Morgunblaðið - 06.08.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.08.1961, Blaðsíða 12
12 MORCVisniAmr: Sunnudagur 6. ágúst 1961 JllwðmMðMfe Útgefandi: H.f. Árvakur, Reykjavík, Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóm: úðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. TRÚIN Á BLEKKINGARNAR i ðalmálgagn Framsóknar- flokksins er þekkt að því að falsa fréttir, hvenær sem blaðið telur það henta mál- stað sínum. Það er líklega mesta fréttafölsunarblað, sem út hefur verið gefið á ís- landi, svo að naumast dett- ur nokkrum lengur í hug að líta í það, ef hann vill afla sér sannra og réttra heim- iida. — Menn hafa áfellzt ritstjóra blaðsins fyrir þennan hátt „blaðamennsku“, og auðvitað eru þeir fyrst og fremst ábyrgir. Nú hefur þó komið í ljós að aðalforustumaður BVamsóknarflokksins, Ey- steinn Jónsson, gengur enn lengra í blekkingariðju en ritstjórn Tímans. Má því vera að það sé samkvæmt beinum fyrirmælum frá stjórn Framsóknarflokksins, sem blaðamennska Tímans er með þeim hætti, sem raun ber vitni. Sá er þó kosturinn við skrif blaðsins um efnahags- mál, að þau eru svo bama- leg, að jafnvel þeir sanntrú- uðu framsóknarmenn, sem aídrei lesa önnur blöð, ættu að sjá í gegnum blekking- arnar. Síðasta kenningin er sú að svikasamningar SÍS ættu ekki að baka útgerðinni þyngri byrðar en sem svar- aði 1% af útflutningsverði afurða hjá frystihúsi. Stað- reyndirnar eru þær að vinnuaflskostnaður frysti- húsa er yfirleitt að minnsta kosti 50% heildarútgjalda. — Heildarhækkanir kaupgjalds hjá þessum atvinnurekstri munu vera nálægt 20%, vegna þess að kvennakaup hækkaði mun meira en kaup karla, en nálægt % vinnu- aflsins í frystihúsum er kaup til kvenna. Ættu menn þá að geta reiknað út sjálfir hvort eina prósentið hans Eysteins sé nálægt sanni. FRÍDAGUR VERZLUNAR- MANNA 1 Tm þessa helgi streymir fjöldi verzlunarmanna út um landsbyggðina til að njóta sumars og sólar. Verzl- unarmannafrídagurinn er raunar að verða nokkuð al- mennur frídagur, en hann er þó sérstaklega helgaður verzlunarstéttinni. Um þessar mundir á verzl anin á íslandi við erfiðleika að etja. Hér hafa verið við lýði ströng og í mörgum til- fellum algerlega óraunhæf verðlagsákVæði, sem rýrt hafa hag þessa atvinnuvegs. En verra er þó hitt að vegna þessa fyrirkomulags hefur dugur og þor kjarkmikillar verzlunarstéttar ekki nýtzt sem skyldi í þágu alþjóðar. Sterk þjóðíélagsöfl hafa talið sér henta að reyra verzlun í fjötra áratugum saman, svo að starf verzlun- armanna hefur í ríkum mæli beinzt að baráttu við stein- runnið nefndakerfi, en hitt hefur lítils verið metið, ef menn börðust fyrir öflun betri markaða og hagkvæm- ari innkaupum. Svo rammt hefur jafnvel að kveðið, að þeir hafa verið verðlaunaðir, sem óhagkvæmust viðskiptin gerðu. Núverandi st.jórnarvöld eru staðákveðin í að láta einskis ófreistað til að rétta efnahag landsins við og treysta hann í eitt skipti fyrir öll. Von- andi bera þau gæfu til að skilja að eitt af grundvallar- atriðunum fyrir almennri velmegun og hraðfara fram- förum er verzlunarfrelsi, og áreiðanlega mun hin. ís- lenzka verzlunarstétt gera skyldu sína, þegar fjötrunum verður endanlega af henni létt. — Morgunblaðið óskar öllum verzlunarmönnum til ham- ingju með hátíðisdag sinn og væntir þess að sem allra flestir geti notið hvíldar og komið hressir til baka til hinna þýðingamiklu starfa sinna í þágu þjóðarheildar- innar. ÁRÁSIRNAR Á FJÁRMÁLA- STJÓRNINA Fvað hefur verið uppáhalds- iðja stjórnarandstæðinga að undanförnu að ráðast á fjármálastjórn ríkisins. Held ur hafa rökin þó verið létt- væg og skal þeirra hér að- eins getið. í fyrsta lagi er því haldið fram að fjármálaráðherra hafi svikizt um að gefa bráðabirgðayfirlit um af- komu ríkissjóðs. Bráðabirgða yfirlit geta haft einhverja þýðingu, en hitt er meira um vert að fjármálaráðherra hef ur nú gefið yfirlit um endan legar tölur og hefur það aldrei verið gefið jafn snemma og nú. Hins