Morgunblaðið - 06.08.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.08.1961, Blaðsíða 6
6 MORCVNpr 4n J Ð Sunnudagur 6. ágúst 1961 f Fleira fdlk - fleiri vandamál — eftir Eugene Á MÓTI hverjum fjórum jarðar- búum árið 1950, eíu nú fimm. Á móti hverjum fimm nú. verða sennilega 10 innan 40 ára. Á að- eins síðastliðinni hálfri mínútu hafa um 90 börn verið í heim- inn borin; aftur á móti hafa að- eins 60 menn kvatt hann á sama tíma, sem jafngildir 30 manna fjölgun, eða 1 á hverri einustu sekúndu. Á sl. ári fjölgaði mannkyninu með þessum hraða en samtals varð fólksfjölgunin þá samsvarandi allri íbúatölu Ítalíu, og enn virð- ist hraði fjölgunarinnar vaxa. Á þessu ári fer fóksfjöldi heims- ins sennilega yfir 3 billjónir, og fyrir lok aldarinnar yfir 6 billjónir. ★ Hvernig eigum við að bregðast við þessum staðreyndum? Sumir leggja áherzlu á, að mikil fólksmergð þýði jafnframt stóran markað fyrir framleiðslu viðskiptalífsins: Unnt verði að færa sér í nyt tækni fjöldafram- leiðslunnar og lækka verðið. Hin ir sömu' halda því einnig fram, að i samræmi við þetta leiði hinn vaxandi fólksfjöldi til þess, að eftirspurnin fari fram úr á- ætlunum viðskiptalífsins. Bjartsýni manna er mikil og framleiðslan vex- nýjum fram- leiðsluvörum er tekið fegins hendi, en eldri atvinnugreinar hverfa hljóðalaust; tilhneiging til fjárfestingar verður mikil og ýtt er undir félagslegar breyt- ingar. Á hinn bóginn, segja þeir, veld ur fólksfækkun eða jafnvel ó- breyttur fólksfjöldi bölsýni og kyrrstöðu í efnahagslífinu; hlut ur einkaframtaksins verður ófull nægjandi, og ríkið neyðist til að grípa inn í á sviðum, sem ella væru betur komin í höndum ein staklinganna. Það er hugsanlegt, að þessi kenning reynist rétt að því er tekur til auðugri og auðlinda- ríkari landa. En hún á alls ekki við um þau vandamál, sem flest ar vanþróaðar þjóðir eiga nú við að glíma. Árleg fólksfjölgun í löndum Asíu, Austurlanda nær, Suður- Ameríku og Afríku er um 2% — og stundum 3%%, eða jafn- vel einn meiri. í flestum lönd- um Suður-Ameríku er sem bet- ur fer nóg landrými fyrir þessa aukningu. Þegar til lengdar læt- ur ættu einnig að verða næg úrræðj til þess að fæða, klæða og hý&a þessa fólksfjölgun, þótt svo sé ekki nú. En í stórum hlutum Asíu og Austurlanda nær, eru auðlindir fáar, og því fer svo fjarri, að landrými sé nóg. Landbúnaðar- héruð, sem áður nægðu til að sjá sama og minni fólksfjölda fyr ir viðurværi, hafs verið Tányrkt og margskipt. Borgirnar eru yfir fullar og vaxa enn. Slík fólksfjölgun væri jafnvel landi með sæmileg lífskjör al- varlegt vandamál. í löndum, þar R. Black forseta sem tekjur eru mjög lágar og efnahagsieg þróun knýjandi nauðsyn, getur slík fjölgun blátt áfram orðið óyfirstíganleg hindr un. ★ Verði ekki hægt að auka efna hagslega aðstoð, standa lönd í þessari aðstöðu gagnvart hörðum kostum. Þau verða að draga úr sparnaði sínum eða rýra lífskjör in — og er þó hvorugur kostur inn. góður. Og sjálfur gerist ég æ vantrúaðri á, að sparn- aður heima fyrir og utanaðkom- andi efnahagsaðstoð muni nægja tií þess að gera verulegar fram- farir mögulegair, ef núverandi fólksfjölgun heldur enn lengi áfram. ★ Það hefur verið reiknað laus- lega út, hve mikið fé þurfi til húsbygginga í Indlandi næsta mannsaldur, ef fólksfjölgunin heldur áfram með núverandi hraða sínum, um 2% á ári. Sé kostnaðinum við húsbyggingar í sveitum landsins sleppt, á þeirri hæpnu forsendu þó, að hráefni og vinnuafl heima fyrir standi straum af honum, mun samt sem áður þurfa fé til húsbygginga fyrir 200 milljónir manna, sem gert er ráð fyrir, að muni vera búsettar í borgum Indlands eftir 25 ár til viðbótar þeim milljón- um, sem fyrir eru. Þar sem þessi