Morgunblaðið - 06.08.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.08.1961, Blaðsíða 10
10 ' MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur S. águst 1961 Feðgar við skurð- borðið KJARTAN J. Jóhannsson, læknir og alþingismaffur á Isafirði er ekki að hugsa um sumarfri þessa dagana nema síður sé, enda þótt þingstörf- in kalli ekki í bili. Hann stundar jafnan læknisstörf þar vestra og gefur sér sjaldn ast tíma til að bregða sér frá utan þess er hann sækir Alþingi. ★ ★, Þegar þingmenn fá frí að vori og fyrir jólin er Kjartan óðara kominn vestur. Og hann hefur vart stigið þar á land fyrr en hann er á þön- um um allan bæ með lækna- tösku undir hendi. ísfirðing- ar tala heldur ekki um að Kjartan alþingismaður sé kominn í frí, af þingi — held ur segja þeir, að Kjartan læknir sé farinn í frí, á þing. — Já, það er mikið að gera hjá okkur læknunum hér, sagði Kjartan, þegar við hitt- um hann í sumarbústaðnum hans í Tunguskógi, skammt innan við tsafjarðarkaup- stað, ekki alls fyrir löngu. ★ ★ — Og þannig hefur það verið síðan ég kom hingað vestur árið 1932, hélt hann áfram. — Að vísu hefur margt breytzt til batnaðar, viðhorfin eru allt önnur en þá var: Betri samgöngur, fullkomnari og fjölbreyttari lyf. — Ég þurfti oft að skálma heiðar í misjöfnu veðri og fara á bátkænum langar leiðir í lækniserindum hér áður og fyrr. Nú er sími á hverjum bæ, hægt að gefa leiðbeiningar í sjúkdómstil- fellum án þess að fara á staðinn — og svo er jafnvel hægt að grípa til flugvél- anna, ef því er að skipta. — Og öll þessi nýju og fljótvirku lyf hafa breytt við horfum læknis í sjávarþorpi * . mikið á síðustu árum. Sjó- sókninni fylgir alltaf mikið af ígerðum, meinsemdum og öðru slíku eftir smáóhöpp, sem sjómennirnir verða jafn- an fyrir. Oft var þetta þrá- látt. Nú er þetta ekkert vandamál, í flestum tilfell- um. Og alltaf fjölgar þessum ágætislyfjum. ★ ★ — Hve margir eruð þið læknarnir nér núna? — Við erum þrír og sá fjórði, sem gegnir í Djúpinu, er líka búsettur hér. — Og færðu staðgengil hingað til bæjarins, þegar þú ferð á þing? — Nei, þeir taka mín störf á sig aukalega, hinir lækn- arnir. Samvmnan hefur allt- af verið mjög góð. — Þú ert á sjúkrahúsinu? — Já, ásamt sjúkrahúss- lækninum og þeim þriðja. Jú, mikið um uppskurði, þó ' t ) HVAÐ gera Alþingismenn yfir hásumarið? j | Ekki kalla þingstörfin, en eru þeir uppteknir j \ við önnur störf. eða taka þeir sér sumarfrí? <| ) Fréttamaður Mbl. heimsótti nokkra þeirra ^ \ 1 í og hér kemur fyrri greinin um Alþingis- ^ \ menn í þingfríi. Í S s Kjartan Iæknir og Kjartan læknir. misjafnt eins og gengur. Oft koma tarmr hjá okkur, ef svo mætti segja. Margir upp- skurðir á dag. Það getur tek- ið allt frá 10 mínútum upp í tvo tíma að taka botnlanga. Maga- og ristilskurðir taka oft 3—4 tíma — og það eru stærstu uppskurðir, sem við framkvæmum hér. ★ ★ — Hvernig skiptið þið með ykkur verkum í skurðstof- unni? — Það er upp og ofan. Við skerum allir, skiptumst á um það — þó ekki eftir neinni ákveðinni reglu. — Og bregður þér ekki við að koma úr þinginu