Morgunblaðið - 04.08.1961, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.08.1961, Blaðsíða 19
> Föstudagur 4. ágúst 1961 MORGVTSBLAÐIÐ 19 Viðræður tímabærar Landmannaleið — segir Krusjeff t Moskvu, 3. ágúst — (Reuter) Sovétveldið svaraði í dag eíðustu orðsendingu Vestur- veldanna varðandi Berlínar- málið. Krúsjeffs, forsætisráð- herra, lýsti jafnframt yfir því við ítalska forsætisráð- herrann, Fanfani, sem nú dvelst í Moskvu, að samn- ingaviðræður um Berlín og hýzkaland væru bæði tíma- bærar og mögulegar. Hin nýja yfirlýsing Sovét- veldisins er svar við orðsend- ingum vestrænu ríkjanna frá 17. júlí sl., þar sem þau vöruðu sovézku stjómina við að reyna að ryðja úr vegi réttindum þeirra i Berlín með einhliða aðgerðum af sinni hálfu. — Var svarið afhent sendiherrum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands af Gromyko, utan- ríkisráðherra Sovétveldisins. — Orðalag svarsins hefur ekki ver — Hurö skall... Framhald af bls. 1. Farþegar yfirgcfa í þotunni voru 67 farþegar og fengu nokkrar konur í þeirra hópi taugaáfall við atburðinn. Leyðfu mennirnir öllum að yfirgefa þotuna, nema fjórum farþegum og 6 manna áhöfn. — Var þeim fyrrnefndu haldið sem gíslum og öllum dyrum þot unnar lokað að svo búnu. Stóð þotan síðan við brautina í rúm- ar 4 klukkustundir og var flug- völlurinn lokaður fyrir allri um ferð á meðan. Var einnig sótt herlið frá nálægum bækistöðv- um. — Flugfélaglð vildi skipta T>að var flugfélagið Continen- tal Airlines, sem átti hina stóru farþegaþotu. Reyndu forsvars- menn félagsins að fá mennina til að skipta á þotunni og far- þegaflugvél af gerðinni DC-7C, en ekkert svar barst. Þota af gerðinni Boeing 707 er metin á 250—300 millj. ísl. króna. Þegar nær fimm klukkustund ir voru liðnar, voru hreyflar þotunnar skyndilega ræstir og hún mjakaðist af stað eftir brautinni. Hún komst allauð- veldlega framhjá þeim hindr- unum, sem settar höfðu verið upp. Tók lögreglulið'ið þá það til bragðs, að fylgja henni • eftir i bifreiðum og skutu á hana úr bílgluggunum. Lauk viðureigninni svo, að þegar tekizt hafði að skjóta gat á 7 hjólbarða þotunnar varð hún að nema staðar. / Farþegarnir, sem með þot- unnl voru, skýrðu frá því, að annar hinna tveggja ævintýra- manna hefði virzt vera aðeins um 18 ára gamall, en hinn aft- ur nálægt fimmtugu. Töluðu þeir spænsku með bandarískum hreim, og kallaði sá yngri hinn manninn pabba. Eftir 8 klukkustundir Það var svo fyrst eftir 8 klukku Stundir, að mennirnir gáfust upp á þessu tiltæki sínu. Kom þá í ljós, að þarna voru á ferðinni tveir bandarískir borgarar, Leon Beardon og 17 ára sonur hans, búsettir í Arizona Félagslíi Sveinameistaramót Hafnarfjarðar fer fram að Hörðuvöllum dag- ana 5. Og 6. ágúst 1961. — Fyrri dagur: 60 m hl., langstökk, há- etökk .kúluvarp og spjótkast. — Bíðari dagur: Víðavangshlaup, þrístökk, stangarstökk, kringlu- ikast og 5x80 m boðhlaup. ið kunngert hér enn, en búizt er við, að það verði birt á morgun. Viimingur Krabbameinsfél. í G Æ R var dregið í happ- drætti Krabbameinsfél. Reykja- víkur. Vinningurinn, sem er Volkswagenbifreið, kom á nr. 2341. — — Langhelle ... Frh. af bls. 1 stofnuðu hann. Annar nýtur NATO mikils og almenns stuðn- ings