fólksmergð þarf ekki aðeins ný hús, heldur einnig rúmbetra hús- næði, er samkvæmt varlegri á- ætlun reiknað með, að verja * Hvað hefur gerzt í ágúst? mmmmmmmmmmamm „Æ, það skeður aldrei neitt, segir fólk stundum — og styn ur um leið. Og einhvernveg- inn er það svó, að flestir vilja að helzt alltaf sé eitt- hvað að ske. Það liggur við að ekki skipti öllu máli, hvort það er gott eða slæmt — bara að það sé eitthvað. Þessari löngun fólks til að fylgjast með því sem gerist hér eða úti í heimi eigum við blaða mennirnir líka starf okkar að þakka. Og þó að okkur — ekki síður en öðrum — finn- ist oft dagarnir hver öðrum líkir, fer sjaldnast hjá því, að hver og einn þeirra sé „full- ur af fréttum" — að ekki sé minnazt á öll þau tíðindi sem gerast í heilum mánuði. Sum skipta litlu máli og gleymast fljótt — önnur miklu og fest- ast okkur í minni. — Agúst- mánuður á því herrans ári 1961 er nú nýbyrjaður. Hvað Alþjóðabankans Eugene R. Black þurfi til húsbygginga á 30 ára tímabili, milli 1956 og 1986, um 25 billjónum dollara, eða tæp- lega 1100 billjónum íslenzkra króna. Þessi kostnaðaráætlun mín tek ur ekki með í reikninginn þá þörf, sem er á endurbótum húsa- kynna í borgum eins og t. d. Calcutta. Hún gerir ekki ráð fyr- ir kostnaði vegna vegagerðar, lagningar skolpræsa, vatnsveitna eða annarrar þjónustu. Og þó eru hafa ágústmánuðir liðinna ára borið í skauti sínu? Nú þegar vígbúnaður í heim inum er meiri en nokkru sinni fyrr og horfur ófriðvænlegri en oftast áður, er ekki undar legt, þótt einhverjum verði hugsað til síðustu styrjaldar og hörmunga hennar. Af henni mættu leiðtogar heimsins draga lærdóm, er aftraði þeim frá að leggja út í nýtt stríð. Það var t.d. í ágúst 1940, sem þýzku nazistarnir hófu hinar ofsafengnu loft- árásir sínar á Bretland; þann 18. voru 180 óvinaflugvélar skotnar niður og aðeins þrem dögum síðar aðrar 152. Þessar árásir héldu áfram og gengur kraftaverki næst, hverju brezkir orrustuflugmenn fengu áor’-að gegn því ofur- efli, sem við var að etja. En það var iíka um fraimmistöðu þeirra í þessari þrekraun, sem Churhill sagði: „Aldrei hafa jafnmargir átt jafnfáum jafn- mikið að þakka“ — ein fræg- asta setning úr öllum stríðs- þau vandamál, sem við er að etja, vegna vaxtar borganna að- eins lítill hluti þess vanda, sem að steðjar, ef gera á tilraun til þess að láta efnahagsþróunina fylgja hinni gífurlegu fólksfjölg un. Á sviði félagsmála má enn- fremur nefna, að brýn þörf verð- ur á nýjum sjúkrahúsum og lækn ingastofiun, aðeins til að halda núveranái ástandi — ástandi, sem almennt er þó talið hryggi- lega slæmt. Og enn meiru fé verð ur að verja til menntamála. Tökum annað dæmi um Ind- land, ekki vegna þess að vanda- mál þess séu svo óvenjuleg, held ur vegna þess að svo góð gögn liggja fyrir um þau. Árið 1956 var um 31 milljón indverskra barna við nám — innan við 40% allra barna á venjulegum skólaskyldualdri. Samkvæmt útreikningum er Ijóst, að haldi fólksfjölgunin á- fram, með þeim hraða, sem ráð er fyrir gert, þá þurfi að þre- eða fjórfalda fjárframlög til menntamála, eigi öll börn að vera við nám árið 1976. Um fjárfestingu í atvinnulif- inu er svipaða sögu að segja. Þar er þörf stórkostlegrar fjárfest- ingar. En það er ekki aðeins, að tilhneiging sé til minnkandi fjár- festingar, þegar fólksfjölgun er mikil, heldur hefur hún einnig í för með sér, að það fjármagn, sem lagt er í atvinnulífið, hlýt- ur að dreifast mun meira. Þetta kemur niður á framleiðninni, og munurinn á lífskjörum þróaðri og vanþróaðri þjóða vex í stað þess að minnka. Við skulum líta raunsæjum ræðum hans. Það var svo 5 árum síðar — líka í ágúst — sem bundinn var endi á heims styrjöldina með þeirri örlaga ríku