Morgunblaðið - 06.08.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.08.1961, Blaðsíða 23
Sunnudagur 6. agust 1961 M ORCUNBLÁÐIE 23 - Helgi Flóventsson Framh. af bls. 24. skeggjuðum sjómönnum. Þeir eru kom.nir heim. Hreiðar Bjarna son skipstjóri gengur í stofuna og heilsar fólkinu innilega, en hann fær engan frið, við biðjum hann að segja okkur hvað gerzt hafði. ★ Sökk mjög snögglega Ég veit það varla sjálfur, seg- ir hann. Við vorum rétt komn. ir fyrir Langanesið á leið til Raufarhafnar með um 700 mál í lest og á dekki. Ég var rétt kominn í brúna, fyrir um það ibil 15 mínútum, er ég varð þess skyndilega var að skipið fór að halla á stjórnborða. Ég hélt fyrst að dekkfarmurinn hefði eitthvað raskazt eða eitt- hvað af skilrúmunum ofandekks gengið úr skorðum. Ég sendi því menn til að athuga þetta, en þeir komu aftur og sögðust ekk- ert athugavert finna. Svo skipti það ekkj nokkrum augnablikum að hallinn jókst óeðlilega mikið. Allur mannskapurinn, sem ekki var í brúnni, var afturí. Ég lét kalla alla á þilfar, en þá höfðu vart liðið nema tvær til þrjár mínútur, þá var stjórnborðsbrú- arvængurinn kominn í sjó. Stýri maðurinn kom gúmmíbjörgunar- toátnum fyrir borð og ég sagði piltunum að fara í hann. Nokkr- um mínútum áður en þetta skeði, höfðum við mætt vélskipinu Steinunni gömlu, en Stígandi frá Ólafsfirði var einnig mjög skammt frá okkur. Sömuleiðis var olíuskipið Þyrill skammt undan. Er hér var komið fór ég í talstöðina og kallaði á Stein unni gömlu, sagði hvernig komið var og við værum að yfirgefa skipið. Þá var brúin stjórn- borðsmegin hálffull af sjó, en ég stóð á sokkaleistunum í korta- klefanum. Síðustu mennirnir voru að fara í gúmmífoátinn. Síð an yfirgaf ég skipið, en þá voru möstrin að snerta sjávarmál. Ég gekk eftir radarmastrinu að gúmmíbátnum, en það nam einn ig rétt við sjó. Það hafa kannske liðið fimm mínútur frá því ég varð fyrst hallans var, þar til skipið lá á hliðinni og við vorum allir komnir í bátinn. — Hvað heldurðu hafi orsak- að þetta slys? — Ég veit það ekki með neinni vissu. En ekki er ólíklegt að skilrúm milli lestar og stjórn- borðslúkars hafi brotnað og síld- in flætt þangað fram. Þetta skeði svo fljótt, að ekki var hægt að átta sig á neinu. ★ Allir fáklæddir — Hvað um veðrið, hvernig var það? — Það var norðan eðá norð- vestan, líklega ein 6 vindstig, en ekki mikili sjór. Þetta mátti kall- ast ágætis ferðaveður. — Hvaða björgunarrástafanir gerðuð þið áður en þið tókuð það ráð að yfirgefa skipið? — Það var ekkert hægt að gera, tíminn var enginn. Við reyndum þó að sleppa út nót- inni, en hún var stjórnborðsmeg in á bátaþilfari. Það tókst þó ekkj nema að litlu leyti. — Hvað um björgunina, hvern ig gekk hún? — Við vorum ekki nema 3r- stutta stund í gúmmíbátnum. Hann rak hægt frá afturenda skipsins, en Stígandi kom strax til okkar og tók okkur um borð og gúmmíbátinn einnig. Og það gekk allt saman vel. Móttökurn- ar í Stíganda voru ágætar. Við fengum heitan mat og þurr föt þeir, sem þess þurftu. Annars vorum við allir mjög fáklæddir, flestir á skyrtunni og sumir á sokkaleistunum. Við erum mjög þakklátir Þorsteini Björnssyni skipstjóra á Stíganda og áhöfn hans fyrir aðstoðina. Þetta samtal hafði tekið nokkr ar mínútur, en er því var lokið renndi síðasti bíllinn í hlaðið. f honum er húsbóndinn, Helgi, og segir hann okkur svo frá: — Ég var í koju aftur í, var «ð lesa er ég varð allt í einu var óvenjulegs halla. Ég hrað- Kjartan Ó. Bjarnason er nú að leggja upp í sýningarför um landið. Miun hann sýna fyrst á Patreksfirði, þriðjudag inn 8. ágúst og halda áfram fram í nóvember. Mun hann ferðast um allt landið og sýna kvikmynd sína — ,Þetta er ísland“, en það er úr mynd- inni „Sólskinsdagar á íslandi", sem hefur verið sýnd 33Ö0 sinn um á Norðurlöndum. Auð aðal myndarinnar verða einnig sýndar kvikmyndir frá heim- sókn Ólafs Noregskonungs, Olympíuleikunum í Róm 