meðal norsku þjóðarinnar, sem bezt sést á því, að kommún- istar eiga ekki nema einn þing- mann af 150 og ég held, að þeir geri sér engar vonir um að auka fylgið. Þeir hafa alltaf verið að tapa. — Þegar greidd eru atkvæði á þingi um framlög Noregs til NATO er aðeins einn á móti, kommúnistinn, einn af 150. Allir flokkarnir að kómmúnistum ein- um undanteknum styðja varnar- bandalag okkar. ★—★—★ — í útlöndum telja ýmsir, að ástæðan til þess að kommúnistar eiga jafnlitlu fylgi að fagna í Noregi og raun ber vitni, sé sú, að við eigum landamæri að Rússlandi — og þekkjum því Rússana betur en margir aðrir Að mínum dómi er þetta ekki aðalatriðið. Hitt er miklu veiga- meira, að í Noregi líður fólkinu vel, þar er mikil atvinna, gróska og velmegun. Kommúnistaáróður inn fær ekki hljómgrunn, fólk er ánægt með upþbygginguna, það vill ekki rífa nðiur. ★—★—★ — Mikið er rætt um skandina- visku flugsamsteypuna SAS og þær deilur, sem undanfarið hafa staðið í Noregi um félagið. Að- spurður sagði Langhelle, að ekk- ert væri til í því, að Nörðmenn vildu draga sig út úr SAS. Hins vegar gagnrýndu þeir mjög fjár- málastjórn félagsins á undan- förnum árum, því stórtap hefði orðið á rekstrinum. Norðmenn voru beðnir um að leggja fram mikið fé, einu sinni enn, eins og reyndar hin aðildarríki samsteyp- unnar, sagði Langhelle. Þingið veitti þetta fé einróma, en samt með skilyrðum um meira eftir- lit með fjármálastjórn SAS. ★—★—★ Langhelle og kona hans fara nú norður í land og sagðist þing- forsetinn hlakka mjög til að renna fyrir lax í Laxá. — Fiskveiðar eru helzta tóm- stundagaman mitt, ég stundá þær á hverju sumri, bæði í ám og í sjó. Könan mín er líka áhuga- söm og ég vona bara að við verð- um heppinn með veður — og fengsæl, sagði Langhelle og brosti. Jóhann Hafstein, fulltrúi ís- lands í fastanefnd þingmanna- sambands NATO-landanna, og kona hans verða Langhelle-hjón- unum til fylgdar í norðurferð- inni. og í Mörkina GUÐMUNDUR Jónasson, ferða- bílstjóri, hefur á ferðaáætlun sinni tvær ferðir um verzlunar- mannahelgina. Fyrir þá sem vilja fara í Þórsmörk, en þang- að liggur nú straumurinn um þessa löngu fríhelgi, efnir hann til ferðar í Mörkina. Og fyrir þá sem vilja ekki fylgja straumnum, hefur hann skipu- lagt ferð um Fjallabaksleið syðri, um Landmannalaugar, Eldgjá og niður í Skaftafells- sýslu. Verður lagt af stað í þá ferð kl. 8 í kvöld, en Þórs- merkurferðina kl. 2 og kl. 6.30 e. h. á laugardag. Guðmundur kom í fyrrakvöld úr 7 daga ferð um Eldgjá, Breiðbak og í Tungnaárbotna. — Voru 30—40 manns með hon- um, þar af margir útlendingar. Næsta langa ferðin er Öskjuferð 12. ágúst. Tekur hún 10 daga og farið víða um óbyggðir, t.d. Ódáðahraun og Herðubreiðarlind ir og heim í byggð. Úlfar býður til lundaveiða MJÖG margir munu fara úr bænum um verzlunarmanna- helgina, enda er mikiíl fjöldi hópferða þegar ráðgerðar. Með Úlfari Jacobsen fara t.d. á þriðja hundrað manns í Þórs- mörk. Verður farið bæði á föstu dag og laugardag. Úlfar skipu- leggur einnig ferð til Breiða- fjarðareyja. Gefst ferðafólkinu þar kostur á að reyna lunda- veiðar — og verða fuglarnir matbúnir fyrir veiðimennina, ef þeir óska. — Síldveibar Frh. af bls. 11 tvö farþegaskip, svipað því sem nýlega var hór í höfninni. Fiski- rannsóknarskip og síldarflutn- ingaskip eru svo sjálfsögð að ekki þarf að rökstyðja það frekar. Islendingar eru mikil ferða- þjóð og yrði útþrá þeirra og ferðaþörf sjálfsagt fullnægt á ódýrastan hátt með slíkum skip- um auk þess sem þau gætu sjálf sagt orðið vinsæl meðal erlendra ferðamanna. Nú mundu margir segja „Hvar á að ta-ka féð til að greiða þessi skip?