Morgunblaðið - 06.08.1961, Side 11

Morgunblaðið - 06.08.1961, Side 11
Sunnudagur 6. ágúst 1961 MORGUNBLAÐIÐ 11 Stýrimaður snertir aidrei stýrið I»AÐ var þröng niðri á hafn- arbakka. Gullfoss átti að fara eftir klukkustund og far þegarnir streymdu um borð. Við olnboguðum okkur áfram, komumst loks upp í brú og fundum herbergi amiars stýrimanns. Þar dráp- um við á dyr og Pétur Sig- urðsson, alþingismaður, bauð okkur inn. Móðir hans sat inni hjá honum, komin til að kveðja. L ★ ★ ' — Ég leysi annan stýri- mann af í þessum túr, sagði Pétur. Ég hef verið í afleys- ingum í sumar, leysti þriðja stýrimann af í síðasta túr. — Þú ert búinn að vera lengi á sjónum, Pétur! — Já, eiginlega síðan ég man fyrst eftir mér. Hvað var ég annars gamall, þegar ég fór fyrst á sjóinn, mamma? — I>ú varst um fermingu, góði minn. Ég held nú að ég muni það. — Já, 14 ára, held ég, seg- ir Pétur. — Fyrst var maður á fiskiskipunum, togurunum. Svo fór ég í farmanninn. Ég hef verið á mörgum Éoss- anna, fyrst háseti, síðan bátsmaður — og nú stýri- maður. ★ ★ / — Aldrei verið sjóveikur? — Jú, blessaður vertu. Ef ég er búinn að vera í landi einn sólarhring eða meira, þá finn ég alltaf til sjóveiki, þegar ég fer út. Ekki svo að það hái mér, ég get stundað mín störf. En mér líður yfir- leitt illa, fyrsta daginn. Þú þekkir sjálfsagt sjóveikina. — Og þér hefur aldrei dottið í hug að fara í land? — Nei, einhvern veginn hefur maður ílengzt í þessu. Mér líkar farmennskan vel, þrátt fyrir sjóveikina. Ann- ars rseður enginn sínum nætur stað, eins og þar stendur — og hver veit nema maður endi uppi í sveit. Ég tók mér frí einn túr og fór upp í Ör- æfi. Mikið var ég hrifinn. Við fengum líka svo gott veð ur — og veiddum silung. Ég gæti farið í sveitina þess vegna, ég kann vel við mig þar — og þykir silungurinn góður. ★ ★ — Sjómennskan er þá þitt aðalstarf? — Já, ég held að mér sé óhætt að segja það — og er ekkert að hugsa um að hætta í bráð. — Og hvert er þá hlutverk annars stýrimanns um borð? — Hann sér um vinnuna á dekkinu. Svo skiptumst við á, stýrimennirnir, þegar við erum í erlendri höfn. Erum þá á vakt sólarhring í senn, sjáum um hleðslu og afferm- ingu. Nú, og svo fellur það í hlut annars stýrimanns að sjá um ýmislegt. sem snýr að farþegunum á þessu skipi. — En hvert er þitt starf — t.d. þegar skipið kemur í höfn og leggst að bryggju? — Þá er annar stýrimaður aftur á. Skipstjórinn er í brúnni, fyrsti stýrimaður framá — og þriðji stýrimað- ur venjulega við landgang- inn. ★ ★ Pétur þavf nú að fara fram í brú til þess að lesa saman og stilla áttavitana. Pétur fór á sjóinn 14 ára. Hann sýnir okkur allan tækni útbúnaðinn í brúnni. Það er greinilegt að hann kann vel við sig um borð, enda segir hann.að líf farmannsins sé tilbreytingasamt og fullt af eftirvæntingu og spenningi. — En er ekki þreytandi að standa við stýrið til lengdar? — Nei, segir Pétur og hlær. — Stýrimennirnir gera yfir- leitt allt annað en að stýra. Þeir snerta aldrei á stýrL Björn á aldrei frístund (alveg eins og kaupfél- agsstjórar og rádherrar) VTF) lögðum land undir fót, fórum norður í land, og þeg- ar við ókum í hlað hjá Birni Páissyni, alþingismanni, að Ytri-Löngumýri í Blöndudal, var hann önnum kafinn við heyskap ásamt bömum sín- um. Hann var fljótur heim að bænum, þegar hann sá til komumanna. ★ ★ —. Blessaðir, sagði hann. Ég var að vona að hann héngi þurr í dag. En illa lízt mér á hann. Sjáið þið skúra- leiðingarnar frammi í daln- um. Þetta er meiri bölvaður óþurrkurinn. Eg er búinn að fá ofan í allt. — Og hvað eftir annað. 