Morgunblaðið - 04.08.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.08.1961, Blaðsíða 6
Föstudagur 4. ágúst 1961 M C Attu sex tvíbura ÓLAFUR Hálídánsson, bóndi og sjómaður í Bolungarvík, á í dag sjötugsafmæli. María Rögn- valdsdóttir, kona hans, átti sjö- tugsafmæli 13. janúar sl. Þessi heiðurshjón geta litið yfir sér- Stæðan og merkilegan æviferil. Þau hófu ung búskap á Hesti í Súðavíkurhreppi og bjuggu þar sin fyrstu búskaparár. Síðan fluttu þau að Kleifum í Seyðis- firði og bjuggu þar í sex ár. Þaðan ftuttu þau að Folafæti og Stunduðu þar búskap í fjögur ár. En árið 1930 fluttu þau til Bolungarvíkur og hefur heim- iðl þeirra staðið þar síðan. Meðan Ólafur bjó í Súðavík- urhreppi stundaði hann bæði sjó og land. Hann hafði lengst- um útgerð með búskap sínum og var harðfylginn og dugandi sjómaður. Raunar má segja að <»i störf Ólafs Hálfdánssonar hafi jafnan einkennzt af ein- Stæðum dugnaði, áhuga og harð íylgi. 1 Bolungarvík bjó hann einnig stóru búi um árabil og átti þá heima í Meirihlíð. Hin síðari ár hefur hann átt heima í sjálfu kaupíúninu, en jafn- framt stundað búskap, en í smærri stíl en áður. Ólafur Hálfdánsson er hinn mesti drengskaparmaður. Hann er traustur maður og heiðar- legur, svo að af ber, afkasta- maður til allrar vinnu, glaður og reifur á hverju sem gengur. Um Maríu Rögnvaldsdóttur, konu hans, má segja hið sama. Hún er mikil mannkostamann- eskja. Þau hjón hafa átt saman 15 börn, þar af sex tvíbura. Þenn- an stóra barnahóp áttu þau á aðeins fimmtán árum. Þau hafa komið bömum sínum til mann- dóms og þroska með miklum ágætum. Öll eru börn þeirra dugmikið og vel gefið fólk. Má segja að þau María og Ólafur hafi haft mikið barnalán. En baráttan fyrir hinu stóra heimili og fjölmenna barnahópi hefur oft verið hörð, ekki sízt meðan hart var í ári og bömin voru í ómegð. En þau María og Ólafur voru einkar samhent. Þau stóðu alltaf hlið við hlið í baráttunni, og á þeim varð aldrei nokkur bilbugur fundinn. Uppeldi þessa stóra barna- hóps er stórbrotið afrek, sem hið íslenzka þjóðfélag skuldar þessum heiðurshjónum miklar þakkir fyrir. Barnabörn þeirra munu nú vera orðin nær fimmtíu. Af börnum þeirra eru fjórtán á lífi. fimmtán bðrn á 15 árum Mar'ia Rögnvaldsdóttir og Ólafur Hálf- dánsson, Bolungarvik sjötug Þau misstu eina stúlku á barns- aldri Börn þeirra Maríu og Ólafs eru þessi: Vinningar í 4. fl. happ- drættis DAS 1 6ÆR var dregið í 4. fl. Happ- drættis D. A. S. um 50 vinninga «g féllu vinningar þannig: 4ra heirb. íbúð Ljósheimum 20 tilbúin undir tréverk kom á nr. 33407. Umboð Sigr. Helgad. Eig- andi Ejnar Kelgason, Hofteig 16. 2ja herb. íbúð Ljósheimum 20 tilbúin undir tréverk kom á nr. 33616. Umboð Aðalumboð. Eig- andí Fanney Reykdal, Snorra- braut 36. Opel Rekord fólksbifreið kom á nr. 46/59. Umboð Aðalumboð. Eigandi Stefán Þorvaldsson, Þingholtsbraut 62. Skoda fólksbifreið kom á nr. 57158. Umboð Keflavík. Óendurn. miði. Eftirtalin númer hlutu húsbún að fyrir kr. 10.000.00 hvert. 