í skurð- stofuna? — Nei, alls ekki. Þetta er komið upp í vana. Ég neita því ekki, að þetta tvennt er æði ólíkt — og mikil til- breyting að skipta um. En hvort tveggja er skemmti- legt. Og þegar ég er syðra, að vetrinum, gefst mér oft gott tóm til þess að lesa mér til um nýjungar í læknis- fræðinni, bæta við mig. Það verðum við stöðugt að gera. Það hefur farið svo, að þeg- ar ég er á þingi les ég lækn- isfræðileg efni í frístundum, en meðan ég stunda læknis- störfin hér vestra, les ég meira af öðru efni. Ég hef gaman af öllu, sem tækni viðkemur og það er helzta lestrarefnið á sumrin. — Áttu eitthvað annað tómstundagaman? — Nei, ég geri yfirleitt ekki annað í mínum frítíma en lesa. Áður og fyrr fór ég mikið á skíði. En eftir að strákarnir mínir þrír uxu úr grasi, þá nenni ég ekki að eiga við það. Við fórum allt- af saman í skíðaferðir, þegar þeir voru minni. — Þeir lesa læknisfræði, tveir sjmir þínir? — Já, sá elzti, Kjartan, hefur nýlokið námi við Há- skólann — og Ingvar, sá næstelzti, lýkur því væntan- lega í vetur. ★ ★ — Og Kjartan sonur þinn starfar hér fyrir vestan? — Já, hann er settur hér- aðslæknir í Súðavík — og gegnir í öllu Djúpinu. Sem stendur er hann búsettur hér á Isafirði og er með okkur í sjúkrahúsinu. — Er það ekki dálítið einkennilegt að vera allt í einu farinn að starfa með syni sínum í sjúkrahúsinu? — Nei, alls ekki, því ég hafði beðið þess svo lengi. Það kom sem sagt ekkert á óvart —>• og mér finnst það mjög skemmlilegt. Undarlegt, en satt — mér finnst ég ekk- ert miklu eldri en áður. k ★ ★ * — Hvernig er samkomulag ið? — Eins og það getur bezt verið. — En veit ekki pabbi aTlt- af mest? — Jú, auðvitað, segir Kjartan og hlær. — En það gildir nú bara heima. I sjúkrahúsinu erum við al- gerir jafningjar. Hann hefur a.m.k. ekki kvartað yfir þvl að ég þættist vita allt miklu betur. Þessir strákar, sem eru að útskrifast núna, eru vel skólaðir. Og þeir hafa gott af því að bjarga sér sem mest sjálfir. Sonur minn fór t.d. inn í Djúp um daginn til þess að hjálpa konu við fæðingu. Hún átti tvíbura, fæddust fyrir tímann. Hann kom með börnin í kommóðu- skúffu á báti í bæinn. Það gekk allt vel. ★ ★ — En hvað er þá helzta umræðuefnið, þegar þið hitt- ist allir þrír, þú og lækn- arnir þínir? — Satt að segja tölum við mest um það, sem að læknis* fræðinni lýtur. Þeir eru báð- ir giftir — og konunum okk- ar finnst stundum, að við töl um full mikið um sjúkdóma. Þær biðja um eitthvað skemmtilegra umræðuefni, segir Kjartan og brosir. Enginn hesíamaður — og lætur drátí- ■ arvélina næjja (Sjá forsíðu- mynd) MAGNÚS JÓNSSON, alþing ismaður frá Mel, fer alltaf í sveitina í sumarfriinu. Hann fer þá með alla fjölskylduna til föðurhúsa, að Mel í Skaga firði, og hjálpar foreldrum sínum við heyskapinn. Og þegar sumarfrí Magnúsar er á enda tekur Baldur bróðir hans við, kemur úr Reykja- vík til þess að ljúka hirðingu með föður sínum. ★ ★ Magnús fór norður fyrir miðjan júlí og hann hreyfir sig yfirleitt ekki frá Mel allt friið. Við gátum því gengið að honum vísum þar heima, enda kom