Morgunblaðið - 04.08.1961, Page 8

Morgunblaðið - 04.08.1961, Page 8
8 MORCVNBLAÐ1Ð Föstudagur 4. agúst 1961 \ 50 ára 1 dag: Pétur Símonarson frá Vatnskoti PÉTUR SÍMONARSON frá Vatnskoti í Þingvallasveit er fimmtugur í dag 4. ágúst. Pétur Símonarson Pétur þarf ekki að kynna nán ar, hann er fyrir löngu þjóðkunn ur fyrir hugvit sitt og verklega ' snilli, og að framkvæma eitthvað skemmtilegt eða gagnlegt á með an við hin aðeins ræðum um. hlutina. Sagðar eru af Pétri ótál furðu sögur sem hafa á sér þjóðsagna- kenndan blæ, en enginn efar þó að séu réttar. Frægastur varð hann þó forðum er hann á vél- sleða sínum knúnum flugvéla- mótor, heimsótti skíðamótið í Hveradölum árið 1937, er Helgi HjöVvar lýsti atburðinum í út- varpinu. Ekki er rúm til að minnast meira að sinni á sportævintýri Péturs, áláði, legi eða lofti, en sennilega hefur smekkvísi og hæfni Péturs náð hámarki er hann teiknaði og smíðaði núv. bú- stað sinn að Austurbrún 31. Litlar ýkjur er að segja að hann hafi reist það hús einn, með kraft- blökkum og vogarstangarafli. Á- samt góðri konu sinni, Fríðu ÓI- afsdóttur, hafa þau skapað sér fallegt heimili sem er ein listræn samfella full af smekkvísi. Pétur lærði rafvélavirkjun í Danmörku þar sem hann var öll stríðsárin en nú rekur hann sjálf stæða vinnustofu og iðnað. Hinir mörgu ættingjar og vinir Péturs óska honum til hamingju með afmælið og langrar ánægju legrar ævi. — V. O. Þurrkurinn vel notaður MYKJUNESl, 30. júlí. — í síð- ustu viku var hér bezti hey- þurrkurinn er komið hefur á þessu sumri. Fimm daga var brakandi þurrkur og verður ekki annað sagt en hann væri vel notaður, enda ekki vanþörf, þar sem lítið hefur verið um heyþurrk, það sem af er slætti. Yfirleitt áttu því bændur mikil hey úti, ekki þó hrakin, þar sem yfirleitt iiefur verið hægt að sæta upp því sem slegið hef- ur verið. En þessir fimm dagar hafa gjörbreytt heyskapnum, því yfirleitt lögðu menn nótt við dag. Það var breitt og hart sleg ið og sett upp í galta, þannig að víða er búið að bjarga mestu af fyrri slætti, ýmist í hlöður eða undir striga. Spretta á tún- um er yfirleitt ágæt, en búast má við að háarspretta verði með lakara móti þar sem túnin hafa verið heldur seint slegin og oft er heldur kalt í veðri, því að margar nætur í sumar hefur hitastigið farið niður undir frost mark um nætur. Hér í Holtum hefur verið unnið að allmiklum útihúsa-1 byggingum í sumar, einkanl'ega heyhlöðum og víða er töluvert land brotið til ræktunar. — 1 ráði er nýbýlisstofnun á einum stað og eru framkvæmdir að hefjast. Enda hlýtur að því að draga, að hið mikla útstreymi, sem verið hefur úr sveitunum hætti. Virðist margt benda til þess að þar sé breyting í nánd. 1 vor voru Holtamanna- og Landmannaafréttir opnaðar aft- ur til afnota eftir næstum 20 ára lokun. Notuðu ýmsir sér það og var flutt fé á báðar, t.d. mun á annað þúsund fjár hafa verið flutt á Landmanna- afrétt af Landinu og úr