Morgunblaðið - 04.08.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.08.1961, Blaðsíða 10
10 Fðstudagur 4. águst 1961 Útgefandi: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður 3jarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Árni Öla, sími 33045. Auglýsingar: A.rni Garðar Kristinsson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. SKÍRSKOTAÐ TIL ÁBYRGÐARTIL- FINNINGAR OG í hinni glöggu greinargerð, sem Ólaíur Thors, for- sætisráðherra, flutti í útvarp ið í fyrrakvöld fyrir hinum nýju efnahagsráðstöfunum lákisstjórnarinnar, var í senn skírskotað til ábyrgðartil- finningar og þjóðhollustu ís- lendinga. Forsætisráðherr- ann dró í fáum dráttum upp sanna og rétta mynd af þró- un íslenzkra efnahagsmála, gerði grein fyrir því ófremd- arástandi, sem ríkti þegar núverandi ríkisstjórn tók við, rakti viðreisnarráðstaf- anir hennar og hin já- kvæðu áhrif þeirra, og ræddi síðan þá óheillaatburði, sem nú hafa leitt til þess að orð- ið hefur að gera nýjar ráð- stafanir til að koma í veg fyrir atvinnuleysi og upp- lausn í íslenzkum efnahags- málum. Það er staðreynd, sem engum vitibomum manni þýðir að neita, að núver- andi ríkisstjóm hefur haft manndóm og kjark til þess að snúa við á óheillabraut uppbótakerfisins og sívax- andi verðbólgu. Með við- reisnarráðstöfunum hennar urðu þáttaskil í íslenzkum efnahagsmálum. Lánstraust og virðing þjóðarinnar út á við var endurreist. Jafn- vægi hafði skapazt í pen- ingamálunum innanlands. — Trú þjóðarinnar á íslenzka krónu var endurreist. Það sýndi hin stóraukna spari- fjármyndun greinilegast. Með viðreisnarráðstöfun- um ríkisstjórnarinnar var í stuttu máli sagt lagður grundvöllur að efnahags- legu jafnvægi, framförum, uppbyggingu og bættum lífs- kjörum almennings í land- inu. —• ★ . Hin pólitísku verkföll kommúnista og Framsóknar- manna, sem haft hafa í för með sér stórfellda aukningu framleiðslukostnaðar höfðu raskað þessum grundvelli. — Framleiðslunni var á ný hrandið út í vonlausan halla- rekstur og nýtt kapphlaup hafið milli kaupgjalds og verðlags. Framsóknarmenn og kommúmstar höfðu að nýju opnað dyrnar fyrir ver ðbólguóf r eskj unni. Ríkisstjómin snerist með manndómi og festu gegn þessari nýju hættu, þessari nýju ógnun við afkomu, ör- yggi og farsæla framtíð ís- lendinga. Þær ráðstafanir, ÞJÓÐHOLLUSTU sem nú hafa verið gerðar eiga að geta skapað jafnvægi að nýju. Þær munu koma í veg fyrir þá upplausn, sem hin ábyrgðarlausa stjórnar- andstaða leggur höfuðkapp á að skapa. En þjóðinni ríður nú lífið á því að frekari skemmdar- starfsemi upplausnaraflanna verði hindruð. Islendingar mega ekki gerast þeir smið- ir sinnar eigin ógæfu að eyði leggja gjörsamlega grund- völl gjaldmiðils síns. Með því að gera kröfur á hend- ur útflutningsframleiðslunni, sem hún engan veginn fær risið undir, voru launþega- samtökin sjálf, undir forastu kommúnista og Framsóknar- manna að framkvæma gengisfellingu. Eftir að sam- þykkt hafði verið 20% kaup- hækkun hjá útflutningsfram- leiðslunni gat enginh mann- legur máttur komið í veg fyrir nýja skráningu á gengi íslenzkrar krónu. En nú skiptir það mestu máli að allir pjóðhollir menn skipi sér í órofa fylkingu um þá ríkisstjórn, sem hef- ur í senn vit og kjark til þess að segja þjóðinni sann- leikann um ástand efnahags- mála hennar, og framkvæma nauðsynlegar viðreisnarráð- stafanir. HEIMSÓKN LANGHELLE TVTils Langhelle, forseti norska Stórþingsins, dvelst um þessar mundir hér á landi í boði Alþingis. Hann var um langt skeið ráðherra í norsku ríkisstjórninni, en síðan 1958 hefur hann verið forseti Stórþingsins, sem er önnur mesta virðingarstaða í Noregi. Langhelle er jafnframt for- maður þingmannasambands Atlantshaf sbandalagsrik