Morgunblaðið - 10.08.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.08.1961, Blaðsíða 1
24 siður 48. árgangur Krúsjeff hvikar ekki: Þýzkaland veröur malað í duft verði á okkur ráðizt Faðmlög og kossar i Kreeml Moskvu, 9. ágúst — (Reuter) I GEIMFARINN Ghermann Titov kom til Moskvuborgar í dag og var ákaflega fagn- að. Á flugvellinum tóku m.a. á móti honurn Krúsjeff for- sætisráðherra, Tamara, eigin kona hans, og foreldrar hans. Krúsjeff kyssti Titov og faðmaði, en síðan var ekið inn í borgina, að Rauða torginu. Fréttamenn náðu tali af Ta- möru rétt áður en flugvél Titovs lenti og kvaðst hún hreykin og hamingjusöm. Ég er svo tauga- óstyrk, sagði hún, að ég get hreynt ekkert annað sagt. Er Titov gekk niður úr flug- vélinni, staðnæmdist hann skammt frá Krúsjeff og skýrði ihonum hátíðlega frá árangri geimferðarinnar, en Krúsjeff hlýddi á með gleðibrosi. Síðan faðmaði hann geimfarann að sér góða stund og kyssti innilega á íbáðar kinnar. Segja fréttamenn að forsætisráðherrann hafi reynt sitt ítrasta til þess að ná alveg utan um breitt bak Titovs, en tókst ekkj og Tamara stóð hjá oneð gleðitár í augum. Er Titov var laus úr faðmi Krúsjeffs heilsaði hann konu sinni, ættingjum og vinum. Laumaðist hann síðan til að kyssa konu sína aftur svo að lítið bar é, er hlé varð á kveðjunum. Hljómsveitir léku ættjarðar- söngva og flokkssöngva. Hópur ungra stúlkna köstuðu blómum til Titovs og sendu honum fing- urkossa. • Reiðubúinn tii hvers sem er —. Að kveðjuathöfninni lokinni óku þau Titov, Tamara og Krú- sjeff inn til borgarinnar í opinni bifreið. Þúsundir manna fögnuðu Framhald á bls. 23. Berlín, 9. ágúst, (Reuter/NTB) FEIKNLEGUR flóttamanna- straumur hefur verið frá A- Þýzkalandi yfir til Vestur- Þýzkalands síðastliðinn sólar hring. Hafa komið nærri tvö þúsund manns yfir landa- mærin síðustu 24 klst., sem mun vera mesti fjöldi flótta- manna á einum degi síðan Mbl. fékk mynd þessa sím-1 senda i gærkvöldi. Hún sýir-í ir Nikita Krúsjeff, forsætisráð 7 herra Sovétríkjanna á millil rússnesku geimfaranna, Gag-1 arins og Titovs. 1 Friðrik efsfur í 7. umferð fóru leikar svo á skákmótinu í Marianske Lazne: Nimela Friðrik jafntefli. Barendregt vann Sliwa. Filip vann Blom. Johannesen vann Milic. Bobostov 'vann Gragger. Jafntefli gerðu Ciric og Gitescu Biðskákir urðu hjá: Ljungquist og Szabo. IUhlman og Perez. 8. UMFERÐ var tefld í gær, og urðu úrslit þessi: árið 1953, er uppreisnin var gerð í A-Þýzkalandi. Þessi skyndilega aukning flóttamanna er talin stafa af miklum ótta fólksins við að landamærunum verði alveg lokað. Frá því um helgi hafa komið allt frá 1600 flóttamönnum dag- lega, en í síðustu viku var meðaltal 1200 á dag. 1 fyrradag Moskvu, 9. ágúst — (Reuter) í VEIZLU, sem haldin var í Kreml í kvöld, Ghermann Titov til heiðurs, sagði Krús- jeff, forsætisráðherra, í ræðu, að engar hótanir gætu hindr að að Sovétríkin gerðu sér- staka friðarsamninga við A- Þýzkaland. voru skráðir 1741 flóttamaður á einum degi og í gær 1926. — Yfirvöld A-Þýzkalands hafa nú hafið skráningu allra þeirra, sem vinna í Vestur-Berlín. • Menn blygðast sín Meðal flóttamanna í dag var einn af dómurum hæstaréttar Austur-Þýzkalands, Horst Het- zar. Með honum flýðu níu manns úr fjölskyldunni. Dóm- arinn lét svo um mælt við vest- ur-þýzka lögfræðinga við kom- una vestur um, að löggjöfin í Austur-Þýzkalandi væri komin á svo lágt stig, að menn þar blygðuðust sín fyrir að starfa sem lögfræðingar. Krúsjeff sagðist ekki ætla, að sú ráðstöfun leiddi til styrjaldar, því að enginn nema vitfirringur gæti tekið upp á því að svara svo frið- samlegri aðgerð með styrjöld. — En það eru til brjálaðir menn, sagði Krúsjeff — og því verðum við að vera við öllu búnir. Krúsjeff endurtók hvað eftir annað í ræðu sinni, að Sovétríkin vildu frið og ógnuðu engum. En réðist einhver á Sovétrikin gætu Rússar ekki lit- ið á það öðruvísi en sjálfsmorðs tilraun. — Við veitum fé til að smíða eldflaugar og atómvopn og þau eru ekki ætluð til að sneiða niður pylsur, sagði for- sætisráðherrann. • Mynd framtíðarinnar. Krúsjeff skýrði frá því að rússneskir vísindamenn hefðu sagt honum að þeir gætu búið til sprengjur með afli 100 milljón tonna af TNT og gætu einnig smíðað eldflaug til að skjóta slíkri sprengju. Slík er mynd framtíðarinnar, sagði Krúsjeff. Krúsjeff hélt ræðu þessa í Kreml yfir borðum, sem svign- uðu af krásum, að því er Tass fréttastofan segir — otg kvaðst ekki vilja vekja mönnum óhug yfir máltíðinni. En við erum raun sæismenn, sagði hann Og skiljum hvernig ástatt er í heiminum. Við trúum því að skynsemin sigri, að skýin greiðist frá sólinni svo hún fái aftur skinið, bætti hann við. Síðar í ræðu sinni sagði Krú- sjeff: — Trúið þið virkilega að unnt sé að skaða okkur? — Við beygðum okkur ekki fyr ir Þjóðverjum, þegar þeir voru í nágrenni Moskvu og Stalingrad. Heldur nokkur að við munum beygja okkur fyr- ir Adenauer? Trúi Adenauer því, að hann geti fengið Þýzkaland sameinað með styrjöld og álrás á okkur, þá verður engin þýzk þjóð til meir, Þýzkaland allt verður þá malað í duft. 39 fórust STAVANGUR, 9. ágúst — (Reuter). — Saknað er brezkrar tveggja hreyfla flugvélar, með 34 skóla- drengjum og tveim kennur- um þeirra auk áhafnar. Tal- ið er líklegt að vélin hafi lent í sjónum og hafa skip og flugvélar leitað ákaft í allt kvöld. Vélin, sem er af gerðinni Vickers Viking átti að lenda á Sola flugvelli. Rétt áður en hún skyldi lenda rofnaði allt samband við hana. Regn var og hvassviðri. Flugvélin var í eigu brezka flugfélagsins Cunard-Eagle. Áhöfn var þrír menn. Skóla piltarnir voru á leið til Noregs í skólaferðalagi ásamt kennurum sínum. Framhald á bls. 23, IMesti fjöldi flótta- manna síðan 1953 IMær 2000 manns flýðu frá A-Þýzkalandi yfir til V-Þýzka lands á einum sólarhring

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.