það á daginn. Hann var léttklæddur, þeysandi á dráttarvél, þegar okkur bar að garði. Börn hans tvö sátu á vélinni hjá honum, en frúin var að raka með hrífu upp á gamla móðinn, með þykka lopavetlinga. — „Eruð þið komnir til þess að hirða með okkur,“ sagði Magnús og hló. „Öll að stoð er vel þegin“. Nei, við 'vorum ekki á því að fara í raksturinn. Við vor um komnir til þess að tefja fyrir, eins og flestir kaupstaða búar, sem bregða sér út í sveit um hásláttinn. ★ ★ — „Já, ég hef alltaf eytt sumarfríinu mínu hér heima í Skagafirði síðan ég lauk námi. Meðan ég var í skóla gat ég ekki veitt mér sumar- frí,“ sagði Magnús. „Þá fór ég ýmist í vegavinnu eða vann í síldarverksmiðjunni á Hjalt eyri. Þar unnum vii, allir bræðurnir, meðan við vorum í menntaskóla og háskóla." — „En ég vil hvexgi eyða sumarfríinu frekar en hér. Ég hef lítinn áhuga á utanlands ferðum, eða að arka um land ið þvert og endiiangt.“ — „Börnin kunna líka mæta vel við sig hérna. Kristín litla er hér allt sumarið, vill helzt ekki koma heim á haustin — og getur varla beðið eftir því að komast í sveitina á vorin. Jón sonur minn unir sér líka vel hér, en hann er ekki að sama skapi viljugur, blessað- ur.“ — „Hvaða vitleysa,“ segir Ingibjörg, móðir Magnúsar, sem komin er út á tún til okk ar. „Blessunin hann Jón minn gerir margt til gagns. Hann er viljugur piltur, sækir stund- um kýrnar og hvað eina.“ ★ ★ — Farið þið ekkf mikið £ reiðtúra hérna? spyrjum við. — „Ónei, ekki getur það talizt," segir Magnús. „Ég hef aldrei verið mikill hestamað ur — og ég læt dráttarvélina nægj a nú orðið. Þegar ég var strákur átti faðir minn hest, sem við kölluðum Grána — og hann var óskaplega latur. Okkur kom vel saman Við sofn uðum stundum saman uppi á túni, Við fúndum okkur gott skjól, lögðumst þar. Ég hélt utan um hálsinn á Grána — og svo fengum við okkur blund. — Kristín litla hefur mikið dálæti á hestum og það er hennar bezta skemmtun að komast á bak. Hún er sú eina hér á bænum, sem kann að meta það. Þá líkar henni lif- ið.“ — Þú veiðir ekki £ ánni, hérna? — Nei ég hef litla stund lagt á veiðiskap, gerði það ekki einu sinni þegar ég var strákur. En við spimðum fót bolta hérna, þegar ég var yngri. Það var mikið fjör í íþróttunum. í hreppnum voru tvö knattspyrnufélög, félags- svæðin skiptust um ána, hérna fyrir neðan — og við þóttumst mjög snjallir knatt spyrnumenn. Vafalaust vorum við lakir á mælikvarða þeirra í bæjunum, en það skipti engu máli í þá daga.“ — „Knattspyrnu leik ég ekki lengur en hefði sjálfsagt gott af því,“ segir Magnús og brösir við. ★ ★ Og það er ekki að spyrja að því, þegar komið er í sveit- . ina. Maður er drifinn inn i kaffi, öll vinnan á bænum leggst niður. „Við komum líka t»l þess að tefja yfckur svolít- ið“, segjum við Magnúsi. — „Það er nú ekki hundr- að í hættunni. Við erum að verða búin með þetta. Að vísu hefur þurrkurinn ekki verið upp á það bezta. Við vorum búin að hirða allt á sama tíma í fyrra. En við för um bráðlega að sjá fyrir end ann á þessu.“ ☆ 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.