Morgunblaðið - 04.08.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.08.1961, Blaðsíða 20
IÞROTTIR Sjá bls. 18 Einbúinn Sjá blaðsíðu 11. 173. tbl. — Föstudagur 4. ágúst 1961 Forsetar Alþingis höfðu I gær hádegisverðarboð inni fyrir Nils Langhelle forseta norska Stórþingsins og frú hans í Sjálfstæðishúsinu. Jóhann Hafstein forseti neðri deildar Alþingis bauð heiðursgestina velkomna með stuttri ræðu en Langhelle svaraði með ræðu. Á myndinni sjást, talið frá vinstri: Frú Langhelle, Jó- hann Hafstein, Frú Ingibjörg Thors og Nils Langhelle Stór- þingsforseti. — Samsætið var haldið í Sjálfstæðishúsinu. — Ljósm. Mbl. Kommunistaaróðurinn hefur ekki hljómgrunn í Noregi segir Langhelle, forseti Stórþingsiris — ÞINGMANNASAMBAND NATO-ríkjanna hefur að undan- förnu unnið árangursríkt starf. Það er eins konar tengiliður milli ríkisstjórnanna og fólksins í NATO-löndunum og það hefur eflt gagnkvæman skilning NATO-þjóðanna á sameiginleg- um vandamálum og hagsmuna- málum, sagði Nils Langhelle, for- seti norska Stórþingsins og for- maður þingmannasamb. NATO- ríkjanna, í viðtali við Mbl. í gær. Langhelle er hér í boði forseta Alþingis og dvelst hér ásamt '■onu sinni í eina viku. ★—★—★ — Þingmannasambandið var stofnað 1955, hélt Langhelle áfram, og það heldur fundi ár- lega, venjulega í aðalstöðvum NATO í París. Þangað senda öll NATO-ríkin þingmannanefndir. Þar eru framtíðarmál bandalags- ins rædd, kynni og tengsl for- ystumanna bandalagsríkjanna efld og styrkt. Þingmennirnir öðlast þar betri og víðtækari þekkingu á vandamálunum, sem við er að etja, og verða því fær- ari um að skýra þau fyrir fólk- inu heima. — Formaður þingmannasam- bandsins er kosinn til árs í senn og það er m. a. hlutverk hans að heimsækja einhver bandalags- ríkjanna Ég fór til Kanada í vor Og bráðlega fer ég í stutta heim- sókn til Grikklands. íslandsförin er innan þessa ramma. Ég hef að vísu komið hingað tvisvar áður, en ég fagna tækifærinu til þess að koma hingað í þriðja sinn. ★—★—★ Næst var vikið að norskum stjórnmálum og sagði Langhelle, að kosningar til Stórþingsins færu nú í hönd, þær yrðu 11. september, og væri kosningabar- áttan að hefjast fyrir alvöru. — Nú verður skorið úr um það hvort verkamannaflokkurinn verður áfram í meirihluta í Stór- þinginu, það er stóra spurningin. Flokkurinn hefur verið í meiri- hlutaaðstöðu þar siðan 1945 og þykir mörgum sem nú verði háð stærri orrusta en oft áður. Deil- urnar um afskipti ríkisvaldsins Flugsýning í Reykjavík FLUGMÁLAFÉLAG íslands und irbýr nú mikla flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli sunnudag- inn 27. ágúst. Verður sýningin í tilefni 25 ára afmælis félagsins, 25. ágúst. Friðrik vann Sliwa PRAG í gærkveldi: — í þriðju umferð skákmótsins í Marianske Lazne sigraði Friðrik Ólafsson Pólverjann Sliwa og er nú efstur með 2*4 vinning. Filip vann Perez, Niemela vann Lundquist og Johannessen vann Gragger. Aðrar skákir fóru í bið. Staðan eftir 3 umferðir er þessi: — 1. Friðrik 2 Yz v., Uhlmann 2 v. og biðskák, Szabo 2 og biðskák, Filip og Sliwa 2 hvor, Milic 114 og biðskák, Jo- hannessen 1*4, Blom, Bobotzov