Morgunblaðið - 10.08.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.08.1961, Blaðsíða 3
// _ immtudagur 10. Sgus’t 1961 MORGVNBLAÐIÐ ★ MORGUNBLiAlÐIÐ átti í gær stutt samtal viS Garðar Páls- son, skipherra á „Rán“, flug- báti Landhelgisgæzlunnar, sem kom að togaranum „Sout- hella“ frá Hull að veiðum inn- an 6 mílna fiskveiðilandhelg- innar að kvöldi sl. föstudags. Innti blaðið Garðar ofurlítið nánar eftir gangi mála í sam- bandi við tóku togarans, en þar höfðu „Rán“ og ið „Þór“ góða samvinnu. * f 'I , Reglan um óslitna eftirför^ T0"'“ * ’ * * «inTog'í öðrum'slíkunTtflfe^f- »SoutheUa“ 1 holn á Seyðisfirði- (Ljósm': Leiíur Haraldsson) um, sagði Garðar, að við gerð- Skipstjórinn á „Southella“ illa heima í alþjdðalögum Stutt rabb v/ð Garðar Pátsson, skip- herra á „Rán" urn töku togarans um staðarákvarðanir okkar, þegar er við komum að togar- anum. Síðan er gangur mál- anna sá, að við leitum næsta varðskips, sem í þessu tilfelli reyndist vera „Þór“, tilkynn- um því stefnu og hraða togar- ans, en eftir því reikna varð- skipsmenn síðan út, hvaða stefnu þeir þurfa að taka til þess að komast á skemmstum tíma í veg fyrir togarann. Eftir að við höfum gefið togaranum stöðvunarmerki, gætum við þess að fylgja honum stöðugt eftir, unz varðskipið nær til hans og tekur algerlega að sér eftirförina. Þetta er nauðsyn- legt vegna þeirrar alþjóða- reglu, að því aðeins er heimilt að veita skipi eftirför á alþjóð legu hafsvæði, að eftirförin hafi verið óslitin frá því sem komið var að skipinu innan landhelginnar. — Þannig hefði „Þór“, sem ekki kom að „Southella“ fyrr en togar- inn var kominn einar 19 mílur frá landi, t. d. ekki haft heim- ild til þess að elta hann uppi, taka hann og færa til hafnar, ef flugvélin hefði ekki fylgt honum viðstöðulaust eftir, þar til varðskipið var komið é vett vang og gat tekið við eftirför- r Vanþekking brezkra sbipstjóra Hér er sem sagt um að ræða reglu samkvæmt alþjóðalög- um — en skipstjórinn á „Sout hella“ virtist ekki ýkja-vel heima í alþjóðalögunum, a.m. k. ekki að því er þetta atr iði varðar og hið sama mun raunar gilda um marga starfs bræður hans. — Varð skip- herrann á hinu brezka eftirlits skipi, „Dancan“, sem annars var algerlega hlutlaus í þessu máli, að benda togaraskipstjór anum á, að hér væri um að ræða „hot pursuit" (þ. e. eftir- för á opnu hafi, að fyrrgreind- um skilyrðum uppfylltum) — og vildi hann „persónulega“ ráSa honum að fara að fyrir- mælum hins íslenzka varð- skips. Við spurðum Garðar álits varðandi mismun þann, sem fram kom á staðarákvörðun- um Ránar og þeim staðar- ákvörðunum, sem brezki tog- araskipstjórinn kvaðst sjálfur hafa gert, ásamt mönnum sín- um. — Garðar vildi raunar fátt um það segja, en benti þó á ónákvæmni, sem komið hefði fram fyrir réttinum, er skýrslu, sem loftskeytamaður togarans lagði fram, bar ekki saman við merkingar á korti skipstjórans. Þarna var um þrjár staðarákvarðanir að ræða. Var ein þeirra alls ekki 1 samræmi við það, sem skip- stjórinn hafði merkt á sitt kort — og tölur loftskeyta- mannsins áttu þó að vera tekn ar eftir. — Auk þess nægir reyndar að benda á það, sagði Garðar Pálsson að lokum, — að þrátt fyrir þessar umræddu staðar- ákvarðanir sínar, sem áttu að sýna, að „Söuthella“ hefði verið vel utan 6 mílna mark- anna, þegar „Rán“ kom að honum, snýr skipstjórinn tog- aranum til hafs og leggur á flótta á fullri ferð — með báða vörpuhlerana, forvænginn og hluta af botnrúllunum úti á stjórnborðssíðu. ‘ IMiklum verðmæt- um bjargað Forðað stórtjóni með samn- ingunum við Norðmenn