Morgunblaðið - 06.08.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.08.1961, Blaðsíða 17
Sunnudagur 6. ágúst 1961 m« pc r; iv 9 r. 4 r> rð 17 Fdlk Á lista- og leikhússíðunni í þýzk_ blaðinu Hamburger Abent blatt var nýlega sagt frá því að Sslenzka söngkonan Nanna Egils- Björnsson (tengdadóttir fyrsta forseta íslands) ætlaði í söng- för vestur um haf og syngja ljóðalög eftir Brahms og Schu- bert og íslenzka og þýzka nú- tímatónlist. Er ferðinni fyrst heitið til New York, síðan til Washington, Chicago, Los Ange- les, San Francisco, Seattle, Van- couver, Winnipeg og Toronto. Otto Stöterau. píanóleikari í ríkistónlistarskólanum í Ham- borg verður undirleikari hennar, og hafa þau þegar hafið undir- búning ferðarinnar, sem skipu- lögð er af íslenzku félögunum vestanhafs. I»á segir að frú Nanna hafi 16. júlí sungið í „Planten und Blumen" skemmti- garðinum, aríur úr Freischutz og Tosca með undirleik Haih- borgar-sinfoníunnar. Allir Hollendingar hjóla. — Drottningin líka. — Ljósmynd- arar smelltu þessari mynd af Júlíönu drottningu, er hún þeysti fram úr hirðmarskálkj sínum þegar hún var að reyna nýja hjólreiðabraut í þorpinu Ter- hortserzand. Hún var aldeilis ekki í vandræðum með að halda jafnvæginu á hjólinu, þó hún væri í heidur þröngu pilsi og hefði handtöskuna sína í hend- inni. -)< Sunnudagskrossgdtan -K í fréttunum Þessi flóttastúlka frá Austur- Þýzkalandi, Marlene Schmidt er búin að búa í Stuttgart í 1 ár. Hún er rafmagnsverkfræðingur, og hefur mikinn áhuga fyrir starfi sínu. En langaði samt til að sjá sig um í heiminum, og fór því í fegurðarsamkeppni, var kjörin fulltrúi Þýzkalands í keppnina á Miami Beaoh í Florida og varð þar hlutskörpust. En þegar kvik- myndamennirnir fóru að bera ví urnar í hana, lýsti hún því yfir að hún hefði engan áhuga fyrir að leika eða þesshóttar, heldur bara áætlunuim og teikningum varðandi rafvæðingu. X- William Hickey segir frá því í blaðinu Daily Express, að ný- lega hafi hann dregið það upp úr leikaranum fræga sir Alec Guiness að hann hefði hafnað tilboði um að stjórna 37 sjón- varpsþáttum, í Bandarikjunum, þar sem auglýst væri eitt af stærstu bjórfyr- irtækjunum. Fyr ir þetta voru honum boðnar um 50 millj. kr., sem hann hefði getað lifað’ á í vellystingum praktuglega til æfiloka. — Ég hefði haft fyr- irlitningu á sjálfum mér, ef ég hefði gert þetta, sagði sir Alec. — Því þá það? spurði Hickey. — Þegar ég var ungur maður vann ég hjá óuglýsingafyrirtæki. Eg hataði þa atvinnu og dreymdi um að verða leikari. Ég varð það og nú mundi ég aldrei láta mér detta í hug að fara aftur að vinna við auglýsingar. Held- ur mundi ég deyja úr sulti í rennusteininum. En William Hickey gat ekki stillt sig um að spyrja: Hvað sagði konan þín eiginlega þegar þú hafnaðir til- boðinu? — Hún, svaraði sir Alec hlægjandi. — Hún varð yfir sig hrifin. Anna Emilía var höfuðkúpúbrot- in, vinstri fóturinn styttri, hnéð skemmt og fóturinn sneri inn. Hún lifði, en læknirinn sagði að hún mundi aldrei geta gengið X- f júnímánuði 1960 ók Anna Emilia með Charles unnusta sín um á gömlu mótorhjóli áleiðis til Monaco í frí, þegar einhver bilun varð á hjólinu. Því hvolfdi og dró þau bæðj um 8 metra út af veginum. Þermur mánuðum síðar dó Charles af áverkanum. nema á hækjum, þannig að hún drægi máttlausan fótinn. 5. júlí fór hún til Lourdes, og viti menn allt í einu reis hún á fæt- ur og nú gengur hún eins og hún hafi aldrei orðið fyrir slysi og er komin aftur á háu hælana sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.