Morgunblaðið - 04.08.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.08.1961, Blaðsíða 16
16 MORCVNBLAÐIÐ Fðstudagur 4. ágúst 1961 I í í í í i í i Skyndibrúðkau ! Renée Shann: — Já, ég skal aka þér þang- að strax. Hvað gengur að henni? — Ég veit ekki hvað það er. Þetta var ungfrú Anderson. Hún segir, að hún sé með mikinn hita og kvarti um mikla verki. Þetta kom allt í einu og hún hefur sent eftir lækninum. — Hvar á mamma þín heima? spurði Lionel. — Það er svo sem tuttugu xnílur héðan. Betty leit af hon- um og á Júlíu. — Mér þykir þetta óskaplega leitt, að ég skuli verða að þjóta og skilja ykkur svona ein eftir. Júlía flýtti sér að segja, að það væri allt í lagi, og Betty skyldi ekkert vera að hugsa um það. — Ég vona, að ég verði ekki mjög lengi burtu. Mamma er ekkja, en hún hefur ágæta konu hjá sér, þessa ungfrú Anderson, svo að ef þetta er ekki neitt verulegt, verð ég komin fljótt aftur. —■ Finnst þér við ættum að segja þeim, hvað við ætluðum að gefa þeim að borða í kvöld, ef ske kyni að við kæmum ekki svo snemma heim? sagði George. — Já, það ættum við að gera. Júlía fór fram í eldhús með Betty. Þetta átti að verða ein föld máltíð, sem kostaði ekki mikið umstang, og var að mestu leyti þegar tilbúin, og einnig hafði verið lagt á borðið. — Það er nú ekki gaman að láta gestina sína sjá sjálfa um matinn handa sér, sagði Betty afsakandi. — Vertu ekki með þessa vit- leysu. Ég á hægt með þetta. En ég vildi nú samt óska, að þið kæmust svo snemma heim, að þið gætuð borðað með okk- ur. — Vi reynum það. Hafðu mat- HflRMB kæliskdpsins MiTSU 0 ftusturstraeti 14 Sjjni 11687; er m Æv.iiw urftJW.Rs ugapraunar bæoi Sx Kelvinator kæliskánurinn »■ ------------ — Nú skil ég betur af hverju strákar mega ekki berja stelpur! inn tilbúinn klukkan átta, og ef við verðum þá ekki komin, skuluð þið ekki bíða lengur. Við verðum ekki langt fram yfir þann tíma. Júlía og Lionel fylgdu þeim nú út og fullvissuðu þau um, að þeim væri alveg óhætt og þau skyldu ekki hafa neinar áhyggj- ur af þeim. Síðan sneru þau aft- ur inn í húsið. — Jæja, „fátt er svo með öllu illt ....“ sagði Lionel. Júlía var ekki viss um, að hún væri þar á sama máli. Hún ósk- aði þess, að Betty og George væru komin til þeirra aftur. Og úr því að þau þurftu að fara, vonaði hún bara, að þau yrðu ekki mjög lengi. Hún var ekki viss um. hvernig fara kynni fyr ir þeim Lionel, ef þau yrðu að vera ein saman allt. kvöldið. Hún minntist fyrri atvika, til dæmis í gærkvöldi, þegar Lionel hafði fylgt henni heim. Nú áttu þau að vera ennþá meira út af fyrir sig, ennþá lausari við allt óvið komandi fólk. En hún var nú ekki fædd í gær. Aðalatriðið var að halda Lionel frá sér, og forð- ast að láta hann sýna sér ástar- atlot. En það var nú hægra sagt en gert. Það var ekkert við það að athuga þó að þau sætu saman á legubekknum og fengju sér seinna glas, sem Lionel hafði blandað í og heldur ekki, að hann legði arminn um axlir henni. Og loks var óumflýjan- legt, að þau töuðu mest um sjálf an sig. — Þetta hefði nú ekki getað farið betur þó ég hefði skipu- lagt það sjálfur, sagði Lionel brosandi og kveykti í vindlingi hjá henni. — Staðurinn .......... tíminn ....... og stúlkan, sem ég elska. Júlía andvarpaði. — Ég vildi, að ég gæti sagt það sama. / — Finnst þér ekki þú geta það? — Nei, sannarlega ekki — Þú ert merkileg manneskja. — Því miður er ég víst það. Og sannast að segja, finnst mér það stundum sjálfri. — Ertu alltaf að ráða það