6214 — 10094 — 23575 — 38259 — 59282. Eftirtalin númer hlutu húsbún 1718. .ð fyrir kr. 5.000.00 hvert: 3445 — (Birt án ábyrgðar) '5881 — 8747 — 9641 — 10773 — 10787 — 11099 — 13859 — 15211 15441 — 16383 — 18186 — 18207 18285 — 19762 — 20960 — 23840 24389 — 25213 — 25494 — 26785 30610 — 31935 — 34186 — 37436 37700 — 38214 — 39535 — 40941 41510 — 44739 — 45954 — 46630 49105 — 49430 — 49902 — 51383 51480 — 51652 — 55720 — 57174 58646 — 59924 — 60933 — 61285 Ólafur Hálfdánsson og María Rögnvaldsdóttir með barnahópinn sinn. — Á myndinni eru taliS , frá vinstri, sitjandi: Iiaukur, Halldóra, María, Ólafur Hálfdánsson, María Rögnvaldsdóttir, Ólafur, Helga Svana og Hálfdán. Standandi frá vinstri: Ósk, Guðrún, Kristín, Rögnvaldur, Fjóla, Lilja, Jónatan og Einar. góðu hjóna. Þau hafa reynzt þeim trygg og ræktarsöm. Mest um vert er þó það, að þau hafa öll komizt til manndóms og reynzt gott og dugandi fólk, eins og kyn þeirra stendur til, Ég hefi þekkt heimili þeirra Maríu Rögnvaldsdóttur og Ól- afs Hálfdánssonar frá barn- æsku. Ég man eftir þeim á Kleifum, í S yðisfirði, á Fæti, i Meirihlíð og J Bolungarvík. Það var alltaf ánægjulegt að koma á þetta stóra heimili. Þar var líf og gleði, starf og barátta. En alltaf setti bjartsýni húsbænd- anna þó svip sinn á umhverfið. Þar var öllum fagnað heilshug- ar, og þar ríkti gestrisni og myndarskapur. Mikill fjöldi fólks, frændur og vinir Maríu og Ólafs, þakka þeim allan drengskap og vináttu á liðnum tíma, um leið og þeir árna þeim heilla með merkilegt lífs- starf. Þau hafa uppskorið sín sigurlaun. Framundan eru ham- ingjurík og farsæl efri ár. Ósk, húsfreyja, gift Halldóri Halldórssyni, verzlunarmanni í Bolungarvík; Guðrún, húsfreyja, gift Magnúsi Þórðarsyni, skrif- stofumanni í Reykjavik; Einar, trésmíðameistari í Reykjavík; Rögnvaldur, pípulagningameist- ari í Reykjavík, kvæntur Guð- mundu Jakobsdóttur; Kristín, húsfreyja, gift Jóhanni Sigurðs- Guðbjarti Oddssyni, málara- meistara; Haukur, vélsmíða- meistari í Bolungarvík, kvæntur Ingu Ingólfsdóttur; Halldóra, húsfreyja, gift Jóhann Sigurðs- syni, bónda að Hellu á Ár- skógsströnd í Eyjafirði; Maria, húsfreyja í Bolungarvík, gift Gunnari Júl. Egilssyni, vél- stjóra; Ólafur Daði, iðnverka- maður í Reykjavík; Lilja, hús- freyja í Bolungarvík, gift Guð- mundi Rósmundssyni, skipstjóra; Fjóla, húsfreyja í Bolungarvík, gift Pétri Jónssyni, bónda; Jónatan, verkamaður í Bolung- arvík, kvæntur Sigrúnu Hall- dórsdóttur; Hálfdán, vélstjóri í Bolungarvík, kvæntur Sigríði Norðkvist, og Helga Svana, hús- freyja í Bolungarvík, gift Guð- mundi Hraunberg, vélsmið. Átta börn þeirra Maríu og Ólafs eru búsett 1 Bolungarvík og eru þar traustir