ákvörðun að varpa kjarn orkusprengjum á Hirosima og Nagasaki dagana 5. og 9.; í þessum sprengingum lét lífið svipaður fjöldi fólks og öll ís lenzka þjóðin var á þeim tíma. Hversu mörgum manns lífum þær björguðu frá því að verða styrjöldinni að bráð verður aldrei upplýst. — Það er einlæg von mannkynsins, að heimsstyrjöld með slíkum — og enn meiri hörmungum — eigi ekki eftir að endur- taka sig. • Sund og sjálfstæði En sem betur fer hafa líka gerzt gleðilegir atburðir í á- gúst-mánuði. Eins og flestir vita síðan Eyjólfur sundkappi Jónsson gerðj sínar frækilegu tilraunir á Ermasundi, er þe&si tími ársins heppilegast- augum á viðfangsefnið. Það er viðbúið, að fólksfjölgunin muni gera að engu tilraunir okkar til þess að bæta lífskjörin í mörg- um hinna ftækari landa. Ástand ið er að verða þannig, að þeir verði að kallast bjartsýnismenn, sem gera ráð fyrir, að núverandi lífskjörum verði haldið. Hinir bölsýnni gera sér ekki einu sinni svo háar vonir. Verðj ekki hægt að hafa hemil á fólksfjölguninni, kann svo að fara, að við verðum að kasta frá okkur öllum vonum um efna- hagslegar framfarir til handa hinum þéttbýlu löndum Asíu og Austurlanda nær I tíð núlifandi kynslóðar. Hætt er við, að al- þjóðastofnanir muni ekki fá miklu áorkað í þessum efnum. Hér er komið inn í verkahring ríkisstjórnanna. Það er sannar- lega kominn tími til, að þær hyggi gaumgæfilega að þessari miklu ógnun við framtíðar- drauma þeirra. (Einkaréttur Mbl. — Singer). Börn f ara í flakk AÐFARANÓTT mánudags fóru tveir krakkar, sem dvöldust í sama húsi austur á Stokkseyri, í flakk saman. Herrann var 10 ára en daman 15. Talið er, að ævintýraþrá hafi valdið strok- inu. Þau völsuðu um Suðurlands undirlendið í bílum ásamt syst- kinum, nærri tvítugsaldri, sem þau hittu fyrsta kvöldið í Þjórs- árveri. Leitað var eftir unglingunum fjórum án árangurs í þessari viku. Til þeirra spurðist í hlöð- um hingað og þangað, og nöfn sín rituðu unglingarnir í gesta- bók í Tindafjallakofa. Á mið- vikudag hafði tíú ára drengur- inn fengið sig fullsaddan; leit- aði til byggða í Fljótshlíðinni, og sagði til hinna. ur til að reyna að synda milli Englands og Frakklands. Sá fyrsti, sem yfir komst var Matthew Webb, en hann synti 25. ágúst 1865. Hálfri öld síð ar, og ári betur, náði svo fyrsta konan Gertrude Ederle, alla leið; hún vann afrek sitt einmitt á þessum degi mán- aðarins. Fjögur grannríki í Asíu öðluðust öll sjálfstæði í ágúst, Indland og Pakistan 1947, Indcnesia 1950 og Mal- aya 1957. Það eru fleiri en rí'ki sem eiga afmæli í mánuðin- um, þ.á.m. Margrét Bretaprin sessa sem verður 31 árs þann 21. ágúst; móðir hennar varð 61. í fyrradag og Anna litla, fænka hennar, dóttir Elísa- betar og Filipusar, verður 11 ára þann 15. Þær hafa svei mér hitt á tuginn allar. • Hvað ber framtíðiiT í skauti? mmmmmmmmmmmmmm m Hvað ber framtíðin í skautl. Svo mætti lengi halda á- fram upptalningunni, jafnvei með afmælin ein saman — og það líka þó að sleppt værl með öllu að geta þess, að a.m, k. einn blaðamaður Morgun- blaðsins á afmæli í mánuðin- um! Hér skal samt látið stað ar numið. Ef þið, lesendur góðir, látið hugann reika, kem ur áreiðanlega margt upp úr kafinu, sem gerzt hefur þessa daga fyrir fleiri eða færri ár um. Enn fleira á þó að öllum líkindum eftir að ske í öllum þeim ágústmánuðum, sem ó- komnir eru. Ágúst stendur líka að því leyti vel að vígl, að enginn mánuður ársins er lengri en hann, og aumingja febrúar greyið nær honum t.cL ekki nema rétt upp undir höku, þegar hann á hlaupár- um tyllir sér á tá og teygir sig eins og hann mest má. —■ Vonandi verður fleira gott en slæmt af því sem fyrir hönd- um er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.