1 Mikið hey lá flatt hjá Birni. Ungur sonur hans var að múga á dráttarvél, en við forðuðum okkur undan rigningunni inn í bæ. — Hér er unnið myrkr- anna á milli, sagði Björn. — Maður byrjar fyrir allar ald- ir og heldur áfram til mið- nættis. Þetta er líka nauð- synlegt. Þeir, sem gera ekk- ert annað en sitja á Alþingi verða aumingjar, kramar- aumingjar. Menn verða að reyna á líkamann, halda heilsunni. Þessir skrifstofu- menn í Reykjavík, sem aldrei sjá sólarglætu — þeir drepast úr blóðtappa eða kransæðastíflu fyrir aldur fram. Fólk verður að hreyfa sig, púla. ★ ★ — Annars líkar mér ágæt- lega á Alþingi. Margt af þessum þingmönnum eru ógætismenn. Þingið stendur bara allt of lengi fyrir okk- ur sveitamennina. Ég varð að fá mér ráðsmann meðan ég var syðra í vetur. Svo verð ég fjandi iúinn á götunum í Reykjavík. Er vanur að hafa mjúkt undir fagti, verð sár- fættur á gangstéttunum. — Jaeja, hvað má bjóða ykkur? spurði Bjöm og slengdi koníaksflösku á borð ið. Hann bað frúna að færa okkur soðið vatn og sykur og svo blönduðum við þennan ágætisdrykk. Við röbbuðum um búskapinn, tíðina og stjórnmálamennina. ★ ★ — Menn eru allt of ríg- bundnir sínum flokkum. Þeir eiga að segja það, sem þeir meina. Fáir þora það samt, því andstæðingarnir reyna að notfæra sér það of mikið. Ég segi alltaf það, sem ég meina — og við skulum klára úr flöskunni, piltar. Þetta gengur ekkert hjá ykk ur. Verið alveg ófeimnir. Ég á fullan kassa af þessu. — Þú hefur varla mikinn tíma til tómstunda yfir sum- arið? spyrjum við. — Nei, ég á aldrei frí, hvorki sumar né vetur. Alveg eins og kaupfélags- stjórar og ráðherrar. Það eru menn, sem þurfa að vinna. Ekki vildi ég vera kaupfélags stjóri, því síður ráðherra. ★ ★ — Ég varð að taka son minn úr skóla í vetur til að hjálpa til við gégningar hér heima. Hér slæpist enginn. Hins vegar eru krakkarnir allt of lengi í skóla, þau verða leið á þessu stagli og verða ónytjungar, mörg. Skól inn á að standa styttri tíma, en auðvitað eiga þau að vera tímakom í fræðslu á hverj- um vetri. — Hve mörg eru börnin? — Þau eru 10, það elzta 16 ára. Bændur verða að eiga mörg börn, annars gengur bú skapurinn ekkert. Nú er ekki hægt að fá vinnufólk. Maður verður að eiga stóran barna- hóp. — Og hvað gera þau sér til afþreyingar, þegar um hægist að vetrinum? Farið þið á skíði hérna? — Nei, við þurfum enga aukahreyfingu. Við fáum nóga hreyfingu við dagleg störf. Það er ágætt fyrir skrifstofumennina í Reykja- vík að fara á skíði, betra en að liggja inni í leti á sunnu- dögum, ★ ★ Og svo förum við aftur að tala um stjórnmál og Björn segir, að kommamir líti hann hornauga. — Okkur bændum er illa við kommúnistana. Við erum vanir frelsinu úti í guðs- grænni náttúrunni, við elsk- um frelsið og sveitina. Það geri ég, þess vegna er komm únistum illa við mig. Þessi heimur á um tvennt að velja: Frelsi, eða kommúnisma, ein- ræði og kúgun. Bændur kjósa frelsið. Við kveðjum Björn konu hans. — Skál, piltar. Ég vil að þið farið glaðir héðan. og Bjöm Pálsson segist ætla að heyja 1500—2000 hesta í sumar, svo að hann þaxf *ð halda vel á spöðunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.