Morgunblaðið - 06.08.1961, Page 24

Morgunblaðið - 06.08.1961, Page 24
IÞROTTIR Sjá bls. 22 JÍltrgtóttlíIWiíitin 175. tbl. — Sunnudagur 6. ágúst 1961 Reykjavíkurbréf Sjá bls 13. Veður hamlar veiðum Flotinn inni á höfnum um helgina VEIÐISKAPUK er nú lítill hjá síldarbátunum, j>ví að norðvest anbræla er á miðunum og vonlít ið um veiði, ]>ótt töluvert síldar líLíign munj enn á Reyðarfjarðar djúpi. Aðfaranótt laugardags var fremur lítilfjörleg- veiði, og á lau'gardag var ekkert að frétta. Þó komu nokkrir bátar inn með meðalafla. Flotinn heldur sig nú upp við land og mestallur á Seyð isfirði og Norðfirði. Sjómenn munu flestir fara í land um verzl unarmannahelgina, og þykir mönnum ekki ólíklegt, að fjör- ugt verði á þessum stöðum. All margir munu ætla sér að fara upp á Hérað til að skemmta sér og dansa í Hallormsstaðaskógi. NESKAUPSTAÐ, 5. ágúst. Þessir bátar komu inn í nótt og morgun með síld, sem öll fór í bræðslu:- Jón Garðar með 900, Hannes lóðs 600, Keilir 650, Jón Guðmunds- son 550, Blíðfari 700, Stefán Ben. 7—800 og Gunnólfur 400 mál. Alls bíða nú löndunar um 14000 raál. Haugasjór er úti fyrir, og skipin nú sem óðast að leita upp undir land í var. —SX. ESKIFIRÐI, 5. ágúst. Þrír bátar komu hér inn í morgun, Seley með 800 tunnur, Vattarnes með 600 mál og Björg með 350 mál. Sjómennirnir segja brælu komna á miðin. Hér eru stödd tvö skip, annað lestar síldarmjöl, en hitt flytur tunnur hingað. —G.W. r Askell Þorkelsson látinn ASKELL ÞORKELSSON, sem slasaðist í Hrísey á miðvikudags- morgun, andaðist í sjúkrahúsi á Akureyri aðfaranótt laugardags. Skipbrotsmenn af Helga Flóventssyni taka gúmmíbjörgunarbátinn út úr bílnum við komuna til Húsavíkur. (Ljtsm. St. E. Sig.) Þegar Helgi Fldventsson sökk Fréttaritari l\lt)l. ræðir við skipshofnina á bátnum Akureyri, 5. ágúst. — EINS OG kunnugt er af fyrri fréttum, sökk vélskipið Helgi Flóventsson ÞH 77 frá Húsa- vík skammt út af Langanesi um kl. 16:30 í gærdag. Vél- skipið Stígandi frá Ólafsfirði bjargaði áhöfn Helga eftir að hún hafði komizt í gúmmí- bát og yfirgefið skipið. Síðan Ljósmyndari frá IViorgun- blaðinu skaðbrennist í V estman naeyj um ^tORGUNBLAÐIÐ sendi blaða- mann og ljósmyndara á þjóðhátíð ina í Vestmannaeyjum, til þess að lesendur blaðsins gætu fylgzt xneð því, er þar færi fram. Snemma í gærmorgun bárust ritstjórn blaðsins þau hörmulegu Sveinn Þormóðsson tíðindi, að ljósmyndari þess, Sveinn Þormóðsson, hefði brennzt illa þá um nóttina, þegar kviknaði í tjaldi hans. Sveinn og blaðamaðurinn sváfu hvor í sínu tjaldi, og stóðu þau hlið við hlið. Blaðamaðurinn vaknaði um nóttina, og var þá tjald Sveins brunnið. Sveinn lá fyrir utan það skaðbrenndur en með rænu. Hafði hann setið í tjaldinu og verið að lesa við ljós frá kosangastækjum, þegar hann finnur, að þungt loft er inni, svo að honum verður þungt yfir höfðinu. Stóð hann upp og ætl- aði fram að tjaldskörinni, til þess að fá Sér frískt loft, en heíur þá hnigið í ómegin, því að síðan man hann ekki eftir sér, fyrr en hann rankaði við sér fyrir utan. Sveinn liggur nú í sjúkrahús- inu í Vestmannaeyjum. Henrik Linnet, héraðslæknir, tjáði