j - anna. Hann er ötull máls- svari vestrænnar samvinnu og hefur eins og margir aðr- ir norskir stjórnmálamenn sýnt glöggan skilning og framsýni í alþjóðamálum, og þörf vestrænna lýðræðis- þjóða fyrir nána samvinnu til varðveitslu frelsis síns og sjálfstæðis. íslendingum er sómi að heimsókn þessa merka norska stjórnmála- manns. Má vænta þess að hún verði enn til þess að treysta tengslin við okkar ágætu norsku bræðraþjóð. i MORGVNBLAÐIÐ" Kjarnorku- beifiskip BANDARÍSKI flotinn hefir eignazt fyrsta beitiskipi, sem knúið er kjarnorku — og er f meðfylgjandi mynd tekin af því í reynsluferð þess nýlega. — Það heitir „Long Beach“ (Langisandur). Þetta er 14 þúsund tonna skip, 220 metra langt og 22 m á breidd. Unnið er nú að því í skipa- smíðastöð í Quincy í Mass- achúsetts að ganga frá skip- inu hið innra og búa það öll- um tækjum. — Stóri „kass- inn“, sem mest er áberandi á myndinni (um það bil mið- skips), hýsir mikinn og flók- inn ratsjárbúnað skipsins. „Langisandur“ verður vel vopnum búinn. Mun skipið m. a. geta skotið flugskeytum af gerðunum „Terrier“ og „Talos“. Vaxandi óánægja með Macmillan í Bretlandi A Niðurstöðurnar kjósendur væru ánægðir með Niðurstöður skoðanakönn- Macmillan sem forsætisráð- unar „Daily Mail“ voru þess- herra svöruðu 48,4 af hundr- ar í aðalatriðum. aði játandi. Fyrir rúmum mán Spurningu um það, hvort uði sögðu 55,9% já við slíkri <r . . . spurningu við svipaða skoð- skoðanakönnun þessi fðt fram rétt eftir að hinar víðtæku við reisnarráðstafanir brezku SVEPPARÆKT í BORGARFIRÐI U'orgöngumenn svepparækt arinnar í Borgarfirði eiga þakkir skildar. Þeir hafa hafizt handa um at- hyglisvert nýmæli í íslenzk- um landbúnaði. Sveppir eru í öllum löndum eftirsótt og verðmæt fæða. Hingað til hafa þeir verið keyptir til landsins erlendis frá fyrir dýrmætan erlendan gjald- eyri. Öll nýbreytni í íslenzku atvinnulífi er spor í rétta átt. íslenzkt atvinnulíf er ennþá alltof fábreytt. — Yið getum ræktað hér margfallt. fleiri tegundir matjurta en við höfum gert til þessa. — Með auknum niðursuðuiðn- anakönnun. Hvernig munduð þér greiða Aðalspurningin nú var: — atkvæði, ef fram færu almenn ar þingkosningar á morgun? Svörin féllu þannig: 35,7 af hundraði sögðust mundu styðja íhaldsflokkinn, 36,8% lýstu fylgi við Verkamanna- flokkinn og 17,1% kváðust mundu veita Frjálslynda flokknum atkvæðj sitt. A Verkamannaflokkurinn að „ná sér“ Virðist ljóst af þessum ^ niðurstöðum, að Verkamanna flokkurinn sé nú að „ná sér“ eftir að hafa verið í mikilli lægð að undanförnu vegna innbyrðis-sundrungar, eink- um að því er varðar stefn- una í afvopnunarmálum og afstöðuna til þjóðnýtingar. — Það ber að hafa í huga, að stjórnarinnar í efnahagsmál- um voru samþykktar, en þær hafa' ekki átt skilningi að fagna meðal almennings. Arabar taka við v'örnum aði getum við gert sjávaraf- urðir okkar miklum mun verðmætari. Islenzkur iðnað- ur þarf að verða stórum öfl- ugri og fjölbreyttari. I þessa átt verður þróunin að ganga, og í þessa átt gengur hún sem betur fer. Það er leiðin til raunhæfra kjarabóta, af- komuöryggis og farsældar. af Bretum ■ Kuwait KAIRO, 2. ágúst (Reuter) Hern aðarsendinefnd frá Arabaráðinu mun halda flugleiðis til Kuwait á sunnudaginn, til undirbúnings því, að arabískt hherlið taki við vernd furstadæmisins af Bret- um. Var þetta tilkynnt, eftir að sérstök nefnd Arabaráðsins hafði 'haldið fund hér í dag. Fulltrúi Kuwait hjá Arabaráðinu, Abdel Aziz Hussein, sagði að land sitt mundi greiða kostnað af dvöl arabíska liðsins í furstadæminu. I hernaðarsendinefndinni munu eiga sæti fulltrúar frá Arabíska sambandslýðveldinu, Líbanon, Saudí-Arabíu, Marrokkó og Jórd aníu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.