og Ciric 1 og biðkák hver, Gragger, Niemela og Perez 1 hver, Bardendregt 14 og bið- skák, Ghitescu 14 og biðskák og Lundquist engan. af efnahagslífinu setja svip sinn á kosningabaráttuna fremur en allt annað. Um afstöðuna til Frí- verzlunar- og Markaðsbandalags- ins eru flestir sammála. f Noregi verður það ekkert hitamá) ★—★—★ — Ný flokkur er nú kominn til sögunnar, sósialiski þjóðar- flokkurinn, hliðstæður flokki Larsens í Danmörku. Þessi nýi flokkur í Noregi klofnaði þó ekki út úr kommúnistaflokknum, það eru nokkrir verkamannaflokks- menn, andstæðingar NATO, sem Framh. á bls. 19. Sjóréttur í Talismálinu: Meyr síldin rann yfir framskiirúmið AKUREYRI, 3. ágúst. — Sjó- réttur var settur á Hjalteyri í gær vegna óhappsins, sem sildar- flutningsskipið Talis varð fyrir. í réttinum kom það fram, að skipverjar urðu varir við halla á skipinu út af Vopnafirði og jókst sá halli stöðugt. Þeir opn- uðu þá framlestina, til þess að athuga af hverju þetta stafaði, Og kom þá í ljós að síldin í lest- inni, sem var orðin mjög meyr Og vatnskennd, kastaðist yfir framskilrúmið og ofan í tómt rúm fremst í lestinni. Þá var tekið til þess ráðs að dæla olíu yfir í bakborðstankana, því skipið hallaðist á stjórnborða. Einnig var dælt sjó í tanka, til að jafna hallann. Þrátt fyrir þessar ráð- stafanir hélt skipið stöðugt áfram að hallast. Þegar hallinn var orð- inn það mikill að ekki þótti öruggt fyrir mannskapinn að vera um borð var skipið yfir- gefið, eins Og fram hefur komið í fréttum. Við rannsókn á skipinu, eftir Eim rænulítill ÁSKELL ÞORKELSSON, mað- urinn sem slasaðist í Hrísey á miðvikudagsmorgun var enn mjög rænulítill í gær. Til frek- ari skýringar á því hvernig slys ið vildi til, má geta þess að tunn- urnar, sem verið var að skipa upp voru í hökum í brjósthæð og sveifluðust á manninn. Bóndanum á Tjörnum, sem lenti undir dráttarvél og var flutt ur á sjúkrahús á Akureyri, líður furðanlega vel, virðist óbrotinn en illa marinn. að það er Orðið tómt, kemur f ljós, að framskilrúm, sem er þvert yfir lestina og byggt upp af tréplönkum, hefur lyfzt upp um a. m. k. 2 þumlunga og hefur því síldin getað runnið þar í gega líka. Viðgerð á þessu hefur farið fram í dag og er búizt við atS skipið geti lagt út í nótt, en fullnaðarsjóréttur verður síðar, St. E. Sig. Nýja gengiö Ekki allar ferðir til fjár Sízt til brennivmssÖhi til Austfjarða ESKIFIRÐI, 3. ágúst. — Mið- vikudaginn 2. þ. m. fékk lög- regluþjónninn í Búðakauptúni, Lárus Salomonsson, vitnekju um að leynivínsali væri í kaup- túninu og gerði sýslumanninum í Suður-Múlasýslu, á Eskirði, að vart. Eftir nokkrar vitnaleiðslur bárust böndin að bílstjóra nokkr um að sunnan, sem er í sumar- fríi á æskustóovum á Aust- fjörðum. Var bílstjórinn tekinn og leit gerð í bíl hans og fund- ust 13 flöskur af brennivíni á ýmsum stöðum í bílnum. Játaði bílstjórinn brot sitt og var vín- ið gert upptækt. Var bílstjórinn sektaður um tæpar 12.000 kr. Það eru ekki allar ferðir til fjár, allra sízt til Austfjarða til brennivínssölu. — G.W. Kaup Sala 1 Sterlingspund 120,20 120,5« 1 Bandaríkjadollar w 42,95 43,06 1 Kanadadollar 41,66 41,77 100 Danskar krónur ~~ 621,80 623,40 100 Norskar krónur 600,96 602,50 100 Sænskar krónur ~~ 832,55 834,70 100 Finnsk mörk 13,39 13,42 100 Franskir frankar .. 