t TILEFNI árása Þjóðviljans á stjórn Síldarverksmiðja rík isins í gær út af því að leyfð skyldi sala á bræðslusíld til Norðmanna, átti Mbl. viðtal við Svein Benediktsson, for- mann stjórnar SR, sem kom flugleiðis til Reykjavíkur frá Egilsstöðum í fyrrakvöld, eft ir að hafa verið á Seyðis- firði undanfarna daga, og veitti Sveinn Mbl. eftirfar- andi upplýsingar: Sl. mánudag var svo ástatt hjá eíldveiðiflotanum að bræla hafði verið í tvo til þrjá daga og fjöldi síldveiðiskipa, sem feng ið höfðu afla á fimmtudag og föstudag í fyrrí viku, komst ekki með aflann norður fyrir Langa- ines sökum veðurs og beið losun- ar á Austurlandshöfnum. Þar voru fullar þrær og einu af fjór- um flutningaskipum, sem flytja síldina á vegum Síldarverk- emiðja ríkisins og Hjalteyrarverk smiðjunnar, hafði hlekkzt á í fyrri viku, en hin orðið fyrir alvarlegum töfum sökum óveð' urs. • Síldin þoldi ekki geymslu Síldin í veiðiskipunum var' svo bráðfeit að hún þoldi mjög illa geymslu og þar, sem sjáan- legt var, að hluti síldveiðiflot- ans myndi þurfa að biða allt að því viku eftir losun, ákvað stjórn SR að fara fram á það við sjáv- arútvegsmálaráðherra að Ihann heimilaði verksmiðjunum að selja óákveðið magn bræðslu- síldar, sem án nýs leyfis skyldi ekkj fara fram úr 15 þús. hektó- lítrum, til norskra síldarflutn- ingaskipa. Síld’arflutningaskip þessi eru hér á vegum samtaka norskra síldarverksmiðja, með bækistöð í Álasundi sem nefna sig Industri- sild. Vegna óveðursins, sem var í fyrri viku, höfðu Skipin ekki fengið nægilega síld til flutnings hjá norska flotanum, og höfðu sum þeirra leitað hafnar á Aust- fjörðum. • Feirgust ekkl leigð Tilraunir stjórnar SR til þess að fá skipin leigð til bræðslu- síldarflutninga frá Seyðisfirði til Norðurlandshafna báru ek-ki ár- angur. Industrisild bar fyrir sig að samtökin nytu styrks frá norska ríkinu til eflingar atvinnu lífs í Noregi með flutningi síld- ar þangað, og styrkveitingar þess ar myndu falla niður, ef skipin yrðu leigð íslendingum til síldar- flutninga. Hins vegar gerði Industrisild SR tilboð um að kaupa bræðslusíld á Seyðisfirði, og greiða norskar kr. 16,20 fyrir hektólítrann f.o.b. þar. Eftir vandlega athugun og að fengnu leyfi ráðherra, ákvað stjórn SR að selja Norðmönnum síldina fyrir þetta verð, enda yrði magnið takmarkað í sam- ræmi við hagsmuni íslenzka síld- arútvegsins. • Allt að 10 þúsund mál ónýt ella Hefði ekki orðið af þessari sölu, myndu allt að 10 þús. mál síldar hafa eyðilagzt, þar sem hin feita síld í veiðiskipunum hafði ekki verið söltuð né sett í hana nein rotvarnarefni. Hefðj orðið að moka meginhluta hennar í sjóinn eftir vikugeymslu um borð í síldveiðiskipunum, og hefðu þar ekk; einungis farið forgörðum mikil verðmæti í bræðslusíld, heldur hefðu lýsi og grútur valdið stórskemmdum á skipum, og skemmt rafleiðslur og viðkvæm tæki, svo og fatnað skipverja. Stjórn SR hefur ákveðið verð til íslenzku veiðiskipanna kr. 116 fyrir málið, sem er það sama og greitt hefur verið fyrir málið á annari síld, sem farið hefur í flutningaskip til verksmiðjanna á Norðurlandi. Er þetta þó að- eins bráðabirgðaverð og verður síðar ákveðið hversu ráðstafað verður þeim hagnaði, sem SR kunna að hafa af þessum flutn- ingum. • Lestun lokið um miðnætti Klukkan sex í gærdag höfðu norsku flutningaskipin tekið á móti 12,285 hektólítrum og var búizt við að lestun síðasta skips ins af fjórum yrði lokið um miðnætti í gærkvöldi. Hefur Industrisild því keypt samtals um 15 þúsund hektólítra bræðslu síldar, sem flutt verður til Nor- egs. Ekki er