — og hafi nægilegt „for- stand", og karlmenn ekki held ur. — Tefla margar danskar stúlkur? — Já, þessi klúbbur, sem ég gat um áðan, var stofnaður árið 1930 og telur marga fé- laga. Tvær danskar konur tefla í meistaraflokki, þrjár í fyrsta flokki og margar í neðri flokkunum. — Ungar stúlkur líka? — Já, ekki síður. — Vilja þær ekki heldur fara á böll? — Það er skemmtilegra að tefla en fara á böll. — Ertu á mótí dansleikjun*' (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) — Nei, alls ekki, ég hugsa að fáir hafi meira gaman af dansi en ég — en ég tek skák ina jafnvel fram yfir. Hún er meira spennandi.... — En karlmennirnir? — Það er sem betur fer ekki bara hægt að dansa við karl- menn það er líka hægt að tefla við þá — og vinna þá báðum tilfellum. — Ráðleggurðu þá íslenzk- um stúlkum að læra að tefla? — Já, þeim sem sækjast eft ir því, sem er spennandi og hafa ekki bara hjarta — held ur líka heila. Þær, sem komast langt, eiga kost á því að kom- ast til útlanda ókeypis og sjá sig um, eins og ég t.d. núna. Önnur dönsk skákkona komst alla leið til Buenos Aires, enn önnur til Moskvu o.s.frv. — Hvernig hefurðu kunnað við þig hér? — Vel, en ég get ekki leynt því, að það urðu mér mikil vonbrigði að engin íslenzk kona skyldi taka þátt í skák- móti Norðurlanda, og íslenzk ar konur skuli yfirleitt ekki tefla skák. Ég kom meðal ann ars til að sýna og sanna, að konur geta teflt ekki síður en karlmenn, en ég hefði viljað standa mig betur — mun bet- ur. — Hvað ertu orðin gömul? — Ég hef 'telft í þrjátíu ár. — Hvað starfarðu? — Ég er vara-umsjónarmað ur við skóla. — Er þetta sumarfrí? — Já. — Nokkuð strembið, ekki satt? — Nokkuð svo, en það er gaman að koma til framandi landa, og skákin er tilbreyt- ing frá hversdagslífinu. i. e. s. stakstWar „Gengi er valt . . Það var vel til fundið hjá Þjóð viljanum í gær að birta á forsíð- unni, öðru megin við stóryrða- grein Hannibals Valdimarssonar, mynd af kempunni sjálfri og hin um megin myndir af skerðingu íslenzku krónoinnar á undan- gengnum árum. Líklega ber erig inn íslenzkur einstaklingur meiri ábyrgð á því ófremdarástandi, sem ríkt hefur í efnahassmalum landsins og stöðnun lifskjava meðan allar aðrar lýðræðisþjoð- ir sækja hratt fram til bættra kjara. Verkfallastefna Hannibals hefur æ ofan í æ orsakað gengis fall og mest á tímum vinstri stjórnarinnar. Menn geta varla varizt þeirri hugsun að þessi skemmtilega uppsetning á for- síð'u Þjóðviljans sé gerð að ráði þeirra Einars Olgeirssonar og Magnúsar Kjartanssonar, sem mest er í mun að gera veg Hanni- bals sem minnstan, og hefur raun ar orðið vel ágengt við að fella gengi hans innan Kommúnista- flokksins. Svo endar þessi rit- stjóri forustugrein blaðsins sama dag á því að tala um ,ódrengskap‘ annarra! Hlrnuiismnm on ekíJ ríkisstjúni — Greinargerð Seðlabankans Framhald af bls. 1. ATVINNUVEGUNUM OFBOÐIÐ Nú hefur hins vegar farið svo, að samið hefur verið um kaup- Ihækkanir, sem hafa munu áhrif til hækkunar á allt kaupgjald og verðlag á næstunni. Þessar kaup- hækkanir eru yfirleitt taldar hækka launakostnað atvinnuveg- anna um .13 til 17% nú þegar, auk viðbótarhækkunar á næsta éri um 4%. — Þetta mikil hækk- un kaupgjalds er mun meira en atvinnuvegirnir geta tekið á sig vegna aukinna afkasta. Áhrif kauphækkananna á hag- kerfið munu einkum koma fram með tvennum hætti: Annars veg- er munu þær hafa í för með sér versnandi afkomu útflutningsat- vinnuveganna og leiða til sam- dráttar í útflutningsframleiðsl- unni og minnka atvinnu við hana, en hins vegar leiða til auk- innar eftirspurnar eftir erlend- um gjaldeyri. Þetta hvorttveggja mun svo hafa í för með sér greiðsluhalla við útlönd og nýja gj aldeyrisörðugleika. Nokkur tími mun að sjálfsögðu líða unz afleiðingar kauphækk- ananna koma fram af fullum þunga, en það væri að dómi Seðla bankans hið mesta óráð að láta gagnráðstafanir bíða unz kömið væri út í