Morgunblaðið - 06.08.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.08.1961, Blaðsíða 13
7 Sunnudagur 6. agúst 1961 MORGVNBLAÐIÐ 13 Sumarmynd frá Reykjavík. — Æskan notar sjóinn og sólskinið. REYKJAVÍKURBRÉF þá með þeirri formþreytingu, að Hannibal Valdimarsson taldist 1955 til Alþýðuflokksins, en er nú opinberlega genginn í flokk með kommúnistum. Aðalmaður samsærisins af hálfu Framsókn ar er að þessu sinni Eysteinn Jónsson, 1955 þóttist hann þó mjög andvígur verkfallabrölti Hermanns og fór ekki dult með það í árslok 1958, að kommún- istar hefðu með framferði sínu í V-stjórninni sannað, að þeir væru ekki samstarfshæfir. Hon. um er hinsvegar óbærilegt að vera utan stjórnar og reynir að sýna, að hann sé þar ómissandi með því að gera §em mest illt af sér. Þessi hópur ætlaði sér nú að knýja ríkisstjórnina frá með skemmdarstarfi sínu, þótt þeim væri frá upphafi ljóst, að það hlyti að hafa í för með sér enn minnkaða íslenzka krónu. Víti til varnaðar Sumir ásaka ríkisstjórnina fyr ir að hafa ekki brugðizt við þessu skemmdarstarfi með því að banna verkföll og lögfesta kaup á einhverju stigi málsins. f frjáls um þjóðfélögum er hvorutveggja viðurkennt, að verkfallsréttur og samningafrelsi aðila um kaup gjald. Viðurkenning þessa rétt- ar er eitt þeirra höfuðatriða, sem skilur á milli frjálsra þjóða og hinna, sem eru seldar undir kommúniska kúgun. Annað mál er, að beina skemmdarstarfsemi og misnotkun trúnaðar verka- manna og annarra félagssamtaka í annarlegum tilgangi er ekki hægt að þola til lengdar í neinu þjóðfélagi. En íhlutun löggjafar valdsins má ekki eiga sér stað nema algert neyðarástand sé skapað og ekki verði villst um tröðkun svokallaðra trúnaðar- manna á réttindum umbjóðenda sinna. Almenningur varð enn einu sinni að reyna hverjar afleiðing ar eru af ábyrgðarlausum og ó- hóflegum kauphækkunum. Þær hafa nú orðið hinar sömu, sem fyrr. Munurinn er sá, að núver- andi ríkisstjórn reynir ekki að fela afleiðingarnar heldur forð- ar hún algerum vandræðum með því að láta þær koma þegar í Ijós. Ófarnaður V-stjórnarinnar stafaði m.a. af innbyrðis sundr- ung, óhreinskilni og skorti á kjarki til að segja mönnum satt LaugarcL 5. águst til um ástandið. f>au víti eru vissulega til varnaðar. Síldarafli En hvað um aukinn síldarafla og verðhækkanir á útflutnings- vörum? Nægir þetta ekki til þess að forða vandræðum þrátt fyrir almennar kauphækkanir? Rétt er það, að síldarafli er nú meiri en hann hefur verið undan farin aflaleysisár. Enginn veit þó enn hver heildarútkoma síld- arvertíðarinnar verður. Því fer fjarri, að tryggt sé að meiri hluti bátanna beri sig, hvað þá meira. Þegar litið er til stærðar og fjölda síldveiðibáta miðað við það, sem var á fyrri aflaárum, er ljóst, að sízt ber að miklast yfir sildarfengnum nú. Á síldveiðum er og ekki nema h.u.b. þriðjung- ur bátaflotans að tölu og þótt ætla verði, að allmargir bátar komist nú vel af, er það ekki nema lítill hluti alls bátaflota þjóðarinnar, sem þess nýtur. Sá afli hrekkur hvergi nærri til að vega upp á móti lélegri þorskver- tíð báta og geigvænlegu aflaleysi togara um langt skeið. Verðhækkanir gáfu einna bráðabirgðalaga haust ið 1956. Nokkrum dögum áður en Alþingi skyldi koma saman 1956 gaf hann út önnur bráða- birgðalög, sem umturnuðu hús- næðsmálastjórninni í því skyni að fá sjálfum honum aukin völd. Réttri viku síðar fetaði Lúðvík Jósefsson í fótspor Hannibals í þeim tilgangi að auka ráð sjálfs sín yfir innflutnings- og gjald- eyrismálum, fjárfestingarmálum o.fl. með útgáfu bráðabirgðalaga um þau efni hinn 28. sept. 1956. Svipuðu máli er að gegna um Framsóknarherrana. Á árinu 1934 gerbreytti Hermann Jónas- son löggjöf um afurðasölumál bænda með útgáfu bráðabirgða- laga um meðferð og sölu mjólkur og rjóma o.fl. hinn 10. september. Og 1942 skrifuðu báðir, Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson, hinn 8. janúar undir bráðabirgða lög um gerðardóm í kaupgjalds- og