gert ráð fyrir frekari sölu bræðslusíldar til Norð- manna, en að sjálfsögðu verður málið aftur tekið til athugunar, ef hliðstætt neyðarástand og var um síðustu helgi, skapast hjá íslenzka síldveiðiflotanum. í samningunum við Industri- sild naut stjóm SR fyrirgreiðslu norska ræðismannsins á Seyðis- firði, Björgvins Jónssonar, kaup félagsstjóra. Níu felldir BAGDAD, 9. ágúst — (Reuter — NTB) Dagblaðið A1 Jadeed í Bagdad hefur eftir heimildum í Kuwait, að brezkir hermenn hafi fellt níu íranska hermenn og sært þrjá í Malta-héraði í Kuwait Hafi írönsku hermennirnir ekki hlýtt skipunum brezku hermann anha eftir að þeir fóru inn í hér aðið. Ekki greinir blaðið, hvenær atburður þessi hafi orðið. STAKSTtlMAR Skuldugur „auðhringur“ Framsóknarmenn eru alltaf annaS veifið að tala um það að ósamræmis gæti í því, þegar Morgunblaðið heldur því fram að SÍS sé skuldugasta fyrirtæki landsins, en hef- ír þó áður nefnt tað auðliring. Uorgunbl. skal ekki vera lang- ort um orðheng- ilshátt, en auð- hring hefur venjulega verið lýst þannig, að það væri risa- vaxið fyrirtæki, sem seildist inn á fjölmörg svið athafnalífs. Slík- ur hringur reynir venjulega að þjappa valdinu saman á hendur fárra manna og ná undir þá gífur legum fjárhagsáhrifum. Fram- sóknarmenn segja SÍS ekki geta verið auðhring, þar sem það fyrir tæki sé stórskuldugt. Morgun- blaðið leyfir sér hinsvegar að halda því fram að orðið auðhring ur taki til SÍS, þó að fyrirtækið skuldi óhemju fé. Fátæktarhringur verri En um það má auðvitað deila, hvort orðið auðhringur geti tekið til fátæks stórhrings, sem þó hef- ur áhrif á flestum sviðum efna- hagslífs þjóðfélagsins. Ef SÍS- menn æskja þess sérstaklega, mætti taka það til athugunar að nefna fyrirtæki þeirra fátæktar- hring í staðinn fyrir auðhring. En hitt er þá rétt að hafá í huga, að fátæktarhringurinn í þessari merkingu er hreint ekki betri fyrir þjóðfélagið en auðhringur- urinn. Sá síðarnefndi ætti að vera fær um af eigin rammleik að byggja upp atvinnutæki, bæta rekstur og þjónustu og standa sjálfur undir kjarabótum, sem launþegar sæktu til hans. Hinn síðar-nefndi getur ekkert af þessu gert og hefur tilhneigingu til að leita sér styrks og halds í pólitísku braski á þann veg, sem I raunin varð á um leynisamninga Framsóknarflokksins og kommún ista, sem SÍS síðan staðfesti með undirskrift sinni. Einn vilji Við og við hefur SÍS nú að undanförnu látið birta ramma- greinar í Tímanum um ágæti þess félagsskapar. Sumar hafa verið mun hógværari og betur skrifað- ar en tíðast er um pólitík þess blaðs, en stundum slær út í fyrir höfundinum og í gær gengur hann skrefi lengra en líklegt er til að sannfæra landslýð. Hann segir: „Meginþorri allra bænda Iands ins hefur félagsskap um sölu a<- urða sinna. f þeirra framleiðslu- grein kemur ekki til verkfalla, vegna þess að þar er ekki ágrein- ingur um skiptingu arðsins". Þróunin er samkvæmt þessu að verða rétt eins og í Rússlandi. Þar geta aldrei orðið verbföll, vegna þess að allir verkamenn eru sammála Krúsjeff og þeim Kremlverjum. Og íslenzkir bænd ur eiga nú allt í einu að vera orðnir sammála öllum athöfnum Framsóknarleiðtoganna í SÍS. Greinarhöfundur segir að í öðr- um atvinnugreinum sé „sífelldur ágreiningur um skiptingu arðs- ins“. f samvinnufélögunum sé slíku ekki til að dreifa fremur en er í ríkjum þeim, sem komm- únistar lýsa sem dýrðlegast. Ekki er nú alveg víst að allir einstakl- ingar í samvinnufélögunum séu jafn „háþroskaðir félagslega“ og þessi greinarhöfundur“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.