Morgunblaðið - 04.08.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.08.1961, Blaðsíða 18
18 MORGVnnr4Ð1Ð Föstudagur 4. ágúst 1961 FH vann yfirburðasigur HÉR BR mynd af m-eisturum sem lengi hefur beðið birtingar. Það eru liðsmenn FH í hand- knattleik, en þeir sigruðu í meist aramóti íslands utan húss. S.l. laugardag lauk mótinu og þá veittu piltarnir fögrum bikar móttöku í viðurkenningarskyni við afrek sitt. Fóir ísl. meistarar hafa — að öðrum ólöstuðum — verið eins vel að sigrinum komnir og þetta lið. Það sigraði í öllum sínum leikjum á mótinu með miklum yfirburðum. FH hefur og sýnt það á undanförnum árum, að það er í algerum sérflokki hér á landi í handknattleik. Félagið hefur átt íslandsmeistara í karlaflokki und anfarin mörg ár og verið á stund um í algerum sérflokki hveð getu snertir. FH á góða meistaraflokksmenn — og hefur lengi átt. En það á líka yngri menn sem ekki eru ólíklegri en hinir eldri til að við halda heiðri félagsins. Munu fá fé lög hvar sem leitað væri um lönd eiga slíku einvalaliði á að skipa í öllum aldursflokkum. Og sé um framfarir að ræða í þessari í- þróttagrein hjá okkur, þá eru þær að finna hjá FH. Svo hefur það verið — og svo er það. Myndina tók Sveinn Þormóðs- son er piltarnir fengu sigurlaun Samleikur færði KR sigur yfir Val KR og Valur léku síðari leik sinn í 1. deildarkeppninnj á mið- vikudagskvöldið. KR vann enn, nú með yfirburðum, sem eru mun táknrænni fyrir yfirburði þeirra yfir Val og önnur lið í keppn- inni, 5—2. Valur átti frumkvæðið f með fyrstu sókn sinni. 0 1 Eftir að KR-ingar “" 1 höfðu leikið sér í 7 mínútur að heldur léttum and- stæðingi, skoruðu Valsmenn úr aukaspyrnu, sem Þorsteinn Frið- þjófsson skallað: laglega yfir Heimi, sem átti rangt úthlaup og varð seinni til en Þorsteinn. ert eftir stórfallega sendingu Þór ólfs upp miðjuna. 3-2 1-1 Það var eins og KR- ingum geðjaðist ekki að þessu -fruiiihlaupi Valsmanna og Þegar á 9. mínútu jafna þeir metin með gullfallegu marki, sem Þórólfur Beck einn getur sýnt. Þórólfur tók á móti allhárri horn spyrnu, tók knöttinn á brjóstið, lagði fyrir fætuma, og skaut án viðstöðu efst í markið, vonlaust fyrir Björgvin að verja. Allt gert á broti úr sekúndu án þsss að vamarmenn gætu hrært legg né lið. 2-1 Aðeins tvær mínútur líða og enn sókn að Valsmarkinu, eins 07 ráunar mest allan hálfleikinn, Þórólfur skýt- ur. Björgvin ver en missir út til Ellerts í góðu færi, en Ellert er ó- heppinn og skýtur heldur mátt- lausu skoti i stöng, en á leiðinni til Ellerts aftur rekst boltinn í tærnar á Halldóri Haldórssyni og beinc í tómt markið, 2—1. 3 1 Á 18 mínútu síðari I hálfleiks skoraði Ell- Valsmenn hleyptu nokkrum spenningi (og hörku) í leikinn, er þeir skor uðu 3—2 á 32. mín., en þar var Matthías að verki, fékk góðan jarðarbolta upp miðjuna og skor- aði með góðu skoti í bláhornið án þess að Heimir sem var sem frosinn í markinu af aðgerðar- leysi gerði minnstu tilraun til að verja. Það munaði líka sáralitlu að Valsmönnum tækist að jafna á 38. mín. er Heimir gerir enn enga tilraun til að verja auka- spyrnu Elíasar Hergeirssonar, en boltinn sveif rólega í þverslá og útfyrir. 4-2 Á 40. mín. skorar Leifur Gíslason, h. út herji, 4—2, og tryggir þar með sig ur KR, en hann skaut í nokkuð opnu færi og lenti boltinn í Magn úsi Snæbjörnssyni og inn. fá tækifæri á að reyna sig og var stirnaður í markinu þá sjaldan hann fékk að sýna. sig. Aftasta vörnin stóð sig vel, enda fátt um mótspyrnu í framlínu Vals og að- eins Matthías og Björgvin, sem einhver hætta gat stafað af, hinir voru annað hvort ekki framlínu menn (Þorsteinn) eða allt of sein ir. Sveinn Jónsson og Helgi skil- uðu sýnum hlutverkum af prýði en þeir voru framherjar og „áttu“ miðjuna að mestu. Framlína KR var allgóð með Þórólf sem lang- bezta mann. Valsliðið veitti mótspyrnu eink um aftasti hlut; liðsins, en leikur margra liðsmanna er full grófur og ber þar einkurn til að nefna miðvörðinn, Magnús Snæbjöms- son, sem virðist bæta uþp greini legan æfingaskort með því að hrinda meira, fastar og ólögleg- ar en nokkur varnarleikmaður sem nú leikur, a.m.k. í 1. deild. Árni Njálsson átti ágætan leik, og sama er um Ómar að segja. Elías er í framför. Matthías og Björgvin voru oft hættulegir í framlínunni, einkum þó Matthías. Hannes Þ. Sigurðsson, Fram, dæmdi ieikinn