Morgunblaðið - 06.08.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.08.1961, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 6. ágúst 1961 ' Einmana lundi á brún Látrabjargs, hengiflug — og sindrandi sjávarflötur- inn fyrir neðan. — Þessa sérkennilegu og skemmti- Iegu mynd tók Birgir Kjaran, alþingismaður, er hann var á ferð fyrir vestan ekki alls fyrir löngu. Tíðir árekstrar A LAUGARDAG urðu átta árekstrar í Reykjavík. Einn öku mannanna, sem ók á ljósastaur á Hringbraut, telur, að liðið hafi yfir sig við stýrið. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á því, að fimm þessara árekstra vildu þannig til, að ekið var aftan á bíla í götunni, því að slíkir árekstrar aukast stöðugt. Stafa þeir oftast af óaðgæzlu eða viðbragðstregðu, bifreiðastj órarn ir líta andartak af veginum fram undan eða aka of nálægt næsta bíl á undan. Innbrot í söluturna AÐFARANÓTT laugardags var brotin rúða í veitingastofunni Skeifunni á Tryggvagötu. Ein- hver fingralangur hefur svo skreiðzt inn og stolið öllu, sem til var af vindlingum og pípu- tóbaki, og auk þess 23 pörum af vinnu vettlin gum. Sömu nótt var brotizt á sama hátt inn í söluturnn við Soga- veg 1 en ekki vitað enn, hvort neinu var stolið. Magnús Jónsson, óperu- söngvari heldur tónleika Skákin S V A R T : Síldarverksmiðja ríkisins Raufarhöfn ABCUEFGH i i.i MAGNÚS JÓNSSON, óperu- söngvari. er hér heima í sumar- fríi, og ætlar að halda hér söng skemmtun í Gamla bíó næstkom andi fimmtudag kl. 7.15. Þar syng ur hann gömul ítölsk lög, ís- lenzk lög og óperuaríur. Fritz Weisshappel leikur undir. Magnús er nú búinn að syngju -hjá Konunglegu óperunni í Kaup mannahöfri í fjögur ár. Hann hef ur haft mikið að gera í vetur, alls sungið 40 til 50 sinnum, þar á meðal titi' .lutverkið í Ævin- týrum Hoffmanns 25 sinnum, Einnig söng hann í vetur hlut- verk stýrimannsins í Hollendingn um fljúgandi og í einþáttungi eftir Puccini, er nefnist Gianni Schicchi. — Ákaflega skemmti- legt verk, eitt með því .bezta sem ég hefi heyrt, sagði Magnús viðtali við fréttamenn í gær. — Það tékur 50 mín og væri heppilegt til sýningar hér. Magnús fékk nýlega tilboð um að syngja gc-taleik í Osló í ó- perunni Faust, en hefur orðið að Magnús Jónsson afþakka það, þar sem bæði Hol- lendingurinn fljúgandi og Ævin týrj Hoffmans verða aftur tekin f NA /S hnútar / SV SO hnutar H Snjófama t ÚSi «**» \7 Skúrir K Þrumur 'W,Z, Kutíaskit Hifaski! H Hm» L * LagS mm. Amz. ^............. ^ ABCDEFGH H V 1 T T : Síldarverksmiðja ríkisins Siglufirði Raufarhafnarmenn leika: d6—d5, Siglfirðingar svara: Riddari b4—d3. w AUSTAN við fsland er mikið lægðarsvæði, sem hreyfist lít- ið úr stað en grynnist heldur. Hins vegar er hæðarhryggur yfir Grænlandi. Úti fyrir NA- landi og á dýpstu Norðurlands miðum er vindur allhvass norð an, þokubræla með köflum og aðeins 5—6 stiga hiti. Hér á landi var kaldast í Möðrudal, 5 stig, en hlýjast á Klaustri og þar í grennd, 11 stig. Veður er bjart og gott sunnanlands og vestan, en skýjað norðaustan lands. Veðurspáin á hádegi í gær: SV-land til Vestfjarða og miðin: Hægviðri, léttskýjað. Norðurland: Norðan gola, víða léttskýjað, einkum vest- an til. Norðurmið: Norðan kaldi, en stinningskaldi eða allhvasst á djúpmiðum, þokuloft. NA-land: Norðan kaldi, skýj að, rigning eða þokusúld á annesjum. NA-mið: Allhvass norðan, þokubræla. Austfirðir og miðin: Norðan kaldi, þokuloft norðan til. SA-land og miðin: Norðan gola, bjartviðri. upp strax í haust í Kaupmanna- höfn. Samningur Magnúsar hjá Kon unglegu óperunni í Höfn rennur út núna, en hann kvaðst gera ráð fyrir að hann yrði fram- lengdur. Það væri gott