Morgunblaðið - 04.08.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.08.1961, Blaðsíða 13
FÖstudagur 4. agust' 1961 MORGUK'tLAÐlÐ 13 Náttúrufrœðifélagið fer frœðslu - og skemmtiferð HIB íslenzka náttúrufræðifélag efnir til þriggja daga fræðslu- og skemmtiferðar til Tungnaár, Þór- isvatns Og Veiðivatna 18.—20. ágúst. Ekið verður i bílum Guð- mundar Jónassonar, lagt upp úr Iteykjavík frá Búnaðarfélagshús- inu við Lækjargötu, föstudags- morgun kl. 10 og komið aftur á sunnudagskvöld, gist í tjöldum tvær nætur. í þessari ferð gefst einkum ■kOstur á að skoða og skýra jarð- Hörmung- ar fram- undan ? KALKÚTTA — Tuttugu stjörnufræðingar hér hafa lát 1 ð uppi þá skoðun sína, að útlitið sé nú allt annað en gott iyrir íbúa jarðar og muni tiörmungarnar ná hámarki tiinn 4. febrúar næsta ár. Á fundi ,sem þeir efndu til með blaðamönnum, sögðust stjörnu fræðinjgarnir telja sér skylt að aðvara jarðarbúa. Framundan væru flóð, jarðskjálftar, far- sóttir, hungursneyðir, borg- arastyrjaldir og hvers kyns önnur óáran. Þrátt fyrir þetta sögðust stjörnufræðingarnir ekki telja, að 4. febrúar yrði dómsdagur. En hörmungarnar mundu koma hart niður á ýms um heimshlutum og þeir jafn vel le-ggjast í eyði. fræðifyrirbæri. Langur kafli leið- arinnar liggur um hið firnastóra Þjórsárhraun, sem er eitt af Tungnaárhraunum og rann fyrir 8 þús. árum innan af öræfum fram í sjó hjá Eyrarbakka, um 130 km veg. Upptök þessara hraunflóða verða skoðuð, enn fremur stæði fornra lóna, sem þau stífluðu upp, en Tungnaá fyllti síðan leir og sandi og ræsti loks fram aftur með gil- grefti. önnur lærdómsrík jarð- fræðifyrirbæri í leiðinni eru: vikureldfjallið Vatnöldur (yngri en Tungnaárhraunin), stórir gíg ar (með stöðuvötnum) Og ungleg, nær 50 km löng gössprunga í Veiðivötnum, kalkhrútur (tra- vertín) undir Þóristindi, fallegt bólstraberg, vikrar og aurar. Á vikurauðninni innan Tungna ár verður komið við í fögrum gróðurvinjum (melgras, víðir, hvönn, eyrarrós), þar sem sauð- kind hefur ekki stigið fæti í fimm tán ár. í Veiðivötnum er fjölbreytt fuglalíf, einnig mývargur, skötu- ormur og silungur — en ekki veiðileyfi. Leiðbeinendur verða: Guð- mundur Kjartansson um jarð- myndun og staðhætti, Eyþór Ein arsson um plöntur og gróður far og Agnar Ingólfsson um dýr. Veðurfræðingur verður væntan- lega einníg í ferðinni — en í tjald stað fer fram keppni 1 veður- spá. Þar sem takmarkað rúm er í bílunum, verða þátttakendur að gefa sig fram hið fyrsta til að tryggja sér far. Nánari upplýsingar fást í vinnu stöfum Náttúrugripasafnsins í síma 12727 og 15487. Fjórir íslenzkir ungkarlar — freista gæfunnar í Ástralíu Kaffi er kjördrykkur eu reynid einnig — JOHNSON & KAABER KAFFI-UPPSKRIFT NR. 1 ÍS-KAFFI Fyllið % af húu glasi með sterku köldu lögðu kaffi. Látið eina matskeið af vanillu-ís út í og nokkra ísmola (mulda) ofan á. Setjið síðan nokkrar skeiðar af þeyttum rjóma yfir og skreytið með rauðum cocktail-berjum. f Kaffibrennsla . JOHNSON & KAABER % MORGUNBLAÐINU hefur bor izt úrklippa úr áströlsku blaði með meðfylgjandi mynd af fjórum ungum Reykvíking- um, sem komnir eru til Ástralíu í atvinnuleit. Það er orðið algengt, að fs- lendingar leggi leiðir sínar til íramandi landa og freisti þar gæfunnar, en fáir hafa til þessa valið Ástralíu. Reykvíkingarnir fjórir heita Ásgeir Egilsson, vélamaður 25 ára, Magnús Karlsson, einnig vélamaður 24 ára, Friðrik Ingvarsson, trésmið- ur, 34 ára og Pálmi Snorra- son, tónlistarmaður, 22 ára. Allir eru þeir ókvæntir. Til