og dugandi borgarar. Þau María og Ólafur eru ennþá við góða heilsu. Hinn fjölmenni barnahópur þeirra mun í dag dvelja með þeim heima í Bolungarvík. Börnin eru hið mikla lífslán þessara S. Bj. FélagslíS Þórsmerkurferðir laugardaga kl. 2 frá Bifreiða- »töð íslands — Sími 1891*. • „Rannsóknar- leiðangrar“ Nýlega var í fréttum sagt frá nokkrum „rannsóknar- leiðöngrum", sem erlendir menn gerðu til íslands. Hafði Rannsóknarráð sent út frétta- tilkynningu um málið. Nokk- uð þóttu mér rannsóknarleið- angrarnir misjafnir. f sumum virtust aðeins vera hópar ungl inga, sem komu í för með kenn ara eða leiðsögumanni í nokkurs konar verklega náms ferð. Aðrir báru það með sér að vera það sem við venju- lega köllum rannsóknarleið- angra, eins og t. d. leiðangur dr. Georgs Walkers, sem hefur gert hér merkar athuganir á Austfjarðablágrýtinu, Og Hol- lendingurinn Wensink sem er hér til athugana á mótum mó- bergs og blágrýtismyndunar. Unglingarnir hafa sjálfsagt gaman af því að fara í rann- sóknarferðir“, eins og krakkar í njósnaleik, en mér finnst það of rausnarleg notkun á orðinu, þegar talað er um þá í sama örði og raunverulega lærða sérfræðinga, sem vinna með alvöru að rannsóknum. • Kvikmynda Kötlugos Ekki erum við þó ein um þetta orðalag hér. f brezka blaðinu Times var fyrir skömmu sagt frá 5 manna leið angri, sem Konunglega brezka landfræðilegs Og málfræði- blessun sína yfir, til íslands- farar. Markmið ferðarinnar er landfræðilegs og málsfræði- legs eðlis, segir í fréttinni. Og standa vonir til aff leiffang- urinn geti kvikmyndaff Kötlu- gos. Meðlimir leiðangursins eru FERDINAINiD 7390 r ' * f. COPÍNHACtN ..fe^ % á aldrinum 20 til 21 árs og ætla þeir að aka um óbyggðirnar á Land-Rover jeppa Og fá ís- lenzkan fylgdarmann til að vísa leiðina yfir auðnir inn landsins. * Fyrirmyndar þjónusta Það er ekki oft sem fólk fcemur til Velvakanda til að vekja athygli á því sem vel er gert. Einhvern veginn er- um við svona, mannfólkið. En í gær talaði húsmóðir'í Háa- leitishverfinu við mig, til að vekja athygli á þjónustu sem hún taldi til fyrirmyndar. Hún sagði, að hverfið sitt væri nýtt Og lítið um þægindi enn sem komið er. En að einu leyti hefðu húsmæðurnar þar betri þjónustu en flestar aðrar. Fyrir jólin fór verzlun- in Austurver, að senda þang- að bíl þrjá morgna í viku. Bíllinn flytur húsmæðurnar endurgjaldslaust að verzlunar samstæðunum þar sem eru alls kyns verzlanir, bíður meðan þær kaupa inn og flytur þær aftur heim. Hún sagði að þetta væri um 20 manna bíll, sem kæmi, Og væri yfirleitt fullur af húsmæðrum. Sagði konan að þetta væri næsta stóra verzl unarsamstæðan við þetta stóra hverfi, svo sjálfsagt fengi hún megnið af viðskiptunum það- an hvort eð er, en kónurnar væru ákaflega þakklátar fyrir Imcca biónufitLL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.