Morgunblaðið - 06.08.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.08.1961, Blaðsíða 15
t\ Sunnudagur 6. agust 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 15 Júlíana Stígsdóttir IViinningarorð HÚN andaðist þ. 3. júní á sjúkra- Ihúsinu Sólheimum og var jarð- sett þ. 8. s.m. frá Fossvogskirkju. Á fögrum vormorgni við fugla- söng og angan fagurra blóma var hún kvödd, konan sem æítð haðfi flutt með sér birtu og yl, hvar sem leiðir hennar lágu. Hún var fcarn sumarsins og elskaði allt sem var fagurt og gott. Hún var fædd þ. 17. júlí 1886 í Hafnar- firði, dóttir Stígs Guðmundssonar og konu hans Þorlaugar Illuga- dóttur sem ættuð var frá Torfa- bæ í Selvogi. Hún ólst upp í Hafnarfirði með móður" sinni, því •föður sinn missti hún barn að aldri. Hún unni fæðingarbæ sín- um innilega. Mér er minnistætt á síðastliðnu sumri þegar við gengum um bæinn hennar hve innilega hún naut þess, og ég fann að þetta var henni helgur staður. Það var í síðasta sinn sem hún leit Hafn- arfjörð. Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga, hún kunni skil á þessari sögu, hún átti' á bak að • sjá eiginmanni sínum Kára Kára- syni sem hún studdi til síðustu stundar 1 löngum veikindum hans. Tvo uppkomna syni sína missti hún í sjóinn. Tvö ungbörn missti hún einnig. Og síðar tvö uppkomin börn sín með fárra ára millibili. Hún hafði eignazt 10 börn, en átti 4 eftir þegar hún sjálf kvaddi þennan heim glöð og sátt við guð Og menn. Gull prófast í eldi svo var með hennar sál, hún skírðist og stækkaði við hverja raun, og sagði í fullu traust á hann sem öllu ræður. Yerði þinn vilji. Fyrir sjö árum kvæntist Júlí- ana aftur Haraldi S. Húnfjörð miklum ágætismanni og áttu þau þessi fáu en indælu ár bæði sínar beztu og björtustu stundir, enda Jik um margt. Það kom bezt fram þá síðustu og erfiðu tíma, þegar hún lá farin að heilsu og kröft- um og hann hjúkraði henni með hinni mestu prýði. Hve guð sem hún treysti hafði verið henni góð- ur að senda henni svo nærgæt- inn förunaut síðasta spölinn. Ég sem þessar línur rita átti Júlíönu svo óendanlega mikið að þakka, ég átti því láni að fagna «ð eiga einlæga vináttu þessarar góðu konu í 30 ár. Á þá vináttu bar aldrei skugga, dóttur minni var hún móðir og hún sem nú dvelur í fjarlægu landi unni ömmu sinni af alhug. Á síðast- iiðnu sumri áttu þær bjartar og ógleymanlegar stundir saman hér heima eftir langan aðskilnað. Og nú að leiðarlokum sendi ég henni hjartans þakkir mínar og hennar, og bið guð að styðja og blessa hinn aldna eiginmann hennar og ástvini alla. Minning hennar lifir Og lýsir okkur fram á daginn svo björt var hún og góð. ó Vinkona. Hvernig er að lifa eins og drottning í 10 daga? ÞBSSA spuringu lögðum við fyrir Hildi Hauksdóttur, flug- freyju hjá Loftleiðum, er hún kom frá Bandaríkj'Unum um daginn. Þar hafði hún veriö í svonefndri „drottningarheim- sókn“ á hátíðahöldum í Minn- eapolis, er nefnast „Minnea- polis Aquatennial“ og eru ein- hver umfangsmesta og íburðar mesta sumarhátíð í Bandaríkj vuium, sem fólk sækir hvaðan æva að og boðið er til frægum kvikmyndaleikurum og fleir- um. Til hátíðarinnar var í þetta sinn boðið fjórurn erlend um „drottningum“ frá Kan- ada, fslandi, Noregi og Sví- þjóð, auk nokkurra stúlkna frá ýmsum fylkjum Bandaríkj anna. Loftleiðir fengu boð um að senda íslenzka fulltrúann og Hildur val valin. — Já, það var vissulega far ið með okkur eins og drottning ar, sagði Hildur. Eg átti ekki von á öllu þessu umstangi og vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, þegar