Melbourne komu fjór- menningarnir með brezku far- þegaskipi, Orontes, ásamt 1300 brezkum innflytjendum. í viðtali við þá segir, að þeim hafi komið mjög á óvart hversu margar stúlkur væru í Ástralíu — þær væru hreint yndislegar og það væri landið líka. Ennfremur sögðu þeir hafa komið sér á óvart að sólin væri miklu hærra á himninum yfir Ástralíu en yfir íslandi. íslendingarnir fjórir ætla að setjast að í Victoria — og reyna að fá þar einhverja vinnu — og þeir segjast ákveð ið ætla að halda hópinn ef þeir geta komið því við. Þeir félagar eru nú allir í vinnu, einn í Victoríu og þrír í Tasmaníu. / Jöhnnnn Sigvoldadóttir Minning MIBVIKUDAGINN 26. þ.m. lézt í Bæjarsjúkrahúsinu frú Jóhanna Sigvaldadóttir eftir þunga legu. Hún var fædd 26. ágúst 1911. Foreldrar hennar voru hjónin Sigriður Þorsteinsdóttir og S:g- valdi Grímsson. Föður sinn missti hún ung, en móðir hennar lézt í hárri elli fyrir rúmum mánuði síðan á Ól- afsfirði, þar sem hún bjó hjá dóttur sinni og tengdasyni. Jóhanna giftist Theodór Jóns- syni forstjóra 11. des. 1933 og bjuggu þau fyrstu búskaparárin í Vestmannaeyjum, en fluttust síð an til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan. Missti hún mann sinn fyr ir tveimur árum. Þau eignuðust tvær dætur, Sig ríði, sem er 23ja ára, Sólveigu 17 ára, og einn son Theodór sem dó tveim mán. á undan föður sm um tæpra 14 ára. Einnig ólu þau upp Ernu dóttur Theodórs frá fyrra hjónabandi, sem er gift og búsett í Bandaríkjunum. Jóhanna var frábær móðir, hún var hlé- dræg að eðlisfari en góður vinur vina sinna, hennar hlýja viðmót hafði góð áhrif á alla í návist hennar. Hún var þeim kostum prýdd sem mestir eru og beztir í fari húsmóður til aS skapa liina sönnu heimilishamingju. Hún var glöð í góðum gestahóp bæði á heimili sínu og utan þess. Sam búð þeirra hjóna var með afbrigð um góða og þau samhent í að skapa fullkomið og vistlegt heim- ili, enda var þar oft glatt á hjaiia áður en sorgin barði að dyrum. Ég kynntist Hönnu fyrir 15 ár- um við Hafravatn, þar sem við dvöldum á hverju sumri með börnin okkar lítil. Þar var gott tækifæri til að tala saman í kyrrð og ró á þessum fagra og friðsæia stað, sátum við oft og spjölluð- um um lífið, sorgir þess og gæði. Það var unun að horfa á ástúð- ina, sem skein úr augum hennar þegar hún talaði við litla drehg- inn sinn sem oftast sat hjá okk- ur í stólnum sínum og aldrei gat stigið í fæturna og varð að sætta sig við að horfa á hin bornin leika sér og busla í vatninu og hlaupa um. Ástúðin, sem ríkti milli þeirra tveggja verður öil- um ógleymanleg sem það sáu. Hann mátti helzt aldrei af mömmu sjá, hún taldi það heldur ekki eftir sér að sitja hjá honum öllum stundum. Hún neitaði sér um margt af þessum sökum, hún gerði það með glöðu geði, því heimili hennar var hennar ást- fólgni reitur. Því fórnaði hún öll um sínum kærleika og umönnun og manni sínum og börnum var hún allt í öllu. Sorg sína er hún varð fyrir þeg ar hún missti mann smn og son með stuttu millibili, bar hún eins og hetja og síðan hin þung bæru veikindi sín, og mælti aldrei æðruorð. í dag verður Jóhanna til mold ar borin. Hennar mun sárt sakn- að af ástvinum og öðrum sem hana þekktu. Vér þökkurn þær stundir, er hún var meðal okk- ar. Dætrunum votta ég mína inni legustu samúð og litla dóttur- syninum, sem svo stutt fékk að njóta afa og ömmu. Einnig systr- um hennar og öðrum ástvinum. Góður guð varðveiti þau öli og styrki. Björg Kristinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.