öngþveiti, alvarlegan gjaldeyrisskort og stöðvun út- flutningsframleiðslunnar. Væri þannig látið reka á reiðanum mundi brátt eyðileggja það, sem áunnizt hefur að undanförnu og veikja traust á fjármálum ís- lands utan lands og innan. Spá- kaupmennska mundi og þróast í skjóli óvissunnar og þess verð- bólguótta, sem þessu ástandi fylgdi. ÞRJÁR AöALLEIÐIR Seðlabankinn hefur athugað þær þrjár aðalleiðir, sem til greina geta komið til þess að forðast jafnvægisleysi í gjald- eyrismálum þjóðarinnar. Ein leiðin mundi vera fólgin í því, að draga úr þensluáhrifun- um með því að gera ráðstafanir, sem hefðu í för með sér samidrátt í neýzlu og fjárfestingu, með því m.a., að lagðir yrðu á nýir skatt- ar, vextir hækkaðir og aðrar ráð- stafanir gerðar í peningamálum. Þessi leið væri hörkuleg, mundi valda verulegum samdrætti í at- vinnu og framleiðslu, en myndi hins vegar ekki bæta hag útflutn ingsatvinnuveganna. Af þessum ástæðum telur Seðlabankinn hana ekki færa. Önnur leið gæti verið að gripa til hafta, uppbóta og styrkja með nýjum gjaldeyrisskatti eða aukn- um innflutningsgjöldum. Þessi leið hefur verið farin hér áður í mörg ár og reynzt illa, og var ormn ófær, þegar frá henni var horfið með efnahagsaðgjörðunum í febrúar 1960. Þriðja leiðin er að lækka gengi íslenzku krónunnar til samræmis við þá röskun, sem kauphækkan- irnar hafa í för með sér. Seðla- fcankinn telur þessa leið þá einu, sem nú sé fær til þess að afstýra þeim vanda, sem framundan er, enda verði jafnframt gerðar ráð- stafanir til þess að tryggja, að kauphækkanirnar og gengisbreyt ingin leiði ekki til lánsfjárþenslu, eða meiri hækkana á verðlagi en óhjákvæmilegt er. ÓHJÁKVÆMILEG RÁÐSTÖFUN Seðlabankanum er ljóst hve al- varlegt það er, að þurfa að grípa til gengislækkunar svo skömmu eftir stórfellda gengisbreytingu á síðasta ári. Hins vegar telur hann óhjákvæmilegt, að horfast í augu við þann vanda, sem skapazt hef- ur, og með þeirri gengisbreyt- ingu, sem nú er ákveðin, á að geta tekizt að tryggja á ný nauð- synlegt jafnvægi i gjaldeyrismál- um og við<unandi rekstursgrund- völl meginhluta útflutningsat- vinnuveganna, en undir þróun þeirra er velmegun þjóðarinnar komin öðru framur. Mynd af forsiðu Þjóöviljant í gœr. Hannibal Valdimara- son vinstra megin og krón- an, sem hann skerti, hœgra megin við grein hans. Vaxtatal Vart kemur svo út blað af Tim anum að ekki sé þar krafizt lækk unar vaxta. Varla getur mönnum í alvöru dottið í hug að leiðin tH að tryggja efnahagsjafnvægi eftir stórfelldar kaniphækkanir sé sú að lækka vexti og auka útlán. AUir sjá i hendi sér að slíkt mundi leiða til aukinnar gjald- eyrisnotkunar, þenzlu í þjóðfélag- inu og verðbólguþróunar. Skýr- ingin á kröfu Framsóknarflokks- ins um vaxtalækkun er hinsvegar augljós. Þeir láta sér ekki nægja þann árangur, sem náðist af svika-samningum SÍS, þegar verulegum hluta af skuldum fyr- irtækisins var velt yfir á almenn- ing. Til viðbótar kref jast þeir þess að vextir séu lækkaðir á afgang- inum og þannig á málum haldið að verðbólga minnki skuldir fyrir tækisins enn meir en orðið er. Hagstæður greiðslu- jöfnuður ríkissjóðs 1960 I yfirliti, sem Gunnar Thorodd- sen fjármálaráðherra gaf nýlega um hag ríkissjóðs, kom fram að greiðslujöfnuður var á síðasta ári hagstæður um 10.7 millj. kr. Fjármálaráðherra upplýsti einn- ig að heildartekjur ríkissjóðs hefðu orðið 13VS millj. kr. undir áætlun á árinu, en útgjöld rikis sjóðs 51.3 millj. kr. lægri en áætl að hafði verið. Hagur rikissjóðs var þannig góður á síðasta ári, en jafnvægi í ríkisbúsakpnum er einmitt eitt af frumskilyrðum þess að traust efnahagslíf þróist. Stjórnarandstæðingar eru af og til að tala um að hag<ur ríkissjóðs sé afleitur. Yfirlit fjármálaráð- herra fyrir siðasta ár tekur þó af öll tvímæli um að hagurinn var góður á síðasta ári og svo mun einnig verða í ár. >

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.