blaðamennirnir hópuðust utan um mig á flug- vellinum, ég var leidd að hvít um bíl með nafninu mínu á og ekið á fínasta hótelið á staðn- um, þar sem ég hafði heila íbúð til umráða. Síðan tók við hvað af öðru, íburðarmiklar skrúðgöngur, sem tóku þrjá tíma og tvær milljónir manna horfðu á, veizluhöld, bátsferð ir, sem var sjónvarpað, og 10 sinnum á þessum 10 dögum var ég látin koma fram í sjón- varpi, m.a. vorum við þrjár Norðurlandastúlkurnar gestir Það er dálítið skrítið, þegar maður er því vanastur að fara á Borgina og Klúbbinn, án þess að nokkur taki eftir því, að tilkynnt sé koma manns í dýrindisveizlur, og útvarpað úr gjallarhornum á hverju götuhorni, þegar maður kem- ur akandi í einkabíl með bíl- stjóra í skrúðgöngunum, að þarna komi Hildur Hauksdótt ir, flugfreyja hjá íslenzka flug félaginu Loftleiðum, sem fljúgi á flugleiðinni yfir At- lantshafið. Svo ég tali nú ekki um, þegar sótt er kóróna 1 bankahólf fyrir stóra veizlu og tyllt á kollinn á manni. En þessu fylgdu líka óþægindi, sem ég býst við að alvöru drottningar þurfi að búa við. Við urðum alltaf að vera á réttri sekúndu á hverjum stað. Okkur var harðbannað að hréyfa okkur út úr hótelíbúð unum nema með leyfi og i fylgd með eftirlitsfólki, og Sauve-hjónin, sem sáu um mig svöruðu í símanh minn, og létu fólk gera grein .fyrir er- indi sínu, enda var sífelld á- sókn af ókunnugu fólki og blaðamenn sátu um okkur, ef við svo mikið sem skruppum niður til að póstleggja bréf. Blátt bann var lagt við að smakka vín og reykja á opm berum stað. Það var ósköp gaman að þessu í 10 daga, en þá var ég líka búin áð fá nóg og því fegnust að komast heim og fara að vinna. var ísland umræðuefnið, og ætlazt var til þess að ég flytti ræður í veizlunum og reyndi þá auðvitað að segja frá landi og þjóð. Hvar sem ég fór, var ég spurð um það efni og eftir að áhugi hafði vaknað, þá var venjulega spurt hvernig hægt væri að komast til íslands. Þær upplýsingar vöktu alltaf mikla athygli, að með því að fljúga með íslenzka flugfélag- 'inu Loftleiðir frá Ameríku til Evrópu mætti spara 200 dali í ferðakostnað. — Ertu búin að vera flug- freyja lengi? — Já, ég var fyrst hjá Flug félagi íslands, en skipti yíir til Loftleiða í marzmánuði, langaði til að skipta um áætl- unarleiðir og sjá mig meira um í heiminum? — Og áður söngstu í Þjóð- leikhúskj allaranum? — í guðs bænum minnstu ekki á það. Það voru bara barnabrek, líklega tilkomin af — Það er mikið um lsiend- inga í Minneapolis? — Já, þar munu vera ur* 2000 manns af íslenzkum ælt- um Og Valdimar Björnsson er fjármálaráðherra ríkisins. En dvalartími minn var svo skipv lagður, að mér rétt tókst að fá að hitta vinkonu mína, sem þar er við nám. En aðra íslend inga hitti ég ekki nema rétt í svip og þá af tilviljun. — Annars er þetta ferðalag til Minneapolis og allt sem þvi fylgdi, segir Hildur að lokum, eins og draumur. Allt bar svo fljótt fyrir og var svo olíkt þeim ferðalögum, s«m ég á að venjast. Það eina sem sannfærir mig um að það hafi yerið veruleiki er þetta, bætir hún við, og bendir á fullan kassa af fín- um matseðlum, boðskortum, borðum utan af blómum og ótal smágjöfum, m.a. ilmvatns glös sem líklega endast henni næstu 10 árin. Gestimir á hátíðinni. Hild ur er fjórða frá vinstri UM ISLAND — Var þetta boð hugsað sem nokkurs konar landkynning? — Já, í sjónvarpsþáttunum því að ég var svo blönk þegar ég var í skóla. Það er allt gleymt og grafið. c?í«j=*hí'<í5í®«íSíö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.