verðlagsmálum. Þessi fáu dæmi sýna af hvílíkum óheilind- um þessir menn og málgögn þeirra fjargviðrast nú yfir út- gáfu bráðabirgðalaga, sem út eru gefin af ólikt meira tilefni, en þau bráðabirgðalög, sem þeir sjálfir gáfu út, þegar þeir höfðu aðstöðu tiL emimgis jafna fyrra verðfall Verðhækkanir á útflutnings- vöru hafa ekki orðið meiri en svo, að heildarverðlag er nú svip að og gert var ráð fyrir, þegar viðreisnarráðstafanirnar voru gerðar fyrri hluta árs 1960. En á því ári nam heildartap þjóðarinn ar vegna verðfalls og aflabrests a.m.k. fimm hundruð milljónum króna miðað við það, að verðlag hefði haldist óbreytt frá 1959 og aflaföng verið sæmileg. Þó að vonir standi til þess, að aukin síldveiði og verðhækkanir hafi það, sem af er árinu miðað við sama tíma í fyrra, hækkað út- flutningsverðmæti um hundrað til tvöhundruð milljónir króna, hrekkur það skammt, þegar litið er til þess, að kauphækkanirnar munu hafa í för með sér sex hundruð milljón króna aukin út- gjöld. Aðstaðan 1960 var mjög erfið af fyrrgreindum ástæðum. Ástæðunnar til þess, að þá fór svo vel sem raun ber vitni, er að leita í viðreisnarráðstöfununum. Ef þeirra hefði ekki notið við, hefði þá allt komist í kalda kol. Um það nægir að vitna til reynsl unnar frá 1958. Þá var mesta afla ár, sem yfir landið hefur gengið. Engu að síður hrökklaðist V- stjórnin frá völdum. Um þetta segir Tíminn s.l. fimmtudag: „Stjórnin fór ekki frá vegna þess, að ástandið væri erfitt, held ur vegna þess að ekki náðist sam komulag um stöðvun verðbólgu og dýrtíðar . . . “ Þá tókst með úrræðaleysi að breyta góðæri í öngþveiti. 1960 tókst að forða frá erfiðleikum vegna þess að einart og rétt var stefnt. Illræðismaður að eigin sögn Svo yfirgengileg sem hræsnis- skrif stjórnarandstæðinga eru um efni ráðstafana ríkisstjórnar- innar nú, þá fer þeim sízt betur hneykslun út af setningu bráðabirgðalaga. V-stjórnin hafði aðeins setið röskan mánuð, þeg- ar hún gaf út „bráðabirgðalög um festingu verðlags og kaup- gjalds“ hinn 28. ágúst 1956. Sá, sem undirritaði þau lög með for- seta íslands, var Hannibal Valdi marsson. Um útgáfu bráðabirgða laganna nú segir sami maður í Þjóðviljanum s.l. fimmtudag: „Ráðherrar sem hegða sér þannig eru illræðismenn gegn þjóðfélaginu en ekki ríkisstjórn“. Þetta segir sá maður, sem öll- um öðrum fremur ber ábyrgð á þeirri skerðingu krónunnar, sem nú hefur orðið að viðurkenna. Og nú samþykkir hann í Al- þýðusambandsstjórn eftirfarandi yfirlýsingu: ,,Verkalýðshreyfing- in mun ekki viðurkenna, að ríkis stjórn íslands eigi að ákvarða kaupgjaldið í landinu. — Það eiga samtök verkalýðsins og atvinnurekenda að gera í frjáls- um samningum“. Óneitanlega þarf kokhreysti til að lýsa yfir þessu fyrir þann, sem undirrit- aði bráðabirgðalögin 28. ágúst 1956. Gerðu sjálfir það9 sem þeir nú fordæma Hannibal lét ekki sitja við út- Framsókn vildi láta ríkisstjórn og seðlabanka skrá gen«ið Þá er og fróðlegt að athuga hamagang Framsóknarmanna nú út af því, að Seðlabankanum skuli fengin gengiskráning, með samþykki ríkisstjórnar. í gengis skráningarfrumvarpinu, sem var undirstaða stjórnarmyndun Fram sóknar 1950, var í 2. grein kveðið svo á: „Eftir gildistöku laga þessarra er ríkisstjórninni á ráðherra- fundi rétt, að fengnum tillögum bankaráðs og bankastjóra Lands- banka fslands, að ákveða gengi ís lenzkrar krónu. Gengisskráning skal miða að því að koma á og viðhalda jafnvægisgengi, þ.e. að sem mestur jöfnuður sé í greiðsl um við útlönd án gjaldeyris hafta. Landsbanka fslands er skylt að taka sérstaklega til athugunar gengissknáningu íslenzkrar krónu, þegar almenn breyting verður á kaupgjaldi, önnur en sú, sem kveðið er á í þessum lög- um. Skal bankinn svo fljótt sem kostur er, gera ríkisstjórninni grein fyrir niðurstöðum sínum“. Á þessum árum fór Landsbank inn með það vald í gjaldeyris- málum, sem Seðlabankanum nú er fengið. Sú skipun, sem þarna var ráðgerð, er þess vegna mjög svipuð þeirri, sem nú hefur