“ í því sam- bandi vil ég segja að þjóðin sem heild á stórar fúlgur hjá Austur-Þjóðverjum, og gætu þess ar upphæðir fljótlega aukizt ef meira væri selt þangað, en nú er það ekki hægt vegna þess, að við kaupum ekki nóg á móti. Fiski rannsóknarskipið yrði auðvitað eign ríkisins, en til hinna skip- anna yrði fjár aflað með því að stofna almenningshlutafélög ef Eimskipafélag íslands vildi ekki taka þau að sér, ef til vill með auknu hlutafé. Sjálfsagt eru ýmsir fleiri mögu leikar og ekki einungis í þessu landi. Að lokum vil ég taka fram, að það er mín skoðun, að á hinum svokölluðum síldarleysisárum frá 1944, hafi síldargöngurnar aldrei verið svo litlar og okkur óhag- stærðar, að ekki hefði fengizt sæmileg veiði, ef skipin hefðu þá álmennt verið sams konar og bezt eru nú, og búin þeiih fullkomn- ustu tækjum sem nú þekkjast. Reykjavík, 29. júlí 1961. Cóð íbúð T I L S Ö L U Upplýsingar gefur Málflutningsskrifstofan EGGERT CLAESSEN, GÚSTAF A. SVEINSSON Hæstaréttarlögmenn Þórshamri, sími 1 11 71. Innilega þakka ég öllum þeim sem glöddu mig með vinarkveðjum og gjöfum á sextugsafmæli mínu, einkum öllum kærum vinum í Bolungarvík, sem gjörðu mér daginn ógleymanlegan. Gunnar Robertsson Hansen. Glæsilegt úrval A F ÍTÖLSKUM KVENPEYSUM, SPORTPEYSUR, GOLFTREYJUR, PEYSUSETT. OUftnpia Laugavegi 26. Vegna jarðarfarar verða verzlanir okkar lokaðar kl. 2—5 föstudaginn 4. ágúst. Andersen & Lauth h.f. Eiginmaður minn BJÖRN BJARNASON málarameistari, lézt aðfaranótt 3. þ.m. Jarðarförin ákveðin síðar. Ragna Ágústsdóttir. Faðir okkar JÓHANN LÁRUSSON bóndi að Litlu-Þúfu, verður jarðsunginn frá Fáskrúðarbakkakirkju laugard. 5. ágúst kl. 2 s.d. Börn hins látna. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar ÞURHÍAR ÁSU HARALDSDÓTTUR Guðjón Jónsson. Hjartkæri eiginmaður minn og faðir, INGÓLFUR ÁRNASON lézt í Landsspítalanum 2. þessa mánaðar. Jarðarförin ákveðin síðar. Jónína K. Narfadóttir, Gylfi S. Ingólfsson. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar BJÖRNS BENEDIKTSSONAR trésmiðs, Holtsgötu 15, Hafnarfirði. Börn hins látna. Þökkum hjartanlega hlýhug og vináttu okkur sýnda við andlát og jarðarför systur okkar SNJÓLAUGAR MARTEINSDÓTTUR Suðurgötu 48, Hafnarfirði. Drottins blessun fylgi ykkur. Systkinin. Þökkum innilega hluttekningu auðsýnda við fráfall og útför JÓNS STEINGRlMSSONAR sýslumanns í Borgarnesi. Sérstakar þakkir færum við sýslunefndum Mýra- og Borgarfjarðarsýslna og héraðsbúum fyrir þá virðingu, sem vottuð var hinum látna við kveðjuathöfn í Borgar- nesi. Karitas Guðmundsdóttir, Þóra Guðmundsdóttir, Guðný Brainard, • Steingrhnur Jónsson, Inga Bima Jónsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Ólafur Örn Araarson, Benta og Valgarð Briem.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.