Morgunblaðið - 06.08.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.08.1961, Blaðsíða 1
24 siður 48. argangur 175. tbl. — Sunnudagur G. ágúst 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsina Verzlun- „BÆRINN er að verða mannlaus, fólkið streymir látlaust úr bænum“, sagði lögreglan um hádegisbilið í gær. Verzlunarfólk ætl- ar að nota helgina og frí- daginn sinn vel, enda spá- ir Veðurstofan góðu veðri, hægviðri og léttskýjuðu sunnan og vestan lands. Þúsundir Reykvíkinga og a n n a r r a kaupstaðabúa munu því væntanlega njóta góðs veðurs úti í guðs- grænni náttúrunni yfir helgina — og það verður sjálfsagt kyrrt í Reykja- vík þar til fólk fer að flykkjast í bæinn á mánu- dag. Lögreglan hefur gert sér stakar ráðstafanir vegna hinnar miklu umferðar á þjóðvegunum og væri óskandi, að allt færi slysalaust fram. Fyrir norðan og austan er veðrið ekki jafngott. Inn til sveita þar er spáð sæmilegu veðri, en við sjávarsíðuna er kalsalegt og þungbúið loft — og hætt við rigningu. Þar var hitinn víða aðeins 6 stig í gærmorgun, en 11—14 stig hér syðra. Skjótt brugðið við WASHINGTON, 5. ágúst. — Öld- ungadeild Bandaríkjaþings sam- þykkti í gær mestu fjárveitingu til hernaðarþarfa, sem um getur á friðartímum. Kennedy hafði beðið þingið um 35,000 millj. dollara fjárveitingu til þess að styrkja varnir og að- stöðu Bandaríkjanna vegna ögr- ana Rússa í Berlínarmálinu. Öldungadeildin veitti þetta fé einróma, en auk þess liðlega 10,000 millj. dollara til smíði sprengjuþota og frekari eflingar þjóðvarðarins. Heildarfjárveiting in nam þá 46,8000 millj. dollara. ÖrlagaríKur fundur í París Rusk, Hovne, de IVHurville og von Brentano ræða Berlínarmálið PARÍS, 5. ágúst. — Fundir utan- ríkisráðherra Vesturveldanna þriggja, Bandaríkjanna, Bret- lands og Frakklands, hófust hér í morgun, en síðar kom utan- ríkisráðherra Vestur-Þýzkalands einnig til fundar. Á þessum fund- um verður endanlega gengið frá undirbúningi að sameiginlegri áætlun Vesturveldanna til þess að mæta ógnunum Rússa vegna Berlínar. ★ ★ ★ Rusk, utanríkisráðherra Banda ríkjanna, og Home lávarður, utan ríkisráðherra Breta, ræddust við yfir morgunverði, en síðan bætt- ist franski ráðherrann, de Mur- ville, í hópinn og sátu þeir á rök- stólum í hálfa þriðju klukku- stund. Voru það algerar undir- búningsviðræður. Von Brentano, utanríkisráðherra V-Þjóðverja, slóst síðan í hópinn við hádegis- verð og var viðræðum þá haldið áfram. Rœðismenn Castros beið- ast hœlis erlendis Punta Del Este, Uruguay, 5. ágúst. Hér eru saman komnir fulltrúar 21 ríkis í Ameríkuráðstefnu um efnahagsmál og verður þar eink- um fjallað «m áætlun Kennedys um aðstoð við ríki Mið- og Suður- Ámeriku. Hópur homimúnista gerði hróp e@ Dillon, fulltrúa Bandaríkjanna er hann kom hingað, en Guevara frá Kúbu var að sama skapi fagn að. Gleði Guevara var þó skamm- vinn, því skömmu eftir að hann kom hingað í gærkveldi var til- kynnt, að lögreglan hefði gert húsleit í bækistöðvuim kommún- ista í Montevideo og fundið þar vopn, Castro-áróðurstæki og kók- ain. Litlu síðar fréttist frá Buenos Aires, að ræðismenn Castros í Buenos Aires og Montevideo hefðu beðið hælis, sem pólitískir flóttamenn — og þeim verið veitt bað. Ráðherrarnir eru þarna allir með helztu ráðgjafa stjórnar