Holta- hrepþi. — M. G. W»MKJAVINS)USTOFA 0G VIÐT/tKJASAlA s c lcfi/e crtckr* ?i/o/ vffidc/ t.. áqúst (wál.3 , tu nnsjry 1 Oi'æíslur t td J-t;l juli /olrs' ' ISaltsíld (iurtru/r) t,[ jútftoka 1156 7957 195$. J9S9 1961 Á SUMRIN er um fátt meira rætt hér á landi en hvernig síldveiðarnar gangi norðan- lands og austan. Er þá á hverj um tíma fyrst og fremst mið- að við árið á undan. En eins og allir vita, þá geta veiðarn- ar gengið treglega, jafnvel þótt þær gangi alivel borið saman við „árið á undan“. Línuritið, sem hér er birt sýnir sumarsíldveiðarnar 1956 —’61. Neðsti hluti hverrar súlu sýnir hve saltað hefur verið í mörg þúsund tunnur og siðan kemur bræðslusíldin í þús. málum, hvort tveggja miðað við júlílok, eða um það bil. Við þetta er'svo bætt veið inni í ágúst fþús. tunn.ur og máf). Á árinu 1956 veiddist sama sem ekkert í ágústmán- uði, en 1957—’60 munaði veru Iega um ágústveiðarnar. Hver raunin verður í ár er að sjálf sögðu hin mikla spurning í happdrætti síldveiðanna. Rauða-Kína WASHINGTON, 2. ágúst (NTB —AFP) — Kennedy forseti hef ur ítrokað þá afstöðu bandarískui stjórnarinnar, að standa gegn a'(S ild Rauða-Kína að samtökum Sameinuðu þjóðanna. Var þetta tekið fram í fréttatilkynningu um nýafstaðnar viðræður Kennedya forseta og Can Chengs, vara- forseta kínverskra þjóðernissinnai á Formósu, sem fram fóru I Washington. Báðir aðilar lýstu því yfir um leið, að þeir styddi* aðild allra þjóða, sem uppfylltu kröfur sáttmála Sameinuðu þjóð anna. MEÐFYLGJANDI mynd var tekin af hljómsveit Guðmund- ar Ingólfssonar frá Keflavík Og söngvUrum fyrjr nokkrum dögum er þeir voru að leggja af stað heimleiðis frá Sjálf- stæðishúsinu á Siglufirði — en þar voru þeir félagar að skemmta Siglfirðingum og síld arfólki í tæpan mánuð. Nú um verzlunarmannahelg in verður hljómsveitin að leika að H\ oli, Hvolsvelli, laugardags og sunnudagkvöld, einnig munu þeir féagar leika og syngja í síðdegiskaffitíman um á sunnudag á sama stað. Á heimleiðinni munu þeir koma við í Reykjavík og enda verzl unarmannahelgina með því að leika fyrir Reykvíkinga á mánudagskvöld í Vetrargarðin um. Þar sem Keflvíkingarnir fara nú að leika í samkomu- húsi Njarðvíkur eftir skamm an tíma, er óvíst hvort þeir leika aftur utan Keflavíkur á næstunni. Hljómsveitin er skipuð þess um mönnum: Guðmundur Ing ólfsson, gítar, Þráinn Krist, jónsson, víbrafón, Þórir Bald- ursson, píanó, Erlingur Jóns- son, bassi og Páll Ólafsson, trommur. Söngvarar eru þeir: Engilbert Jensen og Þorsteinn Eggertsson. TRULOFU NARHRINGAR afgreiddir samdægurs HAllCCR SKÓLAVÖRÐUSTÍG Magnús Thorlacius næstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 1-1875. Jóhannes Lárusson héraðsdómslögmaður lögfræðiskrifstofa-fasteignasala Kirkjuhvoli — Sími 13842. Nýkomnir hollenskir BARNASKÓR PÓSTSENDUM UMI ALLT LANU SKOSALAN LAUGAVEGI 1 Sóistón Njótið sólarinnar í sólstólnum Tfekla Austurstræti 14 Sími 11687

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.