blað- inu í gær, að Sveinn væri illa brenndur, en líðan hans væri eftir vonum og hefði farið mjög batnandi, þegar á daginn leið. flutti Stígandi skipbrotsmenn ina til Raufarhafnar og komu þeir þangað um kl. 21:40 í gær kvöldi. Frá Raufarhöfn fóru þeir svo með bifreiðum til Húsavíkur og komu þangað um um kl. 3 s.l. nótt. Frétta- maður frá Mbl. var þá stadd ur á Húsavík og gafst honum færi á að fylgjast með heim- komu þeirra og ræða við þá litla stund. A Vökunótt hjá Húsvíkingum Það var súld og nokkur þoka þegar við komum til Húsavíkur iaust eftir miðnætti s. 1. föstu- dagskvöld. Æði margt fólk var þó á ferlj og sýnilegt að tilgang- urinn var einhver. Við eftir- grennslan kom í Ijós, að allir biðu eftir áhöfninni af Helga Flóventssyni. Þeir koma með bíl um rétt bráðum, sagði einhver, og var heyranlegur gleðihreim- ur í röddinni. Við höldum heim að Ásgarðsveg 15, en þar býr Helgi Bjarnason útgerðarmaður. Bifreið lamaðra stolið AÐFARANÓTT föstudags var bif reið Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra stolið á Ásvallagötu. Þetta er Chevroletfólksbifreið ár gangur 1955, blá að lit og skrá- setningarnúmer er R.-8718. í gær hafði enn ekkert spurzt til bifreiðarinnar, og eru þeir sem kynnu ai hafa orðið hennar varir síðan á föstudagskvöld beðnir um að hafa samband við rannsóknarlögregluna. einn af eigendum Helga Fló- ventssonar og sá, sem stendur fyrir útgerð hans. Er við kveðj um þar dyra, opnar frú Jóhanna kona Helga, og er við segjum Hreiðar Bjarnason skipstjóri. Myndin er tekin heima hjá hon- um á Húsavík í fyrranótt. erindið að okkur langi til að doka við eftir komu sjómann- anna, er svarið jákvætt og við göngum til stofu. Helgi útgerð- armaður er einn af áhöfn skips- ins og þeirra er von bráðlega. A- Renna í hlaðið Klukkan tifar áfram, verður eitt og verður tvö, en ekkert bólar á bílunum. Loks um þrjúleytið sjáum við ljós á hæð inni norðan bæjarins og þá er vitað að þeir eru að koma. Þeir koma allir hingað, segir Jóhanna, því Hreiðar skipstjóri er bróðir mannsins míns og þriðji bróðir* inn var einnig á bátnum. Svo eru þetta allt vinir og kunningj. ar, og Jóhanna hraðar sér í eld* húsið að skerpa undir katlinum. Eftir nokkrar mínútur rennur bifreið að húsinu og andartaki síðar er stofan full af ungum Framhald á bls. 23. * Eldur úti í Akurey UM ELLEFU leytið á föstudags- kvöld fóru athuiglir Vesturbæing ar, sem höfðu verið að ganga með fram sjónum í góða veðrinu, að hringja til lögreglunnar og til- kynna, að eldur logaði úti í Akur ey. Lögregluþjónar og hafnsögu- menn fóru út í eyna og slökktu eld, sem þar logaði í viðarull og öðru drasli. Ekki sáu þeir nein merki mannaferða í eynni, en lík legt er, að strákar hafi róið út i eyna oig kveikt bálið. , Brezkur togari tekinn Aðfaranótt laugardags ] stóðu menn á gæzlu- flugvélinni Rán brezkan togara að ólöglegum veiðum undan Aust- fjörðum. Varðskipið Þór tók togarann síðan í vörzlu sína og var vænt anlegur með hann til Seyðisfjarðar í gær- kvöldi. Skipherra á Þór er Jón Jónsson, en Garðar Fálsson er á Rán.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.