sinn ar, úr utanríkis og varnarmála- ráðuneytunum. ★ ★ ★ Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að v-þýzka stjórnin sé þeirrar skoðunar, að Vestur- veldin eigi ekki að hafa frum- kvæðið að viðræðum við Rússa um Berlínarmálið, þar eð þá væri hægt að túlka afstöðu Vestur- veldanna sem viðurkenningu á því, að þau ættu að nokkru sök á hitanum, sem kominn er í Berlínardeiluna. V-þýzka stjórn- in er þeirrar skoðunar svo sem hin Vesturveldin, að Rússar hafi beinlínis búið til þetta vandamál. Bonnstjórnin telur því, að Rússar eigi að hafa frumkvæðið að frið- samlegri lausn málsins, ef áhugi sé fyrir hendi í Moskvu. — Er álitið, að eitt meginverkefni fund arins í dag verði að samræma stjónarmið V-Þjóðverja annars vegar og þríveldanna hins vegar varðandi frumkvæði að sam- komulagsumleitunum. ★ ★ ★ Sagt er, að Rusk hafi algerlega hafnað hugmynd Willy Brandt um að efnt yrði til ráðstefnu 52 ríkja um Berlínarmálið. Sömu- leiðis er talið, að von Brentano styðji allar hernaðar- og stjórn- málaráðstafanir þríveldanna, sem miða að því að styrkja aðstöðu Vesturveldanna, ef átökin um Berlín harðna. Jafnframt mun von Brentano vera samþykkur því, að efla hinar átta v-þýzku herdeildir frá þeim styrk, sem ráðgerður er á friðartímum, upp í fullan styrk. Bægslagangur stjórnarandstæðinga Þessa dagana er stóra letr ætlar ekki að endast þeim ið ekki sparað á forsíðum til að eyðileggja fjárhag systurblaðanna Þjóðviljans landsins og velta Viðreisn- og Tímans. Hins vegar er arstjórninni úr sessi. innihaldið í öfugu hlutfalli við leturstærðina. Tilefni þessa kátlega bægslagangs er auðvitað að kommúnist- ar og framsóknarmenn sjá nú að fóstbræðralag þeirra s l l í Helztu spekingarnir, sem vitnað hefur verið til á for síðunum, þessa dagana, eru þeir Eysteinn Jónsson og Frh. á bls. 2 J MAGNtJS Jónsson, alþing- ismaður frá Mel, og fjöl- skylda hans heyjuðu í Skagafirði í sumar, svo sem undanfarin sumur. — Myndin var tekin af þeim að Mel fyrir nokkrum dög- um. Kona Magnúsar er Ingibjörg Magnúsdóttir. — Börnin: Kristín, 9 ára, og Jón, 6 ára. Þeim líkaði öll- um vel í sveitinni. — Sjá nánar: „Alþingismenn í þingfríi“ á bls. 10 og 11. 10,419 flóttamexin til V-Berlínar í vikunni BERLÍN, 5. ágúst — Neues Deutschland, málgagn a-þýzku stjórnarinnar, sagði í dag, að Vesturveldin yrðu skilyrðislaust að ganga að öllum kröfum Aust i ur-Þjóðverja ef þau ætluðu að tryggja sér samgönguleið við V-Berlín eftir að Rússar hafa gert friðarsamninga við A-Þýzka land. Sagði blaðið ennfremur, að meg inkrafa A-Þjóðverja yrði, að all ur her yrði fluttur úr V-Berlín — og t.d. yrði það ekki lengur þolað, að RIAS-útvarpsstöðin f V-Berlín starfaði áfram. Kveður hér við annan tón Neues Deutschland en í fyrri viku. Þá sagði blaðið, að Vestur veldin mundu ekki fara í stríð, aðeins vegna þess að a-þýzk yfir völd krefðust þess að fá að stimpla vegabréf þeirra, sem færu til V-Berlínar. Samtímis eykst flóttamanna- straumurinn úr A-Þýzkalandi enn meira. Síðustu viku flúðu 10,419 manns, en það er meira en nokkru sinni fyrr á einni viku. MOSKVU, 5. ágúst. — Krúsjeff flytur ræðu í sjónvarp og útvarp á mánudagskvöldið, var tilkynnt í dag. Ekki var greint frá því hvað hann hygaðist ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.