1960, Skíðalandsmótinu á ísafirði 1961, Hundaheimili Carlsens minkabana og fjórðungsmóti sunnlenzkra hestamanna á Rangárvöllum. Að þessu sinni mun Kjartan Ó. Bjarnason sýna i Rvík, en það hefur hann ekki gert í 10 ár. Myndin, sem hér birtist er úr aðalmyndinni „Þetta er ís- Iand“, og sýnir Odd á Skafta- felli sundríða Skeiðará. aði mér þá upp, en þá er verið að kalla allan mannskapinn á þilfar. Þð var ekki tími til að taka neitt með sér, við hlupum eins og við stóðum í bátinn. Ef við hefðum ekki haft gúmmí- bátinn, hefðum við sennilega ekki komizt í neinn bát, því ó- gerningur var að koma út venju- legum björgunarbát. Halli skips- ins var svo mikill. Þegar ég fór út á þilfarið gegnum brúna, var hún hálffull af sjó og skipstjór- inn stóð með annan fótinn á veggnum, en hinn á bekknum í kortaklefanum og var að tala í talstöðina. Þegar ég fór í bátinn var hann einn eftir um borð, og ég sá að sjórinn var að nálgast talstöðina. Kokkurinn kemur rétt í þessu að. Það er ungur maður og skeggjaður eins og hinir. Ég var í eldhúsinu, segir hann, ætlaði að fara að setja upp kvöldmatinn. Þá var öllum skipað á þilfar. Sjórinn var farinn að fossa nið- ur þegar ég komst upp. Gúmmí- báturinn var kominn á sjóinn og ég hraðaði mér í hann. Þá námu möstrin næstum við sjó. ★ Sett á fulla ferð Sigþór Sigurðsson, fyrsti vél- stjóri, var niðri í vélarrúmi. — Hann sagðist allt í einu hafa orðið var óvenjulegs halla á skipinu. Ég aðgætti hvort nokk- ur sjór væri kominn í skipið, en svo var ekki. Allt í einu var vélin sett á fulla ferð og ég gerði mér ljóst að eitthvað ó- venjulegt var að ske. Ég opnaði því fyrir öryggishemla vélarinn- ar, svo hún gæti unnið með þeirri orku, sem til var. — Skömmu seinna var mér skipað að koma á þilfar. Jafnframt var orka vélarinnar minnkuð niður í hægan gang. Er ég kom upp var halli skipsins orðinn mikill og piltarnir voru flestir komnir í gúmmíbátinn. Helgi og skip- stjórinn voru þó enn í brúrini. En við Helgi fórum samhliða að bátnum. Hreiðar stóð í sjó í brúnni með hljóðnemann í hendinni og var að tala. Hann togaði í leiðsluna eins langt og hún leyfði. Hann stóð næstum út við dyr. Ég hljóp aftur brú- arvænginn, en rann til og lenti í sjónum. Þeir kipptu mér fljótt upp í bátinn. Ég var sá eini, sem lenti í sjónum. Báturinn var útblásinn og ég varð þess var að sjálfvirka sendistöðin í honum var komin í gang. — Skömmu seinna kom Hreiðar um borð í bálinn. Hann taldi mannskapinn, við vorum allir, 11 að tölu. Það voru vart liðn- ar nema svo sem fimm mínút- ur frá því ég varð hallans var. Er við komum um borð í Stíg- anda, var Helgi Flóventsson kominn á hvolf og sneri kjölur- inn upp. Við sáum skrúfuna snú ast ennþá. Skömmu seinna seig afturendinn niður og Helgi Fló- ventsson hvarf niður í öldurn- ar. Öllu var lokið, en okkur var borgið. Helgi Flóventsson var nýtt skip, rúmlega árs gamalt, um 100 smálestir að stærð, smíðað- ur í Noregi úr eik. Það var víða vakað á Húsa- vík þessa nótt. Vakað og beðið eftir ástvinunum, sem allir komu heilir heim — St. E. Sig. Þrjátiu herdeildir nauðsynlegar Bonn, 4. ágúst — (Reuter) — VESTUR-ÞÝZKA stjórnin hefur boðizt til að auka mjög lið sitt í þeim átta herdeildum, sem hún hefur undir vopnum, að því er Franz Josef Strauss, land varnaráðherra V-Þýzkalands, upplýsti í dag. Strauss var að koma frá við- ræðum við Adenauer kanzlara, þar sem hann gerði honum grein íyrir nýafstaðinni ferð sinni til Bandarikjanna. Strauss tjáði fréttamónnum, að senni- lega myndu Bandaríkjamenn og Bretar ekki auka herlið sitt í Vestur-Evrópu. — Jafnframt skýrði hann frá því, að skipuð hefði verið nefnd nokkurra Bandaríkjamanna og Þjóðverja, sem fjalla skyldi um sameigin- leg æfingasvæði þýzkra og bandarískra hermanna. Strauss kvaðst telja, að Sovét- ríkin hefðu um 120 herdeildir fullskipaðar undir vopnum og taldi að Vestuiveldin yrðu að hafa a.m.k. þrjátíu herdeildir í Mið-Evrópu. Þær