876,24 878,43 100 Belgiskir frankar 86,28 86,50 100 Svissneskir frank. 994,15 996,70 100 Gyllini 1.194,94 1.198,00 100 Tékkneskar kr 614,23 615,86 100 Vestur-þýzk mörk 1.077,54 1.080,30 1000 Lírur 69,20 69,38 100 Austurr. sch 166,46 166,88 100 Pesetar 71,60 71,80 Háseti fór í spilið og slasaðist í FYRRADAG er mótorbáturinn Skógarfoss var að veiðum úti 1 Faxaflóa varð það slys að einn hásetinn festist í spilinu, með þeim afleiðingum að upphand- leggurinn brotnaði og tók fram- an &f fingrum. Báturinn var nýkominn út á Svjð og var að draga annað kast ið er slysið varð. Athygli allra bátsverja beindist að pokanum, en sá háseti sem var við spilið festist einhvernveginn í því og vafðist handleggurinn upp á það með fyrrnefndum afleiðingum. Skógarfoss sneri strax til lands með manninn, sem var fluttur á Landsspítalann. Ekki gæfuiegur verkaiýðsíeiötogi HANNIBAL Valdimarsson for seti Alþýðusambands Islands lætur hafa það eftir sér á for- síðu Þjóðviljans í gær að ráð- herrarnir séu „illræðismenn gegn þjóðfélaginu en ekki ríkisstjórn“. Þessi kurteislegu orð eru það helzta, sem æðsti maður launþegasamtakanna hefur til mála að leggja, þegar við hann er rætt sem slíkan. Hannibal Valdimarsson er einhver ógæfusamlegasti mað- ur í ísl. stjórnmálum. Hann var vel á vegi með að eyði- leggja Alþýðuflokkinn, þegar hann var aðalforustumaður hans og nú logar allt í illdeil- um í kommúnistaflokknum, sem hugðist hagnýta þennan mann. En verst er, að fyrir áhrif hans, fremur en nokkurs annars, hefur þannig verið haldið á málum íslenzkra laun þega, að þeir einir hafa ekki bætt kjör sín meðan allar ná- grannaþjóðirnar hafa sótt hratt fram til bættra lífskjara. Verkfallastefna Hannibals hef ur æ ofan í æ fellt gengi ís- lenzku krónunnar. Stundum hefur hann sjálfur orðið til að staðfesta orðið gengisfall eins og í vinstri stjórninni 1958, er gengið var fellt um 34%; stundum hafa aðrir aðil- ar skráð það gengisfall, sem Hannibal og hans menn hrundu fram. Gengisfellingin núna er 11,6% eða tæpur þriðjungur af gengisfellingu á tímum vinstri stjórnarinnar árið 1958, sem var mesta góðæri, sem hér hefur komið, með metafla. Sú gengisfelling var ágæt að dómi forseta Alþýðu- sambands íslands af því stjórn, sem hann átti sæti í, varð til að staðfesta hana. Hannibal Valdimarsson læt- ur að því liggja að hann muni reyna að beita áhrifum sínum til að hefja verkfallsbaráttu, sem skerði gengi krónunnar einu sinni enn. Ekki er Morg- unblaðið trúað á að honum takist enn einu sinni að hindra raunhæfar kjarabætur laun- þega með verkfallsstefnu. Hitt er deginum ljósara að gengl Hannibals Valdimarssonar fer héðan í frá hríðfallandi í ísl. stjórnmálum og um það leyti, sem það nálgast núllið, mun kjarabótastefnan ráða í iaun- þegasamtökunum, andstætt verkfallastefnunni, og þá munu lífskjörin líka batna hér jafnt og þétt ekki síður en í nágrannalöndunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.