og gerði það all- vel. Áhorfendur voru margir. —jbp— Sigrún var með og setti me ÞAÐ voru ill og leið ranghermi hér á síðunni í gær um það að Sigrún Jóhannsdóttir Akranesi, sem valinn var eini keppandi Is- lands í kvennagreinum á Norður landamótinu hefði ekki mætt til leiks. Og undirritaður var harður á meiningunni um það að FRÍ yrði að upplýsa það mál og af- saka við Norðmenn, þar sem ein- um kvenmanni var sérstaklega boðið til mótsins. En allt slíkt er óþarfi. Sigrún mætti til leiks og þó hún yrði ekki í einum af fyrstu sætunum þá setti hún glæsilegt nýtt ísl. met, stökk 1.50 metra og stökk jafnhátt þeim sem hlutu 7. og 8. sæti þó fjöldi tilrauna hafi raðað þeim niður á ákveðinn hátt, sem við þekkjum ekki vel ennþá. En afrek Sigrúq- Ánægðir Norður- landa- farar NOKKRIR af ísl. þátttakend- unum á Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum komu heim í gær. Létu þeir mjög vel yfir ferðinni og voru ánægðir með móttökur allar og aðbúnað og mótið í heild. Valbjörn tognaði í baki þái er hann reyndi við 4.60 m í stangarstökk* í tugþrautinni. Var hann, að sögn Benedikts Jakobssonar fararstjóra, mjög nærri því að fara yfir þá hæð. En óhappið varð til þess að hann varð að hætta í tugþraut inni, en þar átti hann öruggt þriðja sæti — og bronsverð- Iaun, sem féllu í hlut Björg- vins Hólm er Valbjörn varð að hætta. Meiðsli Valbjörns eru ekki alvarleg, en þess má geta að þetta er í fyrsta sinn sem Val- björn verður fyrir því óláni að togna í íþróttum. Þeir félagar sögðu að braut- in í þrístökki hefði verið þung og hefði það einhverju ráðið um lélegri árangur í þrístökk- inu en búizt hafði verið við. 5-2 Á síðustu mínútu leiksins skoruðu KR- ingar enn og nú er v. framvörður inn, Helgi Jónsson að verki og skorar með nokkuð föstu skoti nokkuð fyrir utan vítateig, en Björgvin hafði hendur á boltan- um, en greip of laust og missti boltann yfir sig inn í markið. KR vann verðskuldað. Sigur KR er fyllilega verðskuld aður og mörkin alls ekki of mörg. Tækifær' KR voru mun fleiri en Valsmanna og leikur liðsins allur annar, oft mjög góður. Hjá Vals- mönnum brá að vísu fyrir spili af og til en allt of sjaldan þó. Heimir í markinu fékk allt of Annað mark KR. Ellert hafði skotið föstu skoti, sem lenti í þverslá. Knötturinn hrökk fram í Halldór Halldórsson og af honum í netið. Dálítil krókaleið, en vöm Vals var sundur- leikin. (Ljósm.: Sveinn Þormóðsson) ar er gott. Enginn getur búizt við meiru af ísl. keppanda en nýju meti og Sigrún — og allir aðrir — eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Sigrún — á bezta íslenzka , kvennametið. 1 -ár Ástæðan Mistökin komu til að því að heimild Mbl., norska fréttastofan NTB sendi út skeyti um stiga- fjölda_ þjóðanna. Þar sem í skeyti þessu er rætt um stig í keppni kvenna er komizt svo að orði „Island deltok ikke i damernes övelser". Þetta lögðum við til grundvallar þvi að eini kvenkepp andi hefði ekki — af einhverjum ástæðum — mætt til leiks. En sem betur fer reyndist þetta mis skilningur hjá norsku fréttastof- Á Bezta met kvenna Og Sigrún gerði meira en að setja ísl. met. Afrek hennar 1.50 er samkv. stigatöflunni bezta afrek er ísl. kona hefur unnið í frjálsum íþróttum. Það gefur 836 stig. Næst kemur það sem bezt var fyrir þetta nýja met Sigrúnar, metið í langstökkti 5.23 sett 1952 af Margréti Hallgrímsd. UMFR. 3. bezta metið er 100 m hlaup sem Margrét vann einnig 1952 gefur 798 stig og fjórða bezta afrek kvenna er kúluvarpsmet Oddrúnar Guðmundsdóttur UMSS sett fyrir nokkrum dög um, 11.04 er gefur 799 stig. Margrét hefur því 14 ára gömul unnið betri afrek en nokkur önnur ísl. frjálsíþrótta kona. Þórólfur meiddur í LEIK KR og Vals, sem á köfl um var harður og ljótur, meiddist Þórólfur Beck illa á fæti eftir stöðug návígi við miðvörð Vals. Fór Þórólfur út af leikvelli um stundasakir og kom inn, haltrandi. Eftir enn eitt spark fór Þórólfur út af og kom ekki inn aftur, enda illa meiddur í ökklaliðn- um, þar sem blóð hafði kom- izt í liðinn. Þórólfur mun verða að liggja heima í a. m. k. viku og samkv. upplýsingum Sigurðar Halldórsson mun hann ekki' geta tekið þátt í leik KR gegn Akranesi, og jafnvel ekki út- séð hvað verður um Rúss- landsferð þá, sem Þórólfur átti að taka þátt í með Fram. — jbp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.