við þig, hvorn okkar bú viljir held- ur? Hún leit á hann. Var þetta kannske satt? Hún óskaði þess, að hún þekkti sjálfa sig betur það var rétt eins og hún væri tvær Júlíur; önnur trú og trygg Robin sínum .... og svo hin, sem var ástfangin af Lionel. Og þetta aðdráttarafl hans var svo einkennilegt. Þess burfti ekki að gæta neitt, þegar hún var fjarri honum. Heldur ekki ef þau voru innan um annað fólk. En þegar þau voru einsömul, náði það taki á henni. Það var það að gera einmitt nú. Hún sagði nú næstum reiðilega: — Hvers- vegna þurfti hún mamma henn- ar Betty endilega að verða veik einmitt núna? — Ég býst við, að guðimir hafi viljað vera mér hliðhollir. — Mér finnst þeir ættu held- ur að vera Robin hliðhollir. — Hann hefur haft sitt tæki- færi. — Hvernig geturðu talað svona, þegar þú veizt hvernig á stendur? Lionel yppti öxlum. — Ástin þarfnast þess, að henni sé hald- ið heitri. Sé það vanrækt, deyr hún. — Robin hefur ekki verið að vanrækja mig viljandi. — Sagði hann nokkuð í bréf- inu í gær, hvað hefði tafið hann eða hversvegna hann hefði lát- ið þig ganga svona lengi í kvíða og hræðslu? — Hann hefur verið önnum kafinn. — Það geturðu sagt börnum og vitfirringum. Júlía dró sig frá honum. ■— Ég ætla nú ekki að fara að sitja hérna og hlusta á þig hallmæla Robin og æsa mig á móti honum. — Góða mín, ef þú héldir að ég gæti það ekki, væri þér alveg sama. Hlustaðu nú á og athugaðu eitt — þú skalt alveg sleppa mér í því sambandi — en það er ekki nema staðreynd, að þú heyrir ekkert frá honum í heila tvo mánuði, og ert að verða frá þér af áhyggjum og svo færðu örfá- ar línur, bar sem hann segist ekki hafa skrifað, af því að hann hafi haft svo mikið að gera. Eg spyr nú bara: Hvaða konu þætti þetta góð meðferð á sér? — Mér sjálfri. Og, vel á minnzt: Hvaðan hefurðu það, að þetta hafi ekki verið nema örfá ar línur, sem ég fékk? — Þú gafst mér það sjálf í skyn á leiðinni hingað. — Jæja, það var nú annars aldrei ætlun mín, sagði Júlía stuttaralega og fór að hugsa um. hvað hún hefði sagt um bréf Robins, en gat ekki munað það. Hún leit á úrið sitt og ásetti sér að breyta um umtalsefni: .— Jæja, það er víst tími til kom- inn að fara að athuga þennan mat handa ekur. Hann brosti. — Eirtu að renna af hólmi? — Þú getur kallað það hvað þú vilt. Hún leit á hann. — Mér finnst þú hálf-andstyggilegur í kvöld. Hann svaraði með glettnislegu augnaráði: — Getur það ekki stafað af því, að þú sért of hrif in af mér? — Nei, það getur það ekki. Hún gekk hröðum skrefum út í eldhúsið, náði sér í svuntu, sem Betty átti og setti hana upp. Andartaki seinna leit hún upp og sá þá Lionel, sem stóð í dyrunum og brosti til hennar. — Vertu nú ekki svona vond. Þú gætir kannske brennt fyrir okkur rnatinn. — Það væri þá ekki nema rétt á þig. — Já, en Betty og George ættu það ekki skilið af þér. Júlía hvorki brenndi matinn, né heldur komu Betty og Géorge til að gera sér gott af honum. Þau Lionel dokuðu dálítið við og voru í vafa um, hvort þau ættu að halda matnum heitum handa þeim, eða hvort þau kannske kæmu svo seint að þau kærðu sig ekki um neinn mat. — Ég vildi, að þau vildu hringja og segja okkur, hvað þeim líður, sagði Júlía. þegar þau loksins höfðu ákveðið að láta mat vera mat, og þvo upp. — Þau annaðhvort hringja eða koma eftir stutta stund, sagði Lionel. Hananú! Láttu mig bera þennan bakka fyrir þig. Svo þurrkaði hann, en hún þvoði upp. Þegar þau höfðu lok ið því, sagði hann brosandi: — Þarna í