að vera í Höfn, Einnig kvaðst Magnús nú loks verá búinn að fá Stefano Islandi til að taka sig í söngtíma og kvaðst hann viss um að af þvx gæti hann haft mjög gott. Síldar- vísur Síldarfólkinu á Raufarhöfrt finnst auðsjáanlega ekki allt of mikið koma til skáldskapar'kol- lega sinna á Siglufirði. Þessar vísur bárust blaðinu þaðan i gajr: Víst er hægt að þekkja það, þeirra eru vísur ringar. Hafa kvörn í heilastað, hreyknir Siglfirðingar. SÁ. Víst skal munda verðugan, vísna beittan' geirinn, og saxa niður saurugan, Siglufjarðarleirinn. Margt er sér til gamans gert, gerast tíðar sendingar, ykkar hnoð er einskisvert og íila gerðar hendingar. Festa stöku fínt á blað, flestir Þingeyingar, en hafragraut í heila stað, hafa Siglfirðingar. Blaðinu bárust þessar vísur frá Neskaupstað á laugardagsmorg- tin: Nú er fjör í Neskaupstað nýtt er margt á prjónunum, en vissulega verður það að velta allt á krónunum. Austur kemur sildin seint, sala þrotin, tunnufátt, á eigin spýtur er þó reynt aflann nýta á beztan hátt. Lýsisgeymar fyllast fljótt, flæðir út af smálrri þró, ýmsum verður ekki rótt að eiga svona þrönga skó. En gaman er að salta sild og sjómann ungan blikka, aura hafa eftir vild og inn á ballið kikka. v Leynd yíii Moskvuför Ulbrichts MOSKVU, 5. ágúst — Ulbridht, foringi a-þýzkra kommúnista er í Moskvu. Fregn þessi fékkst stað fest í a-þýzka sendiráðinu í borg- inni — og það var ekki fyrr en fréttamenn staðhæfðu við tals- mann sendiráðsins, að þeir hefðu séð Ulbricht við knattspyrnuleile á Lenin-leikvanginum, að stað- festingin fékkst. Mun Ulbrioht hafa verið í nokkra daga í borg- inni. Er för hans sett í samband við síðustu orðsendingu Ráð- stjómarinnar til Vestur- veldanna út af Berlínarmálinu, en talsmaður sendiráðsins neitaði þvL — Bægslagangur Framh. af bls. 1. Hannibal Valdimarsson og í gær boðar Þjóðviljinn að Einar Olgeirsson só að umsemja greinina sína og hún muni birtast í dag í hundraðasta skipti. Það er vissulega mikið al vörumál að gengi íslenzku krónunnar skyldi enn vera fellt í verkföllunum í sum- ar. Hitt er ánægjulegt að ríkisstjórnin skyldi horfast í augu við vandamálin og taka þau þegar í stað föst- um tökum. Útaf fyrir sig er það skiljanlegt að samsæris- mennrrnir gegn efnahag landsins skuli nú koma fram í dagsljósið. Þessir aðilar svikasamninganna höfðu sagt flokksmönnum sínum, að þá yrði að gera, vegna þess að með þeim myndi Viðreisnarstjórn- inni verða kollvarpað og komast á samstjórn fram- sóknarmanna og kommún- ista. Þeir héldu að aum- ingjaskapur vinstri stjórn- arinnar væri einhver al- gild regla, sem hlyti líka að taka til Viðreisnar- stjórnarinnar, þegar hún mætti hinum mikla vanda. Þær vonir hafa nú hrugðizt og ríkisstjórnin er styrkari en nokkru sinni fyrr og nýtur aukins álits vegna hins trausta stjórnarfars. Þannig sjá vinstri-Ieiðtog- arnir fram á að þeir muni litlar þakkir hljóta fyrir skemmdarverkin. Af því sprettur örvænting þeirra og bægslagangur. Ungbarnaflíkum og barnahjóli stolið AÐFARANÓTT fimmtudags var stolið úr porti á Grundarstíg 11. Ungbarnaflíkur voru tíndar nið ur af snúru, og eins hvarf nýtt •barnatvíhjól af DBS-gerð. Það var rautt að lit. Þeir, sem gætu gefið einhverjar upplýsingar um þjófnaðinn, eru beðnir að láta rannsóknarlögregluna vita. •________________lt Víkingur með 420 tonn við Grænland AKRANESI, 5. ágúst. — Tögar- inn mokfiskar eins og fyrri dag- inn. Hann er nú að veiðum á Vestur-Grænlandsmiðum og hef- ur fengið 420 tonn. Búizt er við, að Víkingur verði kominn hingað heim um miðja næstu viku. Skip- stjóri er Hans Sigurjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.