erú nú 25. Þrjár nýjar kálteg- undir á markaðinum KÁLRÆKTIN hefur gengið sæmilega í sumar, þrátt fyrir kuldana í vor, sagði Ásgeir Bjarnason, garðyrkjubóndi á Reykjum í Mosfellssveit, í við- tali við Mbl. í gær. Blómkálið er með bezta móti og miðað við kuldana má telja það í fyrra lagi hvítkálið er að koma, en það er tjeinna en í fyrra og þar er enn vorkuldunum um að kenna. Um þetta leyti í fyrra var allt orðið fullt af hvít- káli. Hákarlsþjófar enn á ferð Aðfaranótt fimmtudags voru enn gripnir menn með illa feng- inn hákarl. Höfðu þeir mis- séð sig á þrem beitum vestur hjá Ráðagerði á Seltjarnarnesi, í hjalli þeim, sem Garðar Guð- mundsson, lögregluþjónn á þar, ásamt fleirum. Einhverjir. höfðu orðið mannaferða varir við hjall- inn og bifreiðar þeirra kumpána, en þeir voru tveir saman. Þeir voru færðir í fangageymslu lög- reglunnar og voru yfirheyrðir í fyrradag. Þeir játuðu strax á sig verkn- aðinn. Höfðu þeir verið á höttum eftir kvenfólki, en þá séð hákarl- inn og ekki staðizt freistinguna. Hér mun ekki vera um að ræða þá sömu, sem stálu hákarlinum úr hjalli við Þverveg hér á dögun- um, en ekki hefur enn hafst upp á þeim, sem þar voru að verki. Ásgeir sagðist nú vera með þrjár nýjar káltegundir, topp- kál, savoyer-kál og broccoli eða spergilkál, eins og það er nefnt á íslenzku. Ásgeir sagði, að sperg ilkálið væri auk þess að vera mjög ljúffengt, mjög bætiefna- ríkt. Rauðkálið kemur ekki fyrr en í haust. Því hefur farið lítið fram, en horfur þó nokkuð góðar með það. Markaðinn kvað Ásgeir mjög góðan. sérstaklega fyrir blómkál ið. Kálið, sei.i nú er flutt inn hraðfryst og niðursoðið, sagði Ás geir hvorki samkeppnisfært við íslenzka kálið, hvað snerti verð og gæði. Hinsvegar hefði inn- flutningur á hvítkáli og rauðkáli í fyrra gert garðyrkjubændum mikið tjón, því að inníenda fram leiðslan hefði ekki verið búin. Hæsta lán til þessa Washirigton, 4. ágúst — (Reuter — NTB). TILKYNNT var í dag, að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefði veitt Bretlandi lán sem nemur tveim miljörðum dala, til þess að ráða bót á efnahagsvandræðum lands- ins. Bretar munu fá þrjá fjórðu hluta upphæðarinnar, þegar í stað í gjaldmiðlum níu þjóða, en fimm hundruð milljónir, sem eftir verða, munu þeir fá á næstu tólf mánuðum. Hér er um að ræða hæsta gjald eyrislán,' sen» sjóðurinn hefur hefur veitt til þessa. f júní 1960. — Zengakuren-stúd entar umkringja bifreið Hagertys í Tókíó. - Ur ýmsum áttum Framh. af bls. 12. ingi það olli í hinum frjálsa heimi. MRA (Siðvæðingar- hreyfingin) færði okkur há- leitarj hugsjónir en kommún- isminn." • Siðvæðing — eða kommúnismi Og hinir japönsku stúdent ar héldu áfram að bera fram afsökunarbeiðnir sínar, að því er segir i MRA-ritinu. Við frumsýningu „Tígrisdýrsins" í White Plains í New York, gekk fram einn af foringj- um þeirra, Koichi Morita, og mælti: — „Ég var einn í þeim hópi stúdenta, sem umkringdu mr. Hagerty, og ég stóð alveg við dyrnar á bílnum hans. Fyrir hönd japanskra stúdenta vil ég biðja bandarísku þjóð- ina fyrirgefningar .... “ — Þeir siðvæðingarmenn þykja knáir áróðursmenn, ekki síð- ur en kommúnistarnir, sem þeir berjast harðast gegn — og hinn japanski stúdent bætti við: „Ég er sannfærður um, að í þeirri hugsjónabaráttu, sem nú ríkir um heim allan, er valið ekki milli friðsam- legrar sambúðar og styrjald ar, heldur milli Siðvæðingar innar og kommúnismans." — ★ — Og nú gekk James Hagerty upp á sviðið, og þrýsti hönd Morita, sem tæpu ári áður hafði gert aðsúg að honum í Tókíó, ásamt félögum sínum. Og Hagarty mælti: „Það, sem þér hafið sagt, og það, sem þið segið í leikritinu, er slik afsökunarbeiðni, að hvorki ég né nokkur Bandaríkjamað- ur aimar getur vænzt meira. Ég óska yður til hamingju — og okkur einnig. Við megum sannarlega happi hrósa að eiga fólk eins og ykkur að bandamönnum i bráttunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.