má svo líka geta að Eysteinn Jóns- son gaf aðeins þrisvar sinn- Hagerty og Morit Við bið James Hagerty þrýstir hendur japönsku stúdent anna á sviðinu í New York FYRIR rúmu ári, eða í júní 1960, var loft mjög lævi bland ið í Tókíó, og raunar öllu Jap an — eirðir og uppþot dag eftir dag. Það voru einkum I stúdentar úr félagsskap þeim, er „Zengakuren“ nrefnist, sem stóðu fyrir uppþotunum. Kváð ust þeir vera að mótmæla nýj um varnrarsáttmála Bandarikj anna og Japans — og jafn- framt fyrirhugaðri heimsókn Eisenhowers Bandaríkjafor- seta. Hins vegar voru marg ir, sem töldu að kommúnisk öfl stæðu að baki óeirðunum og skipulegðu þær — og skyldi nú látið til skarar skríða að rótfesta ríki kommúnismans í Japan, en „Zengakuren“ er um á sinni tíð sem fjármála- ráðherra bráðabirgðayfirlit, en sex sinnum gaf hann slíkt yfirlit ekki. Þá er því haldið fram að ríkisstjórnin hafi heitið 100 milljón króna greiðoluaf- gangi á fjárlögum. Þetta er hreinn hugarburður og hef- ur aldrei verið haldið fram, enda miðaði ríkisstjórnin og fjármálaráðherrann samn- ingu fjárlaga við það að reyna að komast sem allra næst raunverulegum tekjum og gjöldum, og hafa jafn- vægi í greiðslum, en ekki stórfelldan greiðsluafgang. — Leið greiðsluafgangsins fór Eysteinn Jónsson hins vegar venjulega til þess að hafa stórar fjárhæðir til ráðstöf- unar að eigin geðþótta utan fjárlaga, og þá auðvitað í pólitískum tilgangi, eins og Framsóknarmanna er venja. Greiðsluafgangur varð 10,7 milljónir 1960. Sýnir það að ekki hefur fjárhagurinn ver- ið jafn slæmur og stjórnar- andstæðingar vilja vera láta, og sérstaklega er þess að gæta að útgjóldin urðu und- ir áætlun og það mun aldrei áður hafa skeð í fjármála- sögu landsins. / ' samtök vinstri-sinnaðra stúd- enta. — Hvað sem um þetta er, varð ástandið í Tókíó svo slæmt, að aflýst var heim- sókn Eisenhowers, eftir að Zengakuren stúdentar höfðu gert heiftarlegan aðsúg að blaðafultrúa hans, James Hagerty, sem brá sér til Tókíó til þess að „kannra landið“. • „Dramatísk breyting" Þetta var fyrir ári. En nú vikur sögunni til Siðvæðing- arhreyfingarinnar (Moral Re- Armament). Hún virðist eiga talsverðu fylgi að fagna í Japan — og mun nú hafa lát ið nokkuð til sín taka meðal ýmissa foringja Zengakuren- samtakanna, sem framarlega voru í óeirðunum í fyrrosum ar. Þetta kemur fram í sum- arhefti rits Siðvæðingarhreyf- ingarinnar (MRA Billedrevy), sem dreift hefir verið hér manna á meðal að undanförnu í sambandi við sýningar á kvikmyndinni „Hámark lífs- ins“. Þar segir, að „dramatísk breyting" hafi orðið á nokkr- um japönsku stúdentaleiðtog anna, sem í fyrra sóttu ráð- stefnu Siðvæðingárhreyfingar innar í höfuðstöðvum hennar í Caux í Sviss — en þar „kynnt ust þeir hugsjón, sem varð þeim meira virði en uppþot, bylting og hatur“. — Ritið greinir frá því, að stúdentar þessir hafi skrifað leikrit, „Tígrisdýrið", þar sem lýst sé „bardögunum á götum Tókíó, valdabaráttu þeirri, sem að baki bjó — og því vali, sem Japan stendur andspænis í dag“. — Stúdentarnir hafa sýnt þetta leikrit sitt víða úti um heim — og komu loks til Bandarikjanna í febrúar sl. • „Viff biffjum fyrirgefningar“ MRA Billedrevy segir, að einn hinna áður byltingar- sinnuðu stúdentaleiðtoga, Yoshikazu Katakura, hafi flutt ávarp við komu japönsku stúdentanna til New York — og sagt m.a.: — „Við erum komin til Bandaríkjanna til þess að biðja fyrirgefningar vegna uppþota þeirra, er urðu til þess, að Eisenhower, forseti ykkar, kom ekki til Japans. Okkur er ljóst, hvílík áhrif til sundrungar þetta hafði á sambúð Japans og Banda- ríkjanna og, hvílíkum klofn- _______ Framhald á bls. 23. Þeir eru ekki árennilegir, þessir æstu Japönsku stúdeirtar, sem gerffu hatrömm uppþot í Tókíó í fyrra. En nú hefir orðiff „dramatísk breyting“ á sumum úr þeirra hópi, eftir aff þeir „kynntust hugsjón, sem varff þeim meira virffi en uppþot, bylting og hatur“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.