Austurlöndum höfum við alltaf nóg af þjónustufólki, og þar þarf húsmóðir aldrei að drepa hendi í kalt vatn. Þar eiga konurnar náðugt. Júlía. Ég er viss um, að þar mundi þér líka lífið. — Nei, því hef ég enga trú á, Lionel. Lionel greip utan um hana og hélt henni fast. — Jú, það mund irðu elskan min, bara ef ég væri þar hjá þér. — Ertu orðinn brjálaður? — Nei, með fullu viti. Það ert þú, sem ert brjáluð að vera að hanga við mann, sem eftir öll- um sólarmerkjum að dæma, kær ir sig kollóttan um þig. Júlía sleit sig lausa og augun leiftruðu. — Mig vantar ekki spönn til að hlaupa burt héðan. Lionel rétti út hendurnar til hennar, og sagði f iðrunartón: — Fyrirgefðu. Ég hefði ekki átt að segja þetta. Júlía, elskan mín, þú mátt ekki verða reið við mig. Komdu, við skulum fara aftur inn í stofuna og tala sam- an.. — Hvað ætlarðu þá að segja? — Ekkert, sem getur hneyksl að þig. Og þegar þau voru kom- in inn í stofuna, skaraði hann í eldinn á arninum, svo að hann glaðnaði við. — Er það þá synd að segja stúlku, að maður elski hana? —- Kannske ekki synd. en .... — Æ, komdu nú ekki aftur með þessar mótbárur. Ég veit, að þú ert gift. Það er engin hætta á, að þú látir mig gleyma því. En ég er bara svo dauð- skotinn í þér. Og ennþá skotn- aitltvarpiö Föstudagur 4. ágúst 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir tilk. og tónleikar). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 Tónleikar: „Við vinnuna". 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til kynningar. 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir) 18:30 Tónleikar:. Harmonikulög 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Rússneskur forleikur op. 72 eftir Prokofiev. — Borgar hljómsveitin 1 Prögu leikur. — Václav Smetácek stjórnar. 20:15 Efst á baugi (Björgvin Guðmunds son og Tómas Karlsson). 20:45 Einsöngur: John Charles Thomas syngur. 21:00 Uppiestur: Kvæði eftir Sigurjón Friðjónsson (Baldur Pálmason). 21:10 Tónleikar: Píanósónata nr. 31 í As-dúr op. 110 eftir Beethoven. — Friedrich Gulda leikur. 21:30 Útvarpssagan: „Vítahringur'* eft ir Sigurd Hoel; XXV. lestur og sögulok. (Arnheiður Sigurðar- 22:00 Fréttir og veðurfregnir. dóttir kennari þýðir og flytur.) 22:10 Kvöldsagan: „Ösýnilegi maður- inn', eftir H. G. Wells; XII. (Indriði G. Þorsteinsson rithöf ). 22:30 í léttum tón: Lög eftir Sigfús Halldórsson, sungin og leikin. 23:00 Dagskrárlok. Laugardagur 5. ágúst — Markús, mikið er ég fegin að þú skulir vera kominn heim! — Þetta hljómar eins Og eitt- hvað sé að, elskan! — Það er rétt . . . Dýrunum okkar í Týnda skógi fer fækk- andi og pabbi er mjög áhyggju- fullur . . . Dádýr, elgir og fjalla- geitur hafa alveg horfið á síð- ustu tveim vikum! — Hefur þú nokkurntíma — Nei, aldrei! heyrt byssuskot? 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 Öskalög sjúklinga (Bryndís Sigur jónsdóttir). 14:30 I umferðinni (Gestur I>orgríms- son). 14:40 Laugardagslögin. — (Fréttir kl. 15:00 og 16:00). 16:30 Veðurfregnir. Lög fyrir ferðafólk. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Poul Robeson syng ur. 20:30 Leikrit: „Tveir í skógi", gaman- leikur eftir Axel Ivers i þýðingu t>orsteins Ö. Stephensen. Tónlist eftir Reyni Geirs. — Leikstjórix Helgi Skúlason. — Leikendun Helga Bachmann, Þorsteinn Ö Stephensen, Helgi Skúlason o| Knútur Magnússon. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslötf. — 2dt00 Daeskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.