verið lögfest. Munurinn er þó sá’ að þá var lagt til að lögfesta áhrif kaupgj alds á gengisskráningu, þar sem um það segir ekkert nú. Enda var réttilega haft á móti þeirri tillögu að ýmis fleiri atriði kæmu hér til greina en kaup- gjaldð eitt, þó að það hefði vit anlega sína þýðingu, svo sem nú hefur reynzt. Að lokum varð samkomu1 g um það við þáverandi stjórn Alþýðusam- bandsins að ákvæðið skyldi tek- ið út úr frumvarpinu enda eirði Alþýðusambandið gengislækkun inni. Tillaga Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna, sem höfðu komið sér saman um ákvæðið, var engu að síður ótvíræð þótt þeir af hagkvæmnisástæðum teldu ekki rétt að lögfesta ákvæð ið eins og á stóð. Hér sem ella sannast, að afstaða Framsóknar gerbreytist eftir því. hvort hún á sæti í ríkisstjórn eða ; Þunfimr skulda- i * 7 baggi V-stjórnina skorti að vísu ein urð til þess að nefna gengisfell ingar sínar réttu nafni. Sá ein- urðarskortur var í samræmi við annan flótta hennar frá stað- reyndum en skýrðist og af því, að helztu ráðamenn V-stjórnar- innar báru sjálfir ábyrgð á nauð-. syn gengislækkananna 1956 og 1958. Þær voru báðar bein af- leiðing, verkfallsins mikla, sem íkommúnistar, Hannibal Valdi- marsson og Hermann Jónasson efndu til á árinu 1955 1 því skyni að rjúfa þáverandi stjórnarsam- starf Sjálfstæðismanna og Fram sóknar. Það tókst. V-stjórnin var mynduð 24. júlí 1956. Þá stóð ekki lítið til, enda var fullyrt a.m.k. af einum ráðherranna, að hin nýja stjórn mundi standa næstu 20 árin! En stjórnarherr- arnir tóku með sér í valdasess- inn skuldabagga vegna fyrri af- glapa. Þrátt fyrir kaupfestingu i ágúst 1956 og gengislækkanirnar tvær í desember 1956 og í maí 1958, gátu þeir aldrei unnið bug á afleiðingum verka sinni 1955. • r Obærilegt að vera utan st jórnar S Flótti Hermanns Jónassonar 4. des. 1958 undan hinni nýju verð- bólguöldu, sem risin var og óvið ráðanleg var að hans dómi, vegna þess að ríkisstjórn hans kom sér ekki saman um nein úrræði gegn henni, var flótti undan þeirri at Iburðarás, sem Hermann Jónasson ejálfur hrinti af stað 1955. Með því er þó sagan ekki öll sögð. í beinu framhaldi þessarra at- Iburða kom einangrun Framsókn ar, breyting kjördæmaskipunar- innar og langvinnari fjarvera Framsóknarmanna úr ríkis- ptjórn, en þeir hafa áður orðið að þola siðustu 34 ár. Hér fór allt é annan veg en Hermann Jónas- eon og samsærisfélagar hans höfðu gert ráð fyrir 1955. Engu að síður gerðu Fram- eóknarmenn og kommúnistar nú að nýju svipað samsæri og 1955. Af hálfu kommúnista eru for- sprakkarnir enn þeir sömu og V-stjórnin felldi gengið 1956 og ’58 Ofboðslegt er að sjá skrif stjórnarandstæðinga út af hin- um nýju ráðstöfunum ríkisstjórn arinnar til að koma í veg fyrir verðbólgu og atvinnustöðvun. i>eir láta nú svo sem það sé rík- isstjórninni að kenna að skrá hef ur orðið gengi íslenzku krónunn ar að nýju og færa það til sam- ræmis við staðreyndir efnahag*- lífsins. Bjálfir bera stjórnarand- stæðingar ábyrgð á því, hvernig komið er. Kauphækkanirnar, sem þeir hafa knúið fram, hlutu að ieiða til nýrrar gengisskráning- er. Ríkisstjórnin varaði menn æ ofan í æ við því, hverjar afleið- ingar óhóflegra kauphækkana mundu verða. Því var á alþingi berum orðum lýst yfir af hálfu stjórnarinnar, að slíkar almenn ar kauphækkanir hlytu eins og nú stæði á að leiða til gengis- falls. Stjórnarandstæðingar létu all «r þessar aðvaranir eins og vind um eyru þjóta. Þeir misbeittu trúnaðarstöðum sínum í verka- lýðshreyfingunni til að knýja kauphækkanirnar fram. Þeir blutu þó að sjá, hverjar afleiðing arnar mundu verða. Þar þurftu þeir ekki að styðjast við leiðbein ingar núverandi ríkisstjórnar. Þeim nægði að líta í eigin barm og hugleiða fyrri reynslu sjálfra sín. Á hinum skamma valdatíma V-stjórnarinnar neyddist hún til þess að fella gengið tvisvar, þ.e. bæði með jólagjöfinni í árslok 1956 og bjargráðunum í maí 1958.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.